Alþýðublaðið - 22.10.1991, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 22.10.1991, Blaðsíða 3
Þriðjudaqur 22. október 1991 3 Bræður á þínai Bræður tveir sitja Alpingi íslend- inga þessa dagana. þeir séra Gunn- laugur Stefánsson í Heydölum og Guðmundur Árni Stefánsson, bæj- arstjóri í Hafnarfirði, . báðir Gaflar- ar góðir og kratar fram í fingur- góma. Guðmundur Árni situr í for- föllum Jóns Sigurðssonar, viðskipta- og iðnaðarráðherra, sem tekur sæti sitt á þinginu að nýju í dag. Þriðji bróðirinn, Finnur Torfi Stefánsson, sat á þingi fyrir Alþýðuflokkinn fyr- ir nokkrum árum, og þar áður faðir þeirra, Stefán Gunnlaugsson. Hér eru þeir bræður, Gunnlaugur og Guðmundur Árni, í þingsölum í gaer. A-mynd: E.Ól. Haustveiðar loðnu hafa skilað 5,4 milljörðum Tel brýnt að loðnu- veiðar hefjist strax - segir Einar K. Guðfinnsson alþingismaður „Ég tel brýnt að loðnuveiðar geti hafist strax og mjög brýnt fyrir þjóðarbúið að fá þær við- bótartekjur sem fengjust með því að veiða hana núna,“ sagði Einar K. Guðfinnsson alþingis- rnaður við Alþýðublaðið í gær. „Endanleg mæling Hafrann- sóknastofnunarinnar liggur að vísu ekki fyrir, en þær upplýsingar sem þegar liggja fyrir gefa til kynna að það sé engin áhætta tekin með því að hefja loðnuveiðar strax. Einar K. kvaðst ekki vita hug sjávarútvegs- ráðherra til þessa máls. Einar K. Guðfinnsson benti í þessu sambandi á útreikninga sem Einar Jónatansson á Bolungarvík hefði látið gera. Þar kemur fram að verð- mæti veiddrar loðnu á haustvertíð frá árinu 1976 væri um 5,4 milljörð- um króna umfram það sem verið hefði ef hún hefði verið veidd á vetr- arvertíð. Frá árinu 1976 hafa veiðst samtals 10.774.600 tonn af loðnu og þar af 4.681.500 á haustvertíð'. Munurinn á lýsisnýtingu á haustvertíð umfram vetrarvertíð er um 5,5%. Ef reiknað er með að fyrir tonn af lýsi fáist um 350 Bandaríkjadalir gefa þau 4.700 tonn af loðnu sem veiðst hafa á haustvertíð frá 1976 um 5,4 milljOrðum meira í tekjur en ef sama loðna hefði verið veidd á vetrarver- tíð. IC IIMI U I VSI VÍr 1IC Yfirmaður fjarskiptaeftirlits Staða yfirmanns nýstofnaðs fjarskiptaeftirlits er auglýst laus til umsóknar. Fjarskiptaeftirlitið starfar á grundvelli reglugerðar um Póst- og símamála- stofnun, skipulag á verkefni nr. 173/1991. Æskilegt er að umsækjendur hafi háskólapróf og góða kunn- áttu í ensku. Laun verða í samræmi við launakerfi opinberra starfsmanna. Æskilegt er að sá umsækjandi, sem valinn verður, geti hafið störf sem fyrst. Upplýsingar veitir starfsmannahald Póst- og síma- málastofnunar. Umsóknir skulu sendar samgönguráðuneytinu eigi síðar en 22. október 1991. Samgönguráðuneytið. Utboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Gatna- málastjórans í Reykjavík, óskar eftir tilboðum í efn- isútvegun og smíði á málmhlutum og búnaði í skólpdælustöð við Faxaskjól. Yfirlit yfir verkið: Eftirfarandi er lauslegt yfirlit yfir verkið, en nánari lýsing kemur fram í verklýsingu. Óskað er eftir til- boði í málmhlutina tilbúna til uppsetningar með öll- um smáhlutum sem til þarf. Um er að ræða eftirfarandi í aðaldráttum: a) Ryðfríar pípulagnir frá 8 dælum 0 400 mm og 0 500 mm með tilheyrandi lokum. b) Turn úr ryðfríu stáli 0 1118, með yfirfallshæðar- röri að innan, 0 500, einnig úr ryðfríu stáli. c) Öryggisflotloki u.þ.b. 3 m3 úr ryðfríu stáli ásamt vökvakerfi. d) Renniloka 2x2 m með gúmmiþéttingum og snekkjudrifi. e) Ristar og skermar í dæluþró, hvort um sig u.þ.b. 27 m2. f) Opnanlegar lúgur í gólfum og þaki. g) Kranabrautir, göngubrýr, stigar og handrið. h) Ýmsir innsteyptir hlutir til festingar á búnaði og pípuhólkar gegnum veggi. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 30.000,- skilatrygg- ingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 7. nóvember 1991, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Bygginga- deildar borgarverkfræðings, óskar eftir tilboðum í byggingu tveggja timburhúsa í fjölskyldugarðinum í Laugardal. Helstu stærðir: Starfsmannahús: 206 fm. Geymsluhús 242 fm. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 20.000,- skilatrygg- ingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 6. nóvember 1991, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGA’R Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 Utboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Bygginga- deildar borgarverkfræðings, óskar eftir tilboðum í framleiðslu og afhendingu á 56 rúmmetrum af lím- trésbitum í íþróttamiðstöð í Grafarvogi. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 15.000,- skilatrygg- ingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 5. nóvember 1991, kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 jtzxdJ Laus staða forstöðumanns Lyfjaeftirlits ríkisins Laus er til umsóknar staða forstöðumanns Lyfjaeft- irlits ríkisins. Staðan veitist frá 1. janúar 1992. Sam- kvæmt 49. gr. lyfjalaga skal forstöðumaður Lyfjaeft- irlits ríkisins uppfylla þær kröfur er lög áskilja til að geta öðlast lyfsöluleyfi. Umsóknir, ásamt ítarlegum upplýsingum um lyfja- fræðimenntun og lyfjafræðistörf, sendist ráðuneyt- inu fyrir 15. nóvember 1991. Frekari upplýsingar veitir ráðuneytið. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 17. október 1991. Laust lyfsöluleyfi, sem forseti íslands veitir Laust ertil umsóknar lyfsöluleyfi á Patreksfirði (Pat- reks Apótek). Fráfarandi lyfsali óskar eftir því að viðtakandi lyfsali kaupi húseign þá er lyfjabúðin er í, sbr. 11. gr. laga nr. 76/1982, um lyfjadreifingu. Viðtakandi lyfsali skal hefja rekstur frá og með 1. janúar 1992. Umsóknir, ásamt ítarlegum upplýsingum um lyfja- fræðimenntun og lyfjafræðistörf, sendist ráðuneyt- inu fyrir 15. nóvember 1991. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið 17. október 1991. Utboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Gatna- málastjórans í Reykjavík, óskar eftir tilboðum í lagn- ingu holræsis við Skerjafjörð. Verkið nefnist: Ægisíðuræsi, 2. áfangi. Helstu magntölur: Uppúrtekt: u.þ.b. 10.000 m3 Sprengingar: u.þ.b. 2.500 m3 Grúsarfyllingar: u.þ.b. 3.500 m3 Lagning falsröra: u.þ.b. 1.100 m Verkinu skal lokið 1. desember 1992. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 20.000,- skilatrygg- ingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 31. október 1991, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.