Alþýðublaðið - 12.11.1991, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 12.11.1991, Blaðsíða 4
 Laugardaga 10—17 Sunnudaga 14-17 TMHUSGÖGN SÍÐUMÚLA 30 SÍMÍ 686822 Verslunin .. HLléMBÆR MPYDUBIMÐ M' HUÓMBÆJARHÚSINU HVERFISGÖTU 25999 Fréttir í hnotskurn ORÐTAKASAFN FRA AB: Almenna bókafélagið hf. hefur gefiö út gagnmerka bók, nýja, aukna og endurskoðaða útgáfu af íslensku orðtakasafni eftir Halldór Halldórsson prófessor. Þetta er þriðja út- gáfa bókarinnar. Orðtakasafnið var áður í tveimur bindum, en birtist nú í einu bindi, 569 bls. að stærð. Þetta er sannarlega öndvegisrit, sem kemur sér vel fyrir almenning sem og aöra sem lengra eru komnir í málvísindum. Borið hefur á því að menn hafi fariö rangt með orðtök í ræðu og riti. Orötakasafniö ætti aö vera viö höndina til að komast hjá slíku. ÍSLANDS NÝJA SKÁLD: Einar Kárason er áberandi í norsku dag- blöðunum um þessar mundir. í nær heilsíðu viðtali undir fyrirsögninni „Islands nye skald" segir frá Hinari og bókum hans í skemmtilegu viðtali. Bækur hans eru komnar út í Noregi og fá lofsamlega dóma. Einar segir ineðal annars í viðtali í Arbeiderbía- det að í fyrndinni hafi hann ætlað að verða atvinnumaður í fótbolta, — en hætt viö þegar íslendingar töpuðu 2—14 fyrir Dönum! Blaðið segir að bækur Einars hafi verið keyptar af næstum þriðja hverjum íslendingi. SKEMMTILEGU SMABARNABÆKURNAR: Bókaútgáfan Björk hefur sent frá sér smábarnabækurnar litlu, sem alltaf eru vin- sælar hjá yngstu borgurunum. Þetta eru Villi hjálpar mömmu, Panda málar, Þegar Kolur var lítili, Hvar er Glói? og Jól í Betle- hem. Margar bókanna í þessum flokki hafa komið út hvað eftir annað á síðustu áratugum, enda vandað efni og útgáfan þannig gerð að það vefst ekki fyrir neinum að kaupa bækurnar. VILJA HM OG HÖLLINA í GRAFARVOG: Kitstjóri vikublaðsins GV í Grafarvogi, Guðmundur Saemundsson, segir í leiðara blaös síns að lausnin i HM-hallarmálinu sé einfaldlega sú að finna beri húsinu stað á Grafarvogssvæöinu. Bendir ritstjórinn á Geldinganes sem kjör- inn stað. Bygging handboltahallar mundi kalla á að þar yrði hafist handa um almenna uppbyggingu. „Handboltahöll í Geldinganesi yrði |)ví öllum til gagns, flestum til gleöi og aðeins sárafáum antísportistum til ama og leiöinda," segir Guðmundur ritstjóri. EIMSKIP OG UMHVERFIÐ: Eimskipaféiag íslands hf. hefur ákveðið að gera átak í umhverfismálum. í bæklingi sem félagið hefur gefiö út er greint frá stefnu þess í umhverfismálum. Hörður Sigur- gestsson, forstjóri Eimskips, segir í inngangsoröum bæklingsins að „skammtímasjónarmið í umhverfismálum dugi ekki lengur. Til þurfi að koma samvinna einstaklinga, fyrirtækja og ríkja til að koma á jafn- vægi í samskiptum manns og náttúru". Bendir forstjórinn á að gróska í viöskiptalífi og aukinn hagvöxtur þurfi að fara saman með áherslu á umhverfisvernd. Þetta er gott framtak hjá Eimskip og vissulega ættu önnur fyrirtæki, stór og smá, að taka undir með Eimskipafélagsmönn- um. KROKAMENN MOTMÆLA: Landssamband smábátaeigenda hefur mótmælt ummælum Kristjáns Ragnarssonar, formanns Landssambands ísl. útvegsmanna, um krókaleyfi til smábáta, þar sem formaöurinn ásakaði ýmsa aöila í þjóðfélaginu um að vera að slitna úr samhengi við atvinnulífiö í landinu. „Umma'li lians sjálfs tim krókaveiðar smábáta benda hinsvegar til að formaðurinn sómi sér vel í þeim liópi, því það er staöreynd að yrði sett aflamark á alla krókaleyf- isbáta myndi atvinnuvegur þessi einfaldlega leggjast af með óíyrirsjá- anlegri byggðaröskun, at vinnuleysi og verðmætasóun." segja smábáta- menn. Þeir telja tímabært að taka upp þá umræðu hvort ekki rnegi rekja vandamál íslensks sjávarútvegs til ofríkis LÍÚ við mótun laga um stjórn fiskveiða. OPERA EBONY: Bandarískir listamenn, Opera Ebony, eða hin svarta ópera, söngflokkur frá New York, tekur þátt í flutningi verka Ge- orge Gerswin, Scott Joplin og Frederick Douglas ásamt Sinfón- íuhljómsveit Islands í Háskólabíói á fimmtudaginn. Þarna eru á ferð- inni áskriftartónleikar í grænni tónleikaröð, sem margir munu vera spenntir að sjá og heyra. Tónleikarnir verða endurfluttir á laugardag- inn kl. 14.30. Jólainnkaupin í Newcastle þyrnirí augum stórkaupmanna, sem eiga þó sjálfir stóra sök á að fólk hefur ekki efni á að versla heima fyrir 230 milUónin króna í vasa enskra kaupmanna? FRÉTTASKÝRING - JÓN BIRGIR PÉTURSSON íslendingar leita í sívaxandi mæli til erlendra verslunar- borga til að kaupa inn. Dagblað- ið Evening Chronicle í Newcastle greindi frá því á dögunum að ferðaskrifstofan Alís í Hafnar- firði mundi flytja 1.500 inn- kaupaglaða íslendinga til borg- arinnar nú fyrir jólin, . og inn- kaupin eru hafin. Greinilega er mikill fögnuður yfir þessari „innrás“ Islendinga í borgina. Blaðið segir að íslendingarnir sem til borgarinnar koma muni skilja eftir 2,25 milljónir sterlings- punda í verslunum borgarinnar. Þetta er raunar mun hærri tala en stórkaupmenn gátu sér til um á dög- unum og var hafnað sem réttri af ýmsum aðilum, meðal annars Helga Jóhannssyni í Samvinnuferðum, sem taldi út í hött að hver einstak- lingur eyddi að jafnaöi 100 þúsund krónum í innkaupum sínum í slíkum ferðum. Sé þetta hinsvegar rétt virð- ast lslendingar margir hverjir búa við ótrúlega góð efni. Eeröaskrifstofur og flugfélög hvetja þessa dagana mjög til inn- kaupaferöa. Fargjöld til næstu landa eru ódýrari en nokkru sinni og lítill vandi að fylla flugvélarnar. 1 gangi er harðvítug samkeppni tveggja breskra borga, Newcastle og Glasgow, sem báðar vilja fá Islend- inga í heimsókn meö krítarkortin sín. Ennfremur eru fjölmargir sem fara yfir á meginland Evrópu til jóla- verslunar i ár, til Amsterdam og Lúxemborgar, og fara þá yfir til Þýskalands til að njóta sem allra bestra kjara. I enska blaðinu eru viðtöl við ís- lendinga sem lofsyngja mjög enskt verðlag og nefna sem dæmi hátt verð heima á Fróni á Levis-galla- buxum og skóm, sem kosti mun minna í Englandi. íslendingarnir láta vel af Newcastle og íbúum borg- arinnar. Blaðið segir frá þvi, greini- lega með nokkrum spenningi, að framundan séu vqnandi reglulegar samgöngur milli Reykjavíkur og Newcastle „fyrir hina eyðsluglöðu gesti". Stórkaupmenn hafa haldið fram, að stöðva þurfi innkaupaferðir ís- lendinga, eöa setja gjöld á slíka verslun. En er það ekki nærtækast að þeir skoöi sinn eigin verslunar- máta? Um þaö atriði blandast vænt- anlega engum hugur, að vissulega væri það betra í alla staði að hægt væri að leyfa sér að kaupa vöruna í sinni heimabyggð. I málflutningi sínum benda kaupmenn aðallega á ýmis ytri skilyröi íslenskrar verslun- ar, skatta og álögur, sem þeir telja úr hófi fram, og komi í veg fyrir eðli- lega samkeppni þeirra við erlenda kollega. Þetta er auðvitað ekki mergurinn málsins. Það skiptir ekki meginrr.áli varðandi endanlegt verð hvort stór- kaupmenn þurfa að borga sérstakan skatt af verslunar- og skrifstofuhús- næði eða ekki. Kaupmenn í öllum löndum greiða ótal skatta og skyld- ur, ekkert síður en íslenskir starfs- bræður þeirra. Kaupmenn verða að hætta álagn- ingarokrinu, sem viðgengst furðan- lega hér á landi. Það er mergurinn málsins. Einkum er hér átt við fatn- að, raftæki og heimilisvöru ýmis- konar. Álagningin er hreinlega geggjuð, og virðast heildsalar eink- um ganga á undan með vont for- dæmi, smásalar eru almennt mun prúðari í álagningu sinni. Ovíða mun það tíðast að álagningarpró- senta heildsala sé mun hærri en smásala. Hér á landi hefur þetta æxlast mjög í þessa átt. Dæmi eru um hrikalega álagningu, einkum á vefnaðarvöru, en líka á algengum matvælum, allt aö 90%. Allir sjá að hér hafa heildsalar seilst of langt eft- ir fljótteknum gróða. Séu utanferðir landans eitthvert vandamál, flestir telja það reyndar af hinu góða að menn geti hleypt heimdraganum. þá eru það íslensk- ir kaupmenn sem geta fækkaö þess- um utanferðum, að minnsta kosti verslunartúrunum, sem íslendingar eru að verða frægir fyrir í útlandinu. Það gera kaupmenn með því að leggja sanngjarnlega á vöruna og taka ekki nema það sem þeim ber fyrir ómak sitt. Fullyrða má að á því er gróflega mikill misbrestur, enda þótt undantekningar séu nokkrar. Islenskir neytendur munu áfram hér eftir sem hingað til kaupa sem mest á erlendri grund, meðan heild- salar hafa ekki komið sér niður á jörðina í álagningu sinni. Húsfyllir hjú FUJ í Rósinni Almennur viljifyrir auknu samstaifi Alþýðuflokksfélaganna í Reykjavík Húsfyllir var í Rósinni þegar Félag ungra jafnadarmanna í Reykjavík stód þar fyrir fundi sl. fimmtudag um samstarf Alþýóu- flokksfélaganna í borginni. Frummælendur voru Gudmund- ur Einarsson, aðstoóarmaður iðnaðarráðherra, og Margrét Björnsdóttir, endurmenntunar- stjóri Háskóla íslands. Líflegar umræður spunnust uin hvernig samstarfi hinna einstöku Alþýöuflokksfélaga skyldi háttað og hvort ástæöa væri til skipulags- breytinga. Eins ræddu menn og konur stjórnmálin almennt. Sér- stakir gestir fundarins voru nernar í stjórnmálafræðum við Menntaskól- ann við Sund. Steindór Karvelsson, formaöur FUJ, sagðist vera mjög ánægður með fundinn. Fundarsókn hefði ver- ið mjög góð og umræður líflegar. Fram hefði komið mjög eindreginn vilji fyrir nánara samstarfi milli flokksfélaganna í Reykjavik og taldi Steindór það af hinu góða. Vinningstölur laugardaginn TÍY^)(21 T24Ú28r VINNINGAR FJOLDI VINNINGSHAFA UPPHÆO A HVERN VINNINGSHAFA 1. 5al5 1 2.689.437 2.451* íf 4 116.822 3. 4al5 122 6.607 4. 3a!5 3.609 521 Heildarvinningsupphæö þessa viku: 5.843.068 UPPLYSINGAR SlMSVARl 91 -681511 .JKKJ. NA 991002

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.