Alþýðublaðið - 20.12.1991, Blaðsíða 1
11 'f .... .. ..
ÓEÐLILEGT EF ÓNNUR LÖG EIGA
AD GILDA FYRIR HAFNARFJÖRÐ
Tveir hlutfallslega tekju-
lægstu bæir landsins,
Hafnarfjörður og Mosfells-
bær, hafa ákveðið að
hækka útsvarsálagningar-
prósentu sína t 7,5% á
næsta ári til að mæta álög-
um ríkissjóðs á sveitarfé-
lögin. Hafnarfjörður hefur
jafnframt ákveðið að fella
niður á móti sorpeyðing-
argjald, sem var 5.000 kr.
- segir Jóna Osk Guðjónsdóttir, forseti bœjarstjórnar í Hafnarfirði
á íbúð.
Félagsmálaráðherra, Jó-
hanna Sigurðardóttir, hefur
gagnrýnt þessar hækkanir á
útsvörum sveitarfélaganna
þar eð með umræddri hækk-
un öðlist sveitarfélögin rétt á
jöfnunarframlagi úr Jöfnun-
arsjóði sveitarfélciga. Hefur
félagsmálaráðherra sagt
þessar útsvarshækkanir gefa
tilefni til að endurskoða regl-
ur um úthlutanir hjá Jöfnun-
arsjóði sveitarfélaga.
Jóna Ósk Guðjónsdóttir,
forseti bæjarstjórnar í Hafn-
arfirði, segir ummæli félags-
málaráðherra koma sér á
óvart. Álagning í Hafnarfirði
sé fullkomlega í samræmi við
þau lög sem ráðherrann hef-
ur sjálfur haft forgöngu um
að setja. Afskipti hans af
þessu máli gangi þvert á þá
stefnu sem hann hafi boðað
um sjálfsforræði sveitarfé-
laga.
„Ég tel það afar óeðlilegt ef
önnur lög eiga að gilda um
Hafnarfjörð en önnur sveitar-
félög að því er varðar Jöfnun-
arsjóðinn. Hafnarfjörður á
aðeins rétt á jöfnunarfram-
lögum úr sjóðnum ef tekjur
hans á íbúa eru undir meðal-
lagi. t>að er beinlínis eitt höf-
uðhlutverk sjóðsins að jafna
tekjur sveitarfélaganna og
hlýtur það að gilda jafnt fyrir
Hafnarfjörð sem önnur sveit-
arfélög," segir Jóna Ósk.
, Þá kom fram í máli Jónu
Óskar að það væri hart ef rík-
isvaldið ætlaði sér að fetta
fingur út í fullkomlega lög-
mætar aðgerðir sveitarfélaga
á sama tíma og ríkissjóður
væri að velta vanda ríkissjóðs
yfir á sveitarfélögin. „Við höf-
um í öllu haldið okkur innan
þess ramma sem ríkisvaldið
hefur sett okkur, á sama tima
og það getur ekki haldið sér
innan þess ramma sem það
hefur sjálft sett sér,“ sagði
Jóna Ósk, forseti bæjarstjórn-
ar Hafnarfjarðar, að lokum.
Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 1992
Lítil áhersla lögd á þjónustu við borgarbúa
- segir Olina Þorvarðardóttir, borgarfulltrú Nýs vettvangs
„Við fyrstu sýn virðist
sem meirihluti borgar-
stjórnar ætli sér í þessari
fjárhagsáætlun ekkert að
hægja á framkvæmdum og
fasteignakaupum þrátt
borgarfulltrúi Nýs vett-'
vangs, við Alþýðublaðið,
aðspurð um fjárhagsáætl-
un borgarinnar fyrir
næsta ár sem var til fyrri
umræðu í borgarstjórn í
gær.
Gert er ráð fyrir að heildar-
velta borgcu-sjóðs á næsta ári
verði um 12,8 milljarðar
króna og af því er gert ráð
fyrir að tæplega 3,8 milljarð-
ar fari til eignabreytinga. Er
það um 400 milljónum króna
meira en lagt var upp með á
þessu ári.
„Það má þó segja að fram-
kvæmdafé borgarinnar sé,
samkvæmt þessari áætlun, á
ýmsan hátt varið til skynsam-
legari hluta en áður, enda
byggingu ráðhússins að ljúka.
Mér þykir sem meiri áhersla
sé lögð á að byggja og fram-
kvæma en að tryggja að það
sé hægt að halda gangandi
þeirri margvíslegu þjónustu
sem borgin á að veita," sagði
Ólína.
Þá sagði Ólína að þrátt fyrir
að ekki væri gert ráð fyrir
frekari lántökum borgarinn-
ar væri skuldastaða hennar
mun verri en verið hefði og
ekki fyrirsjáanlegt að yfir-
dráttur borgarinnar hjá
Landsbankanum yrði minni á
næsta ári en þessu.
NÓATÚN
9raflaxasósa
Húsavíkurhangikjötið
Sambandshangikjötið
Lúxus Londonlamb
Bayonneskinka
Sænsk jólaskinka
Reykt svínalæri + bógai
Svínakjöt af nýslátruðu
Nautakjöt af nýslátruðu
Úrbeinað lambalæri fyllt
m/döðlum
og gráðosti
NÓATÚN 17 S. 17261 - ROFABÆ 39 S. 671200 - HAMRABORG KÓP. S. 43888 - LAUGAVEGI 166 S. 23456 - ÞVERHOLTI MOS. S. 666656 - FURUGRUND KÓP. S. 42062