Alþýðublaðið - 20.12.1991, Blaðsíða 3
Föstudaqur 20. desember 1991
3
Fréttir í hnotsktirn
FRAMLAG í ÓSKABRUNNANA: Lionsklúbburinn Týr hefur
lengi styrkt starfsemi fatlaðra íþróttamanna. Nú síðast með því að láta
gera Óskabrunna. Þeir munu verða víða í verslunum borgarinnar og
þar geta menn iagt framlag sitt til góðs starfs — og óskað sér í leiðinni.
Á myndinni eru forráðamenn Týs og íþróttafélags fatlaðra við einn
Óskabrunninn.
SENDIRÁÐ USA Á UPPBOÐI: Meðal þeirra sem fá „jólaglaðn-
ing" frá Jóni Skaftasyni yfirborgarfógeta í síðasta Lögbirtingablaði
er Sendiráð Bandaríkjanna við Laufásveg. Gjaidheimtan í Reykjavík
óskar eftir að eign sendiráðsins verði seld, og uppboðið auglýst í lok
janúar á næsta ári. Áreiðanlega er hagur Bandaríkjamanna ekki verri
en svo að þeir greiði það sem þeimber, rúmar 54 þúsund krónur. í blað-
inu eru um 340 auglýsingar um uppboð. Flestir munu gera hreint fyrir
sínum dyrum áður en fógeti hefst handa, enda oft á tíðum um ótrúlega
lágar f járhæðir að ræða, allt niður í 3 þúsund krónur. Virðist raunar lítil
ástæða til að flækja fógeta í innheimtu slíkra krafna
STÖÐ 2 VANN SIGUR í SIÐANEFND: Kristján Már Unnarsson,
fréttamaður á Stöð2, sagði í september sl. frá heldur skuggalegum ferli
bandaríska kjötkaupmannsins SteveMintz, sem annaðist kjötsölu fyr-
ir landbúnaðarráðuneytið til Mexíkó. Ekki stóð á svörum, — Jón
Steinar Gunnlaugsson kærði fréttafiutninginn til Siðanefndar
Blaðamannafélags íslands. Úrskurður er nú kominn: Kristján Már
og Stöð 2 brutu engar reglur.
ÞJÓÐÞRIF - BÓKSTAFLEGA MEINT: Skátar, Hjálparstofnun
kirkjunnar og Landsbjörg reka saman fyrirtækið Þjóðþrif, sem safnar
saman umbúðum í söfnunarkúlur sem víða eru um bæinn. Þjóðþrif
bjóða fólki líka upp á að sækja umbúðir í heimahús. Hringið í síma
23190 eða 621390 ef þið viljið láta sækja umbúðirnar heim.
ÐNNEMAR FA VIÐURKENNINGU VINNUVEITENDA: sam
komulag var gert 18. desember milli Iðnnemasambands Islands og
Sambands veitinga- og gistihúsaeigenda um aukagreiðslu til nema
sem taka tvo bekki saman í Hótel- og veitingaskóla ísiands. Þeir nemar
sem taka laun á áisgrundvelli og fáeinnig laun meðan þeir eru í skóia
og hafa áunnið sér rétt til að taka einungis fagkennslu 1. bekkjar með
námi í 2. bekk, þannig að skólaviðveran styttist um eina önn, fá auka-
greiðslu sem nemur fjögurra mánaða launum fyrsta árs nema, en sú
upphæð er um 100 þúsund krónur. „Þetta er tímamótaviðburður,"
segja iðnnemar, „þetta er í fyrsta skipti sem Vinnuveitendasamband ís-
lands viðurkennir Iðnnemasamband íslands sem samningsaðila um
kaup og kjör.“
LAUNAVÍSITALAN ST0PP; HÚSALEIGA LÆKKAR: Engin
breyting varð á launavísitölunni fyrir desember, húner sem fyrr 127,8
stig. Hinsvegar á leiga fyrir íbúðar- og atvinnuhúsnæði að lækka um
1,1% fyrir desember og fram í mars.
Bjúgnakraekir Qluggagægir Qáttaþefur
P
að styttist
til jóla, 5 dagar
eftir.
í dag kemur
jólasveinninn
Bjúgnakrækír, Ketkrókur Kertasníkir
á morgun er það
Qluggagægir, á sunnudaginn kemur Qáttaþefur, á
Porláksmessu kemur Ketkrókur og á aðfanga-
daginn sjálfan kemur Kertasníkir.
Allir koma þeir í Pjóðminjasafnið kl. 11 og
skemmta krökkunum
Mikil samkeppni í matvöruverslun, segja Neytendasamtökin
Bónus langt undir
meðalverði búðanna
Gífurleg samkeppni er í mat-
vöruverslun landsmanna, segja
Neytendasamtökin. Verðmunur
á einstökum vörutegundum get-
ur verið ótrúlegur, t.d. allt að
fimmfaldur á kartöflum, segja
samtökin, sem nýlega könnuðu
AUusi
' * /! •»
Samkeppnin á jólagjafamark-
aði stendur í ár milli bóka — og
geisladiska. Hin nýja hljóm-
tækni hefur rutt sér hressilega
til rúms á íslandiá fáeinum miss-
erum. Á geisladiskamarkaði
hefur Alþýðublaðið séð all-
marga býsna góða.
Gullmenn hjá Skífunni
Egill Ólafssoner i verulega góðu
formi á diskinum Tifa Tifa enda
hafa viðtökurnar verið sérlega góð-
ar við þessari fyrstu sólóplötu Egils.
i gær afhenti Halldór Bachmann,
markaðsstjóri Skífunnar, Agli gull-
plötu. Enn önnur plata Skífunnar
hefur hlotið gullið, það er plata
Sléttuúlfanna, stórskemmtileg og í
mikiili sölu og með lag sem trónir
efst á vinsældalistunum um þessar
mundir.
Hinn þjóðsöngurinn
Draumur aldamótabarnsins er
kominn út á geisladisk í fyrsta sinn.
Þvílíkur munur að hlusta á „hinn
þjóðsönginn", sem sumir kalla svo,
„Island er land þitt“ eftir Magnús
Þór Sigmundsson, og önnur góð
lög hans á þessum diski. Þetta sí-
gilda lag, sem margir hafa sagt að
ætti skilið að verða þjóðsöngur okk-
ar, er flutt í tveimur útgáfum á disk-
inum, aftast er hátíðarútgáfan með
Agli Olafssyni.
Og ekki nóg með það. Kvik-
myndafélagið Útí hött hefur gefið út
myndbandið „Lifandi póstkort".
Þetta er stutt landkynningarmynd
og sannarlega fallegt verk. Þar er
lagið „ísland er land þitt“ notað sem
snoturt ívaf með faliegum myndum
af landinu okkar. Sérlega góð
kveðja frá okkur til vina erlendis.
Þá hefur PS: Músík gefið út plöt-
una og diskinn „Álfar“ með tónlist
Magnúsar Þórs. Þessi tónlist, sem og
Draumurinn, hefur verið ófáanleg
lengi og bætir úr brýnni þörf.
Nokkrar góðar
Um jólin munu menn hlusta á alls
konar tónlist ef að líkum lætur. Ein
af góðu skífunum fyrir þessi jól er
frá Sverri Stormskeri, með ljótu
nafni reyndar, Greitest (s)hits, 18
bestu lög listamannsins. Og nú fá
menn að hlýða á Sverri á geisla-
diski.
Jólaball með Dengsa og félög-
um er tvímælalaust skemmtilegt
verk. Þetta er jólaplata, sem ekki
bara börnin hafa gaman af. Auk
Dengsa kemur Hemmi Gunn við
sögu, svo og þeir Skrámur, Saxi
læknir, Jólasveinninn og fleiri.
Með helgum hljóm heitir geisla-
diskur Fóstbræðra, líklega besta
karlakórs okkar í dag. Þetta er end-
urútgáfa á jólasálmum og áramóta-
lögum, hátíðlegur diskur og nauð-
synlegur í jólahakdinu.
Syngdu með. Nú rætist draumur
ansi margra. Fyrsti diskurinn og
hljómsnældan í „karaoké-stíl. Hér
er undirleikur 11 þekktra íslenskra
dægurlaga og fylgir texti með öllum
lögunum. Nú er það bara að fylgja
hljómsveitinni og bakröddunum og
syngja af öllum lífsog sálar kröftum.
Þetta er, satt best að segja, stórkost-
lega skemmtilegur diskur.
matvöruverðið í 85 verslunum
víða um land, og þá ekki síst ut-
an höfuðborgarsvæðisins, en
f imm verslanir á þvi svæði voru
hafðar með til viðmiðunar.
Kannaðar voru 77 algengar mat-
og hreinlætisvörur. Ljóst er af
könnuninni að fólk úti á landi
situr að öllu jöfnu ekki við sama
borð og höfuðborgarfólk hvað
matvöruverð áhrærir.
Bónus-búðirnar koma langbest út
í þessari könnun. Sé meðalbúðinni
stillt í 100% — er verðið í Bónus
68,7%! Samsvarandi tala hjá Kaup-
félagi Árnesinga á Laugarvatni er
112,4%. Raunar eru 57 verslananna
yfir 100% markinu, margar hverjar
yfir 110%. Vissulega verður að túlka
þessar tölur með nokkurri varúð, —
en engu að síður gefa þær nokkuð
örugga vísbendingu um verðlag í
hverri verslun. Munurinn á Bónus-
verði og dýrustu búðinni var 63,7%.
í verslunum á Suðurnesjum var
munurinn mikill, 35,6%, en þar var
Hagkaup ódýrast með 80,9% af
meðalverðinu. í Reykjavík var Hag-
kaup í öðru sæti með 81,6%, Mikli-
garður með 90,5%.
Úti á landi bauð KEA Nettó upp á
góð kjör, 80,4% af meðalverði skoð-
aðra vara, Hagkaup á Akureyri
90,8%.
Dæmi um mikinn verðmun: Kjúk-
lingur kostaði minnst 375 krónur en
mest 966 krónur! ORA-rauðkál kost-
aði minnst 79 kr. 450 gramma dósin,
en mest 133 krónur. Græn paprika
kostaði minnst 159 kr. kílóið, en
mest 680 krónur. SS-sinnep mátti fá
á 47 krónur minnst, en dýrast var
það 96 krónur. Dansukker-púður-
sykur kostaði frá 49 krónum upp í
103 krónur. Sýróp frá Golden Lyle
kostaði á bilinu frá 82 krónum upp
í 175 krónur. Einn og hálfur lítri af
Egils appelsíni kostaði frá 136 krón-
um upp í 244 krónur.
Greinilegt er að besta aðferðin til
að hækka launin í dag er að kaupa
matvöruna þar sem hún er ódýrust
hverju sinni. Munurinn er ótrúlegur,
og trúlega meiri en nokkru sinni
hefur mælst áður.
Bónus
Ekki að
fara á
hausinn
„Þetta kemur okkur ekki
á óvart, þetta er hlutlaust og
ábendandi,“ sagði Jóhann-
es Jónsson, kaupmaður í
Bónus, í gær um niðurstöð-
ur könnunar Neytendasam-
takanna.
Jóhannes sagði að Bónus
gæfi hvorki eitt né neitt, þar
væri unnið eftir vissu kerfi.
„Við vöndum okkur og leggj-
um okkur alla fram. Við erum
líka svo heppnir að hafa fengið
fylgi meðal viðskiptavina, það
koma til okkar 2—3 þúsund
manns á dag að versla," sagði
Jóhannes.
í Morgunblaðinu gat að líta á
dögunum að Bónus væri að
fara á hausinn.
„Við erum ekki að fara á
hausinn, ekki það ég veit, og
ætti ég nú að vita það. Hitt er
annað mál að ýmsir sam-
keppnisaðilar og heildsalar og
framleiðendur sem ekki selja
vöru sína hjá okkur fara með
þennan þvætting um allt. Stað-
reyndin er sú að Bónus byrjaði
mep nánast tvær hendur tóm-
ar. 1 dag er fyrirtækið sterkt, og
aldrei sterkara en nú,“ sagði Jó-
hannes.
Húsbréf
Útdráttur
húsbréfa
Nú hefur fariö fram fimmti
útdráttur húsbréfa
í 1.flokki1989
og annar útdráttur
húsbréfa í 1. flokki 1990.
Einnig fyrsti útdráttur
í 2. flokki 1990.
Koma bréf þessi til
innlausnar 15. febrúar 1992.
Öll númerin veröa birt í
næsta Lögbirtingablaði og
upplýsingar liggja frammi í
Húsnæðisstofnun ríkisins,
á Húsnæöisskrifstofunni á
Akureyri, í bönkum,
sparisjóöum og
verðbréf afy ri rtækj u m.
Ún HÚSNÆÐISSTOFNUN RIKISINS
LJ HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24- 108 REYKJAVÍK • SÍMI91-696900