Alþýðublaðið - 21.01.1992, Blaðsíða 4
miuniwl
Laugardaga 10-17
Sunnudaga 14-17
TMHUSGÖGN
SÍÐUMÚLA 30 SÍMÍ 686822
Landsfundur Samtaka Alþýðuflokkskvenna
Valgerður Guðmundsdottir
kjörin nýr formaður SA
„Landsfundurinn tókst í alia
staði mjög vel, var fjölsóttur og
þátttaka í umræðum mjög al-
menn,“ sagði Valgerður Guð-
mundsdóttir, bæjarfulltrúi í
Hafnarfirði og nýkjörinn for-
maður Sambands Alþýðuflokks-
kvenna.
Tíundi landsfundur Sambands Al-
þýðuflokkskvenna var settur sl.
föstudagskvöld og stóð fram eftir
laugardeginum. Jóna Ósk Guðjóns-
dóttir, fráfarandi formaður SA, setti
þingið á föstudagskvöld. Þá fluttu
ávörp Jón Baldvin Hannibalsson,
formaður Alþýðuflokks og utanrík-
isráðherra, og Sigurðuf Pétursson,
formaður Sambands ungra jafnað-
armanna. Því næst flutti Jóhanna
Sigurðardóttir, varaformaður Al-
þýðuflokks og félagsmálaráðherra,
framsöguerindi um Evrópusamn-
ingana og íslenskt atvinnulíf. Að því
loknu var fundi frestað til laugar-
dags.
A laugardaginn fluttu framsögu-
erindi Rannveig Guðmundsdóttir al-
þingismaður, Lára V. Júlíusdóttir,
framkvæmdastjóri ASÍ, Petrína Pét-
ursdóttir fóstra og Árni Gunnarsson,
fyrrverandi alþingismaður.
Um 80 manns sóttu þingið og
voru umræður líflegar og þátttaka í
þeim almenn. Hinn nýkjörni for-
maður SA, Valgerður Guðmunds-
dóttir, sagðist bjartsýn á starf sam-
bandsins og mikill hugur væri í Al-
þýðuflokkskonum. „Við munum
láta til okkar taka i flokknum og
fylgja eftir þeim málum sem til um-
ræðu voru á landsfundinum. Ann-
ars ætla ég ekki að vera með nein
kosningaloforð en leggja þess í stað
meira upp úr að virkja konur í starfi
og stefnumótun flokksins í auknum
mæli,“ sagði Valgerður í samtali við
Alþýðublaðið.
I framkvæmdastjórn SA voru
kjörnar, auk Valgerðar: Varafor-
maður, Bryndís Kristjánsdóttir,
Reykjavík; ritari, Helga Jónsdóttir,
Kópavogi; gjaldkeri, Gréta Guð-
mundsdóttir, Kópavogi, og spjald-
skrárritari, Petrína Baldursdóttir,
Valgerður Guðmundsdóttir
nýkjörin formaður SA
Fréttir í hnotskurn
ENGIN ÞÖRF FYRIR MIÐSTÝRÐAR NAFNGIFTIR: sam-
band ungra sjálfstæðismanna hefur lýst andstöðu sinni við „þá hug-
myndafræði Mannanafnalaga, sem tóku gildi síðastliðið.haust, að setja
á fót Mannanafnanefnd til að miðstýra nafngjöfum á Islandi", segir í
ályktun SUS, sem blaðinu hefur borist. Opinberrar stofnunar er ekki
þörf segja ungir sjálfstæðismenn. Segja þeir stefnumörkun nefndarinn-
ar sérviskulega og málum steypt í skrípajarðveg. Ýmis sjaldgæf og
óvenjuleg nöfn séu leyfð, en önnur, sem fjölmargir íslendingar bera og
hafa borið mann fram af manni, séu ekki leyfð. Þá sé ýmislega mismun-
un að finna í lögunum, t.d. að íslendingar geti notað ættarnöfn sín, út-
lendingar sem gerast ríkisborgarar ekki. Yrði það hin mesta hneisa aö
fá á sig dóm í Mannréttindadómstólnum vegna þessarar mismununar.
Þá sé Mannanafnanefnd „stílbrot í ríkisstjórnarstefnu um lækkun ríkis-
útgjalda", en stofnun þessi á að kosta á sjöttu milljón króna árlega.
FRU KVENNA LISTINN: Sérkennilegt bréf barst Kvennalistan-
um á dögunum. Þar sagði m.a.: „Við höfum fregnir af Mrs. Kvenna
Listinn og öllu þvi sem hún hefur áorkað fyrir konur í landi ykkar. Til
hamingju. Mrs. Kvenna Listinn hefur verið útnefnd til Minerva-verð-
launa sem 11 Club Delle Donne veitir árlega." Kvennalistakonan Ingi-
björg Hafstað var send á vettvang til að veita verðlaunum móttöku,
stórri nælu úr skíragulli alsettri litlum gimsteinum. Ingibjörg var leidd
fyrir páfa, sem varð hrærður mjög við að sjá íslending. „How wonderf-
ul,“ sagði páfinn við Ingibjörgu. „Send my greetings back to lceland.”
10 NY HIV-SMIT: Á nýliðnu ári greindust hér á landi tíu ný HlV-smit
og af HlV-smituðum greindust 6 með alnæmi á árinu, lokastig sjúk-
dómsins, segir landlæknir. Á íslandi hafa því greinst samtals 59 með
HlV-smit, þar af 22 einstaklingar með alnæmi og eru 11 þeirra látnir.
Langstærsti áhættuhópurinn eru hommar og tvikynhneigðir karlar,
þeir eru 45 af 59; næst koma fíkniefnaneytendur sem sprauta efni í æð,
9 talsins, og hommar/tvíkynhneigðir sem einnig eru fíkniefnaneytend-
ur eru 2. Gagnkynhneigðir sem HlV-smit hefur greinst hjá eru 8, fjórir
karlar og fjórar konur. Eitt tilfelli af óþekktum ástæðum.
SVERRIR í STJÓRN RITHÖFUNDASJÓÐS: Menntamálaráð-
herra hefur skipað í stjórn Rithöfundasjóðs til næstu þriggja ára. Þar
sitja jrau Gísli Sigurðsson bókmenntafræðingur, Þuríður Jóhanns-
dottir, kennari og bókmenntafræðingur, og Sverrir Hermannsson
bankastjóri, án tilnefningar. Þau tvö fyrstnefndu eru skipuð samkvæmt
tilnefningu Rithöfundasambands íslands.
AÐSTOÐARMAÐUR ÁSGEIRS: Gústaf Adolf Björnsson hefur
verið ráðinn aðstoðarmaður Ásgeirs Elíassonar, landsliðsþjálfara í
knattspyrnu, til næstu tveggja ára. Gústaf er íþróttakennari með fram-
haldsmenntun í stjórnun íþrótta frá íþróttaháskólanum í Osló. Hann er
reyndur þjálfari, jafnt í knattspyrnu sen) handknattleik. Saman munu
þeir Ásgeir og Gústaf sinna A-landsliði Islands og landsliði leikmanna
undir 21 árs. Fyrsta verkefnið: Landsleikur við Arabísku furstadæm-
in. KSÍ, vel stöndugt fyrirtæki, fær ferðir fríar. Á sama tíma verða Dan-
ir og Svisslendingar að borga sinn ferðakostnað til furstadæmanna
sjálfir. Svona á að semja!
Grindavík.
I sambandsstjórn voru kjörnar:
Kristín Viggósdóttir, Kópavogi, Guð-
finna Vigfúsdóttir, Hafnarfirði,
Helga Kristín Möller, Garðabæ,
Hrönn Kristjánsdóttir, Dalvík,
Margrét Jónsdóttir, Akureyri, Sig-
ríður Einarsdóttir, Kópavogi, Unnur
Björnsdóttir, Akureyri, og Jóna Ósk
Guðjónsdóttir, Hafnarfirði.
I varastjórn voru kjörnar: Anna
Lína Vilhjálmsdóttir, Húsavík, Ag-
nes Gamalíelsdóttir, Hofsósi, Ástríð-
ur Johnsen, Akureyri, Guðbjörg Sig-
urðardóttir, Hafnarfirði, Helga
Hannesdóttir, Sauðárkróki, Oddný
Ríkharðsdóttir, Þorlákshöfn, Svava
Rögnvaldsdóttir, Akureyri, og Re-
gína Guðlaugsdóttir, Siglufirði. í
stjórnina voru tilnefndar; frá kven-
félaginu á Akureyri, Hulda Eggerts-
dóttir, og Lilja Guðjónsdóttir frá
kvenfélaginu í Hafnarfirði. Tilnefn-
ingu vantaði frá kvenfélaginu í
Reykjavík. Endurskoðendur voru
kosnar Guðrún Guðmundsdóttir og
Þórunn Jóhannesdóttir, báðar úr
Hafnarfirði.
O
o
Bændafundir með
Jóni Baldvin
Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisróðherra, boðar til funda með bændum um
GATT-samninginn og önnur mól, sem hér segir:
Þriðjudaginn 21. janúar, kl. 21.00
í félagsheimilinu Hvoli, Hvolsvelli
Miðvikudaginn 22. janúar, kl. 21.00
í matsal Bændaskólans ó Hvanneyri
Fimmtudoginn 23. janúar, kl. 21.00
í Miðgarði, Skogafirði
Föstudaginn 24. janúar, kl. 14.00
í ídölum, Aðaldal, S-Þingeyjarsýslu
Bændur, komið og kynnið
ykkurmólin - milliliðalaust.
UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ