Alþýðublaðið - 06.11.1991, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 06.11.1991, Qupperneq 1
Miðvikudagur 6. nóvember1991 169.TÖLUBLAÐ - 72. ÁRGANGUR Breska ráðgjafafyrirtœkið Caminus Energy Raforkusala til Evrópu er fýsilegur kostur Sæstrengur frá íslandi tii Skotlands og þaðan til orkunets Evrópu virðist fýsilegur kostur. Halldór Jónatansson, forstjóri Landsvirkjunar, sagði í gær við Alþýðublaðið að væntanleg væri næstu daga skýrsla ráðgjafarfyr- irtækisins Caminus En- ergy í Bretlandi, þar sem skýrt er frá samkeppnis- hæfni íslenskrar raforku á erlendum markaði. Það sem Halldór kvaðst vita var að skýrslan væri já- kvæð, en meira gat for- stjórinn ekki sagt að svo komnu máli. Halldór sagði þó að fjár- hagslega og tæknilega væri þessi framkvæmd fær. Slík framkvæmt gæti trúlega haf- ist upp úr aldamótum, og þau eru reyndar skammt undan. Stöðugar athuganir á þessum kosti hefðu verið í gangi á umliðnum árum. Halldór sagði að í útreikningum væri reiknað með sækapli sem flytti 500 megavött, 400 kíló- volta spennu. Reiknað er með að fram- kvæmd þessi komi til með að kosta um 100 milljarða króna, sæstrengur, orkuver og önnur mannvirki sem nauðsynleg eru. Fjármögnun slíks fyrirtækis er að sjálf- sögðu erfiðleikum háð, hér er um að tefla tölur sem nálgast fjárlög lýðveldisins í ár. Sæstrengur sem þessi mun verða 950 kílómetra langur og yrði hann án efa lengsti Frá lagningu sæstrengs fyrir raforku yfir Eystrasalt, frá Trelleborg til staðar i nánd við Lúbeck í Þýskalandi, en sá strengur mun tengja norræn orkufyrirtæki meginlandi Evrópu. raforkustrengur neðansjávar í heiminum. Um þessar mundir er að hefjast lagning lengsta raf- strengs neðansjávar í heimin- um til þessa, hann er 220 kíló- metrar að lengd samkvæmt fréttum frá Svíþjóð. Það eru þrjú orkufyrirtæki sem vinna að því sameiginlega að tengja saman norræna rafveitukerf- ið og það evrópska. Fyrirtæk- in eru Sydkraft, Vattenfall og þýska fyrirtækið Preussen El- ektra. Til aö tengja saman þessi orkukerfi þarf sæstreng sem kosta mun u.þ.b. 15 milljarða ísl. króna. Strengurinn mun flytja 600 megavött, eða 600 milljónir vatta, spennan 400—500 kílóvolt. Hæfi- if.9" bjart- sýnn - segir Haraldur Haraldsson í Andra hf um loðnumjöls- markaðinn „Ég fæ nú ekki séð að um verulegar verðhækk- anir sé að ræða á loðnu- mjölinu," sagði Haraldur Haraldsson, forstjóri Andra hf., í gær, þegar Al- þýðublaðið spurði hann um ástandið á mjölmörk- uðum ytra. „Verðið er hærra en verið hefur, en það á ekki eftir að rjúka neitt upp að mínu mati,“ sagði Haraldur. Haraldur sagði að sam- keppnin við mun ódýrara sojamjöl væri erfið. Menn settust niður við tölvur sínar og reiknuðu verð og fóður- gildi afurðanna og hölluðust margir að sojamjölinu fremur en mun dýrara loðnumjöli. Sem dæmi mætti nefna að Pólverjar, sem keypt hafa 200 þúsund tonn af mjölinu á ári, kaupa ekkert að þessu sinni. Haraldur sagðist hinsvegar vera hóflega bjartsýnn á framtíðina. Undanfarin miss- eri hefðu að sjálfsögðu verið erfið fyrir mjölútflytjendur, en þeir hefðu fyrr þurft að fara kollsteypur vegna afla- brests. Nú væru vonandi betri tímar framundan. Verulega skemmtilegt Danskur leikhópur sem hér er staddur vekur mikla athygii. Ellefu listamenn, sumir heyrnarlausir, aðrir blindir eöa spastískir, setja upp sýningu sem fólk er einróma um að sé frábær í gerð sinni. Huldir líkamar heitir sýningin og er í Bæj- arbíói í Hafnarfirði næstu dagana. Hér er sýnt saman- safn sagna og myndbrota, sem felld eru saman í eina þekkilega heild. Við fórum suður í Bæjarbíó og þaðan er þessi mynd. A-mynd: E.Ól. Sparnaður ríkisins vegna lyfjakaupa ÁRANGUR BETRI EN NOKKURN ÓRAÐI FYRIR Frá því að heilbrigdis- ráðuneytid hóf aðgerðir í þá átt að draga úr lyfja- kostnaði ríkisins og lands- manna allra hefur tekist að spara ríkissjóði 271 milljón króna. Þetta er mun hærri upphæð en vænst var í upphafi. Sparn- aðurinn á fjórum mánuð- um nálgast að vera sama upphæð og spara átti á heilu ári. Sighvatur Björgvinsson heilbrigðisráðherra sagði í samtali við Alþýðublaðið í gær að sparnaðurinn hefði verið þessi frá upphafi, miðað við sömu mánuði í fyrra: júlí 80 milljónir — ágúst 78 millj- ónir — september 53 milljón- ir — og bráðabirgðatölur fyrir október sýna 60 milljóna króna sparnað miðað við okt- óber í fyrra. ,,Þetta er nálægt því að vera sú upphæð sem sparast átti á heilu ári með þessum aðgerðum," sagði Sighvatur Björgvinsson og bætti því við að frá í fyrra hefði orðið verð- hækkun á lyfjum, trúlega í kringum 10%, þannig að ár- angurinn væri sem því næmi betri. í upphafi var reiknað með að ríkissjóður gæti sparað 300—350 milljónir króna með þeim ráðstöfunum sem gerðar voru í lyfsölunni. Nú er að verða Ijóst að sú upp- hæð verður verulega miklu hærri. Lyfjakaup greidd af Tryggingastofnun ríkisins stefndu í að verða 2,8 til 3,1 milljarður, en verða hinsveg- ar ekki nema 2,3 milljarðar. Ekki hafa komið upp nein sýnileg vandamál vegna þátt- tökukostnaðar lyfjakaup- enda, enda þótt fjöímargir aðilar hafi í allt sumar mót- mælt ráðstöfunum þessum, og geri raunar enn. RITSTJÓRN (D 625566 - 625538 • FAX 627019 • ÁSKRIFT OG AUGLÝSINGAR © 625566 \

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.