Alþýðublaðið - 31.12.1991, Page 12

Alþýðublaðið - 31.12.1991, Page 12
12 Þriðjudaqur31. desember 1991 Jón Ásberg Salómonsson bæjarfulltrúi Húsavík - Hvaða atburðir eru þér efst í huga af innlendum vettvangi á ár- inu sem er að líða? ,Ætli samningar við Evrópu- bandalagið um myndun Evrópsk efnahagssvæði sé ekki það minnis- stæðasta frá því ári sem nú er að líða.“ - Hvaða erlendir atburðir eru þér minnisstæðastir á árinu? „Það er tvímæialaust fall Sovét- ríkjanna." - Er eitthvað sem er ofar öðru í huga þínum er varðar persónulega hagi þína á árinu? ,Ætli það sé ekki það að ég keypti mér nýjan bíl.“ - Hvaða væntingar hefur þú til komandi árs? ,JÉg er ekki allt of bjartsýnn á nýja árið eins og staðan í atvinnu- málum er háttað víða á landsbyggð- inni. Það er víða atvinnuleysi og erfiðleikar því samfara. - Seturðu þér áramótaheit? „Nei, örugglega ekki. Eg þarf þess ekki með því ég er hættur að taka í nefið.“ - Hvemig metur þú ástand og horfur á Húsavfk á næsta ári? „Horfumar em ekki allt of góðar því við byggjum okkar atvinnulíf á þjónustu við landbúnað og sjávanít- veg en það hefur verið samdráttur í báðum þessum atvinnugreinum. Það gefur auga leiða að þetta mun koma við okkur héma á Húsavfk. Bærinn hefur verið að setja heil- mikinn pening í Fiskiðjusamlag Húsavíkur til þess að halda því á floti. Þótt slíkt sé í raun og vem ekki hlutverk sveitarfélaganna hafa þau víða neyðst til að hlaupa undir bagga með atvinnulífinu. Mér líst því afar illa á ef ríkisvaldið ætlar síðan að fara að setja aukaskatt á sveitarfélögin sem em að berjast við að halda uppi atvinnu víða um land í erfiðu árferði." Jón Gröndal bæjarfulltrúi Grindavík - Hvaða atburðir em þér efst í huga af innlendum vettvangi á ár- inu sem er að líða? J fljótu bragði held ég að það hljóti að vera ríkisstjómarmyndun- in og kosningamar. Þá er manni að sjálfsögðu ofarlega í huga hið hræðilega sjóslys sem við þurftum að horfa upp á héma um daginn." - Hvaða erlendir atburðir em þér minnisstæðastir á árinu? „Það er ekki nokkur vafi að það er upplausn Sovétríkjanna." - Er eitthvað sem er ofar öðm í huga þínum er varðar persónulega hagi þína á árinu? „Það er ekki hægt að segja að einn sérstakur atburður standi þar upp úr. Þetta ár hefur verið mér og minni fjölskyldu gott. Þegar ég lít til baka get ég ekki annað en verið ánægður með árið 1991 fyrir mína hönd og fjölskyldu minnar." - Hvaða væntingar hefur þú til komandi árs? „Það er fyrst og fremst brýnt að ríkisstjómin nái tökum á efnahags- málunum og að við fömm að vinna okkur út úr þessum vanda sem við emm í. Eg vona að reynsluleysi þeirra hái því ekki að þeir nái tök- um á þeim. Það em helstu vonir sem ég bind við næsta ár á innlend- um vettvangi." - Seturðu þér ára- mótaheit? „Nei. ég geri það nú yfirleitt ekki og það hefur gengið illa að láta þau standast." - Hvemig metur þú ástand og horfur í Grindavík á næsta ári? „Við höfum miklar áhyggjur af atvinnumálunum. Kvótaskerðingin kemur að sjálf- sögðu mikið við þetta byggðarlag. Annars standa fiskvinnslufyrir- tæki hér almennt mjög vel og sveit- arfélagið stendur vel. Við erum að fara af stað með sundlaugarbygg- ingu og auk þess emm við að vinna mikið við Bláa lónið sem gefur ýmsa möguleika. Við emm í við- ræðum við Hitaveitu Suðumesja um að yfirtaka reksturinn á því en það hefur gegnið á ýmsum nieð reksturinn á aðstöðunni við Bláa lónið. Það er annars gott hljóð í Grindvíkingum og enginn uppgjaf- artónn. Við teljum okkur hafa náð mjög góðum árangri gangvart ríkis- kerfmu þannig að við fáum góðar fjárveitingar þrátt fyrir mikinn nið- urskurð almennt. Við megum því vel við una og atvinnuhorfumar em nokkuð góðar ef það gengur eftir sem upp er lagt með.“ Steingrímur Ingvarsson bæjarfulltrúi Selfossi - Hvaða atburðir em þér efst í huga af innlendum vettvangi á ár- inu sem er að líða? ,Ætli það séu ekki kosningamar og stjómarmyndunin." - Hvaða erlendir atburðir em þér minnisstæðastir á árinu? „Það em vafalaust breytingamar í Sovétríkjunum.“ - Er eitthvað sem er ofar öðm í huga þínum er varðar persónulega hagi þína á árinu? „Það er ferðalag sem við hjónin fómm í til Þýskalands ásamt öðmm hjónum. Við fómm reyndar einnig til Flórída í Bandaríkjunum og hvoru tveggja vom ákaflega skemmtilegar ferðir." - Hvaða væntingar hefur þú til komandi árs? „Maður er ekki alveg nógu bjart- sýnn eins og málin horfa við hjá okkur núna. Svo ég haldi áfram með Sovétríkin. þá em þar að gerast hlutir sem maður veit ekki ennþá hvemig munu þróast." - Seturðu þér áramótaheit? „Nei. Eg held ég þurfi þess ekk- ert. Ég reyki ekki og get þvf ekki lofað mér að hætta slíku. Maður reynir bara að lifa lífmu lifandi áfram eins og maður hefur reynt að gera hingað til.“ - Hvemig metur þú ástand og horfur á Selfossi á næsta ári? „Mér finnast horfur heldur góðar. Þó að þessi samdráttur í landbúnað- arframleiðslu hafi orðið og verði þá hefur verið rennt ýmsum nýjum stoöum undir atvinnulífið hér á Sel- fossi á undanfömum árum. Ég held því að atvinnulífið geti tæpast orðið annað en gott áfram. Ég er því bjart- sýnn fyrir okkur héma útaf fyrir sig." Guöfinnur Sigurvinnsson bæjarfulltrúi Keflavík - Hvaða atburðir em þér efst í huga af innlendum vettvangi á ár- inu sem er að líða? „Ætli það hafi ekki verið myndun nýrrar ríkisstjómar." - Hvaða erlendir atburðir em þér minnisstæðastir á árinu? „Það sem hefur verið að gerast í Sovétríkjunum. Það er sjálfgefið.“ - Er eitthvað sem er ofar öðm í huga þínum er varðar persónulega hagi þína á árinu? „Það er ekkert sérstakt. Það hefur allt verið í góðu lagi og heilsan góð. Þetta hefur verið farsælt ár hjá mér og minni fjölskyldu.“ - Hvaða væntingar hefur þú til komandi árs? „Ég vona bara að það rætist eitt- hvað úr atvinnumálunum hjá okkur héma í Keflavík. Það em margir möguleikar í augsýn en atvinnu- leysið er talsvert eins og er. Maður vill sjá einhveija upplyftingu í þeim málum.“ - Seturðu þér áramótaheit? „Ég held ekki.“ - Hvernig metur þú ástand og horfur í Keflavík á næsta ári? „Ég sé fram á þungan róður a.m.k. í upphafi árs. Maður vonar auðvitað að það verði meiri gróska og meiri vinna í bænum á komandi ári. Það em mörg verkefni sem bíða okkar. Þá vil ég gjaman fara að sjá mína menn í fótboltanum upp í fyrstu deild aftur. Það hefur gengið vel í körfunni en við viljum fara að sjá betri tíð í fótboltanum. Sundið hefur blómstrað hér þannig að það er ýmislegt gott að gerast hjá okkur. Sundfélagið héma var t.d. að vinna bikarkeppnina í fyrsta skipti nú um daginn sem má rekja til betri að- stöðu til sundiökunar. Það sem þarf er að hlúa að mannlífinu héma og koma atvinnumálunum í betra horf. Flokksstarfið hefur verið gott hjá okkur og ég á ekki von á öðru en að það blómstri áfram" Gudmundur Þ.B, Ólafsson bæjarfuUtrúi Vestmannaeyjum - Hvaða atburðir eru þér efst í huga af innlendum vettvangi á ár- inu sem er að líða? „Alþingiskosningamar og úrslit þeirra. Myndun ríkisstjómar sem ég var ekki allt of ánægður með enda hef ég ekki séð neitt í fari stjómar- innar sem breytir þeirri skoðun minni að þar hafi verið vitlaust að farið. Auk þess er mér ofarlega í huga öll sú vinna sem var lögð í að fá mann fyrir Alþýðuflokkinn kjör- inn hér á Suðurlandi en það tókst því miður ekki. En það kemur dag- ur eftir þennan dag.“ - Hvaða erlendir atburðir eru þér minnisstæðastir á árinu? „Það er náttúrulega þær breyting- ar sem hafa verið að eiga sér stað í Austur-Evrópu og vom undirstrik- aðar með hmni Sovétríkjanna. Þá er það viðurkenning okkar á sjálfstæði þjóða í Júgóslavíu en það er þó dap- urlegt að það skuli gerast á sama tíma og þar á sér stað mikið blóð- bað.“ - Er eitthvað sem er ofar öðm í huga þínum er varðar persónulega hagi þína á árinu? „Það er að bamabam númer tvö kom í heiminn á árinu. Það er ekk- ert sem tekur því fram. Ég og rnínir ættingjar bjuggum við góða heilsu og gott líf.“ - Hvaða væntingar hefur þú til komandi árs? „Ég vona að nýja árið verði öllum sem best og vonandi náist góð stjóm í landsmálunum með betra atvinnulífi og góðu árferði sem skili sér til landsmanna allra. Það er von mín á þessum tímum þegar heldur mikill svartsýnistónn er í flestum að svartsýnisspár gangi ekki eftir. Þá vona ég að aukinn friður komist á í heiminum.“ - Seturðu þér áramótaheit? „Nei. Ég set mér enginn sérstök áramóta heit annað en það sem maður hefur í lífsveganestið. það að gera sitt besta í því sem maður tek- ur sér fyrir og sjá svo til með árang- urinn." - Hvemig nietur þú ástand og horfur í Vestmannaeyjum á næsta ári? „Ég met stöðuna þannig að horf- ur fyrir Vestmannaeyinga hafa allt- af verið góðar. Hér bvr duglegt og gott fólk og enginn ástæða til ann- ars. þrátt fyrir sviptingar í þjóðlff- inu. en að ætla að hér tekist að halda þeim stöðugleika og metnaði sem hefur alltaf ríkt. Hér hefur verið að eiga sér stað sameining á frystihús- um og vonandi reynist það jafn vel og væntingar standa til. Það er að vísu dapurlegt að héðan úr byggð- arlaginu hefur verið að flytjast kvóti en ég hef enga ástæðu til að ætla annað en að hann skili sér aftur og það mjög fljótlega. Maður er að vísu ekkert allt of ánægður með það sem er að gerast hér í bæjarpólitíkinni og má þar nefna t.d. nýálagðan sorpeyðingar- skatt. Auk þess veit ég ekki hvemig meirihlutinn ætlar að bregðast við einhverjum aukaálögum á bæinn

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.