Alþýðublaðið - 12.11.1991, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 12.11.1991, Blaðsíða 3
Þriðjudaqur 12. nóvember 1991 3 Lífróöur Árna Trygguasonar Litríkt líflshlaup Ailt síðasta sumar unnu þeir Árni Tryggvason leikari og Ing- ólfur Margeirsson, ritstjóri og rithöfundur, að gerð bókarinnar Lífróðurs, sem kemur út hjá for- lagi Arnar og Örlygs í fyrramál- ið. I bókinni opnar Árni Tryggva- son allar dyr og segir frá ævi sinni tæpitungulaust. Árni hefur ekki aðeins heillað áhorfendur í leikhúsum höfuðstað- arins á vetrum og dregið þorsk í Hrísey á sumrum. Hann hefur frá mörgu að segja sem mun koma les- endum á óvart. Stundum gat frægð- in og lífið bak við leiktjöldin orðið honum ofviða og þá tók við barátt- an við Svarta hundinn — þunglynd- ið sem átti til að sækja á hann. Frá þeirri glímu segir Árni án undan- bragða. í bókinni koma við sögu ótal margir samtíðarmenn Árna, þekkt fólk og annað minna þekkt af almenningi. Ingólfur Margeirsson er þekktur fyrir ritverk sín. Hann hefur þann hæfileika að nálgast viðmælendur sína í áreynslulausri frásögn. Flestir munu þekkja bók hans Lífsjátningu, endurminningar Guðmundu Elías- dóttur óperusöngkonu. Sú bók varð metsölubók tvö ár í röð og var á sín- um tíma, fyrst ævisagna, tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlanda- ráðs. Arni Tryggvason leikari og Ingólfur rithöfundur viö Hriseyjarhöfn. Ljúfu og sólríku sumri eyddu þeir saman í eyjunni góöu viö ritun Lífróöurs. !M»/1 IfiLVSIVfi/l R c, Menntamálaráöuneytiö Rannsóknarstöður við Norrænu stofnunina í kennilegri eðlisfræði (NORDITA) í Kaupmannahöfn Norræna stofnunin í kennilegri eðlisfræöi (NORD- ITA) í Kaupmannahöfn auglýsir tímabundnar rann- sóknarstöður fyrir norræna eðlisfræðinga á næsta ári. Stöðurnar eru veittar frá 1. september 1992 og eru til eins árs, en eru í flestum tilvikum framlengd- ar a.m.k. eitt ár í viðbót. Við stofnunina eru m.a. stundaðar rannsóknir í stjarneðlisfræði, þéttefnis- fræði, kjarneðlisfræði, öreindafræði og eðlisfræði margbrotinna kerfa. Þess er vænst að umsækjendur hafi lokið doktors- prófi, en ungir eðlisfræðingar í framhaldsnámi geta einnig átt kost á styrk til skemmri dvalar. Umsókn fylgi staðfest afrit prófskírteina, ásamt ítarlegri greinargerð um menntun, vísindaleg störf og rit- smíðar. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar fást í Raunvísindastofnun Háskólans, Dunhaga 3, 107 Reykjavík. Umsóknir skulu sendar í tvíriti til NORDITA, Blegdamsvej 17, DK-2100 Köbenhavn Ö, Danmark, fyrir 1. desember nk. Auk þess skulu 2—3 meðmælabréf send beint til Nordita. Menntamálaráðuneytiö, 11. nóvember 1991. Bókasafnsfræðingur óskast að Bókasafni Hafnar- fjarðar. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknir sendist forstöðumanni safnsins, Mjó- sundi 12, fyrir 21. nóvember nk. Stjórn Bókasafns Hafnarfjarðar. Utboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Bygginga- deildar borgarverkfræðings, óskar eftir tilboðum í smíði og uppsetningu á þakeiningum og þakfrá- gangi á íþróttamiðstöð í Grafarvogi. Flatarmál þakeininga er 2.350 fermetrar. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn 15.000,- skilatrygg- ingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 3. desember 1991, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Bygginga- deildar borgarverkfræðings, óskar eftir tilboðum í glugga og útveggjaklæðningu ásamt handriða- smíði fyrir íþróttamiðstöð í Grafarvogi. Helstu magntölur eru: Útveggjaklæðning um 1.500 fm Gluggar 47 stk. Handrið úr stáli um 215 stk. Heimilt er að bjóða sérstaklega í handriðasmíð- ina. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 15.000,- skilatrygg- ingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 3. desember 1991, kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGA’R Frikirkjuvegi 3 — Simi 25800 E LANDSVIRKJUN Landsvirkjun auglýsir til sölu og brottflutnings vöruskemmu við Blönduvirkjun. Stærð: Lengd 30 metrar Breidd 13 metrar Vegghæð 8 metrar Kaupandi skal fjarlægja skemmuna á sinn kostnað eigi síðar en 15. desember nk. Nánari upplýsingar veitir byggingardeild Lands- virkjunar, Reykjavík. Tilboðum skal skila til Landsvirkjunar, innkaupa- deildar, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, fyrir kl. 14.00, 19. nóvember nk. Menntamálaráðuneytið Auglýsing um styrkveitingu til námsefnisgerðar á framhaldsskólastigi Menntamálaráðuneytið auglýsir hér með eftir um- sóknum um styrki til námsefnisgerðar á framhalds- skólastigi. Tilgangurinn með styrkveitingunni er að stuðla að aukinni námsefnisgerð á framhaldsskólastigi og draga þannig úr þeim skorti sem er á kennsluefni í ýmsum námsgreinum, bæði bóklegum og verkleg- um. Umsóknir skulu berast menntamálaráðuneytinu, framhaldsskcladeild, fyrir 5. desember nk. á þar til gerðum eyðublöðum sem hægt erað fá í ráðuneyt- inu. * ■Flékksstarfið Alþýðuflokksfélag Garðabæjar og Bessastaðahrepps Almennur fundur miðvikudaginn 13. nóvember kl. 20.30, í Goðatúni 2, Garðabæ Gestur fundarins: Karl Steinar Guðnason. Mætið vel og stundvís- lega. Stjórnin Frá Félagi frjálslyndra jaf naðarmanna Fundur verður haldinn miðvikudaginn 20. nóvember nk. kl. 20.30 á Holiday Inn-hótelinu, efstu hæð. Gestur fundarins verður Davíð Oddsson forsætis- ráðherra. Viðtalstími Össur Skarphéðinsson, formaður þingflokks Al- þýðuflokksins, verður með viðtalstíma á skrif- stofu flokksins, Hverfis- götu 8—10, nk. fimmtu- dag 14. nóv. kl. 17.00—19.00. Tímapantanir í síma 91-29244 frá kl. 10.00—16.00. Skrifstofa Alþýðuflokksins. Stórfundur Félag ungra jafnaðar- manna í Keflavík efnir til fundar með Karli Steinari Guðnasyni alþingismanni næst- komandi laugardag, þann 16. nóv. kl. 17.00 á Hafnargötu 31, 3. hæð. (Keflavík) Allir velkomnir. FUJ - fótbolti - FUJ Ungir jafnaðarmenn reyna með sér í knattspyrnu laugardaginn 16. nóvember í Njarðvík. Mótið hefst kl. 19.15. Nánari upplýsingar um mótið gefur Ólafur Thorder- sen í síma 92-15022 og 92-12111. Allir FUJ-félagar velkomnir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.