Alþýðublaðið - 05.11.1991, Side 4
MUÍH
Laugardaga 10-17
Sunnudaga 14-17
TM-HUSGÖGN
SÍÐUMÚLA 30 SÍMÍ 686822
Fréttir í hnotskurn
MIKLIGARÐUR MEÐ TVÆR NÝJAR HVERFISBÚÐIR: íwar
í Breiðholti og miðhverfum borgarinnar, allt í kringum Grensásveg,
munu án efa fagna tilkomu Miklagarðs í hverfi sín. í gær kvisaðist það
út að stórverslunin tæki við þessum hverfisbúðum á næstu dögum. Hér
er um að ræða Vörðufell í Breiðholti og Grensáskjör við Grensás-
veg. Mikligarður er stórmarkaður og heildverslun og hefur alla hurði
til að veita góða þjónustu og gott verð á vöru sinni.
STUTT GLEÐISPIL : Síðustu sýningar á Gleðispili, leikriti Kjartans
Ragnarssonar, verða í Þjóðleikhúsinu í þessari viku, á fimmtudag og
sunnudag. Kjartan fjallar í leikritinu um fyrsta leikritaskáld fslendinga.
Sigurð Pétursson, og vin hans, Geir biskup Vídalín. Leikritið gerist
í Kaupmannahöfn og á íslandi um aldamótin 1800. Af verki eftir Kjart-
an Ragnarsson hefur Gleðispilið stöðvast óvenju stutt á sviðinu.
TOLLKRIT: Vilhjálmur Egilsson. framkvæmdastjóri Verslunar-
ráðs íslands, hefur ritað flokkshróður sínum, Friðriki Sophussyni
fjármálaráðherra, bréf. Tekur hann þar upp þráðinn þar sem frá var
horfið i svonefndum tollkrítarmálum. Telur hann að almennur gjald-
frestur á aðflutningsgjöldum sé nauðsynlegur íslenskri verslun, í því
skyni að styrkja samkeppnisaðstöðu hennar. Fjölmargir fjármálaráð-
herrar undanfarinna ára hafa verið með tollkrítarmálið á borði sínu og
flestir haft góð orð um að koma henni á — en ekkert gerst til þessa.
JÓLABÆKUR SNEMMA Á FERÐ: Nokkrar fyrstu jólabíekur árs-
ins eru komnar á markað. Barnabókaútgáfan hefur sent frá sér tvær
barnabækur, sem heita Refurinn frábæri og Grútur og Gribba, eftir
Roald Dahl í þýðingu Arna Arnasonar. Dahl var um árabil einn allra
vinsælasti barnabókahöfundurinu á enska tungu. en hann lést fyrir
ári, 74 ára. Við flettingu á þessum bókum má vel greina að hér er á
ferðinni hin besta skemmtan fyrir krakka, sem farnir eru að stauta sig
áfram í bókum. Kkki spillir fyrir að bækurnar eru skemmtilega mynd-
skreyttar.
HRINGT UM HEIMSINS HÓF:Símnotendur sem tengdir eru staf-
ræna símkerfinu í Reykjavík geta nú hringt sjálívirkt til skipa sem búin
eru Inmarsat-A-gervihnattaþjónustunni. Hringja þarf samkvæmt stað-
setningu skips, t.d. 871 á austursvæði Atlantshafs. 874 á vestursva*ði.
872 á Kyrrahaf og 873 ef skip er á Indlandshafi.
NEYÐARATHVARFIÐ: Rauðakrosshúsið, Tjarnargötu 35, starfr;ek-
ir sérstakt neyðarathvarf fyrir börn og ungiinga. auk símaþjónustu
með ráðgjöf fyrir ungmenni að tuttugu ára aldri. Kiwanismenn í Kötlu
komu færandi hendi í heimsókn á dögunum. gáfu heimilinu ísskáp.
viftu og örbylgjuofn. Til Rauðakrosshússins hafa meira en 8 þúsund
unglingar hringt frá því þjónustan hófst fyrir nærri <i árum. Krindin eru
margvísleg, allt frá vangaveltum um kynlíf eða einelti að sjálfsmorðs-
hugleiðingum og kynferðislegu ofbeldi. Myndin er frá afhendingu gjaf-
ar þeirra Kiwanismanna.
LEIKSKALD MOTMÆLA: Á tímum niðurskurðar mótmæla marg-
ir skertum hlut úr ríkiskassanum — sjóði allra landsmanna. Leik-
skáldafélag íslands hefur sent fjárlaganefnd bréf þar sem mótmælt
er fyrirhuguðum niðurskurði á fjármagni til leiklistarstarfs. Sérstaklega
er á það bent að Alþýðuleikhúsinu er ekki ætluð króna úr sameigin-
legum sjóðum. Þetta bendi til að stjórnvöld vilji leikhúsið feigt.
KENNARALAUNIN KLEN: Kennarar á íslandi hafa barist harðast
allra stétta fyrir hærri launum á síðustu árum. Fréttablað BK, Banda-
lags kennara, greinir frá því í forsíðufregn að kaupmáttur taxtalauna
hafi lækkað um 0,4% hjá kennarastéttinni á tímum þjóðarsáttar. Á
sama tíma er talað um að kaupmáttur hafi hækkað nokkuð hjá öðrum
þegnum í þjóðfélaginu. Laun kennara hafa þótt heldur slök, en gerast
nú heldur klén, ef rétt reynist að kaupmáttur fari iækkandi hjá þeirri
góðu stétt fólks.
Landsbjörg og Slysavarnafélagið
Grunnt á því góðn
Grunnt er á því góða milli
Slysavarnafélags íslands og
Landsbjargar, hinna nýstofnuðu
landssamtaka björgunarsveita.
„Einu merkin, sem við höfum
heyrt um óánægju, hafa komið
frá Slysavarnafélagi íslands, eða
öllu heldur hluta af forustu
þess,“ segir Ólafur Proppé, for-
maður Landsbjargar, í bréfi til
félaga Landsbjargar. Segir hann
forseta SVFI ekki vanda þeim
Landsbjargarmönnum kveðj-
urnar á opinberum vettvangi.
Ólafur segir að því miður verði
það að segjast eins og er að sjaldn-
ast hafi Slysavarnafélagið átt frum-
kvæði að samstarfi björgunarsveita
landsins. Hinsvegar hafi litlu munað
að Slysavarnafélagið kæmi til sam-
starfs í fyrra. „Þegar þing Slysa-
varnafélagsins var haldið á árinu
1990 var að dómi þeirra sem best
þekktu til aðeins spurning um
nokkrar vikur hvenær tekist hefði
að sameina í eitt félag nær allar
björgunarsveitir landsins," segir Ól-
afur í bréfi til félaga Landsbjargar.
Samþykkt hefði verið ályktun sem
dugað hefði stjórn félagsins til að
ganga endanlega frá sameiningar-
samningi og mál svo langt komin að
fyrir lágu tillaga að nafni og helstu
atriði nýrra laga og skipulags. Á
þessu þingi hefði verið kjörin ný
stjórn Slysavarnafélagsins og nýr
forseti komið til starfa. Nýja stjórnin
hefði lítinn eða engan áhuga haft á
sameiningarmálinu.
Bendir Ólafur á að Slysavarnafé-
lagið hafi eytt tugum þúsunda króna
í það eitt að láta skrá fjöimörg nöfn
um það leyti sem stofnun Lands-
bjargar var á lokastigi. Meðal nafn-
anna er „landssamband björgunar-
sveita", sem er undirtitill Lands-
bjargar. Önnur nöfn sem skráð voru
eru Björgunarfélag íslands, Björg-
unarsveitir íslands, Slysavarnaþing,
Komum heil heim og þrjú ensk nöfn
til viðbótar.
Ólafur Proppé segist vongóður
um gott samstarf þrátt fyrir mold-
viðrið. „Björgunarsveitir Lands-
bjargar og Slysavarnafélags Islands
munu vinna saman sem einn mað-
ur, hér eftir sem hingað til.
Sigrun Magnúsdóttir, matvörukaup-
maður, borgarfulltrúi og varaformað-
ur Kaupmannasamtakanna, fagnar
60 ára afmæli Rangár ásamt félaga
sínum og viðskiptavinum.
Kaupmaðurinn á
horninu
Rangá
60 ára -
í lullu
it •• •
fjori
Sigrún Magnúsdóttir er ekki
bara borgarfulltrúi. Hún er fyrst
og fremst kaupmaður, og hefur
verið það síðustu 20 árin. Versl-
un hennar og Agnars Árnason-
ar, Rangá í Skipasundi, þekkja
allir. Búðin er 60 ára í dag, og er,
ásamt Versluninni Vísi á Lauga-
vegi 1, elst matvöruverslana í
Reykjavík.
Sigrún segir að vissulega eigi
kaupmaðurinn á horninu í vök að
verjast í samkeppninni við stór-
markaði og aðra, sem virðast njóta
sérkjara hjá heildsölum. Rangá hef-
ur rekið tvær búðir, báðar í Sunda-
hverfi, í Skipasundi og í Efstasundi.
Nú er svo komið að sameina verður
þessar tvær verslanir, enda stutt á
milli þeirra. Engu að síður, — Rangá,
kaupmannsbúðin á horninu, er í
fullu fjöri þrátt fyrir háan aldur.
„Við höfum ekki farið varhluta af
þeim stormum sem nú geisa á mat-
vörumarkaði borgarinnar, en
grunnurinn er traustur og við von-
umst til áframhaldandi ánægjulegra
samskipta við íbúa Langholtshverf-
is, svo og við aðra borgarbúa," sagði
Sigrún Magnúsdóttir í gær.
Gömul nóta til Rangár, meöan versl-
unin var enn við Hverfisgötu. Þa
handskrifuðu heildsölurnar slíkar
nótur, og rithöndm varð aö vera
glæsileg.
FJOUJI
VINNINGSHAFA
UPPHÆÐAHVEHN
VINNINGSHAFA
2.844.980
54.909
6.819
4.376
454
Heiktarvinningsupphæð þessa viku:
6.178.240
uppiys!ngarsimsvari91'681511lukkuuna991002
Vinningstölur
laugardaginn
SIIJ fagnar EES
- sendir Jóni Baldvin heillaóskir
Framkvæmdastjórn Sambands
ungra jafnaðarmanna fagnar því
að samningar hafa tekist um
myndun Evrópsk efnahagssvæð-
is (EES).
Framkvæmdastjórn Sambands
ungra jafnaðarmanna sam-
þykkti á fundi 2. nóvember svo-
hljóðandi ályktun:
„SUJ telur að með þátttöku i
samningum EFTA- og EB-þjóðanna
hafi íslendingar stigið mikilvægt
spor í átt til þeirrar samlögunar og
samhæfingar sem stefnt er að í efna-
hagslífi og félagsmálum í Evrópu.
SUJ telur að samningar um evr-
ópska efnahagssvæðið séu mikil-
vægustu milliríkjasamningar seni
þjóðin hefur gerst aðili að allt frá því
að hún öðlaðist sjálfstæði. Jafna má
mikilvægi þeirra á efnahagssviði við
þau tímamót er verslun var gefin
frjáls hér á landi um miðja síðustu
öld. Ungir jafnaðarmenn vænta þess
að íslensk stjórnvöld haldi áfram
þeirri frjálsræðisþróun sem Alþýðu-
flokkurinn hefur beitt sér fyrir í
efnahagslífinu og tryggi þar með að
samningurinn um EES skili þjóðinni
traustari atvinnuvegum og almenn-
ingi bættum lífskjörum.
Samband ungra jafnadar-
manna sendir utanríkisráð-
herra, Jóni Baldvini Hannibals-
syni, heillaóskir í tilefni niður-
staðna samningagerðarinnar
um F.F.S. SU J ítrekar stuðning við
þá stefnu sem hann hefur fylgt í
gegnum tvær ríkisstjórnir og
leitt hefur til niðurstöðu sem
veitir íslandi „vegabréf inn í tutt-
ugustu öldina“.“