Alþýðublaðið - 11.08.1992, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 11. ágúst 1992
3
ÓLAFUR RE»
í LENINBJÖRG
- Ratar hann til baka?
Ólafur Ragnar Grímsson er for-
maður Alþýðubandalagsins. I viss-
um skilningi var Ólafur Ragnar
þriðji formaður samfylkingar vin-
stri jafnaðarmanna og sósíalista.
Hann er með öðrum orðum ekki
kommúnisti og sá þriðji sem kemst
til valda á þeim bæ í andstöðu við
„moskvukomma“ og með það að yf-
irlýstu markmiði að vilja sameina
jafnaðarmenn og vinstri sinna. Hinir
voru Hcðinn Valdimarsson og
Hannibal Valdimarsson. Báðir
máttu þeir gefast upp á samstarfinu
við moskvusósíalistana. í báðum til-
felium skipti það sama miklu þegar
kom til klofnings; hollusta margra
áhrifamanna við Moskvu. Þetta gilti
á fjórða áratugnum þegar Héðinn
gafst upp og þetta gilti á sjötta og
sjöunda áratugnum þegar Rútur,
Hannibal og eftirstríðskynslóðin
ætlaði að hasla sér völl. Menn rákust
á vegg, - stóran múr.
Kynslóð tók við af kynslóð
Það er sögulega séð dálítið merkilegt
að kynslóð fram af kynslóð hafa verið
til andófsarmar f Alþýðubandalaginu
gegn ríkjandi hugmyndaforræði á
hverjum tíma. Það sem þessir andófs-
armar hafa átt sameiginlegt er einkum
eitt; þeir hafa allir gagnrýnt harkalega
sovéskt stjómkerfi og eftirapanir þess í
öðrum löndum. Þeir lentu ævinlega í
strfði við moskvusinnaða kommúnista
f Sósíalistaflokknum og sfðar Alþýðu-
bandalaginu. Og þeir lögðu áherslu á
að sameina jafnaðarmenn í einum flok-
ki. Hinir vinstri sinnuðu leiðtogar jafn-
aðarmanna Héðinn og Hannibal fengu
báðir að ftnna til tevatnsins hjá komm-
unum.
Það var eins og kynslóðimar þyrftu
að ganga sjálfar í gegnum reynsluna, —
þeim nægði ekki reynsla kynslóðarinn-
ar á undan. Og kynslóðimar tvær sem
reyndu samstarf við kommana eftir
stríðið og fram að stofnun Alþýðu-
bandalagsins sem stjómmálaflokks röt-
uðu ekki heim fyrr en um miðjan átt-
unda áratuginn.
Að þessu sinni skulum við beina
sjónum okkar að kynslóðinni sem tók
við þessu andófsstarfi í Alþýðubanda-
laginu upp úr miðjum áttunda áratugn-
um. I vissum skilningi var þetta kyn-
slóðin sem kennd var við 68 byltinguna
auk fólks af öðmm kynslóðum sem
sameinuðust í nýjum straumi f Alþýðu-
bandalaginu.
Frjálslyndir vinstri menn
Þessi nýi straumur í Alþýðubanda-
laginu átti eftir að setja svip sinn á pól-
itíkina hjá Allaböllum í rúman áratug.
Nýi andófsarmurinn ætlaði sér greini-
lega mikið hlutverk eins og fyrri and-
ófskynslóðir á þessum bæ; að sameina
frjálslynda vinstri menn í einum stór-
um flokki sem gæti att kappi við Sjálf-
stæðisflokkinn á jafnræðisgrundvel I i.
Segja má að markmið þessarar kyn-
slóðar hafi verið þrískipt: 1) Uppgjör
við fortíðina og tilheyrandi sovétholl-
ustu. 2)Ná áhrifum og völdum í Al-
þýðubandalaginu. 3) Sameina frjáls-
lynda og vinstri menn jafnaðarmönn-
um í Alþýðubandalagi og Alþýðu-
flokki og jafnvel öðrum flokkum.
Ráðist á múrinn
Áhugamenn um stjómmál fylgdust
með þessari kynslóð í Alþýðubanda-
laginu af miklum áhuga. Þetta fólk virt-
ist hvergi bangið við öldungana sem
höfðu bitið af sér Hannibalistana ára-
tug áður. Og þetta fólk hjólaði f forræði
þeirra af miklum krafti. Réðst á múr-
inn. Stundum reyndi það fyrir sér í
prófkjörum, stundum í kosningum inn-
an Alþýðubandalagsfélagsins í
Reykjavík. Eins og oft vill verða um
ungt fólk einkenndi bráðræði og fljót-
ræði ýmsar gjörðir þess en í áranna rás
var um ákveðna samfellu að ræða.
Þessi kynslóð mótaðist smám saman
betur og vann sigra í algerri andstöðu
við valdakjamann í Alþýðubandalag-
inu sem notið hafði blessunar Moskvu-
kynslóðarinnar úr Sósíalistaflokknum.
Þegar kom fram á níunda áratuginn var
fæssi kynslóð að koma fram á opinber-
um vettvangi; í Þjóðviljanum, í borgar-
stjómarkosningum auk þess að vera
sterk á flokkslegum vettvangi Alþýðu-
bandalagsins. Nægir í þessu sambandi
að nefna nöfn Svans Kristjánssonar,
Margrétar Bjömsdóttur, Arthúrs Mort-
hens, Guðmundar Ólafssonar, Kristín-
ar Ólafsdóttur, Svanfríðar Jónasdóttur,
Össurar Skarphéðinssonar, Jóhanns
Antonssonar, Óskars Guðmundssonar,
Marðar Ámasonar, Kristjáns Valdi-
marssonar, Reynis Ingibjartssonar og
fleiri Möðmvellinga auk margra, mar-
gra fleiri.
Olafi komið til valda
Þetta fólk var öðm hvom kýlt niður í
Alþýðubandalaginu en reis ævinlega
upp aftur til næstu atlögu. Baráttan
harðnaði og það þótti ljóst að örmunum
myndi ljósta saman í stórátökum; arm-
inum sem sá um arfleifðina og hinni
svokölluðu lýðræðiskynslóð. Arfleifð-
arliðið var sterkast vegna eignarhalds-
stöðu sinnar á eignum flokksins og
Þjóðviljans.
Þessarar stöðu neytti arfleifðin hvað
eftir annað í átökum um Þjóðviljann
upp úr 1985. Lýðræðiskynslóðin vann
sigra t.d. með kjöri Kristínar Ólafsdótt-
ur sem varaformanns 1985 en það var
sýnt að formannsembættið híaut að
skipta sköpum í þessum átökum. Leynt
og ljóst var stefnt að þvf að gera Ólaf
Ragnar Grímsson að formanni. Sjálfur
hafði hann sig lítt í frammi í átökum í
framkvæmdastjóm flokksins og víðar.
Andstæðingar hans töldu það vera af
lævfsi einni saman en stuðningsmenn
hans töldu það vera af skynsemi og
heilbrigðum klókindum.
Ólafur var hins vegar heill og sannur
meðal félaga sinna um markmiðin á
þessum tíma; að fara í uppgjör við arf-
leifðina, ná völdum í Alþýðubandalag-
inu og sameina jafnaðarmenn.
Um síðir náði kynslóðin því tak-
marki að gera Ólaf Ragnar Grímsson
að formanni Alþýðubandalagsins
1987. Þetta var gert í opinni andstöðu
við allan arfleifðarhóp Alþýðubanda-
lagsins, í andstöðu við vel flesta for-
ystumenn bandalagsins á þeim tíma!
Olafur ríður í björgin
Á sama landsfundi var Svanfríður
Jónasdóttir kosin varaformaður flokks-
ins þvert á vilja arfleifðarmanna. Nú
áttu samherjar Ólafs Ragnars von á að
pólitískri þróun innan Alþýðubanda-
lagsins yrði fylgt eftir með uppgjöri við
arfleifðina og þar fram eftir götum. En
það gerðist ekki!
Ólafur Ragnar reið beint í lenín-
björgin og situr þar til hægri handar við
ARFLEIFÐINÁ, fyrir framan hann sit-
ur Svavar Gestsson, fyrir aftan hann
Steingrímur Sigfússon en fyrir ofan
hann svífur alltumlykjandi andi Einars
Olgeirssonar. Ólafur Ragnar sýndi arf-
leifðarmönnum ótrúlega tillitssemi
auðvitað á kostnað samherja sinna og
margir þeirra upplifðu það sem svo að
hann hafi þá þegar snúið baki við þeim.
Hann gaf arfleifðarmönnum Þjóðvilj-
ann alveg eftir, sætti sig við að þeir
ættu alla fulltrúa í þingflokknum og
sætti sig líka við að arfleifðarmenn
tækju stól varaformannsins þegar
Steingrímur Sigfússon varð varafor-
maður á landsfundi 1989.
Ólafur Ragnar Grímsson fór því ekki
sömu leið og Héðinn Valdimarsson og
Hannibal Valdimarsson. Nýjustu við-
burðir gefa til kynna að hann hafi valið
svipaða leið og Sigfús Sigurharlarson
sem varð eftir í Sósíalistaflokknum og
gerðist Moskvuhollur kommi þegar
Héðinn fór.
Að bregðast sjálfum sér
Með miklu brambolti boðaði Ólafur
Ragnar til blaðamannafundar fyrir
helgi og hvítþvoði Alþýðubandalagið
og valdamenn þess síðustu árin af öll-
um grunsemdum við Moskvuhollustu!
Ólafur Ragnar Grímsson sem varð for-
maður í Alþýðubandalagi m.a. vegna
baráttu ungs fólks gegn Moskvuholl-
ustu fullyrðir að ekki hafi um neitt slíkt
verið að ræða! Þetta er næstum því ein-
sog að segja að ekki hafi verið ástæða
til að kjósa Ólaf Ragnar Grímsson sem
formann árið 1987.
Auðvitað veit Ólafur Ragnar betur.
Hann veit að margir valdamenn flokks-
ins, alþjóðanefndin og flokkurinn
óbeint hafa verið í hæpnum tengslum
við erlenda kommúnistaflokka. Nú
hefur Ólafur ákveðið að stfga enn eitt
skrefið; hilma yfir með fyrrverandi
andskotum sínum í Alþýðubandalag-
inu.
Nú segir skáldið að hefnist þeim sem
svíki sína huldumey. Ólafur Ragnar
hefur bmgðist fyrrverandi samherjum
sínum í Alþýðubandalaginu sem annað
hvort eru gengnir í Alþýðuflokkinn eru
á leiðinni þangað eða eru hættir pólit-
ískum afskiptum. Það er í sjálfu sér al-
varlegt mál hversu margir hætta pólit-
ískum afskiptum í samfélagi þar sem
örh'tið hlutfall manna er virkt í stjóm-
málalífi.
Hitt hlýtur þó að vera alvarlegasta
fráhvarfið í pólitískum lífsviðhorfum,
- það er að bregðast sjálfum sér. Það
gerði vesalings Ölafur Ragnar á blaða-
mannafundinum fyrir helgi [regar hann
efndi til sýningar á því að enginn
skyldleiki væri með Moskvukommum
og Alþýðubandalagsforkólfum, — né
hefði verið.
Það var heldur ekki sanngjamt að
heiðursmaðurinn Einar Karl Haralds-
son væri myndrænt gerður ábyrgur fyr-
ir þessari sýningu Ólafs Ragnars á sak-
leysi hinna Moskvuhollu sósi'alista í
Alþýðubandalaginu. Einar Karl veit
líka betur.
Ólafur uppi á múrnum
Ef til vill var blaðamannafundurinn
um heilagleika Alþýðubandalags-
manna dæmigerður fyrir þá línu sem
Ólafur Ragnar Grímsson valdi eftir að
hann tók við formennsku í Alþýðu-
bandalaginu; hann hafi fyrst og fremst
litið svo á að hann væri formaður fyrir
arfleifðarliðið.
Enda er svo komið að flestir sam-
herjar hans frá því um miðjan síðasta
áratug eru horfnir úr bandalaginu.
Meðan aðrir lögðust til atlögu við múr-
inn, reyndu að mola úr honum, rjúfa
gat og byggja brýr yfir til annarra jafn-
aðarmanna, hoppaði Ólafur Ragnar
upp á múrinn. Þar situr hann enn.
Komdu niður, komdu niður...
Lesandi góður. Þó það líti út einsog
Ólafur Ragnar Grímsson hafi sjálfur
hlekkjað sig á hönduni og fótum við
gömlu Moskvukommana uppá háum
lenínmúmum, er ástæðulaust að ætla
að hann verði þar til eih'fðar.
Margir kunningjar hans frá fomu
fari standa beggja vegna múrsins og
syngja komdu niður, komdu niður.
Þessir menn vilja ógjaman að hann
dagi þama uppi sem alheimskommún-
ist þegar alheimskommúnisminn er
endanlega hmninn á því herrans ári
1992! Jafnaðarmenn, gefið Ólafi
Ragnari einn sjens enn. Við skulum
endilega fýrirgefa þeim sem gera mis-
tök.
Nýjustu uppákomur hjá Ólafi Ragn-
ari hljóta þó að verða til þess að vax-
andi fjöldi átti sig á því hvert hann var
kominn. Jafnaðarmenn sem vom í Al-
þýðubandalaginu og em þar jafnvel
enn hljóta að vilja hraða ferð sinni til
annarra jafnaðarmanna. Meira um það
síðar.
Þorgils.
Stórkostlegir Ólympíuleikar
Stórkostlegustu Olympíulcikum
sögunnar er lokið í Barcelona. Þetta
er samdóma álit flestra, sem fyl-
gdust með þeim. Framkvæmd leik-
anna er stórsigur fyrir Spánverja.
Vináttan og gleðin réðu ríkjum í
Barcelóna þessa 16 daga, sem keppnin
stóð og áhrif Ólympíuleikanna á sam-
starf og samvinna þjóða og einstakl-
inga er ómetanlegt í nútíð og framtíð. I
hita leiksins hafa sjálfsagt fallið stór
orð, en slíkt gleymist fljótt, en það
góða og skemmtilega geymist í hug-
skoti fólks um alla framtíð.
Setning og lokahátfð 25. Ólympíu-
leikanna var stórfenglegt sjónarspil,
sem sjónvarpsáhorfendur um allan
heim urðu vitni að. Talandi um sjón-
varp þá hefur frammistaða íþrótta-
deildar Ríkisútvarpsins verið mjög
góð og til mikillar fyrirmyndar.
Það er nú einn mikilvægasti þáttur
Ólympíuleikanna, að sjónvarp flytur
leikana heim í stofur allrar heims-
byggðarinnar. Talið er að 3 til 4 millj-
arðar manna hafi fylgst með gangi
mála að meira eða minna leyti.
Jafnbesti árangur íslendinga
Þó að Islendingar komi heim án
verðlauna eins og mikill meirihluti
þátttökuþjóðanna á Ólympíuleikun-
um, er hiklaust óhætt að fullyrða, að
íþróttahornið
- eftir Örn Eiðsson
Sigurður Einarsson spjótkastari
framganga íþróttamanna okkar sé sú
jafnbesta á Ölympíuleikum til þessa.
Við megum heldur ekki gleyma því,
að stöðugt fjölgar þátttökuþjóðum og
þeir íþróttamenn, sem ná lengst í
keppni sem þessari, em algerir at-
vinnumenn og gera ekkert annað en
æfa og keppa í íþrótt sinni og hafa af
því miklar tekjur.
Handboltamenn okkar bestir
Landslið okkar í handknattleik náði
langbesta árangri, sem flokkaíþrótta-
menn hafa náð á stórmótum, hlaut
fjórða sæti eftir góða sigra í forkeppni,
en tap í undanúrslitum, en keppinaut-
amir urðu að hafa mikið fyrir þeim
sigmm. Við tefldum fram ungu liði,
sem mörg stór verkefni bíða, fyrst A-
heimsmeistarakeppnin í Svíþjóð næsta
vetur og síðan A-keppnin hér á landi
1995. Næstu Ólympíuleikar verða
síðan í Atlanta 1996 og vonandi vinn-
ur landslið okkar sér rétt til þátttöku
þar, en flestir leikmanna okkar em enn
ungir að ámm og ættu þess vegna að
geta mætt þar reynslunni ríkari. Til
hamingju handboltamenn, þið stóðuð
ykkur með miklum sóma í Barcelona,
best íslensku keppendanna.
Sijgurður langbestur í
einstaklingsgreinum
Sigurður Einarsson spjótkastari
náði langlengst í einstaklingsgreinum
af íslensku keppendunum. Hann
komsl í úrslitakeppnina og varð
fimmti, sem er framar öllum vonum.
Sigurður sigraði marga heimsfræga
kastara og með smáheppni hefði hann
getað komist á verðlaunapall. Þessi
árangur Sigurðar er sá besti í frjálsum
íþróttum, síðan Vilhjálmur Einarsson
keppti í þrístökki á Olympíuleikunum
í Melboume 1956, þar sem hann hlaut
silfurverðlaun og í Róm 1960, en þar
varð hann fimmti eins og Sigurður nú
í spjótkastinu. Hinir frjálsíþróttamenn-
imir þrír, Einar Vilhjálmsson, Vé-
steinn Hafsteinsson og Pétur Guð-
mundsson stóðu sig allir vel.
Vésteinn komst í úrslitin í kringlu-
kastinu og varð 11. í úrslitakeppninni.
Hann vann einnig það afrek að bera
sigurorð af mörgum heimsfrægum
köstumm, m.a. öllum keppendum
Bandaríkjanna. Það hefði nú einhvem
tíma þótt saga til næsta bæjar. Einar
Vilhjálmsson var 14. í spjótkastkeppn-
inni, kastaði 78,70 metra. Hann vant-
aði aðeins rúma 40 sm til að komast í
úrslit. Pétur Guðmundsson var 14.
eins og Einar.
Segja verður að frjálsíþróttamenn-
imir hafi staðið fyrir sínu á þessum
Ólympíuleikum.
Aðrir keppendur
Sundkonumar tvær stóðu sig
þokkalega, Ragnheiður Runólfsdóttir
varð 19. í 100 m bringusundi af rúm-
lega 40 keppendum, en Helga Sigurð-
ardóttir tók nú í fyrsta skipti þátt í
Ólympíuleikum. Þegar tekið er mið af
því má telja árangur hennar viðunandi.
Júdómennimir þrír vom allir úr leik
eftir fyrstu umferð, en Bjami Friðriks-
son okkar besti júdómaður var óhepp-
inn með sinn andstæðing. Badminton-
menn keppnu nú í fyrsta skipti á Ól-
ympíuleikum og framganga þeirra var
eftir vonum. Ami Þór Hallgrímsson
komst t.d. í aðra umferð í einliðaleik.
Loks er það Carl J. Eiríksson, lang-
elsti keppandi okkar á leikunum. Hann
var að vísu aftarlega, en stóð sig samt
með sóma.
Knattspyrna
Keppnin í 1. deild á íslandsmótinu
hefur legið niðri undanfarið, bæði
vegna bikarkeppninnar, þar sem KA
og Valur leika til úrslita eftir sigra í
undanúrslitum og tandsleiksins við
Israel, þar sem Israelar sigmðu með
2:0. 14. umferð hefst um næstu helgi.
Staðan er óbreytt í 2. deild og nú má
nánast telja Fylki öruggan um sæti í 1.
deild að ári. Eftir 12 umferðir er Fylkir
með 30 stig, ÍBK 27 og Grindvíkingar
eru þriðju með 19 stig. 13. umferð í 2.
deild hefst á fimmtudag.