Alþýðublaðið - 11.08.1992, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 11.08.1992, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 11. ágúst 1992 7 En uppgangur National Front, sam- taka nýfasistans le Pen, sýnir ákveðna þróun í Frakklandi, sem gefur tilefni til að hafa nokkrar áhyggjur. Nýnasistar Þýskalands Því miður er þessi þróun ekki bund- in við Frakkland eitt. Þrátt fyrir sekt Þýskalands gagnvart gyðingum gætir nú vaxandi ofbeldis gegn þeim í hinu nýja, sameinaða Þýskalandi. Skoðana- könnun leiddi í ljós, að þar er að líkind- um að finn 6-7 milljónir manna sem eru andsnúnir gyðingum. Þar af eru um 2 milljónir sem eru beinlínis haldnir gyðingahatri á háu stigi. Jarðvegur fyrir andúð á gyðingum er sérstaklega frjór í hinu sameinaða Þýskalandi. Á svæðum hins gamla A- Þýskalands er í dag rikjandi mikil andúð á hinu gamla kerft kommúnism- ans, og fyrir vikið sveiflast margir eins langt frá því og kleift er. Endanleg höfn þeirra er oftar en ekki nýju hægriflokk- amir, sem enn má kalla smáflokka, þrátt fyrir uggvænlega hraðan upp- gang. I þeim er hins vegar að finna harðan fjandskap við gyðinga, og yngri kynslóðimar sem koma austan að eru sérlega móttækilegar fyrir slíkan áróð- ur. Ástæðan er einföld, - hana er að finna í skólakerfi kommúnismans í hinu gamla A-Þýskalandi. Þar var ekki minnst á helförina gegn gyðingum. Kommúnistamir í A-Þýskalandi töldu sig að sjálfsögðu ekki bera neina á- byrgð á henni, og þögðu einsog steinar um þátt þjóðverja í útrýmingu gyðinga í seinni heimssytjöldinni. Yngri kyn- slóðir Þjóðverja að austan hafa því ekki þröskuld sektarinnar að stíga yfir áður en þær taka upp stuðning við villta hægrið og soga í sig gyðingaandúð hægri vængsins. Fyrir bragðið er það nú vikuleg sjón í helstu borgum í aust- urhluta Þýskalands að sjá ungt fólk ganga fylktu liði undir fánum og borð- um sem á em letruð vígorð nýnasista. Þeim var ekkert kennt, og þurfa því engu að gleyma. Gamli stokkurinn í bakgranni hinna nýju nasistahreyf- inga í Þýskalandi er svo að finna menn úr hinum gamla stokki nasista, sem enn era á líft. Margir þeirra, sem voru til- tölulega ungir á árum seinni styrjaldar- innar og sættu sig aldrei við niðurlæg- ingu og ósigur Þýskalands, hafa haldið heimullegum stuðningi við hugmyndir þjóðemisjafnaðarstefnunnar, og þykj- ast nú sjá nýjan uppgang hennar í vændum. Þetta era menn, sem era sterkt afl í viðskiptum og iðnaði. Þeir geta útvegað aðstöðu og fjármagn, og oft einfaldlega ráð úr brannum reynslu sinnar. Sumir vora áberandi nasistar á sín- um tfma, og í nánasta fylgdarliði Hitlers. Nú skríða þeir úr fyigsnum sín- um, rosknir að vísu, en ráðagóðir. Fyr- ir yngra fólkið í hinum nýju smáflokk- um villta hægrisins eru þeir líka teng- ing við fortíðina, við nasismann sjálf- an, og verða því stundum einskonar lif- andi tákn um fortíð, sem ungu kynslóð- imar sjá f vaxandi mæli í gylltum ramma fjarlægðar tímans. Einn þeirra er fyrram herforingi í SS, Wilhelm Mohnke, sem var persónulegur líf- vörður Hitlers. Hann var ábyrgur fyrir að minnsta kosti þremur fjöldamorð- um, og er eftirsóttur af ríkisstjómum Bandaríkjanna, Kanada og Bretlands, en hefur aldrei fengist framseldur. Um þessar mundir lifir hann í kyrrlátu stræti í einni af borgum Þýskalands, og kærir sig kollóttan um tilraunir annarra þjóða til að hafa hendur í hári hans. Hann eyðir tíma sínum í að styðja upp- byggingu nýnasískra samtaka í Þýska- landi. Fær Hitler síðasta orðið? En hversvegna er iagt svo mikið kapp á að búa til þá blekkingu, að hel- fórin gegn gyðingum sé uppspuni? Ástæðan er einföld, að dómi Mike Whine, sem starfar hjá samtökum gyð- inga í Bretlandi. Hann segir, að í kjöl- farið á hruni kommúnismans sé víða að finna góðan jarðveg fyrir hugmynda- fræði nýrra öfgasinnaðra hægri hreyf- inga, sem byggi á vaxandi þjóðemis- kennd. Það sé hins vegar ljóst, að slíkar hreyftngar eigi mjög erfitt með að brjótast í gegnum fylgismúrinn, og ná því að verða fjöldahreyftngar vegna þess að í hugum heilla kynslóða era það einmitt svipaðar hreyftngar sem era ábyrgar fyrir þjóðarmorðum nas- ista á gyðingum. Þrátt fyrir stuðning og samúð við þjóðemishyggju, ekki síst í löndum hinnar gömlu A-Evrópu, geti menn ekki yfirstigið múr sektarinnar sem tengist helförinni. Eina leiðin fyrir nýja hægrið til að skjóta rótum sé því að planta þeirri lygi að helförin haft aidrei átt sér stað. Að einu leyti var Hitler sigursæll. Hin auðuga og sérstæða menning evr- ópskra gyðinga var brennd í gasklefum nasista. Hún kemur aldrei aftur. En Emil Fackenheim, guðfræðingur sem hefur sérhæft sig í helförínni, hefur sagt að úr ösku Auschwitz hafi komið enn eitt boðorð guðs: „Þú skalt ekki láta Hitler sigra eftir dauðann." Þessvegna er nauðsynlegt að ráðast gegn tilraunum nýhægrimanna hvar sem er til að gera helförina að upp- spuna gyðinga sjálfra. Hinir nýju öfga- flokkar Evrópu kunna að vera litlir f dag, en þeir geta orðið stórir á morgun. Hitler má ekki eiga síðasta orðið. (Byggt m.a. á Sunday Times). Heilbrigðisráðherra ásamt framkvæmdastjóra sjúkrahússins á ísafirði. S Isafjörður Sóðastykki á 8 krónur Sighvatur Björgvinsson: Til fyrirmyndar að efla kostnaðar- vitund starfsmanna. Ásjúkrahúsinuáísafirðiereinsog Sighvatur Björgvinsson taldi þetta yfirvalda heilbrigðismála og starfs- víöar í gangi átak til að hvetja starfs- framtak mjög til fyrirmyndar, og sagði fólks sjúkrahúsanna gæti skilað mjög fólk til sparnaöar. Þegar Sighvatur að það væri staðreynd að gott samstarf miklum spamaði. Björgvinsson, heilbrigðisráðherra, kom ásamt fylgdarliði í heimsókn á sjúkarhúsið í síðustu viku vakti eftir- tekt hans stór talla, með fyrirsögn- inni: „Juu, viddiði kvadda kostar?“ Undir henni var talið upp verð á ýmsum einnota vörum, sem algengast- ar eru í starfsemi lækna og hjúkrunar- fólks á sjúkarhúsum. Þar kom meðal annars fram, að næturbleian kostar 37 krónur en sóðastykkið þó ekki nema 8 krónur. Lyfjastaup úr plasti er á 4 krón- ur, og algengur tunguspaði sem læknar stinga ofaní kokið á sjúklingum áður en þeir eru látnir segja: „Aaaaa“ kostar fjórar krónur. Blóðsprautan, sem er mjög mikið notuð kostar hins vegar heilar 49 krónur en sprautunál aðeins 2,30. „Þetta era svona algengustu hlutimir sem við notum héma“ sagði fram- kvæmdastjóri sjúkrahússins, „og þó hver hlutur sé ódýr þá safnast þegar sainan kemur. Þetta era einnota vörur og við vildum gera þetta til að vekja eftirtekt okkar sjálfra á því að þetta kostar þrátt fyrir allt talsverða pen- inga.“ Menntamálaráðuneytið Stöðupróf í framhaldsskólum Stöðupróf í framhaldsskólum á haustönn 1992 eru haldin sem hér segir: Þriðjud. 18. ágúst kl. 18.00 Enska Miðvikud. 19. ágúst kl. 18.00 Norska, sænska Fimmtud. 20. ágúst kl. 18.00 Spænska, ítalska Föstud. 21. ágúst kl. 18.00 Stærðfræði, þýska, franska Athygli skal vakin á því að stöðupróf í erlendum málum eru ekki fyrir nemendur sem aðeins hafa lagt stund á málið í grunnskóla. Prófin eru haldin í Menntaskólanum við Hamra- hlíð. Þeir sem ætla að gangast undir þessi próf þurfa að til- kynna þátttöku sína á skrifstofu Menntaskólans við Hamra- hlíð. Skráningu lýkur mánudaginn 17. ágúst. Auglýsing um verkleg próf í endurskoðun Samkvæmt reglugerð nr. 403/1989, um verkleg próf til löggildingar til endurskoðunarstarfa, er fyrirhugað að halda verkleg próf til löggildingar til endurskoðunar- starfa. Ráðgert er að prófin verði haldin á tímabilinu 16. nóvember til 11. desember 1992. Þeir sem hafa hug á að þreyta prófraunir þessar, sendi Prófnefnd löggiltra endurskoðenda, c/o Fjármálaráðu- neytið, tilkynningu þar að lútandi fyrir 10. september nk. Tilkynningunni skulu fylgja skilríki um að fullnægt sé skilyrðum til að þreyta prófraunina, sbr. lög nr. 67/1976, um löggilta endurskoðendur, með síðari breytingum. Prófnefndin mun boða til fundar með prófmönnum í september nk. Reykjavík 7. ágúst 1992 Prófnefnd löggiltra endurskoðenda Heilsugæslustöö á Tilboð óskast í byggingu og fullnaðarfrágang á húsi fyrir heilsugælustöð á Eskifirði. Húsið ertimburhús á steyptum grunni, ein hæð, 510 m2 og lítil rishæð 150 m2. Verktími er til 15. apríl 1995. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri að Borgar- túni 7, Reykjavík til og með fimmtudeginum 27. ágúst n.k. gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað kl. 11.00 f.h., þriðju- daginn 1. september 1992. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS BORGARTÚNI 7 - 105 REYKJAVÍK Frá Menntaskólanum við Hamrahlíð Upphaf skólastarfs á haustönn 1992. Stöðupróf verða haldin í skólanum eftirtalda daga og hefjast öll kl. 18: í ensku þriðjudaginn 18. ágúst. í norsku og sænsku miðvikudaginn 19. ágúst. í spænsku og ítölsku fimmtudaginn 20. ágúst. í stærðfræði, frönsku og þýsku föstud. 21. ágúst. Skráning í stöðupróf er á skrifstofu skólans í síma 685140 og 685155. Athygli skal vakin á því að stöðupróf í erlendum málum eru aðeins ætluð nemendum sem hafa dvalist nokkra hríð í landi þar sem viðkomandi mál er talað eða málið talað á heimili þeirra. Prófin eru ekki fyrir nemendur sem aðeins hafa lagt stund á málið í grunnskóla, hversu góður sem árangur þeirra þar var. Próf í dönsku eru aðeins ætluð nemendum Menntaskólans við Hamrahlíð og þeim sem hyggja á nám við skólann. Önnur stöðu- próf eru einnig opin nemendum annarra framhalds- skóla. Innritað verður í Öldungadeild á haustönn 1992 á skrif- stofu skólans 24., 25. og 26. ágúst kl. 16-19. Nýnemum er bent á að deildarstjórar verða til viðtals mánudaginn 24. ágúst. Námsráðgjafar aðstoða við innritun alla dag- ana. Nýnemar í dagskóla eru boðaðið í skólann mánudaginn 31. ágúst kl. 10.00. Þriðjudaginn 1. september: Skólasetning kl. 10. Stundatöflur dagskólanema verða afhentar kl. 10.30. Kennarafundur verður kl. 13. Kennsla hefst í öldungadeild skv. stundaskrá kl. 17.30. Kennsla í dagskóla hefst miðvikudaginn 2. september. Rektor.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.