Alþýðublaðið - 04.12.1992, Side 8

Alþýðublaðið - 04.12.1992, Side 8
8 Föstudagur 4. desember 1992 DAGSKRÁ í DESEMBER OG JANÚAR 11. DESEMBER: Jólaglögg 18. DESEMBER: Samband ungra jafnadarmanna Stjórnmálahreyfing sem mótar sína eigin stefnu. Stjórnmálahreyfing sem er óháð öllu og öllum nema sjálfum kjarna jafnaðarhugsjónarinnar. Sérstakt Reykjavíkurblað fylgir Alþýðublaðinu. Umsjón Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur. 6. JANÚAR: Kratakvöld. Þrettándinn. 17. JANÚAR: Ráðstefna Alþýðuflokks Reykjavíkur: Fjölskyldan og heimilið. 20. JANÚAR: Kratakvöld. 30. JANÚAR: Aðalfundur Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur. Stjórn Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur. Opinn fundur starfsmennta- ráðs félagsmálaráðuneytisins Starfsmenntaráð félagsmálaráðuneytisins heldur opinn fund að Borgartúni 6 í Reykjavík, miðvikudaginn 9. des- ember nk. kl. 16.00 til 19.00. Á dagskrá fundarins eru lög nr. 19/1992, um starfsmenntun í atvinnulífinu, fjallað verður um úthlutun úr starfsmenntasjóði og kynnt um- sóknareyðublöð um styrki úr sjóðnum. Félagsmálaráðuneytið, 2. desember 1992. Forystumenn SUJ: SigurOur Pétursson formaður og Magnús Árni Magnússon varaformaður. Samband ungra jafnaðarmanna (SUJ) er stjórnmálasamtök ungs fólks sem aðhyllist jafnaðarstefnuna. Það var stofnað árið 1929 og gjald- gengir félagar eru allir Islendingar sem eru á aidrinum 15 til 35 ára. SUJ er samtök Félaga ungra jafnað- armanna sem staðsett eru vítt og breitt í kjördæmum landsins. Núverandi formaður SUJ er Sigurð- ur Pétursson, 34 ára gamall sagnfræð- ingur frá Reykjavík, en varaformaður SUJ er Magnús Ámi Magnússon, 24 ára gamall heimspekinemi frá Kópa- vogi. Framkvæmdastjóri SUJ er Stefán Hrafn Hagalín. SUJ er með öfluga starfsemi, þar er alltaf eitthvað að ger- ast eða á döfmni. SUJ er með aðal- stöðvar sínar að Hverfisgötu 8.-10. í Reykjavík. (Síminn þar er 91 -29244 en myndsendisnúmerið 91- 629244.) Þar er hægt að fá allar upplýsingar um starf og stefnu SUJ. SUJ starfrækir fjórar fastanefndir; Verkalýðs- og stjómmálanefnd; Menn- ingar- og menntamálanefnd; Utanríkis- málanefnd; Umhverfismálanefnd. SUJ er aðili að eftirtöldum erlcndum samtökum: Alþjóðasamtökum ungra jafnaðarmanna (IUSY), Evrópusam- tökum ungra jafnaðamtanna (ESY) og Norðurlandasamtökum ungrajafnaðar- manna (FNSU). SUJ hefur lagt metnað sinn í að rækja vel þetta alþjóðlega samstarf og fjöldi ferða er þess vegna farinn erlendis á hverju ári. Ólíkt því sem margir halda er það ekkert skilyrði fyrir inntöku í SUJ að viðkomandi aðhyllist aðgerðir Alþýðu- flokksins í einu og öllu. Hins vegar er það algjört skilyrði að fólk aðhyllist jafnaðarstefnuna og það hefur stundum þótt brenna við að það fyrmefnda og síðamefnda fari ekki saman, þvf rniður. Jafnaðarstefnan, hvað er það? Kaup á miða í símahappdrættinu styðja framkvæmdir féiagsins í þágu fatlaðra barna Hefur síminn þinn happanúmer? Símanúmer þitt er númer happdrættismiðans Nú byggjum við nýja sundlaug fyrir börnin okkar STYRKTARFÉLAG LAMAÐRA OG FATLAÐRA Háaleitisbraut 11 - 13, Reykjavík Raunsæi og réttlæti, jöfnuður öllum til handa og sú meginregla að hver ein- staklingur fái að njóta sín og hæfileika sinna, án þess að það bitni á því samfé- lagi sem hann tilheyrir; Þetta em þær gmnvallarhugsjónir sem jafnaðarmenn byggja lífsskoðun sína á. Samband ungra jafnaðarmanna mót- ar sína eigin stefnu burtséð frá útgef- inni flokkslínu, eins og áður var minnst á og er ólíkt öllum öðmm flokkspólit- ískum hreyfingum ungs fólks að því leyti. Við eruni jafnaðarmenn og ef okkur finnst eitthvað vanta upp á að Alþýðuflokkurinn fylgi þeirri hugsjón, þá emm við óhrædd að gagnrýna það. SUJ: Samviska Alþýðuflokksins Fyrir okkur er fiokkslínan svokall- aða nefnilega engin heilög goðsögn sem ekki má hrófla við. Einmitt vegna þessa hefur SUJ stundum verið kallað samviska Alþýðuflokksins, nokkurs- konar siðbótarafi. Það er eftir okkur tekið og á okkur hlustað. Við tökum á því sem aðrir þora ekki að taka á og er- um ófeimin við ákúrur forystu Alþýðu- flokksins vegna meintrar óhlýðni. Við emm sjálfstæð hreyfing hugsandi fólks sem hefur áhrif; Stundum mikil, annað slagið lítil en alltaf einhver. Hægri eða vinstri? SUJ er breið fjöldahreyfing og hefur innan vébanda sinna skemmtilega sam- settan hóp ungs fólks með ferska fram- tíðarsýn. Sumt af þessu fólki hallar sér

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.