Alþýðublaðið - 03.12.1991, Page 2

Alþýðublaðið - 03.12.1991, Page 2
2 Þriðjudaqur 3. desember 1991 m h\ imiii finn HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson (í starfsleyfi) Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Sigurður Jónsson Dreifingarstjóri: Steindór Karvelsson Setning og umbrot: Leturval sf. Prentun: Oddi hf. Símar eftir lokun skiptiborðs: Ritstjórn: 625538 — Dreifing: 625539 — Fax: 627019 Tæknideild: 620055 Áskriftarverð kr. 1.200 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 90 Arangur eða Alafossdiplómatía? Mikill styr hefur staðið um störf menningarfulltrúa íslenska sendi- ráðsins í Lundúnum að undanförnu. íslensk menningarvika hófst í höfuðborg Bretlands um síðustu helgi og kynningarstörf menning- arfulltrúans Jakobs Magnússonar hafa vakið óskipta athygli breskra fjölmiðla og kallað á misjafnar undirtektir heima fyrir. Menningar- vikan íslenska er hefðbundin viðleitni íslenskra yfirvalda í samráði við ýmsa aðila að kynna ísland á erlendum vettvangi. En menning- arvikan er óhefðbundin og óvenjuleg að því leytinu til, að í fyrsta skipti hefur íslensk landkynning vakið óskipta athygli þjóðarinnar í viðkomandi landi. Hingað til hafa svonefndar landkynningar mið- ast aðallega við kynningu á íslensku lambakjöti, ullarvörum, íslend- ingasögunum og íslandi sem ferðamannalandi. Þessar kynningar hafa yfirleitt verið með snobbuðu yfirbragði hins opinbera og með hátíðlegri þátttöku nokkurra stærstu atvinnufyrirtækja þjóðarinnar. Það má alltaf deila um, hve miklu þessar landkynningar hafa skilað, en yfirleitt er það mjög þröngur hópur svonefndra íslandsvina sem veit af landkynningunum í hvert skipti. Þjóðin í viðkomandi landi hefur sjaldnast hugmynd um kindakjötið, harðfiskinn, síldina, ullar- vörurnar og ferðir Flugleiða til íslands. Jakob Magnússon hefur hins vegar brotið blað í íslenskri landkynn- ingu. Hann hefur beitt óhefðbundnum og umdeiianlegum aðferðum en árangurinn er margfaldur á við hefðbundna Álafossdiplómatíu. Menningarfulltrúinn hefur komið dagskrá íslensku menningarvik- unnar inn á alla stærstu fjölmiðla Bretlands og vakið svo verðskuld- aða athygli í Bretlandi, að hvert mannsbarn þar í landi veit nú að „Iceland" er ekki einungis bresk búðakeðja, heldur einnig fullvalda ríki í Norður-Atlantshafi. Þar með hefur fræjum áhuga um land okk- ar og menningu verið sáð í breskan alþýðusvörð, og eftirleikurinn auðveldari. Góðlátlegt grín um búkslátt hefur kveikt miklu meiri áhuga um Island en stífar hanastélsveislur diplómata og forsvars- manna íslenskra stórfyrirtækja kringum ullartrefla og síldardollur. Landkynning snýst fyrst og fremst um athygli almennings. 1 þessu sambandi var fróðlegt að lesa grein eftir Birnu Huld Helga- dóttur blaðamann sem birtist síðastliðinn laugardag í Morgunblað- inu. Birna Huld, sem dvalið hefur í Bretlandi frá blautu barnsbeini, hefur starfað í mörg ár sem blaðamaður í Lundúnum, og er nú starf- andi við stórblaðiö The European. Birna segir orðrétt í grein sinni: „Man ég ekki eftir því að neitt sem snertir föðurland mitt hafi fengið jafnmikla umfjöllun og „Fire and Ice“-hátíðin sem hefst nú um helg- ina. Hefur mér sem íslendingi þótt gaman að því hversu jákvæð og fjölbreytt þessi umfjöllun hefur verið, og hve mikla athygli hún hefur vakið meðal bresks almennings.“ Og síðar segir Birna Huld: „Það hefur einnig verið umtalsefni í blaðamannastéttinni, að þessi óþekkti íslenski menningarfulltrúi hafi unnið afreksverk við að koma sínu fram á svona mörgum stöðum. Það er enginn barnaleikur að fá auglýsingu fyrir litla menningardagskrá í milljónaborg þar sem þúsund hlutir eru að gerast á hverjum degi og varla fjölmiðlarými til að fjalla um nema brot þeirra." Birna bendir einnig á þá stað- reynd, að neikvæð viðbrögð Islendinga heima fyrir, sérstaklega inn- an íslenskrar blaðamannastéttar, gætu spillt hinni miklu og jákvæðu umfjöllun sem þessi landkynning hefur fengið. Hneykslunaraldan á Islandi minnir um margt á viðbrögð Breta á sjöunda áratugnum við þeirri ákvörðun Bretadrottningar að aðla Bítlana fyrir að stórauka útflutningstekjur Bretlands. Orður drottn- ingar voru almennt álitnar aðeins fyrir „fína" fólkið. Fyrrverandi orðuhafar skiluðu orðum sínum í stórum stíl til bresku hirðarinnar í mótmælaskyni við að einhverjir síðhærðir popparar væru sæmdir orðum. Snobbliðið setti nefið upp í loftið af hneykslan og vandlæt- ingu. En hverjir reyndust betri landkynning fyrir Bretland, snobblið- ið eða Bítlarnir? Jakob Magnússon, menningarfulltrúi og poppari, hefur endavent aðferðum við íslenska landkynningu. íslenska snobbliðið hefur sett nefið upp í loftið. En hverjir munu kynna ísland best að lokum, Jakob eða snobbliðið? Hvort mun skila meiri árangri, búkslátturinn eða Álafossdiplómatían? - IM Hver á orkulindir íslcmds? Jarðhiti landsins er vissulega verðmæt orkuiind, en hann er líka önnur hlið á þeim firna- krafti, sem í hamförum veldur landsmönnum miklum búsifjum. Þá þykir samábyrgð allra landsins þegna sjálfsögð. Á sama hátt er sameiginlegur eignarréttur þjóðarinnar að nýt- ingarrétti orkunnar sjálfsagður og ríkisvaldið getur með lögum skipað því, hvernig nýtingunni er háttað. Staða mála nær og fjær Jarðhiti er óvíða nýttur í jafnrík- um mæli og hér á landi, en þó er nýting hans háþróuð á Nýja Sjá- landi, Italíu og Mexíkó. I öllum ríkj- unum er gert ráð fyrir því í löggjöf að eignarráð orkunnar séu í hönd- um ríkisins. I fyrrum sambandsríkjum okkar Danmörku og Noregi er að vísu ekki jarðhita til að dreifa, en þar voru á sínum tíma sett lög um eignarrétt ríkisins á verðmætum jarðefnum. í dönsku námulögunum segir þannig að efni í jörðu, sem ekki höfðu verið nýtt með einkarétti fyrir árið 1923 (þegar fyrsta almenna löggjöfin var sett) séu í umráðum ríkisins, sem getur veitt einkaleyfi til rannsókna og vinnslu þeirra. Hefur þessi lög- gjöf ekki verið talin brjóta í bága við ákvæði dönsku stjórnarskrárinnar um friðhelgi eignarréttarins. Okkar stjórnarskrá er skilgetið afkvæmi 4. HLUTI Björn Friðfinnsson, ráðuneytisstjóri. hinnar dönsku og ætti því hið sama að gilda hér. Allt ber þetta að einum brunni. Við þurfum að setja hér almennar reglur um mörk eignarréttar að landi þar sem komi fram skýrar reglur um nýtingarrétt að jarðhita sem undir því kann að finnast. í því sambandi er eðlilegt, að ríkisvald- inu sé áskilinn réttur að jarðhita neðan ákveðinnar dýptarlínu eða miðað við ákveðið hitastig. Og slík löggjöf er ekki andstæð stjórnar- skrárákvæðinu um friðhelgi eignar- Nefnd sem skoðaði námslánakerfið Ekki hlustað á okkur - segir Elsa B. Valsdóttir, fulltrúi Vöku í nefndinni Elsa B. Valsdóttir, fulltrúi Vöku í nefnd sem endurskoðaði lög um Lánasjóð íslenskra náms- manna, segist harma það hversu lítill tími nefndinni hafi gefist til að sinna því verkefni sem henni var falið. Þá segir hún að ekki hafi verið reynt að neinu marki að koma til móts við tillögur námsmanna og þeim í raun ekki gefinn neinn kostur á að taka þátt í störfum nefndarinnar. „Það frumvarp sem meirihlutinn skilaði af sér er með öllu óaðgengi- legt og miðar einungis að því að ná nauðsynlegu framlagi ríkisins til sjóðsins niður í ákveðna upphæð. Námsmenn eru tilbúnir til samn- inga en þær tiliögur sem í frumvarp- inu felast ganga allt of langt og eru í raun nær óbreyttar hugmyndir sem fram komu í haust og mættu mikilli mótspyrnu hvar sem þær voru kynntar," segir Elsa. réttarins, þar sem iður jarðar eru ekki í einkaeigu. Eignarréttur að olíu- og gaslindum Hér á landi hefur nú verið staðfest með ákvæðum laga nr. 73, 18. maí 1990 að eignarréttur að auðlindum á hafsbotni innan íslenskrar efna- hagslögsögu séu í eigu ríkisins. Hefur þetta þýðingu varðandi vinnslu málma, olíu og gass af hafs- botni, en einhvern tíma kann að koma að slíku. Engar olíu- og gaslindir eru hér finnanlegar á yfirborðinu eins og kunnugt er og ekki hefur fundist vottur um slíkt við boranir eftir heitu vatni eða jarðgufu, þegar frá er skilið jarðgas í litlum mæli. Á hitt er að líta, að við mun dýpri boranir en nú eru framkvæmdar er hugsan- legt að hér fyndist jarðgas eða jarð- olía. Um eignarrétt að slíkum olíu- eða gaslindum gildir það sama varðandi jarðhita djúpt í jörðu. Því tel ég sjálfsagt að lögfesta strax, að ríkis- sjóður eigi allan rétt til nýtingar slíkra orkulinda í berggrunni lands- ins. Eignarréttur að orkulindum og EES-samningarnir Ekki verður svo skilist við þetta efni, að ekki sé minnst á tengsl þess og samninganna um hið evrópska efnahagssvæði. Meginregla þeirra samninga er að óheimilt sé að setja í lög hömlur á beinni fjárfestingu þar á meðal í orkulindum, sem mis- muni þegnum ríkja efnahagssvæð- isins. I samningunum er hins vegar ekkert sem mælir á móti eignarrétti ríkisins að orkulindum, orkuvinnslu eða orkudreifingu. Orkulindir sem teljast ríkiseign skv. íslenskri löggjöf mundi því haldast í íslenskri eigu um aldur og ævi. Eignarréttur að orkulindum, sem fylgja landareign í einkaeigu, getur gengið kaupum og sölum með landinu. íslendingar hafa vissan aðlögunartíma varð- andi kaup erlendra aðila á landi og þeir geta beitt sérstöku varnagla- ákvæði ef fasteignakaup erlendra aðila valda hér vandræðum. Þá hef- ur verið rætt um að endurskoða ákvæði jarðlaga í því skyni að tryggja að land haldist í eigu þeirra, sem í landinu búa. Loks hefur ríkið úrslitaáhrif á það, hverjir mega byggja hér meiriháttar orkuver, en ef það er leyft einkaaðilum verður að gæta þess að mismuna ekki aðil- um á grundvelli þjóðernis. Þrátt fyr- ir þessa varnagla, þá er ljóst, að til lengri tíma litið er tryggast fyrir þjóðina, að eignarhald að orkulind- um landsins sé að mestu ieyti hjá ríki og sveitarfélögum. Það eru enn ein rökin fyrir því, að á næstu miss- erum verði loks sett skýr ákvæði í lög um eignarrétt að orkulindunt landsins. _Samkvæmt tóbaksvarnalögum er óheimilt íið reykja ó rakarastofum, hórgreiðslustofum og snyrtistofum!

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.