Alþýðublaðið - 04.12.1992, Síða 6
6
Föstudagur 4. desember 1992
lengur
jólQfötin og
V “bwo
2000 öh«VPis bilastœð'
Samkeppnislagafrumvarpið
Sundrung og
samstaða
Góð samvinna milli stjórnar og stjórn-
arandstöðu í ýmsum málum sem tengj-
ast EES en atkvœði féllu á ýmsa lund
innan þingflokkanna
„Þetta var viðamikil at-
kvæðagreiðsla, oft farið fram á
nafnakall, mikið um hjásetur
og línur riðluðust bæði hjá
stjómarandstæðingum og
stjómarsinnum", sagði Rann-
veig Guðmundsdóttir, varafor-
maður efnahags- og viðskipta-
nefndar eftir að samkeppnis-
lagafmmvarpið hafði verið af-
greitt ti! þriðju umræðu á Al-
þingi í gær.
Hún sagði að mörg atriði í
frumvarpinu væru með beina
vísun til EES-samningsins og
þeina EFTA-stofnana sem
hann kveður á um og því hafi
komið fram fyrirvarar um sam-
þykki einstakra liða vegna
þess. Þá hafí verið farið fram á
að þriðja umræða fari ekki
fram fyrr en samþykki um
EES- samninginn liggi fyrir.
Margar breytingartillögur lágu fyrir
við frumvarpið og náðu allar þær
breytingar sem samstaða var um í
nefndinni frant að ganga. „Það var
ánægjulegt um þetta fmmvarp eins og
svo mörg frumvörp sem tengjast EES-
samningum á einn eða annan hátt, að
þau hafa verið unnin í mjög góðri sam-
vinnu stjómarliða og stjómarandstæð-
inga inn í nefndum þó stjómarandstæð-
ingar setji ýmsa fyrirvara varðandi það.
að EES- samningurinn verði sam-
þykktur", sagði Rannveig.
Klofningur kom fram hjá öllunt
flokkum við afgreiðslu á einstaka
breytingartillögum. Tveir þingmenn
Alþýðuflokksins, þeir Össur Skarp-
héðinsson og Gunnlaugur Stefánsson
studdu umdeilda breytingartillögu
Steingríms J. Sigfússonar, um að
markaðsráðandi fyrirtækjum í sam-
göngum yrði meinað að eiga meira en
25% í öðrum markaðsráðandi fyrir-
tækjum í greininni. Akvæðið, sem var
stefnt gegn Eimskip og Flugleiðum.
var fellt með atkvæðum stjómarliða og
hjásetu nokkurra Framsóknarmanna.
Mikla athygli vakti að Guðrún Helga-
dóttir studdi ekki varaformann sinn í
málinu.
Þá þótti hjáseta sumra þingmanna
Framsóknarflokksins við ákveðna liði
sem vörðuðu EES sýna rótklofna af-
stöðu Framsóknar til EES-samningsins
eins og fram kemur í forsíðufrétt blaðs-
ins.
TRAÐARKOT
- enn eitt bílhýsið opnar - slœm nýting
slíkra bygginga í miðborginni
ÞRJÚ NÝ BÍL-
HÝSI KOMA
TIL VIÐBÓTAR
Alls bættust við 271 bílastæði í
miðborg Reykjavíkur í gær þegar
bílastæðahúsið Traðarkot að Hverf-
isgötu 20 var opnað. Eru bílastæði í
og við Kvosina þá orðin 835 talsins.
Mjög slæm nýting hefur hinsvegar
verið á bílhýsunum fimm sem fyrir em
og opnum bílastæðum með gjaldtöku í
miðborginni, enda þykir fólki eflaust
hentugra að fá ókeypis bílastæði við
verslunarkjama eins og Kringlumar
tvær.
Engu að síður hyggur Reykjavíkur-
borg á enn fleiri bílastæði í næsta ná-
grenni miðborgarinnar. Sjötta bílhýsið
verður við Vitatorg og verður með 225
bílastæði, - og loks er von á tveim til
viðbótar við Tryggvagötu/Geirsgötu,
en þær framkvæmdir eru unt þessar
mundir á teikniborðinu.
Þessum feiknarlegu byggingafram-
kvæmdum er „meðal annars ætlað að
mæta fyrirhugaðri lokun Bakkastæðis
og þeirri framtíðareftirspum, sem talin
er fylgja aukinni starfsemi á svæðinu,
cndanlegan fjölda stæða í þeim má
ákveða með tilliti til eftirspumar",
segja borgaryfirvöld, scm nú hafa mót-
að stefnu um endurreisn miðborgar-
svæðisins. Að henni er nú unnið sam-
kvæmt markvissri áætlun til nokkurra
ára.
Nýja bílageymslan við Hverfisgötu
er nokkuð betur í sveit sett en önnur
slík í næstu grennd við mestu við-
skiptagötu borgarinnar, Laugaveginn.
Án efa hefur sú staðreynd sitt að segja
varðandi framtíðar nýtingu bílastæð-
anna.
Húsið er 6 hæðir, 8100 fermetrar að
heildarflatarmáli, - og kostnaðurinn við
bygginguna reiknaður í gær, - var
364,5 milljónir króna.
Traðarkot býður ókeypis bílastæði í
jólamánuðinum. Eftir það er gjald-
skylda frá 9-18, 30 krónur fyrir fyrstu
klukkustund, en 10 krónur fyrir hverjar
12 mínútur eftir það. Mánaðarleiga er
3.500 krónur. Bílastæðin eru opin frá
7,30 mánudaga til föstudaga, til kl. 19 á
mánudögum en þriðjudaga til föstu-
daga til kl. 24. Á laugardögum er opið
frá 9 til 24 og á sunnudögum frá 12.30
til 24.