Alþýðublaðið - 06.03.1992, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 06.03.1992, Blaðsíða 7
Föstudaqur6. mars 1992 7 Viðtal við Jón Baidur Lorange, kerfisfræðing og formann verkalýðs- og stjórnmálanefndar SUJ. Situr einnig í verkalýðs- og stjórnmálanefnd Alþýðuflokksins tUhfíOttlt Jóhanna Siguróardóttir hefur unniö stærstu sigra Alþýðufiokksins Verkalýðs- og stjórnmálanefnd SUJ hefur ekki setið auðum höndum síðan hún tók við störfum haustið 1990. Fjöldi funda hefur verið haldinn á vegum nefndarinnar í félagsmiðstöð jafnaðarmanna. Fyrir síðustu kosningar töluðu Jón Baldvin Hannibalsson, Guðmundur Einars- son, Ólafur Ragnar Grímsson og Jón Sigurðsson á opnum fundum, sem nefndin stóð fyrir, og voru síðustu kosning- ar helsta umræðuefnið þá. Eftir kosningar hefur staðan í ríkisfjármálum og núver- andi ríkisstjórn verið ofarlega á baugi í verkalýðs- og stjórnmálanefnd. Snemma á þessu ári kom Össur Skarp- héðinsson alþingismaður og hélt framsögu um fjármála- frumvarpið. Meðal annarra gesta á þeim fundi var Sig- hvatur Björgvinsson heilbrigðisráðherra. SUJ-síðan ræddi við formann nefndarinnar, Jón Baldur Lorange, kerfisfræðing og umsjónarmann tölvumála hjá Búnaðarfélagi íslands, og byrjaði á því að spyrja um störf nefndarinnar að undanförnu? Jón Baldur Lorange ..Síðan á síðasta sambandsþingi hefur nefndin unnið þrotlaust starf við að vinna út frá þeim ályktunum, sem sambandsþingið samþykkti ár- ið 1990, og útfært fyrir síðasta flokksþing, sem haldið var þá um haustið. Því starfi héldum við áfram í málefnanefnd fiokksins fyrir síð- ustu kosningar. Eftir þessum leiðum höfum við reynt að hafa áhrif á stefnumótun fíokksins." Veiðileyfaleiga brýnt réttlaetismál — Aöalmál verkalýösnefndarinn- ar ad undanförnu hafa verid um- bœtur í atvinnumálum og sjávarút- vegsmálum. Þar telja ungir jafnad- armenn ad veidileiga sé brýnasta verkefniö. Hafa tillögur ungra jafn- aöarmanna fengiö hljómgrunn í flokknum? ..Við höfum flutt mjög ítarlegar til- lögur um sjávarútvegsmál og á síð- asta flokksþingi. sem haldið var í Hafnarfirði. vöktu ungir jafnaðar- menn mikla athygli fyrir skelegga baráttu í sjávarútvegsmálum. Fyrir þingið starfaði nefnd til að móta til- lögur um skipan sjávarútvegsmála. Á þinginu var þessum tillögum nán- ast ýtt út af borðinu og okkar teknar inn í staðinn og ræddar. Þetta var mjög minnisstætt því helsta ágreiningsefnið var byggða- kvótinn. sem við vildum hafa inni til að hægt væri að taka tillit til byggða- mála. Þá höfðu til dæmis Suður- nesjamenn nýlega misst mikinn kvóta og var nokkuð þungbært fyrir byggðarlagið. Um útfærsluna á því vorum við með mjög ítarlegar til- lögur og ekki hægt að segja annað en að á okkur hafi verið hlustað þá." Verður að koma á tekjujöfnun í gegnum skattakerfið — Annaö helsta baráttumál ungra jafnaöarmanna, sem SUJ flutti tillögur um á sama flokksþingi og í málefnanefnd fyrir síöustu kosningar, var tekjujöfnun í gegn- um skattakerfiö. Ungir jafnaöar- menn telja hana ekki síst brýna núna þegar hvert áfalliö á fœtur ööru dynur á þjóöarbúinu. Ut á hvaö ganga þessar tillögur? ,,Við teljum að þeir, sem hafa lágar og miðlungs tekjur, verði að fá kjarabætur. Tillögur okkar ganga út á mjög einfalda leið. Við höfum lagt til að persónuafslátturinn verði hækkaður hjá þessum hópi og á móti verði skattahlutfallið hækkað. Þetta myndi hafa þau áhrif að þeir, sem hefðu til dæmis laun undir 200 þúsund krónum, fengju skattalækk- un. en þeir, sem hefðu laun yfir því, tækju á sig skattahækkun. Með þessu væri komið á nokkurs konar hátekjuskatti án þess að eyðileggja einfaldleika tekjuskattskerfisins. Þá teljum við einnig nauðsynlegt að á þessu þingi verði samþykktur fjár- magnsskattur, að húsnæðisbótum verði komið á, og að fólk geti nýtt persónuafslátt maka að fullu en ekki einungis að 80% eins og nú er." Sambandsleysi flokksforystunn- ar við aðra flokksmenn — Er ef til vill minna tillit tekiö til sjónarmiöa ungra jafnaöarmanna núna en áöur? ,,Já, það má segja það. Á síðasta flokksþingi, sem var hið fjölmenn- asta frá upphafi, fundu ungir jafnað- armenn fyrir miklum stuðningi við tillögur sínar meðal almenns flokks- fólks, bæði í tekjujöfnunarmálinu, sjávarútvegsmálum og raunar líka í landbúnaðarmálum og umhverfis- málum, sem ungir jafnaðarmenn fluttu einnig tillögur um og komust að hluta til inn í ályktanir þingsins. En það má segja að ráðherrar flokksins og þingmenn hafi ekki tekið nægilegt tillit til sjónarmiða ungs fólks innan SUJ og reyndar allra annarra flokksmanna. Þetta sambandsleysi er hvað átak- anlegast núna eftir að þessi ríkis- stjórn tók við. Þau mál, sem ráð- herrar Alþýðuflokksins standa að nú, hafa aldrei verið kynnt eða lögð undir dóm flokksmanna áður en ráðist hefur verið í framkvæmdir. Það væri í sjálfu sér í lagi ef verið væri að framkvæma aðgerðir, sem væru í skýlausu samræmi við stefnu flokksins og væru samþykktar. En þessi ríkisstjórn er með mjög rót- tækar aðgerðir og það er sjálfsögð þjónusta við flokksmenn, og í raun skylda þingflokksins, að leggja þær undir dóm flokksstjórnar eða flokksmanna." Verkalýðsnefnd Alþýðuflokks- ins tekur undir kröfur ASÍ — Nú eru kjarasamningar lausir, en aöilar vinnumarkaöarins treysta sér ekki til aö ganga frá samningum fyrr en ríkisstjórnin kemur meö ákveönar vísbendingar um til hvaöa almennra leiöa hún komi til meö aö grípa til aö liöka fyrir samn- ingum. Hefur verkalýös- og stjórn- málanefnd flokksins rœtt þessi mál sérstaklega? „Nefndin fundaði um síðustu helgi og samþykkti ályktun, þar sem tekið er undir kröfur ASÍ gagn- vart vinnuveitendum. Það er mat okkar að hlutverk stjórnarinnar sé að færa aðila saman með þeim hætti að tryggt sé að útgjaldaaukn- ing atvinnuveganna verði ekki það mikil að þeir þoli það ekki. ASI er ekki að tala um prósentuhækkun heldur aðallega ýmsar leiðréttingar. Þess vegna teljum við ungir jafn- aðarmenn að það sé mikilvægasta mál stjórnarinnar að samþykkja al- mennar aðgerðir sem miða að tekjujöfnun, eins og við leggjum til. Höfundur Reykjavíkurbréfs Morg- unblaðsins hefur bent á það tvo síð- astliðna sunnudaga að launafólkið í landinu sé beinlínis að sligast undan álaginu og á herðar þess verði ekki lagðar frekari byrðar án þess að bakið brotni. Þegar þessi rödd er nú farin að heyrast úr þessari átt, þá held ég að Alþýðuflokknum sé óhætt að taka mark á því.“ Treystum Rannveigu og Sigbirni í lánasjóðsmálinu — Nú er nýafstaðinn flokksstjórn- arfundur Alþýðuflokksins. Þar komu ungir jafnaðarmenn með til- lögur um málefni Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna, sem þeir vildu að yrðu ræddar af flokksstjórnar- mönnum. Þeim var hins vegar vís- að, samkvæmt tillögu formanns flokksins, til þingflokks og fram- kvæmdastjórnar flokksins, án þess að þær væru ræddar frekar. Hvern- ig hafa ungir jafnaðarmenn brugð- ist við áhugaleysi flokksforystunn- ar? „Við vildum fá umræður um til- lögur okkar á flokksstjórnarfundin- um. Við vildum fá ákveðna stefnu- breytingu á því frumvarpi, sem nú liggur fyrir. Þeim var vísað til þing- flokks og framkvæmdastjórnar án þess að flokksstjórnin ræddi þær að ráði. Við höfum brugðist við með því að reyna að hafa áhrif á alþingis- menn með viðtölum og vonumst til að með þeim hætti fljóti andi til- lagna okkar inn í lánasjóðsfrum- varpið. Við höfum góðu fólki á að skipa í lánasjóðsnefndinni, þeim Rann- veigu Guömundsdóttur og Sigbirni Gunnarssyni, og við treystum þeim til að halda uppi merki jafnaðar- stefnunnar í lánasjóðsmálinu. Það var meðal annars af þeim sökum, sem við hættum við, að sinni, að halda ráðstefnu um menntamál. Við nánari íhugun og viðræður við ákveðna aðila í flokknum töldum við það heppilegra fyrir málstaðinn vegna þess að við eygöum skyndi- lega von um að geta haft meiri áhrif með því að fara aðrar leiðir." — Hvaö er framundan hjá verka- lýös- og stjórnmálanefnd? „Við fylgjumst, eins og aðrir ungir jafnaðarmenn, með því sem þing- flokkurinn aðhefst. Við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að hafa áhrif á þingmenn okkar og koma sjónarmiðum okkar á framfæri. Eg vil nefna það að Jóhanna Siguröar- dóttir félagsmálaráðherra er sá þingmaður sem hvað stærsta sigra hefur unnið fyrir Alþýðuflokkinn á undanförnum árum. Hún hefur unnið að málum sem falla að hug- myndum okkar ungra jafnaðar- manna. Þess vegna styðjum við hana heilshugar. Henni hefur tekist að rétta svo hlut fatlaðra að furðu sætir. Á jafn- miklum niðurskurðartímum og nú ríkja hefur henni tekist að auka út- gjöld til þess málaflokks um 13%. Hún hefur gert kraftaverk í húsnæð- ismálum og fjölmörg önnur mál mætti nefna, sem verkalýðsnefndin styður. Til dæmis frumvarp um starfsmenntun í atvinnulífinu. Það eru svona vinnubrögð, sem ungir jafnaðarmenn kunna að meta, þótt við gerum okkur vitan- lega grein fyrir nauðsyn þess að taka til hendinni i ríkisfjármálum. Jón Baldvin hefur staðið sig afar vel í samningamálunum ytra og Jón Sigurðsson í álmálinu. í þessum málum standa menn hins vegar frammi fyrir hlutum, sem ekki er á færi okkar íslendinga að ráða við, það er að segja töfinni á undirskrift samninganna. Eiður er að vinna að góðum málum í sínu ráðuneyti og svo framvegis. Það sem ungir jafnaðarmenn eiga erfitt með að sætta sig við er að ekk- ert samband er haft við okkur og aðra flokksmenn um þau umdeildu mál, sem flokkurinn stendur að. Okkur finnst kominn tími til að á okkur verði hlustað. Það þarf þetta fólk að fara að skilja," sagði Jón Baldur Lorange að lokum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.