Alþýðublaðið - 20.02.1992, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 20.02.1992, Blaðsíða 4
Allar stærðir sendibíla SÍMAVAKT ALLA DAGA TIL KL. 23.30 Vextir spariskírteina ríkissjóðs lœkka - greinilegur árangur afstefnu ríkisstjórnarinnar um minni lánsfjárþörf NÚ ER VONAST EFTIR FREKARI VAXTALÆKKUNUM - víxilvextir hafa þegar lœkkað úr 21 % í 12-15% á örfáum mánuðum „Þessi vaxtalækkun sýnir hve mikilvægt það er að ríkisstjórn- in haldi fast við þá stefnu að draga úr lánsfjárþörf hins opin- bera og auka þannig svigrúm at- vinnulífs og heimiia í landinu. Ríkisstjórnin mun því áfram leggja kapp á að viðhalda þeim stöðugleika sem náðst hefur og skapa atvinnulífinu betri starfs- skilyrði í skjóli lægri vaxta. Mik- ilvægt er að þessu jafnvægi verði ekki raskað í komandi kjara- samningum þannig að það takist að lækka vexti enn frekar á ár- inu,“ segja talsmenn fjármála- ráðuneytis í tilefni af lækkun vaxta spariskírteina ríkissjóðs úr 7,9% í 7,5%. Stefna ríkisstjórnarinnar um minni lánsfjárþörf á þessu ári en því síðasta er greinilega farin að skila árangri. Fjármálaráðherra hefur ákveðið lækkun vaxta spariskír- teina ríkissjóðs í ljósi þeirra stað- reynda. Þegar í upphafi einsetti nú- verandi ríkisstjórn sér að draga verulega úr fjárþörf hins opinbera og skapa á þann hátt skiiyrði til lækkunar vaxta samhliða stöðug- leika í efnahagsmálum. Fjármálaráðuneytið bendir á stór- felldan mismun milli áranna 1991 og 1992 hvað lánsfjárþörfina áhrær- ir. A síðasta ári er talið að hrein láns- fjárþörf opinberra aðila hafi alls orðið meira en 40 milljarðar króna. Nú er hinsvegar áætlað að þörfin í ár verði um 20 milljarðar króna, helmingi lægri en í fyrra. Fjárþörf- ina skilgreinir ráðuneytið þannig: Ríkissjóður 14,7 milljarðar í fyrra, 4,4 milljarðar í ár; Byggingarsjóður ríkisins og Byggingarsjóður verka- manna 7,2 milljarðar 1991 en 5 milljarðar í ár; útgáfa húsbréfa 15 milljarðar í fyrra en 11 milljarðar á þessu ári. Aukinn stöðugleiki í efnahags- málum og lækkandi verðbólga hafa gert kleift að lækka nafnvexti veru- lega. Benda má á að frá því í ágúst á síðasta ári hafa forvextir almennra víxla lækkað úr 21% niður í 12,5%—15% í byrjun þessa mánað- ar. Hvað raunvexti varðar er ljóst að áhrif minnkandi lánsfjárþarfar eru þegar farin að koma fram á lána- markaði. Dregið hefur úr eftirspurn eftir húsbréfum. Fjárfyrirgreiðsla Seðlabanka vegna yfirdráttar ríkis- sjóðs er um miðjan þennan mánuð 2,8 milljarðar en varð mest 8,3 millj- arðar á sama tíma á síðasta ári. Lausafjárstaða viðskiptabankanna hefur líka verið að batna og er lausafjárhlutfall þeirra nú 13,1% samanborið við 10% á sama tíma í fyrra. Lækkun vaxta á spariskírteinum er gerð í Ijósi þessa og þá tekið tillit til markaðsaðstæðna og stöðu lána- markaðarins, og í trausti þess að henni fylgi lækkun raunvaxta hjá bönkum, verðbréfafyrirtækjum og öðrum lánastofnunum. Þessi lækk- un auk lítillar verðbólgu ætti að gefa tilefni til enn frekari lækkunar á nafnvöxtum, segir fjármálaráðu- neytið. Nœsta máll Kosning gjaldkera húsfélagsins Húsfélagaþjónusta íslandsbanka býðst til að annast innheimtu-, greiðslu- og bókhaldsþjónustu fyrir húsfélög. HUSFÉLAGA pjonusta Gjaldkerastarf í húsfélagi fjölbýlishúsa hefur aldrei þótt eftirsóknarvert, enda bœbi tímafrekt og oft van- þakklátt. Húsfélagaþjónustan aubveldar rekstur og tryggir öruggari fjárreibur húsfélaga meö nákvæmri yfirsýn yfir greibslustöbu og rekstur á hverjum tíma. Þetta fyrir- komulag er því fbúum fjölbýlishúsa til hagsbóta. Þrír þœttir Húsfélagaþjónustu: .___-__ Innheimtuþjónusta: Bankinn annast mánabarlega tölvuútskrift gírósebils á hvern greib J \o x4 anda húsgjalds. Á gíróseblinum eru þau gjöld sundurlibub sem greiba Oi þarf til húsfélagsins. Greiösluþjonusta: *** Jr/ Öll þau gjöld sem húsfélagib þarf ab greiba, t.d. fyrir rafmagn og •'íy hita, fœrir bankinn af vibskiptareikningi og sendir til vibkomandi á ÍYslu \ v s$>' umsömdum tíma. Bókhaldsþjónusta: í lok hvers mánabar er sent út reikningsyfirlit sem sýnir hverjir hafa greitt og í hvab peningarnir hafa farib. í árslok liggur fyrir yfirlit yfir rekstur húsfélagsins á árinu, greibslur íbúa á árinu og skuldir þeirra ílok árs. Allar nánari upplýsingar um Húsfélagaþjón- ustu bankans og kynningartilboöiö sem stendur húsfélögum til boöa til 16. mars fást hjá þjónustufulltrúum í neöan- ISLANDSBANKI greindum afgreiöslustööum bankans. _ j tíJ£t V(ð nýja tfma; Bankastrœti 5, sími 27200. Lœkjargata i2, sími 69 i 800. Laugavegur 172, sími 626962. Álfheimar 74, sími 814300. Crensásvegur 13, sími 814466. Háaleitisbraut 58, stmi 812755. Eftirtaldir afgreibslustabir Islandsbanka veita Húsfélagaþjónustu: Stórhöfbi 17, vib Cuiiinbrú, sími 675830. Reykjavíkurvegur 60, Hafnarfirbi, Lóuhótar 2-6, sími 79777. sími 54400. Kringlon 7, sími 608000. Strandgata 1, Hafnarfirbi, sími 50980. Þarabakki 3, sími 74600. Hörgatún 2, Carbabce, sími 46800. Dalbraut 3, sími 685488. Hamraborg 14a, Kópavogi, sími 42300. Eibistorg 17, Seltj., sími 629966. Þverhoit 6, MosíellsDœ, stmi 666080. Hafnargata 60, Keflavík, sími 92-15555. Kirkjubraut 40, Akranesi, sími 93-13255. Hrísalundur 1a, Akureyri, sími 96-21200. Abalgata 34, Siglufirbi, sími 96-71305.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.