Alþýðublaðið - 10.12.1991, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 10.12.1991, Blaðsíða 6
6 Þriðjudaqur 10. desember 1991 IM0/II f.l VM VÍ. l K Auglýsing frá Tryggingaeftirlitinu Tryggingaeftirlitið vekur athygli á auglýsingu er birtist í Lögbirtingablaðinu 28. nóvember sl. varð- andi fyrirhugaða sameiningu á rekstri B.Í. Líftrygg- ingar g.t. Brunabótafélags íslands og Líftrygginga- félagsins Andvöku g.t. í Líftryggingafélagi íslands hf. og um breytingu á rekstrarformi Líftryggingafé- lagsins Andvöku g.t. Tryggingaeftirlitinu ber lögum samkvæmt að at- huga hvort ástæða sé til að ætla að yfirfærsla trygg- ingarekstrar og breyting á rekstrarformi geti á nokkurn hátt skaðað vátryggingartaka og hina vá- tryggðu. Vegna þessa hefur Tryggingaeftirlitið, með nefndri auglýsingu, óskað eftir skriflegum athuga- semdum innan þriggja vikna frá birtingu auglýsing- arinnar. Tryggingaeftirlitið, 6. desember 1991. FÉLAGSMÁLASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Síðumúla 39 — 108 Reykjavík — sími 678500 Félagsráðgjafar Óskum eftir að ráða félagsráðgjafa eða starfsmann með hliðstæða menntun t.d. á sviði sálar- eða upp- eldisfræða í 50% starf á hverfaskrifstofu fjölskyldu- deildar í Skógarhlíð 6. Upplýsingar gefur Ellý Þorsteinsdóttir yfirfélags- ráðgjafi í síma 625500. Umsóknarfrestur er til 20. desember nk. Umsóknum skal skila til Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar, Síðumúla 39, á umsóknareyðu- blöðum sem þar fást. Berðu ekki við tímaleysi í umferðinni. Núja/i bcehuA, Margar nýjar, og sumar bráð- spennandi bækur hafa borist blaðinu. Það er ijóst að bækur verða, ásamt hljómplötum, disk- um og snældum, helsta afþrey- ingarefni okkar í skammdeginu. Ekki er að sjá að vegur bókar- innar sé á niðurleið, öðru nær. En lítum aðeins á nokkrar þeirra bóka, sem hafa komið út nýlega, allt bækur eftir íslenska höf- unda. Kristján Eldjárn — ævisaga Gylfi Gröndal skrifaði þessa bók eins og Alþýðublaðið hefur greint frá áður. Þetta er mikil bók að vöxt- um, eins og vera ber, og glæsilega útgefin af Forlaginu. Gylfi styðst við miklar og margvíslegar heimildir um líf og starf Kristjáns Eldjárns, ekki síst dagbækur Kristjáns og minnisblöð, sem vissulega gera frá- sögnina trúverðuga. Þetta er bók um mikilhæfan mann, bernsku hans, unglingsár, námsár og þau mikilvægu störf sem Kristján innti af hendi fyrir þjóð sína. Þessi bók mun verða mikið lesin. Flugsaga íslands í stríði og friði 1919 til 1945 Þetta er girnileg bók, sem Eggert Norðdahl hefur tekið saman og Orn Gylfi Gröndal Kristján Eldjám ---TÆVISAGA----- og Örlygur gefið út. Bókin hefst þar sem fyrsta flugvélin kemur til ís- lands 1919. Rakin er saga flugfélag- anna, félags áhugamanna um flug, upphafs millilandaflugs og upp- byggingar flugvalla og annarra mannvirkja tengdum þeim. í bók- inni er í fyrsta sinn rakin saga her- flugs hér á landi og á höfunum í kringum okkur. Herflugið kostaði mörg mannslífin, og hér urðu loft- bardagar við þýskar vélar. Þá kemur fram að flugvélar urðu fyrir árásum samherja hér við land. Flugslys voru líka tíð í flota flughersins. Margar frásagna Eggerts hafa menn ekki séð fyrr á prenti og er fengur að þessari bók. Svanurinn Það er ævinlega mikil frétt, þegar út kemur skáldsaga eftir Guðberg Bergsson, þann mikla málsnilling. Svanurinn er ellefta skáldsaga Guð- bergs á þrjátíu árum, en 1961 kom út fyrsta skáldsaga hans, Músin sem læðist. í kynningu Forlagsins segir: „Svanurinn er saga stúlku. Hún er níu ára gömul þegar hún er send í sveitina til að bæta fyrir brot sitt. I nýju umhverfi vakna óvæntar kenndir — duiarfullar, ógnvekjandi og sárar. Náttúra sveitarinnar og til- JOLATILBOÐ 15% afslattur af sturtuklefum, hreinlætistækjum, stálvöskum og blöndunartækjum Við rýmum fyrir nýjum vörum. 50% afsláttur af baðinnréttingum og baðskápum sem verið hafa til sýnis í versluninni. VATNSVIRKINN HF. ÁRMÚLA 21 SÍMAR 68 64 55 - 68 59 66 finningar telpunnar tala saman á því margræða máli sem Guðbergur Bergsson hefur flestum skáldum betur á valdi sínu.“ DAGBÓK — hvers vegna ég? Kolbrún Aðalsteinsdóttir skrifar hér þriðju unglingabókina. Hafa bækur hennar notið mikilla vin- sælda meðal unglinga og eru meðal útlánahæstu unglingabóka á ís- lenskum bókasöfnum auk þess sem þær hafa selst vel. Þetta er ævin- týraleg frásögn af Kötlu, sem hefur gerst sýningarstúlka á Ítalíu og á velgengni að fagna. En Katla lendir í erfiðleikum, ásteu'samböndum, og allt fer vel... Davíð og krókódílarnir Elías Snæland Jónsson skrifar dags daglega um vandamál þjóðfé- lagsins á síðum DV. í frístundum frá blaðamannsstarfinu hefur hann skrifað bækur fyrir unglinga. Þessi saga segir frá fjórtán ára pilti, sem leiðist heima hjá sér og í skólanum. Þess í stað sækist hann eftir félags- skap Krókódílanna, sem fást við ýmislegt miður fagurt og Davíð veit að er ekki rétt. Hér er lýst hörðum heimi unglinga í höfuðborginni okk- ar, spennandi söguþráður, en hlýja í garð unglinganna. Mál og menning gaf bókina út. Lífsháskinn, minningar Jónasar Jónassonar Svanhildur Konráðsdóttir ritaði þessar minningar Jónasar okkar Jónassonar, útvarpsmanns. Samt er hann maður pennafær í besta lagi, það þekkja lesendur Alþýðublaðs- ins af greinum hans í blaðinu til skamms tíma. Allir þekkja Jónas úr útvarpinu, og enginn hefur víst tog- að annað eins upp úr fólki, svo lag- inn er Jónas í hinum frægu viðtölum sínum, enda mannlegur og hlýr. í bókinni er það Jónas sem leysir frá skjóðunni og verður ekki annað sagt en bókin sé hin skemmtilegasta aflestrar. Jónas Jónasson hefur átt við sitt böl að stríða, áfengisvanda- málið, og hann hefur líka átt sína góðu daga, ekki síst meðan hann bjó sem barn í Skerjafirði. Jónas segist árum saman hafa þurft að berjast við einfarann í sér. Það kem- ur sannarlega á óvart. Benda má út- gefanda, Forlaginu, á að það er mjög til hins betra þegar nafnaskrá fylgir ævisögu, hana vantar í þessa annars mjög svo læsilegu bók um Jónas. Sossa sólskinsbarn Þessi bók er eftir Magneu frá Kleifum og segir frá Sossu, telpu sem elst upp í stórum barnahópi í ís- lenskri sveit fyrr á öldinni. Sossa er dugleg og framkvæmdasöm, hug- myndarík og ófeimin og kemur öll- um í gott skap. En hún á það líka til að vera stór upp á sig og bíta frá sér ef sá gállinn er á henni. Þóra Sigurð- ardóttir myndskreytti bókina. Mál og menning gefur út.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.