Alþýðublaðið - 06.03.1992, Side 3
Föstudaqur 6. mars 1992
3
EVRÓPSKA EFNAHAGSSV
ER ÍSLAND ORDID
AFGANGSSTÆRD?
1200 manna starfslið EFTA œtlaði sér að vinna fyrirEFTA og
EB. Nú gæti vettvangurinn orðið EFTA og Austur-Evrópa
Búast má við því að öll lönd, að
Islandi undanskildu, sæki um
aðild að Evrópubandalaginu á
árinu 1992. Isienskir stjórn-
málamenn eru þó farnir að hafa
orð á því að hugsanlegt sé að ís-
land leggi fram umsókn áður en
langt um líður. Ummæli stjórn-
málamanna á Norðurlöndum
benda og til þess að ísiendingar
hljóti ekki sem æskilegastan
sess meðal Norðurlandaþjóða á
Evrópuvettvangi, að ísland verði
í eins konar aukahlutverki.
Evrópska efnahagssvæðið verður
biðsalur fyrir langflest EFTA-rikin.
Þau sem vilja komast inn í EB líta á
EES-samninginn sem biðleik. Að
fjórum árum liðnum, í mesta lagi,
verður EFTA orðið að einhverju allt
öðru en það er í dag . jafnvel liðið
undir lok. Löndin sem enn hafa ekki
ákveðið að reyna að komast innfyr-
ir múra skriffinnanna í Brussel eru
orðjn afgangsstærðir. Svo gæti farið
að ísland eitt stæði utan EB.
Hefðu samningar um Evrópska
efnahagssvæðið litið út eins og
stefnt var að hefðu um 1.200 manns
á skrifstofu EFTA haft ærinn starfa
um ókomin ár. Það fór ekki þannig.
Samningurinn batt enda á draum-
ana. EFTA-liðið hefur þó ekki gefist
upp. Umbrotin í Austur-Evrópu
breyta myndinni. Að undanförnu
hefur EFTA nefnilega gert fríversl-
unarsamninga við fjölmörg ríki í
Austur-Evrópu.
Evrópubandalaginu er það mjög í
mun að EFTA nái góðu sambandi
við fyrrum kommúnísk ríki Aust-
ur-Evrópu. Þannig getur EES-samn-
ingurinn þrátt fyrir allt orðið fyrir-
mynd að því hvernig þessi ríki muni
í framtíðinni nálgast hin voldugu
ríki Evrópubandalagsins.
er ekki
Samningurinn um Evrópska
efnahagssvæðið tekur mið af
samþykktum Evrópubandalags-
ins. EES og EB eru þó engan veg-
inn það sama:
ísland beitir t.d. eigin tollastefnu
gagnvart aðilum sem standa utan
við EES.
ísland er ekki þátttakandi í sam-
eiginlegri utanríkis- og varnarstefnu
EB, og mun heldur ekki verða með
sama gjaldmiðil og EB.
ísland er ekki með í sameiginlegri
sjávarútvegsstefnu Evrópubanda-
lagsins, en hún er hluti landbúnað-
arstefnu bandalagsins. Henni hafa
íslendingar vísað á bug í heild.
ísland greiðir ekki sömu fúlgur til
EB og aðildarlöndin, en framlag
ríkjanna miðast m.a. við hlutfall af
tekjum af virðisaukaskatti.
ísland hefur neitunar-
vcvlcf - ef Evrópu-
bandalagið vfll breyta
EES-samningunum
íslensk stjórnvöld telja að ekki muni reyna á það í samskipt-
um við Evrópubandalagið í framtíðinni
Það þarf samþykki allra EFTA-
ríkja ef Evrópubandalagið vill
breyta einhverju í samningnum
um sameiginlegt efnahags-
svæði. Vilji Evrópubandalagið
breyta samningnum, þrátt fyrir
að Island eða eitthvert annað
EFTA-ríki beitti neitunarvaldi,
fellur sá hluti úr samningnum.
íslensk stjórnvöld gera ekki ráð
fyrir að Evrópubandalagið beiti
þessu ákvæði, heldur muni það taka
tillit til sjónarmiða íslendinga nú
sem í framtíðinni.
Sænska dagblaðið Dagens Nyhet-
er slær því upp á dögunum að allar
samþykktir sem Evrópubandalagið
kunni að gera á sviði EES í framtið-
inni fari sjálfkrafa inn í samninginn.
Talsmaður íslenska utanrikisráðu-
neytisins vísar þessari túlkun á bug.
Það sé ótvírætt að EFTA-ríkin verði
öll sem eitt að samþykkja slíkar til-
lögur.
HVAÐ
MEÐ
ÁTVR?
Ríkiseinokun er bönnuð sam-
kvæmt EES-samningnum.
Hvernig fer þá fyrir ÁTVR, sem
hefur einkarétt á sölu?
Ekki er hægt að segja til um hvort
einokun íslenska ríkisins á áfengis-
sölu stæðist. Það vrði að láta reyna
á það fvrir EBdómstólnum. Vafi
leikur á því hvort um einokun er að
ræða. þar sem ATVR útilokar engan
frá því að selja áfengi á lslandi. Sal-
an fer að vísu bara fram í verslunum
ÁTVR.
lisí,:
AUGLÝSING
um styrki Evrópuráðsins á sviði læknisfræði
og heilbrigðisþjónustu fyrir árið 1993
Evrópuráðið mun á árinu 1993 veita starfsfólki í heil-
brigðisþjónustu styrki til námsferða í þeim tilgangi að
styrkþegar kynni sér nýjungar í starfsgreinum sínum í
löndum Evrópuráðsins.
Styrktímabilið hefet 1. janúar 1993 og lýkur 31. desem-
ber 1993. Um er að ræða greiðslu ferðakostnaðar og
dagpeninga er nema 270 frönskum frönkum á dag.
Hvorki kemur til greiðslu dagpeninga né ferðakostnað-
ar af hálfu ríkisins. Umsækjendur skulu ekki verá eldri
en 55 ára, hafa gott vald á tungumáli þess lands sem
sótt er um dvöl í og ekki vera í launaðri vinnu í því
landi.
Umsóknareyðublöð fást í heilbrigðis- og trygginga-
málaráðuneytinu, sem veitir nánari upplýsingar um
styrkina.
Umsóknir skulu hafa borist ráðuneytinu fyrir 1. apríl
n.k.
Ákvörðun um styrkveitingar verður tekin í Evrópuráð-
inu í lok nóvember n.k.
Heilbrígðis- og tryggingamálaráðuneytið
2. mars 1992
RÓSIN
oþin öll föstudagskvöld
Ungir jafiiaðarmenn eru með opið hús í Rósinni öll
föstudagskvöld frá kl. 21.
Ungt fólk á öllum aldri ávallt velkomið!
FUJ - Reykjavík
Kjarvalsstofa
í París
Kjarvalsstofa í París er íbúö og vinnustofa, sem ætluð er
til dvalar fyrir íslenska listamenn. Reykjavíkurborg,
menntamálaráðuneytið og Seðlabanki íslands lögðu
fram fé til þess að koma upp slíkri starfsaðstöðu í París-
arborg með samningi við stofnun, sem nefnist Cité Int-
ernationale des Arts, og var samningurinn gerður á ár-
inu 1986. Kjarvalsstofa er í miðborg Parísar, skammt frá
Notre Dame dómkirkjunni.
Sérstök stjórnarnefnd fer með málefni Kjarvalsstofu og
gerir hún tillögu um úthlutun dvalartíma þar til stjórnar
Cité Internationale des Arts, er tekur endanlega ákvörð-
un um málið. Dvalartími er skemmstur 2 mánuðir en
lengst er heimilt að veita listamanni afnot Kjarvalsstofu
í 1 ár.
Þeir sem dvelja í Kjarvalsstofu greiða dvalargjöld er
ákveðin eru af stjórn Cité Internationale des Arts og
miðast við kostnað af rekstri hennar og þess búnaðar,
sem þeir þarfnast. Þessi gjöld eru lægri en almenn leiga
í Parísarborg. Dvalargestir skuldbinda sig til þess að
hlíta reglum Cité Internationale des Arts varðandi afnot
af húsnæði og vinnuaðstöðu, og jafnframt skuldbinda
þeir sig til þess að dvöl lokinni að senda stjórn Kjarvals-
stofu stutta greinargerð um störf sín, ef óskað er.
Hér með er auglýst eftir umsóknum um afnot Kjarvals-
stofu, en stjórnin mun á fundi sínum í apríl fjalla um af-
not listamanna af stofunni tímabilið 1. ágúst 1992 til 31.
júlí 1993. Skal stíla umsóknirtil stjórnarnefndar Kjarvals-
stofu. Tekið er á móti umsóknum til stjórnarnefndarinn-
ar í skjalasafni borgarskrifstofanna að Austurstræti 16,
en þar liggja einnig frammi umsóknareyðublöð og afrit
af þeim reglum sem gilda um afnot af Kjarvalsstofu.
Fyrri umsóknir þarf að endurnýja, eigi þær að koma til
greina við þessa úthlutun.
Umsóknum skal skila í síðasta lagi 30. mars n.k.
Stjórnarnefnd Kjarvalsstofu