Alþýðublaðið - 20.02.1992, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 20.02.1992, Blaðsíða 3
3 Fimmtudaqur 20. febrúar 1992 Borgarfulltrúar Nýs vettvangs, þær Ólina Þorvarðardóttir og Kristin Á. Ólafsdóttir, með forseta borgarstjórnar, Magnús L. Sveinsson, á milli sín. Annríki á Landspítala En það hafa raunar allir spítalar landsins gert fram til þessa — og meira en góðu hófi gegnir. Fyrir vik- ið er álagið á fæðingardeild Land- spítalans mjög mikið, svo nálgast færibandaþjónustu á stundum. Kon- ur hafa legið þar á göngum — í hríð- um sínum og eftir fæðingar — starfs- fólk hefur vart haft undan að anna álagi og jafnvel lýst því yfir að ör- yggi fæðandi kvenna væri veruleg hætta búin þegar verstu hroturnar ganga yfir. Konur eru sendar heim á þriðja degi eftir fæðingu og jafnvel fyrr þegar verst gegnir, til þess að losa legupláss. í ljósi þessa er það nánast óskiljan- legt hversu lítill áhugi virðist vera fyrir því að varðveita þjónustusér- stöðu Fæðingarheimilis Reykjavik- ur, en eins og fram hefur komið stendur rekstur heimilisins nú í járn- um. Viðræður standa yfir við Land- spítala um yfirtöku á rekstri Fæðing- arheimilisins, sem vantar nokkurt fjármagn ef tryggja á starfsemina út þetta ár. Fleilbrigðisráðherra segir það málefni Landspítala að úthluta fjárveitingu milli deilda og hafnar aukafjárveitingu. Landspítalinn hef- ur því ákveðið að taka 11 milljónir úr framkvæmdum við fæðingar- deildina og verja í rekstur Fæðing- arheimilisins á þessu ári. En þar með er sagan ekki sögð. Sameina hvað? Sú sameining sem rædd hefur ver- ið er einungis til umræðu þetta árið. Óljóst er um framhaldið og engin trygging fyrir þjónustusérstöðu Fæðingarheimilisins eftir næstu áramót. Og raunar ekki fram að þeim tíma heldur, því framkvæmdir sem hófust á síðasta ári og hefði þurft að ljúka í sumar stöðvuðust í haust vegna fjárskorts sem ekki hef- ur verið bættur. Er þar um að ræða rhálningu, viðgerðir á gluggum og dúkum, uppsetning innréttinga þ.á m. fataskápa fyrir sængurkonur, böðunaraðstöðu fyrir ungbörn inni á stofum, handlaugar o.fl. Eru þá ónefndar leiðslur fyrir glaðloft í veggi inn á fæðingarstofur. Má af þessari upptalningu ráða, að veru- lega skortir á að vel sé búið að Fæð- ingarheimili Reykjavíkur, og hefur svo verið um árabil. En aftur að sameiningunni. Hvað telja menn að vinnist með henni? Ef ég ætti að svara fyrir mig yrði svar- ið: Ekkert. Fæðingarheimili verður aldrei lagt að jöfnu við spítala. Og um það snýst þetta mál. Ef verður af sameiningu Landspítala og Fæðing- arheimilis til eins árs án skuidbind- inga um framhaldið er ljóst að allar tryggingar fyrir þjónustusérstöðu heimilisins hafa hrokkið niður á milli grinda. Hvað vilja borgaryfirvöld? Nú er rétt að taka fram að stjórn Borgarspítalans og borgarstjórn Reykjavíkur hafa samþykkt ein- róma ályktun þar sem fram kemur áhugi fyrir því að standa vörð um sérstöðu Fæðingarheimilisins. í ljósi þess sem fyrr segir er hins vegar fátt sem bendir til þess að hún verði varöveitt, hvað sem líður fyrrnefnd- um viðræðum. Því hafa borgarfull- trúar Nýs vettvangs nú beint form- legri fyrirspurn til þeirra sem stjórna þessari borg og standa í við- ræðum, um stöðu og framtíðarhorf- ur heimilisins. Meðal annars er spurt hvort menn hafi í hyggju að grípa inn í gang mála til að tryggja áframhaldandi rekstur í samræmi við þau vilyrði sem gefin hafa verið, og ef svo er þá með hvaða hætti? Það er kominn tími til að menn hætti að þæfa þetta mál. Ef borgar- yfirvöldum er einhver alvara með því að styðja við bakið á Fæðingar- heimili Reykjavíkur er tímabært að þau grípi til sinna ráða, fyrr heldur en seinna. Hér er ekki um að ræða innanhússmál Landspítalans, held- ur mannréttindi kvenna í barneign. Kvenna sem vilja fá að liggja í rúm- um en ekki á hjólaborðum á meðan stálminn þyngir brjóst þeirra (á 2. og 3. degi); og tíma til að kynnast barn- inu og læra á hegðunar- og svefn- mynstur þess áður en haldið er heim. Því er tímabært að borgaryfirvöld standi við stóru orðin og sýni vilja sinn í verki: Að þau tryggi fæðandi konum þann þjónustuvalkost sem Fæðingarheimilið hefur hingað til haft að bjóða. Boltinn er hjá lýð- kjörnum fulltrúum í borgarstjórn Reykjavíkur. Gjöftil Borgarspítalans Litprentarí fyrir gamma-myndavél Stjórn Landssambands hjarta- sjúklinga afhenti nýlega lyf- lækningadeild Borgarspítalans að gjöf litprentara sem tengdur er gammamyndavél spítalans. Rannsóknartæki þessi nýtast til greiningar á kransæðasjaíkdóm- um í hjarta. Litprentarinn getur prentað út litmynd af hjarta sem verið er að rannsaka. Það var Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son, Vciraformaður stjórnar Borgar- spítalans, sem færði Landssamtök- um hjartasjúklinga þakkir fyrir þessa gjöf, en samtökin hafa áður fært spítlanum verulegar gjafir. Á myndinni má sjá þegar stjórnar- menn í Landssamtökum hjartasjúk- linga afhentu gjöfina í viðurvist lækna af lyflækninga- og röntgen- deild. RAÐAUGLÝSINGAR SUNNLENDINGAR Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, verður með viðtalstíma fimmtudaginn 20. febrúar á bæjarskrifstofunum á Selfossi frá kl. 15 -17. Þeir sem áhuga hafa á að panta viðtalstíma við ráðherrann geta látið skrá sig á skrifstofum Selfosskaupstaðar í síma 21977. Iðnaðarráðuneytið, Viðskiptaráðuneytið, 12. febrúar 1992. Aðalfundur Félags frjálslyndra jafnaðarmanna verður haldinn þriðjudaginn 25. febrúar kl. 20,30 í félagsmiðstöð jafnaðarmanna, Hverfisgötu 8-10. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Lagabreytingar. Stjómin Jljj SUNNLENDINGAR Alþýðuflokksfélögin á Árborgarsvæðinu halda kvöldverðarfund á Hótel Selfossi, fimmtu- daginn 20. febrúar kl. 19,00. Gestur fundarins verður Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskipta- ráðherra, sem mun flyija framsögu- ræðu um stjórnmálaviðhorfið. Nánari upplýsingar gefur Steingrímur Ingvarsson á Selfossi í síma 98-21862. ALÞÝÐUFLOKKSFÓLK AKUREYRI Ákveðið hefur verið að fara í skemmtiferð til Húsavíkur laugardaginn 22. febrúar n.k. Á dagskrá er m.a. leikhúsferð kl. 15,00 þar sem Gaukshreiðrið verður barið augum. Síðan er frjáls tími til kl. 19,00, en þá hefst hátíðar- kvöldverður þar sem boðið verður upp á þríréttaðan leikhúsmatseðil og segja þeir sem reynt hafa að hér sé um að ræða virkilega ertingu fyrir bragðlaukana. Undir borðum verður sungið og spjallað eins og hver vill, en veislustjóri verður Gunnar Salómonsson, formaður Alþýðuflokksfélags Húsavíkur. Fram eftir nóttu verður síðan skemmtun og dans á 4. hæð Hótels Húsavíkur, sem endar með því að þátttakendum frá Akureyri býðst þar gisting með eða án morgunverðar. Kostnaðurinn er ótrúlega lítill, eða kr. 3.500,- ef fólk mætir eingöngu í matinn og gistingu, en kr. 5.000,- fyrir leiksýninguna, matarveisluna, skemmtunina, ballið, gistinguna og morguverðinn. Mjök mikilvægt er, til að ná svo hagstæðum verðum, að góð þátttaka verði í þessari ferð. Tilkynnið því þátttöku sem fyrst til Huldu í síma 24000, eða heima 22424, eða til Sigurðar í síma 22800 og heima í síma 22290.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.