Alþýðublaðið - 06.03.1992, Síða 8

Alþýðublaðið - 06.03.1992, Síða 8
Allar stærðir sendibíla SÍMAVAKT ALLA DAGA TIL KL. 23.30 Fréttir í hnotskurn FERÐAFROM UÐUR ARSINS: Halldór Sigurðsson var á öskudag útnefndur ferðaf römuður ársins. H alldór er framkvæ mdastjóri og einn aðaleigandi Atlantsflugs hf. Hann hefur starfað í ferðaþjónustu ein tutt- ugu ár, áður hjá Eimskip, Ferðaskrifstofu ríkisins og Arnarflugi. Hann stofnaði ásamt öðrum Atlantsflug árið 1989. Með flugvélum Atlants- flugs flugu um 76.000 farþegar á síöasta ári. Hingað til lands komu á vegum félagsins um 7.000 erlendir ferðamenn og þúsundir íslendinga fóru utan með sömu vélum á lægra verði en áður hafði gilt. Það er út- gáfufélagið Farvís sem stendur að hinniárlegu útnefningu á ferðafröm- uði ársins, en félagið gefur út Farvís-Áfanga undir stjórn Þórunnar Gestsdóttur. STRENGJAKVARTETT FRÁ LITHÁEN: M.K. Ciurlion- is-strengjakvartettinn frá Litháen heldur tónleika í íslensku óperunni á vegum Tónlistarfélagsins í Reykjavík kl 20.30 á sunnudaginn kemur. Kvartettinn hefur haldiö yfir 2.000 tónleika um alla Evrópu, fyrrum Sovétríkin og Kanada og einnig verið gestur margra helstu tónlistarhá- tíða Evrópu. ANNA GUÐJÓNSDÓTTIR SÝNIR: Næstkomandi mánudag veröur opnuð í Menningarmiðstöðinni Geröubergi mynd- listarsýning á verkum Önnu Guðjónsdóttur. Anna hefurstundaö nám við Listaháskólann í Hamborg og er búsett í Þýskalandi. Þetta er fyrsta einkasýning hennar hér á landi. TRAUSTVEKJANDI AÐGERÐIR: í vikunni lauk viðræðum um traustvekjandi aögerðir á hernaðarsviöinu, en öll 48 þátttökuríki Ráð- stefnunnar um öryggi og samvinnu í Evrópu (RÖSE) áttu aðild aö viö- ræðunum. í þeirri samþykkt sem gerð var, Vínarskjalinu 1"2, eru m.a. reistar skorður við starfsemi ríkja á hernaðarsviöinu, svo sem stærð og umfangi heræfinga, og hert ákvæði um upplýsingaskipti, þar á meðal um áformaöa framleiðslu stærri vopna og hergagna í þátttökuríkjun- um. MALVERKAUPPBOÐ: Gallerí Borg heldur málverkauppboö í sam- vinnu við ListmunauppboðSigurðar Benediktssonar hf. næstkomandi sunnudagskvöld í Súlnasal Hótels Sögu kl. 20.30. Boðin verða upp um 90 verk eftir marga af þekkustu listamönnum þjóðarinnar. Einnig verð- ur boðinn til sölu uppstoppaður gjo'ður, eða fiskiörn, sem er flökkufugl hér á landi. Uppboðsverkin verða til sýnis á föstudag, taugardag og sunnudag í Gallerí Borg frá 14.00—18.00. FJ0RAR NYJAR KIUUR: íslenski kiljuklúbburinn hefur sent frá sér fjórar nýjar bækur. Það er Svanurinn eítir Guðberg Bergsson, Bréf- bátarigningin eftir Gyrði Elíasson, Rómeó og Júlía eft ir William Shake- speare og Grafarþögn eftir Colin Dexter. K0NUR í BREIÐHOLTI FUNDA: Guðrún Jónsdóttir félagsráð- gjafi talar um konur og öldrun á félagsfundi hjá Kvenfélagi Breiðholts sem haldinn verður í safnaðarsal Breiðholtskirkju þriðjudagskvöldið 10. mars kl 20.30. Ný reglugerð um hreindýraueiðar HREINDÝRARÁÐ STÝRIR VEIÐUM Sérþjálfaður eftirlitsmaður mun í framtíðinni fylgja veiðimönnum á hreindýraslóðum og aðstoða þá við veiðarnar. Þetta kemur m.a. fram í nýrri reglugerð um hverfisráðuneyt- is um hreindýraveiðar. Hreindýra- ráð mun í framtíðinni annast fram- kvæmd og stjórn hreindýraveiða í landinu og sölu veiðileyfa, svo nokkuð sé nefnt. Veigamiklar breyt- ingar á framkvæmd veiðanna og stjórn hreindýrastofnsins er að finna í hinni nýju reglugerð. Eiga þær að tryggja hámarksnytjar af stofninum og sjá um tilvist lífvæn- legs hreindýrastofns í landinu. Veigamestu breytingar sem nú verða felast í skiptingu veiðiheim- ilda milli útbreiðslusvæða hjarða í stað skiptingar mi lli sveitarfélaga og sölu veiðileyfa til þeirra sem sannað geta hæfni sína til hreindýraveiða. Umhverfisráðherra ákveður ár- lega að fengnum tillögum veiði- stjóra og hreindýraráðs hve mörg dýr skal fella úr hverri hjörð. Hrein- dýraráð skiptir arði milli sveitarfé- laga og í samræmi við ágang af völdum dýranna. Arðurinn er í formi veiðiheimilda. Sveitarstjórn hefur þrjá kosti. H ún getur ráðið eft- irlitsmann til að veiða hreindýrin, skipt heimildum milli íbúanna, sem mega þá veiða í fylgd eftirlits- mannsins, og loks í þriðja lagi af- hent hreindýraráði veiðiheimildirn- ar, sem verða þá seldar hæfum veiðimönnum. Hreindýrastofninn hefur stækkað mjög á þessari öld, — en í lok síð- ustu aldar mátti litlu muna að stofn- inn dæi út, og það gerði hann reynd- ar á árunum 1920—30 á Suðvestur- landi. Nú steðjar að hætta á ofbeit kjörgróðurs dýranna og tjón á skóg- lendi. Mikilvægt er því að stofn- stærð sé stjórnað með skynsamleg- um veiðiskap. Stefna umhverfis- ráðuneytisins er að hér verði lífvæn- legur hreindýrastofn um ókomna tíð. Hinar nýju reglur eiga að tryggja að svo verði. Fullorðinsfrœðslan Fjölbreytt námsfram- boð í nýju húsnæði við Laugaveg Fullorðinsfræðslan verður með sérstakan kynningardag á starfsemi sinni á sunnudaginn kemur. Skólinn hefur flutt sig um set og er nú til húsa í stærra og betra húsnæði en áður, á Laugavegi 163, þriðju hæð. Ör- lygur Antonsson er skólastjóri Fullorðinsfræðslunnar. Starfsemi skólans hefst í næstu viku með námskeiöum í ensku, spænsku, ítölsku, sænsku, íslensku fyrir útlendinga, grunnreikningi, ís- lenskri stafsetningu I og stafsetn- ingu og málfræði II. Fyrstu kennslu- skipti í öllum námskeiðum verða til kynningar og ekki skylda að skrá sig í námskeiðin fyrr en að fyrsta kynningarskipti loknu. Helstu nýjungar hjá skólanum eru ritaranám, bókhald, rekstrarhag- fræði og viðskiptaenska. Á háskóla- stigi stendur m.a. yfir skráning í stuðningsnámskeið í lífefnafræði lijúkrunarnema og efnafræði lækn- isfræðinema. Það sama á við um námsaðstoð og stuðningsnámskeið í helstu greinum grunn- og fram- haldsskóla. Af þessu má sjá að margvíslegt efni er í boði hjá Fullorðinsfræðsl- unni. Örlygur segir að á sunnudag- inn verði boðið upp á kaffi og með- læti allan daginn frá klukkan 14.00—20.00 í tengslum við kynn- ingardaginn. Nokkrir helstu kennarar Fullorðinsfræðslunnar á kennaradegi við opnun á nýju húsnæði HS SAMBAND UNGRA JAFNAÐARMANNA Tungumálanámskeið Ungu fólki í æskulýðsstarfi býðst að sækja um eftirtalin tungumálanámskeið: Tungumálanámskeið 1991 Hvar Hvenær Enska fyrir æskulýðsleiðtoga London. Bretland Óákveðið Enska fyrir æskulýðsleiðtoga Óá kveðið Óákveðið Enska fyrir ungt fólk London, Bretland 30.08-19.09. Franska fyrir æskulýðsleiðtoga Strasbourg. Frakkland 30.08.-26.09 Franska fyrir æskulýðsleiötoga Belgía 04.07-31.07. Þýska fyrir æskulýðsleiðtoga Kassel. Þýskaland 30.08-26.09. ítalska fyrir æskulýðsleiðtoga Turin, Ítalía 06.09-26.09. Spænska fyrir æskulýðsleiðtoga Cabuenes. Spánn 01.07-26.07. Portúgalska fyrir æskulýðsleiðtoga Portúgal Óákveðið Umsækjendur þurfa að vera á aldrinum 18—30 ára og hafa helst a.m.k. grunnþekkingu á viðkomandi tungumáli. Frekari upplýsingar gefa: Gylfi Þ. Gíslason, sími 689778 og Sigurður Pétursson, sími 13959. /

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.