Alþýðublaðið - 02.06.1992, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 02.06.1992, Blaðsíða 2
2 Þriðjudagur 2. júní 1992 fiminiímnit HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Sigurður Tómas Björgvinsson Auglýsingastjóri: Ámundi Amundason Setning og umbrot: Leturval Prentun: Oddi hf. Ritstjórn: 625566 - Auglýsingar og dreifing: 29244 Fax: 629244 Áskriftarverð kr. 1.200 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 90 ÍSLENSK FRAMTÍÐ í EVRÓPU Ungir jafnaðarmenn vilja að ísland stefni að aðild að Evrópu- bandalaginu á næstu árum og hafa þar með skipað sér í hóp þeirra sem lengst vilja ganga í samrunaþróuninni hérlendis. Þetta kemur skýrt fram í stjómmálaályktun aukaþings Sambands ungra jafnaðarmanna sem haldið var í Hafnarfirði nú um helgina. í ályktuninni segir orðrétt: „Samband ungra jafnaðarmanna fagnar niðurstöðu samninganna um Evrópska efnahagssvæðið. Ungir jafnaðarmenn telja að markmið Islendinga eigi að vera FULL ÞÁTTTAKA í samstarfi Evrópuþjóða og því þurfi nú þegar að hefja undirbúning þess að Island sæki um inngöngu í Evrópubandalagið í kjölfar annarra Norðurlanda. í samningum við bandalagið verði ófrávíkjanlegt skilyrði, að tryggð verði yfirráð Islendinga sjálfra yfir mikilvægustu auðlindum þjóðarin- nar, fiskistofnunum og orkuauðlindunum.“ Innan vébanda SUJ er framsýnt ungt fólk sem vill byija strax á því að fyrirbyggja að ísland einangrist ffá þeirri alþjóðlegu heild sem nú er að myndast í Evrópu. Ungir jafnaðarmenn hafa fullan skilning á því að aukið viðskiptaífelsi innan Evrópu og opnari efnahagskerfi þeirra þjóða er álfuna byggja eru forsendur þess að jalnaðarstefnunni verði fylgt eftir í formi bættra lífskjara í framtíðinni. Nlargt bendir til þess að ísland muni dragast aftur úr öðrum þjóðum og verða nánast áhrifalaust um þróunina í Evrópu ef það kýs að standa utan Evrópubandalagsins. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis- ráðherra, og formaður Alþýðuflokksins, hefur bent á þetta að undan- fömu og jafnframt lagt áherslu á að fljótlega verði kannað hvaða áhrif EB aðild hafi á íslenskt efnahagslíf og stjómkerfi. Þetta kemur greini- lega fram í skýrslu utanríkisráðherra sem lögð var fyrir Alþingi í apríl s.l. og undir þetta taka ungir jafnaðarmanna núna. Yfirlýsingar af þessu tagi hafa verið feimnismál í íslenskum stjómmálum um nokkurt skeið, en jafnaðarmenn hafa sameinast um að ijúfa múr þagnarinnar og heQa heiðarlega og skynsamlega umræðu um kosti og galla EB aðildar. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra hefur ennfremur bent mönnum á að fara beri með gát í frekari nálgun við hið nýja ríkjaban- dalag sem nú er að mótast í Evrópu. Ráðherrann hefur lýst því yfir að fyrst verði að ganga formlega frá samningnum um Evrópska efna- hagssvæðið, áður en hugað verði að stærri skrefum í átt til frekari sam- mna við Evrópubandalagið. ítarleg umræða mun eiga sér stað á Al- þingi sem og annarsstaðar í þjóðfélaginu á næstunni. Ljóst er að breið samstaða er um samninginn á Alþingi. Enda hafa allir stjórnmála- flokkamir, nema einn, lagt hönd á plóginn við gerð hans. Ungir jafn- aðarrmenn hafa stutt dyggilega við bakið á formanni Alþýðuflokksins í þessu máli. Þetta hefur verið barátta við afturhaldsöflin í landinu - „þjóðemiseinangrunnarsinna“ í öllum flokkum. Það er að sjálfsögðu unga fólkið sem fyrst gerir sér grein fyrir tæk- ifærunum sem felast í EES og hugsanlegri aðild að EB. Ungir jafnaðarmenn em í forustu þessa hóps, sem ætlar að njóta góðs af Ijór- frelsinu innan EES á næstu ámm. En samrunaþróunin í Evrópu hefur verið gífurlega hröð og nægir að vísa til þess að öll EFTA löndin, að íslandi undanteknu, hafa ákveðið að leita eftir aðild að EB eða munu gera það á næstunni. Ef þetta verður að vemleika er hætta á að ísland einangrist frá hinum Norðurlöndunum hvað varðar samvinnu við önn- ur Evrópuríki. Það er í ljósi þessa ástands sem jafnaðarmenn, boðberar alþjóðahyggjunnar á íslandi, vilja hefjast handa við að kanna hvaða kosti og galla EB aðild hefur fyrir smáþjóð eins og ísland. Með tilliti til þessara breyttu aðstæðna hafa jafnaðarmenn fmmkvæði af því að undirbúa Island til frekari þátttöku í Evrópusamfélaginu. Samfélagi sem á eftir að hafa áhrif á lífskjör okkar hvort sem við stöndum utan eða innan þess. En unga fólkið hefur þegar tekið af skarið og sér þama möguleika á að byggja upp velferðarkerfi framtíðarinnar sem gmnd- vallast á nýrri tegund alþjóðlegrar samvinnu. STB. Guðmundur Arni Stefánsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, flytur ávarp við setningu aukaþings SUJ. Á myndinni má m.a. sjá Bryndísi Schram, Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra og formann Alþýðuflokksins, Vaigerði Guðmundsdóttur, formann Sambands Alþýðuflokkskvenna, og Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. A-mynd E.Ol. Aukaþing Sambands ungra jafnaðarmanna í Hajharfirði STJÓRNMÁLAÁLYKTUN Aukaþing Sambands ungra jafn- aðarmanna leggur áherslu á að fylki sér um Alþýðuflokkinn - Jafnaðar- mannaflokk Islands. Um leið gerir sambandið þá kröfu til forystu flokksins að hún standi vörð um grundvallarhugsjónir og stefnumið jafnaðarmanna um jöfnuð, réttlæti og vclferð öllum til handa. Samband ungra jafnaðarmanna telur að stefnumið jafnaðarmanna þurfi mun meiri áhrif innan ríkisstjómar þeirrar sem Alþýðuflokkurinn starfar nú í, bæði í velferðarmálum og at- vinnumálum. Sambandið átelur handa- hófskenndar niðurskurðaraðgerðir rík- isstjómarinnar og leggur áherslu á að jafnaðarmenn taki á ríkisfjármálunum með langtímasjónarmið í huga, og gefi ekkert eftir af gmndvallarsjónarmiðum sínum um samhjálp og jöfnuð í sam- félaginu. Ungir jafnaðarmenn hafna aukinni skattheimtu í formi þjónustug- jalda, en leggja áherslu á umbætur innan skattakerfisins, með afnámi hverskyns ívilnana og undanþága, auknu skattaeftirliti, fjánnagn- stekjuskatti án lækkunar eignarskatta og tímabundnum hátekjuskatti. Samband ungra jafnaðarmanna telur að fækkun og stækkun sveitar- félaga sé ein af mest aðkallandi að- gerðum til að bæta stjómarfar í land- inu. Með þeirri aðgerð megi færa aukin völd og ábyrgð í hendur sveitarfélaga og færa þannig ákvarðanir nær fólkinu sjálfu. Forsenda þess að auka verkefni sveitarfélaga er að þeim verði skapaðar auknar tekjur. Ungir jafnaðarmenn leg- gja til að í framtíðinni verði tekjuskat- tur alfarið í höndum sveitarfélaga, en ríkisvaldið haldi óbeinum sköttum og eignarsköttum. Samband ungra jafnaðarmanna telur menntun eina bestu íjárfestingu sem þjóðin á völ á. Mikla áherslu þarf að leggja á uppbyggingu skólakerfisins næstu ár. Gera þarf leikskóla og dagheimili að raunhæfum valkosti íjöl- skyldna í landinu og koma á samfell- dum skóladegi. Byltingu þarf til að auka hlut verknáms í grunnskólum og framhaldsskólum. Skipulagsbreytingar em nauðsynlegar í skólakerfinu, til að ná fram betri nýtingu fjármagns og fólks. Samband ungra jafnaðarmanna telur nauðsynlegt að rikisvaldið haldið uppi öflugum lánasjóði, til að tryggja efnahagslegt jafnrétti til náms. Sam- bandið mótmælir þeirri breytingu á lögum um Lánasjóð íslenskra náms- manna sem fólst í samþykkt eftirá- greiðslna námslána og hertu endur- greiðsluhlutfalli, og hvetur þingflokk Alþýðufiokksins til að endurskoða það ákvæði þegar á næsta þingi. Samband ungra jafnaðarmanna lýsir áhyggjum vegna þess aukna at- vinnuleysis sem íslenskt samfélag stendur frammi fyrir, og bitnar mest á Það var létt yfir þeim feðginum Karli Steinari og Guðnýju Hrund ó þinginu. ungu fólki. Sambandið telur að ríkis- stjóm og sveitarstjómir verði að taka þessi mál föstum tökum, til að koma í veg fyrir það viðvarandi atvinnuleysi sem aðrar þjóðir hafa upplifað á undan- fömum ámm. Ungir jafnaðarmenn telja það réttlætanlegt að tekin verði erlend lán til arðbærra framkvæmda til að bæta atvinnuástand í landinu. Samband ungra jafnaðarmanna ítrekar andstöðu sína við núverandi skipulag í sjávarútvegi og landbúnaði og kallar eftir harðari afstöðu Alþýðu- flokksins í þeim málum innan ríkis- stjómar. Samband ungra jafnaðarmanna leggur áherslu á að fiskimiðin em sameign allrar þjóðarinnar. Ungir jafnaðarmenn vilja að komið verði á veiðileyfagjaldi sem renni til sveitar- félaga. Samband ungra jafnaðarmanna lýsir yfir stuðningi við drög að nýju GATT-samkomulagi. íslenskur land- búnaður verður að auka samkeppnis- hæfni sína gagnvart erlendri búvöm- framleiðslu, með aukinni samkeppni á öllum stigum framleiðslu, dreifingar og sölu. Samband ungra jafnaðarmanna fagnar niðurstöðu samninganna um Evrópska efnahagssvæðið. Ungir jafn- aðarmenn telja að markmið íslendinga eigi að vera FULL ÞÁTTTAKA í sam- starfi Evrópuþjóða og því þurfi nú þegar að hefja undirbúning þess að ís- land sæki um inngöngu f Evrópu- bandalagið í kjölfar annarra Norður- landa. I samningum við bandalagið verði ófrávíkjanlegt skilyrði að hyggð verði yfirráð íslendinga sjálfra yfir mikilvægustu auðlindum þjóðarinnar, fiskistofnunum og orkuauðlindunum. Samband ungra jafnaðarmanna fagnar friðsamlegri þróun í heiminum síðustu ár. Sambandið telur mikilvægt að íslensk stjómvöld beiti áhrifum sfnum innan alþjóðastofhana til að af- stýra átökum, þar sem mest spenna ríicir í heiminum. Ungir jafnaðarmenn vekja athygli á þeirri staðreynd að víða um lönd em mannréttindi fótum troðin, bæði vegna ógnarstjómar, kúgunar minnihlutahópa og efnahagslegs ójöfnuðar. Samband ungra jafnaðarmanna vill að öllum tilraunum með kjamorku- vopn verði hætt nú þegar. Sambandið hvetur til þess að alþjóðlegt átak verði gert til þess að minnka þá hættu sem illa búin kjamorkuver í löndum Aust- ur-Evrópu em við umhverfi og lífkerfi álfunnar. Ungir jafnaðarmenn leggja áherslu á aukna samvinnu þjóðanna við norðanvert Atlantshaf við vemdun umhverfis og auðlinda hafsins. Samband ungra jafnaðarmanna telur að mikilvægasta framlag íslend- inga til umhverfismála liggi í fram- leiðslu og notkun vctnis sem orkugjafa í stað olíu og bensíns, og leggur lil að stjómvöld heíji nú þegar nauðsynlegar rannsóknir í því sambandi. Menntamálaráðuneytið Innritun nemenda í framhaldsskóla í Reykjavík fer fram í Miðbæjarskólanum við Fríkirkjuveg dagana 3. og 4. júní n.k. frá kl. 9.00-18.00. Umsóknum fylgi Ijósrit af prófskírteini. Námsráðgjafar verða til viðtals í Miðbæjarskólanum innritunar- dagana.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.