Alþýðublaðið - 25.02.1992, Side 5

Alþýðublaðið - 25.02.1992, Side 5
Þriðjudagur 25. febrúar 1992 5 viðamikil verkefni þannig verið færð frá ríki og millistjórnstigum (ömtum, fylkjum, landsþingum) til sveitarfélaganna. Á árinu 1988 var t.d. ákveðið í Noregi að frá ársbyrjun 1991 verði ábyrgð málaflokksins al- farið á vegum sveitarfélaganna og verður samhliða flutt fjármagn frá ríki til sveitarfélaganna til að standa undir þjónustunni. Athyglisvert er að þessi þróun er í beinu samhengi við aukna áherslu á stoðþjónustu, samhliða því að dregið er úr stofn- anaþjónustu. Þannig hafa Norð- menn ákveðið að allar sólarhrings- stofnanir fyrir fatlaða verði lagðar af árið 1996. Rök fyrir þessum breyt- ingum eru einkum að með þeim sé enn frekar stuðlað að samskipun og jafnrétti fatlaðra á við aðra þjóðfé- lagsþegna. Með áherslu á ábyrgð sveitarfélagsins sé komið á nær- þjónustu sem tryggi betur en ella að staðbundin þekking nýtist til hags- bóta fötluðum, jafnframt því sem áhrif þeirra sjálfra í eigin málum fái betur að njóta sín. Á sama tíma og nefnd sú, sem vann að þessu frumvarpi, hóf störf tóku gildi lög um breytingu á verka- skiptingu ríkis og sveitarfélaga, nr. 87/1989. Rétt þótti að hafa hliðsjón af þeim iögum varðandi hlut sveit- arfélaga vegna málefna fatlaðra. Þrátt fyrir það komu þau sjónarmið fram í nefndinni að í náinni framtíð bæri að stefna að yfirtöku sveitarfé- laganna á þjónustu við fatlaða að mestu leyti. Hins vegar var nokkur skoðanamunur um það hversu stór skref væri unnt eða rétt að stíga í þá átt nú. Ljóst er að auðveldara verð- ur að ná þessu markmiði fram ef sveitarfélög verða stækkuð til mik- illa muna. Þessu markmiði má einn- ig ná fram með samvinnu sveitarfé- laga í byggðasamlögum og á vett- vangi héraðsnefnda. Þar sem mikil umræða fer nú fram um breytingar á skiptingu landsins í sveitarfélög þykir rétt að bíða átekta í þessum efnum. Á Alþingi sl. vor voru samþykkt ný lög um félagsþjónustu sveitarfé- laga. Lögin eru rammalög sem fela í sér að komið verði á ákveðinni skipan félagsþjónustunnar jafn- framt því sem skyldur sveitarfélag- anna eru afmarkaðar. Lögin taka til fjölmargra þjónustuþátta, einkum á sviði stoðþjónustu, sem hafa mikla þýðingu fyrir fatlað fólk. Þannig er t.d. kveðið á um skyldur sveitarfé- laga til að veita fötluðum heima- þjónustu, auk þess sem lögin taka til fleiri málaflokka, svo sem félagsráð- gjafar og atvinnu- og húsnæðis- mála. Búast má við að áhrifa hinna nýju laga fari ekki að gæta fyrr en að nokkrum tíma liðnum í hinum dreifðu byggðum þar sem aðgangur fólks að félagsþjónustu hefur verið lítill. í hinum stærri sveitarfélögum, á Reykjavíkursvæðinu og á Akur- eyri, er að finna fjölþætta félags- þjónustu. Bent hefur verið á að óeðlilegt sé að til hliðar við hina al- mennu félagsþjónustu sveitarfélaga reki ríkið sérstaka þjónustu við fatl- aða. Stríðir það gegn viðhorfum um blöndun að aðskilja fatlaða og aðra íbúa með þeim hætti. Þá er augljóst að þetta fyrirkomulag veldur óhag- ræði og auknum kostnaði. Einnig má ætla að þjónustan verði ómark- vissari og óaðgengilegri fyrir fólk. Reikna má með að þessir ókostir verði ljósari í framtíðinni eftir því sem stoðþjónustu fatlaðra vex fisk- ur um hrygg og dregur úr vægi stofnanaþjónustu. Athugaðir voru einkum þrír kost- ir sem til greina komu varðandi aukna ábyrgð sveitarfélaga í mál- efnum fatíaðra. í fyrsta lagi kom til álita að flytja afmörkuð verkefni á sviði stoðþjónustu og þjónustu við börn, t.d. stuðningsfjölskyldur og skammtímavistun, frá ríki til sveit- arfélaga. Um væri að ræða verkefni sem féllu vel að félagsþjónustu sveitarfélaga og væru ekki það um- fangsmikil að erfiðleikar sköpuðust í framkvæmd. Annar kostur var sá að kveða á um tilflutning mála- flokksins innan ákveðinna tima- marka samhliða því að unnin yrði áætlun í samvinnu við Samband ísl. sveitarfélaga um að sveitarfélögin tækju yfir málaflokkinn. Kostur þeirrar leiðar væri sá að með henni yrði sveitarfélögum gefinn aðlögun- artími, áhrifa laga um félagsþjón- ustu sveitarfélaga væri farið að gæta og nægur tími gæfist til að undirbúa tilflutninginn í samvinnu við sveitarfélögin og samtök þeirra. Ekki náðist samstaða í nefndinni, sem undirbjó frumvarpið, um þessa leið, auk þess sem viðræður við stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga bentu til að hún teldi eðlilegra að vinna að tilflutningi málaflokksins án lagaboða þar um. Hins vegar er það samdóma álit nefndarinnar að í lögunum verði kveðið á um endur- skoðun þeirra innan fjögurra ára með það fyrir augum að auka ábyrgð sveitarfélaga. Við það verk verði höfð samvinna við Samband ísl. sveitarfélaga og hliðsjón af end- urskoðun laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991, sbr. ákvæði til bráðabirgða í þeim lög- um. Sú leið sem varð fyrir valinu fólst í því að draga fram skyldur og ábyrgð sveitarfélaga í málefnum fatlaðra umfram það sem lög um fé- lagsþjónustu eða önnur lög kveða á um. Þetta er gert án þess að hróflað sé í neinu við núverandi verkaskipt- ingu ríkis og sveitarfélaga. Mikil- vægara er þó að í frumvarpinu er lagt til að félagsmálaráðuneytið hafi frumkvæði að því að unnið sé að samningum milli ríkis og sveitarfé- laga um það að sveitarfélögin annist þjónustu við fatlaða að hluta til eða að öllu leyti. Reiknað er með að það sama geti gerst á vettvangi héraðs- nefnda eða með myndun byggða- samlága á sérstökum þjónustu- svæðum. Gert er ráð fyrir að ríkis- sjóður greiði kostnaðinn til að standa undir þjónustunni. Einkum má búast við að fjölmenn sveitarfé- lög, þar sem rekin er fjölbreytt fé- lagsþjónusta, sjái kosti J>ess að færa sér þetta ákvæði laganna í nyt. Átak í málefnum geðfatlaðra 4. f frumvarpinu er með ótvíræð- ari hætti en i gildandi lögum kveðið á um hverjir eigi rétt til þjónustu. Þannig er kveðið á um að sá eigi rétt sem þarfnist sérstakrar þjónustu eða aðstoðar vegna fötlunar sinnar og er svæðisskrifstofum falið það verkefni að úrskurða í þeim efnum. Þá eru tekin af öll tvímæli um rétt geðfatlaðra til þjónustu en réttar- staða þeirra samkvæmt lögunum hefur verið mjög á reiki svo sem fyrr er vikið að. Þannig hafa geðfatlaðir ekki nema að takmörkuðu leyti get- að notið þeirrar uppbyggingar í þjónustu við fatlaða sem átt hefur sér stað undanfarinn áratug. Af þeim sökum er gert ráð fyrir sér- stöku átaki í málefnum geðfatlaðra og í því skyni er lagt til að Alþingi ákveði árlega sérstakt framlag til Framkvæmdasjóðs fatlaðra næstu fimm árin til uppbyggingar þjónustu fyrir geðfatlaða. Þá er að finna í frumvarpinu ákvæði um áfanga- staði sem eru ætlaðir geðfötluðum, en um er að ræða nýmæli í lögum verði frumvarpið samþykkt. Áfangastöðum er ætlað að auð- velda geðsjúkum að aðlagast samfé- laginu að nýju að aflokinni sjúkra- húsdvöl og draga þannig úr endur- teknum innlögnum. Áhersla á stoðþjónustu 5. í frumvarpinu er lögð sérstök áhersla á stoðþjónustu en með stoð- þjónustu er átt við þjónustu sem gerir fötluðum kleift að búa í eðli- legu samfélagi við aðra, eiga heim- ili, stunda atvinnu, nám og geta not- ið tómstunda, allt til jafns við annað fólk. Þannig er stoðþjónusta fötluð- um nauðsynleg til að þeir geti notið almennra lífsgæða og er hún því for- senda samskipunar fatlaðra og ófatlaðra. í frumvarpinu er fjallað sérstaklega um rétt fatlaðra til stoð- þjónustu en um leið dregið úr þeirri áherslu sem núgildandi lög leggja á stofnanir. Þessa áherslubreytingu er að finna i mörgum köflum og ein- stökum greinum frumvarpsins, t.d. að því er varðar búsetu og húsnæð- ismál, atvinnumál, málefni barna, liðveislu og ferlimál. Jafnrétti til handa fötluðum 6. í frumvarpinu er lögð sérstök áhersla á rétt fatlaðra til almennrar þjónustu á sviði heilbrigðis-, félags- og menntamála. Sérstaklega er kveðið á um að ávallt skuli leitast við að veita fötluðu fólki þjónustu samkvæmt almennum lögum. í því skyni að fylgjast með framkvæmd þessa ákvæðis er gert ráð fyrir sér- stakri samráðsnefnd með aðild ráðuneytanna þriggja ásamt hags- munasamtökum fatlaðra. Segja má að réttur fatlaðra til almennrar þjón- ustu sé grundvallaratriði hvað lýtur að mannréttindum þeirra. Mark- miði frumvarpsins um jafnrétti og sambærileg lífskjör fatlaðra við aðra þjóðfélagsþegna verður ekki náð án þess að þetta grundvallar- sjónarmið sé virt. Blöndun fatlaðra og ófatlaðra hefur verið helsta bar- áttumál fatlaðs fólks undanfarna tvo áratugi. Stór skref hafa verið stigin í þessa átt en talsvert skortir enn á að framkvæmd almennrar þjónustu sé viðunandi í þessum efnum. Réttindagæsla 7. Eitt veigamesta nýmæli þessa frumvarps er ákvæði þess um rétt- indagæslu fatlaðra. Með réttinda- gæslu er átt við að fylgst sé með því að fatlaðir njóti lagalegs réttar síns, að Ijóst sé hvernig með skuli fara leiki grunur á að brotinn sé réttur á hinum fatlaða og að hann fái notið aðstoðar til að leita réttar síns. Sam- kvæmt frumvarpinu er svæðisráð- um í málefnum fatlaðra falið þetta veigamikla verkefni. Á undanförn- um árum hafa hagsmunasamtök fatlaðra bent á nauðsyn þess að þeir fatlaðir, sem búi a' sambýlum, vist- heimilum og öðrum heimilum fyrir fatlaða, geti leitað til sérstaks trún- aðarmanns, réttindagæslumanns, með einkamál sín og fjármál. Hér eru hafðir í huga þeir einstaklingar sem ekki hafa sérstakan vanda- mann eða vin að leita til. Bent hefur t. d. verið á nokkur tilfelli þar sem slíkur réttindagæslumaður hefði getað komið í veg fyrir mistök við meðferð fjármuna fatlaðra. Til að koma til móts við þetta sjónarmið er lagt til að á hverju svæði skuli skip- aður trúnaðarmaður fatlaðra sem hinn fatlaði sjálfur, aðstandendur hans, hagsmunasamtök fatlaðra eða aðrir sem láta sig hag hins fatl- aða varða, geti leitað til. Trúnaðar- manni ber þegar í stað að kynna sér málið og leggur það fyrir svæðisráð, ef hann telur það nauðsynlegt. Það er síðan svæðisráðs að sjá um að mál fái þá meðferð sem við á hverju sinni, lögum samkvæmt. Stuðningsfjölskyldur vegna fatlaðra barna 8. Frumvarpið hefur að geyma mun skýrari ákvæði um réttindi fatl- aðra barna og fjölskyldna fatlaðra en áður hefur verið. Stuðningsfjöl- skyldur eru hér eitt helsta nýmælið. Fötluðum börnum gefst kostur á að dveljast tímabundið hjá stuðnings- fjölskyldum í því skyni að létta álagi af heimilum þeirra. Þjónusta stuðn- ingsfjölskyldna hefur verið veitt um nokkurra ára skeið og á grundvelli heimildar í núgildandi lögum var sett reglugerð um stuðningsfjöl- skyldur árið 1985. Reynsla af þeirri þjónustu hefur verið afar góð og því full ástæða til að kveða sérstaklega á um hana í lögum. Réttur til heimaþjónustu 9. Oft þarfnast fatlaðir persónu- legs stuðnings ásamt þjónustu á heimili sínu eigi þeir að geta búið ut- an stofnana. Með setningu laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, fyrr á þessu ári, öðluðust fatlaðir í fyrsta sinn lagalegan rétt til heimaþjón- ustu. í þessu frumvarpi eru hins veg- ar ákvæði um svonefnda liðveislu við fatlaða. Annars vegar er um að ræða liðveislu sem fólgin er í per- sónulegum stuðningi sem miðar að því, m.a., að rjúfa félagslega ein- angrun hins fatlaða. Þjónustu þessa hafa stærstu sveitarfélögin veitt fötl- uðum þó í mismiklum mæli sé, svo- nefnda tilsjón með fötluðum. í frum- varpinu er ákvæði sem hvetur sveit- arfélögin til þess að bjóða upp á þessa þjónustu í auknum mæli. Hins vegar er um svonefnda „frekari" lið- veislu að ræða en með henni er átt við margháttaða aðstoð, innan og utan heimilis, sem miðar að því að gera hinum fatlaða kleift að lifa utan stofnana. Reiknað er með að frekari liðveisla verði veitt mikið fötluðum einstaklingum og kemur hún til við- bótar heimaþjónustu og jafnvel heimahjúkrun. Ekki hefur slík „frekari" liðveisla verið veitt hér á landi þótt hún sé vel þekkt annars staðar á Norðurlöndum. í frumvarp- inu er heimildarákvæði sem gerir kleift að veita þessa þjónustu í sér- stökum tilfellum. Auknir búsetuvalkostir 10. Til að stuðla að jafnrétti fatl- aðra við aðra þjóðfélagsþegna þykir rétt og sjálfsagt að auka valkosti þeirra hvað búsetu varðar. Það verði gert með því að gera þeim, sem þess óska og til þess teljast fær- ir, kleift að búa í félagslegum íbúð- um með sérstökum stuðningi. Hér eru fyrst og fremst félagslegar íbúð- ir til leigu hafðar í huga, en þær íbúðir eru ýmist byggðar og reknar á vegum sveitarfélaga, félagasam- taka eða sjálfseignarstofnana. Reiknað er með að algengt verði að fleiri en einn deili með sér íbúð þótt það sé að sjálfsögðu ekki einhlítt. Til að ýta undir að félagslegum íbúðum fyrir fatlaða verði komið á fót er lagt til að Framkvæmdasjóði fatlaðra verði heimilt að greiða framlag framkvæmdaraðila þegar um íbúðir í leigu er að ræða, þ.e. að hálfu leyti þegar um sveitarélög eiga í hlut en að öllu leyti þegar um aðra framkvæmdaraðila er að ræða. Samkvæmt núgildandi lögum um Húsnæðisstofnun ríkisins nem- ur framlag framkvæmdaraðila 10% af kostnaðarverði íbúðar. Eins og áður er að vikið er skilyrði þess að sjálfstæð búseta fatlaðra í fé- lagslegum íbúðum verði að raun- veruleika það að fötluðum verði veittur nauðsynlegur stuðningur á heimilum sínum. Er þar fyrst og fremst átt við heimaþjónustu sam- kvæmt lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, heimahjúkrun sam- kvæmt lögum um heilbrigðisþjón- ustu og liðveislu samkvæmt frum- varpi þessu. Atvinnumál fatlaðra 11. í frumvarpinu er að finna ítar- legri ákvæði um atvinnumál fatl- aðra en verið hefur. Jafnframt er þar að finna nýjar áherslur sem miða að því að auka möguleika fatlaðra til að starfa á almennum vinnumarkaði. Jafnframt er dregið úr áherslum á verndaða vinnustaði þannig að í stað þess að lög mæli fyrir um að verndaða vinnustaði skuli starf- rækja á hverju svæði, er nú einungis lagt til að heimilt sé að starfrækja verndaða vinnustaði fyrir fatlaða. Rökin fyrir þessum nýju áherslum eru þau að annars vegar hefur kom- ið í Ijós að verndaðir vinnustaðir eru mjög fjármagnsfrekir og líkur benda til að þeim fjármunum yrði betur varið með því að stuðla að því að fatlaðir fái atvinnu á óvernduð- um vinnumarkaði. Hins vegar hafa margir orðið til að draga í efa raun- verulegt gildi verndaðra vinnustaða til hæfingar þar sem athuganir benda til að mörgum þeirra sem út- skrifast á almennan vinnumarkað vegnar ekki alltaf vel. Ljóst er þó að verndaðir vinnustaðir henta ákveðnum hópi fatlaðra sem undir- búningur undir störf á almennum vinnumarkaði og jafnframt að viss hluti fatlaðra kýs fremur að eiga kost á varanlegri atvinnu á vernd- uðum vinnustöðum heldur en að reyna fyrir sér í óvernduðu starfs- umhverfi. Hinar nýju áherslur í atvinnumál- um felast einkum í atvinnuleit, starfsráðgjöf, starfsþjálfun á al- mennum vinnustöðum og liðveislu á vinnustað. Kveðið er á um heimild til að gera samninga við fyrirtæki vegna starfsþjálfunar fatlaðra og greiðslu kostnaðar. Þá er kveðið á um liðveislu á vinnustað þannig að hinn fatlaði fái beina aðstoð til að inna störf sín af hendi og ennfremur að samstarfsmönnum hans sé veitt fræðsla og leiðbeiningar um fötlun. Aðgerðir í ferlimálum 12.1 frumvarpinu er aukin áhersla lögð á aðgerðir í ferlimálum fatlaðra með ákvæðum um skyldur sveitar- félaga til að vinna að þeim málum með skipulögðum hætti. Þá er áhersla lögð á samstarf byggingar- nefnda og svæðisskrifstofa um úr- bætur á sviði ferlirnála. Loks er að finna það nýmæli, að heimilt sé að verja allt að 10% af ráðstöfunarfé Framkvæmdasjóðs fatlaðra til lag- færinga á aðgengi opinberra bygg- inga. Ljóst er að það er fyrst og fremst í eldri byggingum, sem pott- ur er brotinn í þessum efnum þar sem ákvæði byggingarlaga tryggja að aðgengismál ættu að vera í við- unandi horfi í nýlegum og nýjum byggingum. Mikilvægt nýmæli frumvarpsins er að lagðar eru skyldur á sveitarfé- lög um að veita fötluðum ferðaþjón- ustu þegar þeir ekki geta nýtt sér al- menningsfarartæki. Er þá miðað við ferðir til og frá vinnustað eða skóla eða vegna tómstunda. Fjöl- mennustu sveitarfélögin hafa veitt þessa þjónustu enda er það fyrst og fremst á þéttbýlisstöðum sem veru- legt tilefni er til hennar. Ákvæði um skyldur ríkisins vegna aksturs á þjónustustofnanir og vegna sér- tækrar þjónustu eru óbreytt. Umönnunarbætur 13. Rétt er að vekja athygli á því að frumvarp um breytingu á lögum um almannatryggingar, þar sem teknar eru upp umönnunarbætur sjúkra og fatlaðra barna, var sam- þykkt sem lög frá Alþingi í desemb- er síðastliðnum og tóku lögin gildi þann 1. janúar 1992. Með þeirri lagabreytingu féllu úr gildi ákvæði 10. gr. laga um málefni fatlaðra um fjárhagsaðstoð til framfærenda fatl- aðra barna sem njóta takmarkaðrar þjónustu utan heimilis. Þetta frum- varp er í fullu samræmi við þá laga- breytingu enda hafði nefndin sem samdi frumvarpið lagt slíka breyt- ingu til. Rökin fyrir þessari breyt- ingu eru tvíþætt. Annars vegar er réttmætt að tryggja að framfærend- ur barna með langvinna sjúkdóma eigi rétt til sömu aðstoðar og fram- færendur fatlaðra barna enda að- stæður þeirra sambærilegar. Raun- ar hafa þeir undanfarin ár notið þeirrar fjárhagsaðstoðar með sér- stökum tímabundnum lagaákvæð- um sem sett hafa verið árlega. Hins vegar þykir eðlilegt að lagaákvæði af þessu tagi sé að finna í lögum um almannatryggingar, m.a. vegna samræmingar á bótagreiðslum. Þá fer ekki vel á því að í sérlögum um málefni fatlaðra, sem eru í eðli sínu þjónustulög, sé kveðið á um greiðsl- ur bóta enda hefur Tryggingastofn- un ríkisins annast þær. A hinn bóg- inn er eðlilegt að svæðisskrifstofum í málefnum fatlaðra sé falið að meta umönnunarþörf, sem umönnunar- bætur byggjast á, enda tengist sú umönnunarþörf þeirri þjónustu sem barn fær á vegum svæðisskrifstofa. Greiningar- og ráðgjafarstöðin styrkt 14. I frumvarpinu eru ákvæði sem styrkja Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins til að annast lögbundin verkefni sín. Meginviðfangsefni hennar er athugun, rannsókn og greining á fötluðum, sem og ráðgjöf til foreldra og þeirra sem annast þjálfun, kennslu og meðferð. Þjón- usta hennar hefur hingað til nýst fyrst og fremst fötluðum börnum og ungmennum þar sem stofnunin hef- ur ekki haft bolmagn til að anna fötl- uðum sem komnir eru á fullorðins- ár. í frumvarpinu er gert ráð fyrir að komið verði á fót sérstakri göngu- deild fyrir fullorðna þar sem m.a. fari fram greining, ráðgjöf og mat á starfshæfni. Að mati sérfræðinga Greiningarstöðvarinnar er nauð- synlegt að stofna sérstaka göngu- deild, enda er þörf fyrir annars kon- ar fagþekkingu þegar fullorðnum er veitt þessi þjónusta en þegar börn eiga í hlut. Frumvarpið gerir jafn- framt ráð fyrir að skipuð verði sér- stök stjórn Greiningar- og ráðgjafar- stöðvarinnar. Þannig verði horfið frá þeirri skipan að stjórnarnefnd gegni því hlutverki, enda hefur reynslan sýnt að sú tilhögun fær tæplega staðist."

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.