Alþýðublaðið - 06.03.1992, Page 5

Alþýðublaðið - 06.03.1992, Page 5
Föstudaqur 6. mars 1992 5 berst einhver hluti af ófögnuðinum í vit manna, inn í híbýli og vinnu- staði, m.a. í fiskiðjuverin sem fram- leiða heimsins ferskasta fisk, sem víða er þveginn upp úr menguðu yf- irborðsvatni. Ýmsir atvinnurekend- ur eru líka ótrúlega grunnfærnir menn og berjast hatrammlega gegn því að innleiða hjá sér ný og bætt vinnubrögð, enda mundu þau kosta þá sársaukafull fjárútlát. Úti á landi brenna menn sorpið í næsta nágrenni við þorpin og fisk- vinnslustöðvarnar. Úmhverfisráðu- neytið hefur brugðist við slíkum ósóma á hinn eina rétta hátt, — slíkri starfsemi er hreinlega lokað. Fyrirtækin og mengunin Hitt er annað mál að mörg fyrir- tæki hafa tekið vel við sér. Nú síðast tók Eimskipafélag íslands hraust- lega á í umhverfisvernd og er það til fyrirmyndar fyrir önnur fyrirtæki. Eg hef tekið eftir að hér var haldin á dögunum alfijóðleg hárgreiðslu- sýning undir kjörorðinu „Björgum jörðinni frá meiri mengun”. Þetta er líka til fyrirmyndar og hársnyrtifólki til sóma. Þá verður líka að geta fyrirtækja, sem bókstaflega eru stofnuð til um- hverfisverndar. Endurvinnslan hef- ur í þessu tilliti gert kraftaverk. Um sjö af hverjum 10 umbúðum úr ýms- um efnum undan bjór og gosdrykkj- um skila sér aftur til Endurvinnsl- unnar. Áður höfnuðu þessar umbúð- ir að stórum hluta á götum og fögr- um stöðum í náttúrunni. Eitthvað fer í ruslafötur á heimilum og á vinnustöðum. En það sem máli skiptir er að þessi varningur þvælist naumast fyrir á víðavangi eftir að iðnaðarráðherra gekkst fyrir að þessu fyrirtæki væri komið á fót með samvinnu við kaupmenn og fleiri aðila. Annað merkilegt framtak er Sorpa, byggðasamlag sveitarfélag- anna á höfuðborgarsvæðinu. Enda þótt það fyrirtæki hafi starfað stutt má ljóst vera að það mun stuðla að víðtækri umhverfisvernd. Hér hafa menn staðið faglega og glæsilega að málum. Gámastöðvarnar á höfuð- borgarsvæðinu sýna og sanna að áhugi almennings á umhverfis- vernd er vaknaður. Þar mæta menn með ýmsan þann úrgang sem ekki er ætlaður öskutunnunum og leggja á sig nokkurt erfiði til að sinna borg- aralegum skyldum sínum. Endurvinnslan hefur gert kraftaverk, — þangað fara öl- og gosdrykkjaum- búöirnar að lokum — ekki á gang- stéttarnar. r X ,w) PIZZAHÚSIÐ takt ana heim! FRÍAR HBMSENDINQAR ALLAN SÖLARHRINQiNN 7 DAQA VIKUNNAR PÖNTUNARSÍMI: 679333 PIZZAHÚSIÐ - þ|ónar þér allan aólartirlnglnn ímynd sem þarf að verja íslendingar hafa löngum talið sig hafa ferskasta loftið, tærasta vatnið, ómenguð fiskimið. Án efa er eitt- hvað til í þessu. En við megum gæta okkar. Mengunin berst til okkar með haf- og loftstraumum. En það sem ekki skiptir síst máli er að við höldum vöku okkar á heimavellin- um. Þar má aldrei slaka á kröfunum. Undir stjórn umhverfisráðuneytis-/ ins verður án vafa tekið fast á þess^ um málum í framtíðinni. Ráðuneyt- ið er ungt og til þess renna aðeins „vasapeningar” enn sem komið'er og hamlar það án efa starfsemi þess. En ímynd íslands þarf að verjá og styrkja, hún á að vera hrein. Það er góður bísness. Hugsunarháttur unga fólksins er á hreinu — það vill eiga ómengað ís- land og gerir sitt til að svo megi verða. Krakkarnir eru í Breiðholts- skóla. SKIIAR ÞÚ MARGNOTA GIERJUM 7-----7 Að gefnu tilefni bendir Endurvinnslan hf. á að margnota gosdrykkjaflöskur eru ekki í umsjá fyrirtækisins. Þeim skal skilað beint til söluaðila sem greiða 15 kr. fyrir hverja flösku. Endurvinnslan hf. tekur þó við þessum glerjum, sé þess óskað, og greiðir sama skilagjald og fyrir aðrar umbúðir eða 6 krónur. Umbúðir á eftirfarandi lista eru í umsjá Endurvinnslunnar hf.s Áldósir 33 cl og 50 cl. Einnota plastdósir 33 cl. Einnota plastflöskur 50 cl - 2 lítra. Einnota glerflöskur fyrir öl og gosdrykki. Margnota ölflöskur (bjórflöskur). Áfengisflöskur. Á allar ofangreindar umbúðir er lagt 6 kr. skilagjald sem er endurgreitt við mótföku í Endurvinnslunni hf. eða hjá umboðsaðUum um allt land. Enmmaauta Nýtt úr notuðu! YDDA Y30.11 / SÍA

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.