Alþýðublaðið - 06.01.1993, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 06.01.1993, Blaðsíða 4
4 Fimmtudagur 6. desember 1993 Offjárfesting og aflasamdráttur Össur Skarphéðinsson skrifar Á síðustu fimm árum hafa nvjar skuldir sjávarútvegsins aukist um 2 milljarða á ári umfram afborganir. Skuldir greinarinnar eru 95 millj- arðar en árstekjurnar aðeins 75 milljarðar. Aflasamdráttur síðustu þriggja ára rýrir afkomuna um 4 af hundraði. Við sérhver áramót eru forystumenn í stjómmálum gjaman fengnir til að líta yfir liðið ár og látnir ausa af brunnum djúprar visku. Um þessi áramót varð mörgum þeirra eðlilega tfðrætt um þrönga stöðu útgerðar og ftskvinnslu, enda hangir heimsfræg velferð íslend- inga á spýtu þorsks og ýsu. Langvar- andi lægð í sjávarútvegi getur ekki Ieitt nema til annars af tvennu illu: aukinnar lántöku erlendis til að halda uppi vel- ferðinni eða samdráttar. Niðurstaðan verður yfirleilt blanda af hvoru tveggja. Það var hins vegar býsna athyglisvert, að sumir af spökum leiðtogum stjóm- arandstöðunnar töldu bersýnilega að erfiðleikana í sjávarútvegi mætti eink- um kenna stcfnu stjómarinnar í vaxta- og gengismálum. A þeim var ekki ann- að að skilja en kæmi ný ríkisstjóm til valda, þá sprytti úr töfrahatti hennar ný gengis- og vaxtastefna og útgerð og fiskvinnsla myndu blómstra á ný. Hrapallegur misskilningur Engan gmnar foringja stjómarand- stöðunnar um þá græsku að fara vísvit- andi með rangar staðreyndir. En bless- aðir mennimir hafa bersýnilega ekki skoðað nógu grannt. Það er nefnilega hrapallegur misskilningur að ríkis- stjórnin hafi á skömmu skeiði sínu breytt svo afgerandi vaxtastigi og gengi krónunnar. að það eigi einhverja sök á kreppu sjávarútvegsins í dag. Öðru nær. Yfir65 af hundraði nettóskulda sjáv- tmitvegsins eru gengistryggðar. Á síð- ustu tveimur ámm lækkuðu raunvextir, og margt bendir til að sú þróun verði áfram. Vextir verðtryggðra lána innan- lands lækkuðu jafnframt á milli áranna 1991 og 1992, en vom þó 0,6 af hundr- aði hærri á síðasta ári en 1990. Þjóð- hagsstofnun metur það svo, að yfir heildina hafi raunvextir af ölium lánum sjávarútvegsins verið um 6 af hundr- aði. Það er jjvf alsendis fráleitt að telja að vaxtastefna stjómarinnar eigi nokkra sök á óförum fyrirtækja í útgerð og fiskvinnslu. Sama gildir um gengið. Meðalgengi síðustu ára á mælikvarða verðlags var svipað og meðalgengið milli áranna 1980 og 1990, eða rétt 1,7 af hundraði hærra. Sé það iniðað við 1988 heilum 8 af hundraði lægra. Afstaða ríkisstjómar Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks til gengis og vaxta eiga því enga sök á erf- iðleikum í sjávarútvegi, og fullyrðingar urn annað byggja á einhverju öðm en staðreyndum. Ohófleg fjárfesting Kröpp staða greinarinnar er fyrst og fremst summan af aflasamdrætti og óhóflegri fjárfestingu. Offjárfestingin birtist í því að of mörg skip hafa verið að veiða allt of fá tonn, og of margar vinnslustöðvar að vinna of lítinn afla. Kostnaðurinn við að sækja og vinna hráefnið hefur því smám saman aukist, og framlegðin til að greiða afborganir og vexti vaxið að sama skapi. Aflasam- dráttur síðustu þriggja ára hefur svo hert óþyrmilega á þessari þróun. Þvf hefur að vísu verið mótmælt af ótrúlegustu aðilum, að offjárfesting eigi einhverja sök á vanda greinarinn- ar. Skemmst er að minnast ræðu sjáv- arútvegsráðherra á aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva á Akranesi í sept- ember, en þar vfsaði hann þessari full- yrðingu á bug sem „fráleitri villukenn- ingu". Það er hins vegar auðvelt að sýna fram á, hvemig skuldsetning greinarinnar hefur þróast síðustu árin: Við upphaf ársins 1988 námu skuld- imar 45,7 milljörðutn. Miðað við að ekkert hefði verið greitt af þeim, hefðu þær framreiknaðar átt að vera 77 millj- arðar við árslok 1992. Nú em þær hins vegar orðnar a.m.k. 95 milljarðar. Þær hafa því aukist að raunvirði um 18 milljarða á fimm ára tímabili. Að vísu er það svo, að á þessum árum hófust fyrir alvöru kaup á frystitogurum, og f þau varið 8,5 milljarðar. Frystitogar- arnir eru hins vegar taldir standa vel undir sér, og því væri ef til vill sann- gjamt að taka þá út fyrir sviga. En sé það gert, og andvirði þeirra dregið frá 18 milljörðunum, þá stendur eigi að síður eftir að greinin hefur aukið skuld- ir sínar um 10 milljarða að raunvirði frá upphaft ársins 1988 til þessa dags. Með öðrum orðum: Á síðustu fimm árum hefur sjávarútvegurinn bætt við sig nettóskuldum sem nema 2 milljörðum á ári. Aflasamdráttur Minni afli hefur sömuleiðis haft úr- slitaþýðingu fyrir tapið í greininni. Á síðasta ári var það mat Þjóðhagsstofn- unar, að greinin í heild væri rekin með halla upp á 1,4 af hundraði. Ég bað stofnunina að reikna út, hversu mikið aflasamdráttur síðustu þriggja ára hefði rýrt afkomu sjávarútvegsins. Niður- staðan var sú, að minnkandi afli hefði aukið tapið um fjóra af hundraði. Það þarf því ekki sterkan stærðfræðing til að reikna út, að hefðu íslendingar á síð- asta ári veitt jafn mikið og árið 1989, þá hefði greinin í heild skilað hagnaði sem nam 2,5 af hundraði. Það er býsna fróðlegt að kanna áhrif samdráttarins á botnfiskveiðamar ein- ar. Á síðasta ári töpuðu þær 6,8 af hundraði að mati Þjóðhagsstofnunar. Svör stofnunarinnar við spumingum mínum leiddu í ljós, að frá 1989 hefði aflaminnkunin ein og sér rýrt afkomu þeirra um hvorki meira né minna en 8 til 9 af hundraði miðað við áætlaðan afla 1993. Botnfiskveiðamar hefðu því skilað nokkrum hagnaði, ef sami botn- ftskafli hefði náðst og árið 1989. Þessar staðreyndir sýna svart á h vítu, að samdráttur í afla hefur leikið lykil- hlutverkið í afkomu greinarinnar. Hann, ásamt óhóflegri fjárfestingu hef- ur framar öðru leitt sjávarútveg Islend- inga í núverandi ógöngur. Að kenna núverandi stjóm um erfiðlcika greinar- innar, byggist í senn á misskilningi og mikilli oftrú á áhrifamætti hennar... \/r, % VA* — m m \L- \ i - 'JV \ "*■ AVf %r L>/ *<?\\\ * .r'iv. A"Pr Vísitala jöfnunarhlutabréfa Samkvæmt ákvæðum 5. og 6. málsl. 1. mgr. 9. gr. laga nr. 75/1981 um tekju- og eignarskatt hefur ríkisskattstjóri reiknað út vísitölu almennrar verðhækkunar í sambandi við útgáfu jöfnunarhlutabréfa á árinu 1993 og er þá miðað við að vísitala 1. janúar 1979 sé 100. 1. janúar 1. janúar 1. janúar 1. janúar 1. janúar 1. janúar 1. janúar 1. janúar 1. janúar 1. janúar 1. janúar 1. janúar 1. janúar 1. janúar 1980 vísitala 1981 vísltala 1982 vísitala 1983 vísitala 1984 vísitala 1985 vísitala 1986 vísitala 1987 vísitala 1988 vísitala 1989 vísitala 1990 vísitala 1991 vísitala 1992 vísitala 1993 vísitala 156 247 351 557 953 1.109 1.527 1.761 2.192 2.629 3.277 3.586 3.835 3.894 Við útgáfu jöfnunarhlutabréfa skal annars vegar miða við vísitölu frá 1. janúar 1979 eða frá 1. janúar næsta árs eftir stofnun hlutafélags eða innborgunar hlutafjár eftir þann tíma, en hins vegar skal miða við vísitölu 1. janúar þess árs sem útgáfa jöfnunarhlutabréfa er ákveðin. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI V' - \ \V> i' y \ / t rv /v

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.