Alþýðublaðið - 10.12.1991, Page 7

Alþýðublaðið - 10.12.1991, Page 7
Þriðiudaqur 10. desember 1991 7 Svar heilbrigðisráðherra við fyrirspumum Gunnlaugs Stefánssonar á Alþingi Ríkið í umfanqsmiklum rekstri á dagneimilum Spítalamir í Reykjavík reka 465 dagheimilisrými fyrir rúmlega 216 milljónir króna á ári. Rekstur dagheimila heyrir undir sveitarfélögin Þrátt fyrir að rekstur dagvist- arstofnana sé málefni sveitarfé- laganna stendur ríkið í umfangs- mikilli dagvistarþjónustu. í Reykjavík greiddi ríkið rúmlega 216 milljónir króna vegna rekstrar dagvistarstofnana á vegum spítalanna sem eru með 465 dagvistarrými á sínum snærum. Þetta kemur fram í svörum Sig- hvats Björgvinssonar heilbrigðis- ráðherra við fyrirspurnum Gunn- laugs Stefánssonar þar að lútandi á Alþingi fyrir skömmu. í svari heil- brigðisráðherra segir að á árinu 1990 hafi Ríkisspítalarnir greitt 115 milljónir króna fyrir vistun á dag- heimilum og 7,9 milljónir kr. fyrir vistun hjá dagmæðrum. Borgarspít- alinn greiddi 68,7 milljónir kr. fyrir dagheimilisvistunog 1,2 fyrir vistun hjá dagmæðrum og Landakotsspít- aíi greiddi 32,9 milljónir kr. fyrir vistun á dagheimilum. Varðandi stofnkostnað kom fram í svari ráðherra að Reykjavíkurborg hefur að fullu greitt stofnkostnað heimilanna fyrir Borgarspítalann en ekki tekið þátt í öðrum stofnkostn- aði dagvistarheimila spítala í Reykjavík. Landspítali og Landa- kotsspítali greiddu að fullu stofn- kostnað dagvistarheimila sinna. Þá segir að Reykjavíkurborg taki eng- an þátt í rekstri þessara stofnana. Gunnlaugur Stefánsson spurði jafnframt hvort það samræmdist verkaskiptingu ríkis og sveitarfé- laga að sjúkrahús, sem rekin eru af ríkissjóði, sæju um rekstur dagvist- arheimila fyrir börn. Svar heilbrigð- isráðherra við þeirri spurningu hljóðar svo: „Sjúkrahúsin í Reykjavík hafa far- ið út í rekstur dagvistarstofnana fyr- ir börn til þess að laða að það starfs- fólk sem er torfengið, einkum hjúkr- unarfræðinga, og miðað við fjölda Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra Ungt, menntað félk tregt að taka áhættu „Svo virðist sein margt ungt fólk með langskólanám að baki sé tregt til þess að taka þá áhættu, sem sjálfstæðum rekstri fylgir,“ sagði Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, í ræðu sem hann flutti nýiega á ráðstefnu Tæknifræðingafélags íslands. Sagði ráðherrann þetta vissulega íhugunar- og áhyggju- efni og vekti spurningar um hvernig stuðla mætti að auknu framtaki til nýsköpunar í at- vinnulífinu. Taldi hann að skól- arnir ættu að kenna ungu fólki meira um atvinnulífið og leynd- ardóma þess. Jón Sigurðsson sagði að hann væri hlynntur því sem kallað hefur verið „afskiptaleysisstefná' til fyrir- tækjanna. Sú stefna, að ríkisvaldið mótaði efnahagslegt umhverfi at- vinnulífsins, setti því réttlátar leik- reglur og tryggði að á milli atvinnu- greina ríkti jafnræði, þannig að raunveruleg arðsemi réði verkefna- vali, væri sú eina stefna sem staðist fengi til lengdar. Ráðherrann ræddi um fjármögn- unarfyrirtæki og þróunarfélög sem stofnuð hafa verið til að hlúa að nýj- um atvinnurekstri af ýmsu tagi. Rekstur þessara félaga átti að þola tap á talsverðum hluta fjárfesting- anna vegna verulegs gróða sem vænta mætti af þeim sem vel gengju. „Reynslan hefur reyndar orðið sú að víða hafa töpin komið strax, en gróðinn látið á sér standa," sagði Jón Sigurðsson. Margir áhættusjóðirnir hafa því fjárfest í fyrirtækjum sem eru í rekstri þegar, í stað þess að stuðla að stofnun nýrra. Ýmis dæmi um ábatasama ný- sköpun í atvinnulífi okkar nefndi ráðherrann í ræðu sinni, — ekki er allt kolsvart. Nefndi hann þar til hönnun og framleiðslu á fiskiðnað- artækjum ýmsum, ferðaþjónustu bænda og ýmsan hugbúnaðar- og rafeindaiðnað. Einnig sagði hann að vatnsútflutningur lofaði góðu, ef þekking og aðgát réðu för. Iðnaðarráðherra varaði við því að menn stilltu stóriðju og minni iðnaði upp sem andstæðum. Reynslan á Vesturlöndum sýndi að stóriðjan styrkti almennan iðnað með því að skapa stöðugleika í efnahagslífi, auka hagvöxt og veita þjónustu og minni iðngreinum ýmis tækifæri. Borgarfulltrúar Nýs vettvangs Geldinganesið undir grófa atvinnusfarfsemi Telja Geldinganesið hentugra undir grófa atvinnustarfsemi en íbúðarbyggð. Gert er ráðfyrir nýrri höfn í Eiðsvík Borgarfulltrúar Nýs vettvangs lögðu til í borgarstjórn sl. fimmtudag að landnotkun á Geldinganesi yrði breytt í aðal- skipulagi þannig að þar yrði gert ráð fyrir athafnasvæði í stað íbúðarsvæðis. Jafnframt lögðu þeir til að fiskmjölsverk- smiðju, sem deilur hafa staðið um, yrði komið fyrir á athafna- svæði á Geldinganesi. Ólína Þorvarðardóttir, borgarfull- trúi Nýs vettvangs, sagði í samtali við Alþýðublaðið að borgin væri að verða uppiskroppa með land undir grófari atvinnustarfsemi sem ætti greiðan aðgang að hafnaraðstöðu. í Eiðsvík á Geldinganesi væri fyrir- hugað að byggja nýja höfn sem mundi henta mjög vel slíku athafna- svæði. Hins vegar væri alveg Ijóst að íbúðarbyggð færi ekki vel saman við grófa atvinnustarfsemi og um- fangsmikla hafnarstarfsemi. í greinargerð borgarfulltrúa Nýs vettvangs segir að Geldinganes sé í góðum tengslum við fyrirhugaðar aðalsamgönguæðar höfuðborgar- innar, bæði á sjó og landi. Svæðið sé í talsverðri fjarlægð frá fyrirhugaðri íbúðarbyggð og langstærsti hluti Geldinganessins í meira en 1.000 m fjarlægð frá því. Auk þess sé svæðið veðurfarslega hagstætt fyrir grófari atvinnustarfsemi, sem hugsanlega fylgi hávaða- eða lyktarmengun, en á nesinu eru austlægar vindáttir ríkjandi og bærist því hugsanleg lyktarmengun á haf út. Geldinganes er um 220 hektarar að stærð. í endurskoðun á aðal- skipulagi Reykjavíkur, sem staðið hefur yfir, hefur verið gerð breyting á landnýtingu á nesinu. Sú breyting gerir ráð fyrir að meirihluti svæðis- ins verði í framtíðinni íbúðarbyggð en einungis um það bil 25 hektarar ætlaðir undir athafnasvæði. starfsmanna á þessum spítulum er reka dagvistarheimili ef nægilegt fjöldi dagvistarrýmanna lítill. framboð væri á dagvistarrýmum í Sjúkrahúsin í Reykjavík mundu ekki Reykjavík fyrir börn.“ Fréttir í hnotskurn FIMLEIKAMAÐUR ARSINS: Sautján ára verslunarskólastúlka, Bryndís Guðmundsdóttir í Ármanni, er fimleikamaður ársins 1991. Hún hefur æft og keppt í áratug undir handleiðslu Berglindar Péturs- dóttur, sem á sínum tíma var fimleikadrottning íslands. Af fimleika- fólki er það annars að frétta að Fimleikafélagið Björk í Hafnarfirði varð bikarmeistari í kvennaflokki, en strákar úr Gerplu í Kópavogi urðu bikarmeistarar karla. KÖRFUBOLTAMAÐUR ÁRSINSl Körfuknattleikssambandið hefur kosið körfuknattleiksmann ársins 1991. Hann er Guðmundur Bragason, leikmaður með Ungmennafélagi Grindavíkur, einn okkar besti leikmaður í allmörg ár með 51 iandsleik, og nú síðast fyrir- liði liðsins. t t r ÞRIR G0ÐIR SNUA AFTUR: Eftir aldarfjórðungsfjarveru frá tón- listarlífinu er Savanna-tríóið komið aftur. Út eru komin breiðskífa og geisladiskur með þessum landsþekktu og firnavinsælu söngvurum og hljóðfæraleikurum, Birni G. Bjömssyni, Troels Bendtsen og Þóri Baldurssyni. Á stuttum ferli sínum frá 1961 til 1967 voru vinsældir þeirra félaga með eindæmum miklar, og plötur þeirra fjórar seldust í 50—60 þúsund eintökum enda þótt hljómtækjaeign landsmanna þá væri mun minni en í dag. Eftir að hafa hlustað á disk þeirra félaga nú verður ekki annað sagt en að þeir hafa engu gleymt, piltarnir, allt er upp á vandaðasta máta eins og áður fyrri. EKKIINN Á HALENDIÐ: Vegagerðin varar fólk við öllum hug- myndum um ferðalög inn á hálendið. Þar er allt ófært. Þegar menn eiga „sinn fjallabíl", eins og Ragnar Reykás, hættir þeim til að treysta farartækjum sínum um of, — það hefur sýnt sig að slíkt er óráðlegt. Segja má að allir minniháttar vegir séu nú ófærir, jafnvel á hringvegin- um er vegurinn yfir Mývatnsöræfi og Jökuldalsheiði illfær. Það er því betra að halda sig í byggð. TUB0RG GEFUR J0LATRE: Jólatréð sem reist hefur verið við Hallgrímskirkju mörgum til ánægju er gjöf frá Tuborgölverksmiðj- unni í Kaupmannahöfn. Ljósin á trénu voru tendruð á sunnudaginn af Villads Villadsen, sendiherra Danmerkur hér á landi. í frétt sem blaðinu barst vegna trésins var mynd af jólatré og spurning undir: Hvað er það sem gerir lífið örlítið grænna? Það er nú það, jólatré gerir lífið örlítið grænna, — en ætli þarna hafi verið átt við „grön Tuborg"? N0RRÆN RÁÐSTEFNA í RIGA: Nýlega lauk í Riga í Lettlandi norrænni ráðstefnu um norræn mál og málakennslu, bókmenntir og sögu. Um 40 háskólakennarar sem kenna þessi fræði í Eystrasaltsríkj- unum sóttu ráðstefnuna, þar á meðal Halldór Ármann Sigurðsson, dósent við Háskóla íslands. í Eystrasaltslöndum hefur í kjölfar breyt- inga á stjórnarfari orðið meiri áhugi á norrænum málefnum, tungu- málum og menningu, og kennsla á þessu sviði hefur verið aukin. GEIRI SÆM Á SNÆLDU: Skífan hefur gefið út breiðskífu og hljómsnældu með tónlist Geira Sæm. með nafninu JÖRÐ, 11 ný lög. Geiri, hvers faðir er hinn nafntogaði Sæmi rokk, hóf hljómlistarferil sinn ungur, aðeins 13 ára, og hefuraila tíð verið framsækinn tónlistar- maður og farið eigin leiðir, en hefur þó sveiflað sér upp á vinsældalist- ana. Það gerðist með Hunangstunglinu um árið. Nú eru erlendir aðil- ar með augun á Geira og samstarfsmanni hans, Styrmi Sigurðssyni. Aldrei að vita hvað út úr því kann að koma. BÚK0LLA 0G JELENA VINSÆL: Þjóðleikhúsið þarf ekki að kvarta undan vinsældum Búkollu hans Sveins Einarssonar, né heldur Kæru Jelenu á Litla sviðinu. Hinir ungu áhorfendur að Búkollu eru að verða 10 þúsund, og miðar á Jelenu eru uppseldir til jóla. Það er ekki að sökum að spyrja; ef leikrit eru vel valin, þá stendur ekki á al- menningi að koma í leikhús.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.