Alþýðublaðið - 06.11.1991, Side 2

Alþýðublaðið - 06.11.1991, Side 2
2 Miðvikudagur 6. nóvember 1991 MÞYÐlfMMÐ HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson (í starfsleyfi) Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson Dreifingarstjóri: Steindór Karvelsson Setning og umbrot: Leturval sf. Prentun: Oddi hf. Símar eftir lokun skiptiborðs: Ritstjórn: 625538 - Dreifing: 625539 - Fax: 627019 Tæknideild: 620055 Áskriftarverð kr. 1.200 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 90 Landið og auður þess verði sameign þjóðar Þjóðareign á landi er gamalt stefnumál Alþýðuflokksins en illu heilli hefur það aldrei náð fram að ganga nema í mjög takmörkuðum mæli. Þar er ekki um að ræða upptöku jarða eöa jarðnæðis sem sannanlega er í eign einstaklinga heldur er þar átt við þann hluta landsins sem ónýttur hefur verið eða samnýttur af mörgum aðiium. Afréttur bænda er dæmi um hvað ætti að vera ótvíræð sameign þjóðarinnar en óljóst er hversu víðtækur réttur bænda eða jarða þeirra er í þeim efnum. Svipaða sögu er að segja um ýmiss konar hlunnindi sem þjóðin hefur búið að í ellefu hundruð ár. Má þar nefna veiðiréttinn í ám og vötnum, jarðvarma og fleira. Illa skilgreindur eignarréttur og ranglátur er það sem helst getur komið okkur íslendingum í koll með þátttöku okkar í hinu Evrópska efnahagssvæði. Þetta er vandamál sem Svíar eru t.d. að mestu lausir við, því þar er mjög skýrt afmörkuð þjóðareign á landi, þar sem ai- menningur á greiðan aðgang að náttúru landsins til fjalla og dala. Eins er veiðiréttur í ám og vötnum almennt al- menningseign þótt veiðihlunnindi einstaklinga í atvinnu- skyni séu viðurkennd. í Bandaríkjunum er veiðiréttur í ám og vötnum einnig talinn til almenningseignar. Hér á landi hafa almennt víðtæk réttindi og afnotaréttur bænda af landi og landsgæðum verið með þeim hætti að til baga hef- ur verið fyrir almenning í landi okkar. Það er því eðlilegt að menn staldri við og spyrji vegna EES-samninganna hvort útlendingur sem kynni að kaupa eyðikot hér á landi væri þar með að fjárfesta í afnotarétti upp um fjöll og firn- indi eða veiðirétti í ám og vötnum. Er hugsanlegt að útlend- ingur sem keypti sér eyðikot ætti stórar fjárkröfur á hendur ríkinu, t.d. vegna virkjana, ef rótnagað mólendi til fjalla færi undir vatn? Það er vissulega ástæða fyrir löggjafann, Alþingi Islendinga, að taka þessi mál til rækilegrar skoðun- ar áður en samnigarnir um EES taka gildi. Það getur skipt afar miklu máli hvert réttur einstaklingsins nær í þessum efnum og hvar réttur aimennings tekur við. Alþýðuflokknum hefur tekist að koma því inn í löggjöf ís- lendinga að auðiindir hafsins í kringum okkur eru sameign þjóðarinnar svo og auðæfi á hafsbotni. Hins vegar hefur krafan um að iandið okkar væri sameign þjóðarinnar aidrei náð fram að ganga nema í mjög takmörkuðum mæli né að þau auðæfi sem í iðrum jarðar kunna að finnast tilheyri þjóðinni. Þannig er ekki Ijóst hvernig eignarrétti á jarö- varma hér á landi er háttað meðan t.d. á Nýja Sjálandi, ítal- íu og Mexíkó er hann ótvírætt í höndum ríkisins. Eins hafa Danir fyrir löngu lýst verðmæt efni í jörðu ríkiseign án þess að það væri talið brjóta í bága við ákvæði dönsku stjórnar- skrárinnar um friðhelgi eignarréttarins sem er af sama meiði og hin íslenska stjórnarskrá. Eignar- og virkjunarréttur orkulinda landsins hefur verið til umræðu á Alþingi af til frá því á öðrum áratug aidarinnar. Aldrei hefur þó verið tekið almennilega á þeim málum og enn velkjast menn í vafa um ýmis atriði varðandi hvar rétt- ur ríkis og einstaklings mætist. Vísast er best að eignar- og afnotaréttur orkulinda landsins sé í höndum ríkisins og/eða sveitarfélaga. Með því móti eru tryggð íslensk yfirráð yfir þessum mikilvægu auðlindum landsins. Það er því afar brýnt að löggjafarvaldið láti málin til sín taka, en löggjöf í þessum efnum er langt á eftir því sem gerist og gengur í kringum okkur. — TH Heimsmeistarakeppnin í handknattleik árið 1995 BuNandi pólitík með í spilinu frá fyrstu tíð Eftiryfirlýsingar stjórnvalda verður vart snúið við, endayrðu íslendingar að athlægi á alþjóðavettvangi efsvo fœri FRÉTTASKÝRING TRYGGVI HARÐARSON GRAUTUR - Þjóöhallarmáliö í Kópavogi er meö sönnu lent í einum allsherjar pólitískum graut, sem landsiiðsmennirnir hér á mynd- inni skilja illa eins og aðrir landsmenn. Hætta er nú á að ísiendingar verði að hætta við heimsmeist- arakeppnina í handknattleik sem hér á að fara fram árið 1995 vegna þess að bæjaryfirvöld í Kópavogi hafa ekki talið sér fært að standa við samning við ríkis- valdið, HSl' og Breiðablik um að hyggja íþróttahöll sem stenst kröfur fyrir úrslitaieik í slíkri keppni. Málið er nú komið í hið mesta klúður og koma sjálfstæð- ismenn þar mest við sögu. Forsaga málsins er sú að íslend- ingar sóttust stíft eftir því að fá að halda HM í handknattleik hér á landi árið 19915, en það vildu Svíar einnig. Höfðu Svíar forystu um það að samþykkt var að í slíkri keppni skyldi vera til staðar íþróttahöll sem rúmað gæti 7.000 áhorfendur fyrir úrslitaleik mótsins. HSÍ leitaði þá á náðir stjórnvalda sem leiddi til yfir- lýsingar af þeirra hálfu þess efnis að stjórnvöld mundu tryggja að HSÍ uppfyllti þær kröfur sem gerðar yrðu til slíks mannvirkis. Fyrir því er ríkisstjórnarsamþykkt (>g undirrit- anir ráðherra. Baráttu íslendinga og Svía um HM lauk síðan með því að Sviar fengu HM árið 1999 en Islend- ingar árið 1995. Póiitík í málinu frá fyrsta degi Fyrirheit stjórnvalda um að sjá til þess að HSI gæti haldið mótið kem- ur frá tíð ríkisstjórnar Porsteins Páls- sonar 19K7 —>5K. I fararhroddi stjórn- málamanna voru ráðherrar Sjálf- stæðisflokksins, Birgir ísleifur (íunnarsson mennta- og íþrótta- málaráðherra og Matthías A. Mat- hiesen samgönguráðherra. í kynn- ingarriti fyrir HM sem var dreift víða voru auk þeirra forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, og þáver- andi borgarstjóri. Davíð Oddsson. fengin til að Ijá málinu lið. í ritinu var sýnd glæsileg, ný íþrótta- og sýningarhöll í Laugardal með öðr- um íj)róttamannvirkjum. F.n þrátt fyrir að máltækið segi að íþróttir og pólitík fari ekki saman, frekar en íþróttir og áfengi, var bullandi pólit- ík i spilinu allan tímann og er enn. Aðeins fífl byggja höll fyrir einn ieik Haustið 1988 sprakk ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar og við tók stjórn Alþýðuflokks. Framsóknarflokks og Alþýðubandalags. Sjálfstæðismenn, sem höfðu leitt málið, duttu því út. Farið var að leita hófanna með að byggja umrædda 7.000 manna höll. sem endaði með samningi milli Kópavogsbæjar og ríkisins um að slíkt mannvirki risi í Kópavogi á fé- lagssvæði Breiðabliks. Flestir höfðu hins vegar reiknað með og talið sjálfgefið að slík höll risi í Keykjavik líkt og önnur mannvirki sem ríkið stendur að. Páverandi borgarstjóri lét hins vegar ekki slá sig út af lag- inu og lýsti því yfir að það væru ein- ungis fífl sem byggðu 7.000 manna höll yfir einn handboltaleik. Ollum mátt þó Ijóst vera að hann var fúll yfir að ekki skyldi vera samið beint við Reykjavík um að reisa slíka höll. Ríkisvaldið skuldbatt sig hins vegar til að styrkja umrætt íþróttamann- virki að upphæð að núvirði um 850 milljónir króna. Gengið var frá því að Kópavogsbær og Breiðablik greiddu afganginn. eða þetta 500—100 milljónir króna, og ríkið tryggði bænum bestukjaralán fvrir þeirri upphæð. 200 milljónir Kópavogi um megn Samanlagt framlag ríkisins og Breiðabliks til fyrirhugaðrar íþrótta- hallar nemur að núvirði samkvæmt samningum um 400 milljónum króna. Ýmsir stórverktakar telja hins vegar að með alútboði mætti reisa höliina fyrir um 500 milljónir króna en ekki er ólíklegt að með öll- um sérbúnaði og kröfum færi slíkt verk upp í um 600 milljónir. Kópa- vogsbær mundi því væntanlega þurfa að greiða um 200 milljónir króna vegna íþróttahallarinnar. Það er í sjálfu sér ekki há upphæð þegar tillit er tekið til þess að hvort eð er þarf á næstu árum að reisa íþrótta- hús á svæðinu vegna fyrirhugaðrar byggðar og ólíklegt að það muni kosta undir 200 milljónum króna. Bestukjaralán fyrir milligöngu ríkis- ins væri þá út úr myndinni. Pað er því Ijóst að ef vel yrði staðið að byggingu íþróttahallar í Kópavogi og af fyllstu hagkvæmni ætti slík framkvæmd að geta orðið bæjarfé- laginu mjög hagkvæm. „Byggjum þjódarhöll“ sagði Gunnar Hvað veldur því að núverandi meirihluti sjálfstæðis- og framsókn- arflokksmanna í Kópavogi hleypst undan merkjum er ekki gott að segja. Gunnar Birgisson. oddviti meirihlutans í Kópavogi. virðist vera byggingunni mjög andhverfur þrátt fyrir grein sem hann skrifaði í Morgunblaðið 2. feb. 1990 undir fyr- irsögninni ..Byggjum þjóðarhöll í Kópavogi". í grein hans segir m.a.: ,,Á hinn bóginn komumst við ekki hjá því að standa við skuldbindingar þær sem stjórnvöld gáfu þegar Al- þjóðahandknattleikssambandið ákvað að keppnin skyldi haldin hér á landi." Nú talar Gunnar hins vegar ekkert um skuldbindingar bæjarins. ísamningi ríkisins við Kópavog er sá varnagli að ef ekkert yrði af keppninni mundi ríkið greiða undir- búningskostnað vegna málsins. í þeim forsendum var að sjálfsögðu gengið út frá því að Kópavogsbær hlypist ekki undan merkjum. Ríkið hefur nú boðist til að greiða Kópa- vogi K) milljónir króna vegna út- lagðs kostnaðar. sem mun þó vera um 90 milljónir króna. Greitt fyrir samningsrof Kkki virtist flokksbróðir bæjar- stjórnar i Kópavogi, framsóknar- maðurinn Olafur Þ. Þórðarson, par hrifinn af háttalagi meirihluta- manna í Kópavogi. Hann átaldi það harðlega á þingi að riftunaraðilar samningsins skyldu fá greiddar skaðabætur. Sjálfsagt er það rétt hjá þingmanninum að það sé fátítt að menn fái sérstaklega borgað fyrir þegar þeir treysta sér ekki til að standa við gerða samninga. Það er Ijóst að skuldastaða Kópa- vogs er mjög slæm og talið að hún hafi versnað um helming frá því að Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn- arflokkurinn tóku þar við stjórnar- taumunum. Það kann að vera hluti þeirrar skýringar að þeir treysti sér ekki í að byggja umrædda íþrótta- höll. Kngu að síður hafa sjálfstæðis- menn fundið fyrirhugaðri íþrótta- höll flest til foráttu frá fyrstu tíð meðan framsóknarmenn hafa snú- ist í heilan hring í þessu máli. Of seint að söðla um í miðri á Það er alveg Ijóst að íslenska ríkis- stjórnin getur ekki skotið sér undan ábyrgð í þessu máli án þess að verða sér til skammar um allan heim. Breytir þar engu þótt staða HSI sé afar bágborin þessa stundina og vangaveltur uppi um hæfni stjórn- enda þess. Til þess hafa ýmsir ráð- herrar gengið of langt og gefið út of afdráttarlausar yfirlýsingar. Það sem gera þarf er að ganga í málið og leysa það. Kf Kópavogur gengur endanlega úr skaftinu verð- ur að kanna aðra möguleika. Þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar hefur Reykja- víkurborg ekki þvertekið fyrir að skoða málið og eins bæjarstjórinn í Hafnarfirði sagst tilbúinn að skoða það, verði eftir því leitað. Það er því engan veginn loku fyrir það skotið að takist að reisa íþróttahús á höfuð- borgarsvæðinu sem hýst gæti úr- slitaleik heimsmeistaramótsins í handknattleik. Kflaust hafa ýmsir fundið fyrir því að sumir líta á Islendinga sem eins konar súkkulaðikleinur í alþjóða- samstarfi. Klúðri Islendingar heims- meistarakeppninni nú. eftir það sem á undan er gengið. verður það ekki til að auka hróður okkar. Það má ekki fara að söðla um i miðri á í þessu mikilvæga máli.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.