Alþýðublaðið - 02.10.1992, Síða 4

Alþýðublaðið - 02.10.1992, Síða 4
Allar stærðir sendibíla SÍMAVAKT ALLA DAGA TIL KL. 23.30 %iúð-9\fcrgœtni Mlýíiugur Útfararþjónustan Rúnar Geirmundsson útfararstjóri símar 67 91 10 og 67 27 54 SYKURMOLAR TIL USA: Það má fullyrða að veraldarbrölt þeirra Sykurmolanna hefur sett ísland kyrfilega á landakortið, alla vega í hug- um þeirra sem hlusta á popptónlist. Nú eru Molamir að leggja í mikla Banda- ríkjaferð, þeirra stærstu og viðamestu hingað til. Þeim er boðið að opna tón- leika írsku stórsveitarinnar U2, - leika því eins konar aðra fiðlu í þeim sjóum. Ferðin hefst í þessum mánuði og stendur Iangt fram í nóvember og verður ferðast til margra stærstu borga Bandaríkjanna, Dallas, Kansas, Denver, Pho- enix, San Diego, San Fransisco, Los Angeles, Las Vegas, - og einnig til Vancouver í Kanada. Sykurmolamir em líka að koma með plötuna it's it sem verður kynnt á hefðbundinn hátt víða um heim. Og Örn & Örlygur er með bók um sögu hljómsveitarinnar sem kemur út fyrir jólin. ÍSLENDINGAR AÐ ÉTA BÖRNIN SÍN? Rithöfundurinn Jón Þorleifsson heldur áfram að skrifa. Hann hóf sinn feril, þegar hann var kominn af Iéttasta skeiði. Fimmtánda bók hans kom í sumar, Eru Islendingar að éta bömin sín? heitir kverið. Þar veltir höfundurinn fyrir sér lífskjömm Is- lendinga fyrr og nú og skoðar stöðu þjóðarinnar á alþjóðavettvangi. VEÐURFRÆÐINGAR ÓHRESSIR: Félag íslenskra veður- fræðinga, fagfélag veðurfræðimenntaðs fólks, ítrekar enn andstöðu félagsins við fyrirhugaðar breytingar á tilhögun veðurfrétta í útvarpi, telur þær hvorki tímabærar né að þær muni bæta veðurspár. Fundur í félaginu lýsir yfir furðu yfir því að ekkert formlegt samstarf var haft við veðurfræðinga í spádeild um þessar breytingar. DEMETZ AÐ VERÐA ÁTTRÆÐUR: vinsæii íslendingur verður 80 ára 11. október næstkomandi, Sigurður Demetz Frantzon. Dem- etz kom hingað til lands frá Suður-Týról árið 1955 og hét þá Vincenz Maria Demetz. Hann hefur unnið frábært starf að söngmálum hér á landi, enda hef- ur hann hlotið viðurkenningar forseta Islands, - sem og forseta Italíu og var gerður að heiðursborgara f fæðingarbæ sínum Ortisei síðastliðið sumar. Margir okkar bestu söngvara hafa numið list sfna hjá Demetz. Á þriðjudags- kvöldið halda vinir hans og velunnarar sönghátíð í Þjóðleikhúsinu í tilefni af- mælisins. Margir nemenda hans koma fram. Miðar fást í Þjóðleikhúsinu. JÓHANN EYFELLS í LISTASAFNINU: Sýning á verkum Jóhanns Eyfells verður opnuð kl. 15 á morgun, laugardag. Hér er sýnt úrval verka listamannsins frá síðasta áratug og er sýningin hin stærsta sem haldin hefur verið hér á landi á höggmyndum Jóhanns. Jóhann Eyfells hefur átt heima í Flónda í Bandaríkjunum síðustu 23 árin, starfað sem prófessor við listaháskóla auk þess að starfa að list sinni. MÓTMÆLA VAXTAHÆKKUN: HúsnæðishópurBSRB hefur mótmælt íyrirhuguðum hækkunum á vöxtum á lánum byggingarsjóðs verka- manna úr 1% í 2,4% afturvirkt til 1984. „Kaupmáttur launafólks hefur ekki aukist á síðustu árum, og því er ríkisstjómin á villigötum þegar hún eykur með þessum hætti álögur á hina tekjulægstu í þeirri viðleitni sinni að minnka halla ríkissjóðs", segir húsnæðishópurinn og bendir á að nærtækara væri að sækja fé þangað sem það er að hafa, - það er með skattlagningu fjármagns- tekna og hátekjuskatti. Hópurinn bendir líka á að mikilvægt sé að þess sé gætt að félagslega húsnæðiskerfið gagnist þeim sem það upphaflega var hugsað fyrir. Ennfremur að verulega megi draga úr útgjöldum ríkisins til félagslegra íbúða með lækkun byggingarkostnaðar. SAMTÖK FÁMENNRA SKÓLA: Á dögunum komu saman til fundar að Reykjum í Hrútafirði kennarar og skólastjórar fámennra skóla úr öllum landsfjórðungum, en þeir eru um hundrað talsins. í slíkum skólum get- ur fjöldi nemenda orðið allt að 100 eða fleiri. Á fundinum kom meðal annars fram að „hver skóli á að vera svo fámennur, að engum nemanda sé þar ofauk- ið!“ eins og segir í frétt af fundinum. Fundarmenn voru einhuga um að „hvet- ja fólk til að standa vörð um heill bamanna og láta ekki misvitra stjómmála- menn eyðileggja þann mikla vaxtarbrodd í íslenskum skólamálum sem fá- menni skólinn er“. Formaður samtakanna er Hafsteinn Karlsson frá Vill- ingaholtsskóla. ■ |M 1 fc II i ll:: 1- l;:i: iíi: Grímur Scemundsson, frá Rifi á Snœfellsnesi, \ \ ÞJÓÐARINNAR, EÐA HVAÐ? Stærsti vandi ungs fólks á ís- landi í dag er að árum saman hefur atvinnulítið verið rekið án þess að gerðar hafi verið til þess eðlilegar hagkvæmniskröfur. Með orða- leppinn „þjóðhagsleg hagkvæmni“ að vopni hafa framsóknarmenn allra flokka dælt fé í óarðbærar framkvæmdir og þannig séð til þess að ekkert fé hefur verið aflögu til skynsamlegrar nýsköpunar í at- vinnulífinu. Ég tók eftir því þegar ég gekk í Menntaskólann á Akureyri að Fram- sóknarmennimir, sem þar vom mér samtíða, voru á margan hátt frá- bmgðnir öðmm nemendum skólans. Eitt af því sem skar þá úr var að þeir viðhöfðu annað tungutak en við hinir, þegar talið barst að þjóðmálum. Þeir beittu gjaman fyrir sig orðum sem vom annarleg okkur óvígðum, og eins notuðu þeir orð og setningar, sem okkur hinum vom töm, á allt annan hátt en við áttum að venjast. Það sem öll þessi orð eiga sameig- inlegt er að þau hljóma afskaplega vel þegar maður skilur ekki hvað átt er við með þeim. En um leið og merkingin verður manni ljós, þá skil- ur maður um leið að á ferðinni em stórhættulegar hugmyndir. Mér til mikillar skelfmgar stend ég flokks- bræður mína í Alþýðuflokknum nú æ oftar að því að nota téð orð og setn- ingar f þeirri sömu merkingu og skólabræður mínir SÍS-synimir á Ak- ureyri gerðu. „ÞÁ HLÓ MARBENDILL HIÐ FYRSTA SINN“ Ein af þessum stórhættulegu orða- samsetningum, og líklega sú sem mest er notuð, er „þjóðhagslega hag- kvæmt“. Við fyrstu sýn er ekkert athugavert við þessi tvö orð, þau hljóma raunar frekar vel saman. Eftir orðanna hljóð- an er starfsemi, ef hún er „þjóðhags- lega hagkvæm“, þannig að hagur þjóðarinnar eflist við að hún sé stund- uð. Og ef þetta væri það sem menn eiga við, þegar þeir taka sér þessi orð í munn, væri þessi grein óþörf. En málum er því miður ekki þannig háttað. Þegar Fram- sóknarmenn tala um að atvinnustarf- semi sé „þjóðhags- lega hagkvæm", þá eiga þeir við, að þeim mælikvörð- um, sem notaðir eru til að mæla hag- kvæmni fyrirtækja, eigi ekki að beita á þessa starfsemi. Af tilgreindum ástæð- um sé nauðsynlegt að hún fari fram því sem næst óbreytt, Grímur Sæmundsson, heimspekistúd- entfrá Rifi á Snæfelisnesi og því beri stjómvöldum að leggja fram fé til að tryggja viðgang at- vinnugreinarinnar. Þetta hefur leitt til þess að við sitj- um uppi með fjölda fyrirtækja sem við eðlilegar aðstæður hefðu hætt starfsemi fyrir löngu eða jafnvel aldr- ei hafið starfsemi, og við kostum ótrúlegum fjárhæðum til að halda þeim áfram í rekstri. ÆVINTÝRAMENNSKA Hrikalegasta dæmið um kostnað- inn við „þjóðhagslega hagkvæmni“ er auðvitað íslenskur landbúnaður og öll ævintýrin sem lagt hefur verið út í til að viðhalda núverandi byggða- mynstri. Það hefur verið hamrað á því að óbreytt ástand sé „þjóðhags- lega hagkvæmt" og þess vegna megi engu breyta. Dæmin eru því miður miklu fleiri, og hafa alla burði til að margfaldast. Mönnum hefur lærst það, að sé hætta á að einhver starfsemi, sem þeir bera hlýhug til, standist ekki hagkvæmnis- kröfur, þá sé besta úrræðið að hamra á því að hún sé „þjóðhagslega hag- kvæm“. Þetta er ráðið sem trillukarl- ar, háskólastúdentar og BSRB-for- kólfar hafa gripið til og hlotið hljóm- grunn í Alþýðuflokknum. Framsókn- arretóríkin er að verða ráðandi í ís- lenskri stjómmálaumræðu. „ÞJÓÐHAGSLEG HAG- KVÆMNI“ GLEYPIR FÉ En það er nú eitt sinn þannig farið að því fleiri fyrirtæki sem verða „þjóðhagslega hagkvæm", því minna verður svigrúmið fyrir raunverulega hagkvæm fyrirtæki í landinu. Það kostar heil ósköp að halda uppi „þjóðhagslega hagkvæmu" atvinnu- lífí og sá kostnaður leggst á þau fyrir- tæki sem bera raunverulegan arð. Álögumar á atvinnulíflð em orðn- ar svo hrikalegar að fyrirtæki, sem alla burði hafa til að skila arði við eðlilegar aðstæður, eiga ekki um ann- að að velja en að lýsa sig annaðhvort gjaldþrota eða „þjóðhagslega hag- kvæm“. „ÞJÓÐHAGSLEG HAG- KVÆMNI“ VERSUS NÝ- SKÖPUN Það brennur á ungu fólki að koma stjóm- málamönnum í skilning um að það sem við ís- lendingar þörfnumst er að eignast atvinnulíf sem stenst eðlilegar kröfur um hagkvæmni. Það er ekki beinlínis bjart framundan fyrir unga athafnamenn ef allt íslenskt fjármagn á áfram að vera bundið í „þjóðhagslega hag- kvæmum“ fyrirtækjum. Þá er lítið svigrúm til þeirrar nýsköpunar í at- vinnulífinu sem tryggja mætti íslendingum at- vinnu árið 2010.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.