Alþýðublaðið - 06.01.1993, Side 7

Alþýðublaðið - 06.01.1993, Side 7
Miðvikudaqur 6. janúar 1993 7 Skattlagning á einstakar greinar landbúnaðar Verðlœkkunin á nautakjötinu skilaði sér seint en hœkkar nú aftur - „ ósvífnir vinnslu - og söluaðilar nota ódýrt kýrkjöt í afurðir sínar í auknum mœli án þess að það komif 'am í verðij segir formaður kúabænda Frá því að ákveðið var að leggja skyldi skatt á landbúnaðarvörur eins og önnur matvæli hefur ríkið endurgreitt hluta hans. Því hafa landbúnaðarvörur í reynd verið í sér skattþrepi þannig að eftir endurgreiðslur árið 1988, var VSK af landbúnaðarvörum um 12% en var kominn í um 14% á síðasta ári. Með ákvörðun ríkisvaldsins að lækka endurgreiðslur á VSK á ákveðnar teg- undir iandbúnaðarafurða úr 460 millj- ónum króna á síðasta ári í 190 milljón- ir á þessu ári hækkar skatturinn í rúm- lega 21% á þessum tilteknu vörum. Minni endurgreiðslur nú koma niður á eggja-, svínakjöts, nautakjöts-, kjúk- linga- og hrossakjötsframleiðslu en ekki þeim landbúnaðarafurðum sem bundnar em búvörusamningum. Þann- ig verða endurgreiðslur VSK á mjólk- urvörur og lambakjöt óbreyttar. Aðrir kjötframleiðendur una því að sjálf- sögðu illa, þ.e. að greiða meiri skatta af sinni kjötframleiðslu en fjárbændur þurfa að gera. Landbúnaðarráðherra sagt fyrir verkum Á fundi á mánudag með talsmönn- um framleiðenda landbúnaðarvöm sem utan búvömsamninga standa, sagði Halldór Gunnarsson, formaður Félags hrossabænda, aðdraganda skattsins vera þann að landbúnaðarráð- herra hafí verið gert að spara 250 millj- ónir króna og hann skyldi sjá um að það yrði gert. Hann hafi gefið út yfir- lýsingar um það yrði gert með því að höggva í búvömsamning. Auðvitað hafi formaður Stéttarsambands bænda þá lýst því yfir að því yrði svarað með málaferlum. Þá hafí aðeins einn liður verið eftir til að skera niður og það var þessi liður um endurgreiðslur á bú- greinar sem ekki væm bundnar í bú- vörusamningum. Halldór bætti við að þessi aðför væri í rauninni með þeim hætti að sér findist að það hlyti að vera spuming fyrir for- ystumenn bænda, að láta kanna hvort þetta væri ekki brot á stjómarskránni vegna þess að bændum sem stunda bú- vöruframleiðslu er mismunað svo stór- kostlega með þessum hætti, að það er ekki sama hvaða búgrein þeir stunda. Verið að etja saman bændum Sögðu fundarboðendur að verið væri að etja saman bændum þar sem sér- staklega er vegið gegn þeim sem ekki búa við búvörusamning og beri því fulla ábyrgð á allri sinni framleiðslu. Þeir hafi enga samninga um að ríkið skuli borga þeim fyrir tiltekið magn á tilteknu verði. Haukur Halldórsson sagði þetta vera til þess að magna upp óánægju milli einstakra greina land- búnaðarins. Þvf sé lögð áhersla á að all- ir skuli sitja við sama borð gagnvart skattlagningu og það verði ekki gert nema með sérstöku lægra þrepi í VSK. „Þessi ákvörðun nú að minnka þess- ar endurgreiðslur úr 460 milljónum króna niður í 270 milljónir á þessar sér- stöku greinar er ekki bara högg til neyt- enda heldur einnig högg á búvörufram- leiðendur sem skerðir stöðu þeirra gagnvart öðrum búgreinum. Þetta er brot á viljayfirlýsingum og loforðum sem stjómmálamenn hafa gefið", sagði Halldór Gunnarsson á fundinum og lagði til að tekin yrði upp á ný umræð- an um tvö virðisaukaskattþrep enda teldi hann að það væri algerlega óvið- undandi að íslendingar verði nær ein þjóða í heiminum með landbúnaðar- vörur í efsta virðisaukaskattsþrepi. Skatturinn kominn yfir 21 % Kristinn Gylfi Jónsson, formaður Svínaræktarfélags íslands, sagði end- urgreiðslur VSK skertar um 65%. Frá því að endurgreiðslumar vom settar á fyrir fimm ámm hafi þær nánast staðið í stað í krónutölu meðan almennt verð- lag hefur farið upp um 60%. Hann sagði að árið 1988 hafi skattur á land- Tryggvi Harðarson skrifar Haukur Halldórsson, formaður Stéttarsambands bænda, segir aögeröirnar kalla fram óánægju milli einstaka greina landbúnaöar- ins. Hækkunin eða lækkun á endurgreiðsl- unum muni að fullu fara út í verð á kjúklingum og þeir því hækka um 15%. Tvö skattþrep krafa Neyténda- samtakanna „Það hefur verið krafa Neytenda- samtakanna að það yrðu tvö þrep í virðisaukaskatti og reyndar hafa sam- tökin gengið það langt að segja að ekki beri að leggja VSK á íslensk matvæli en til vara að lægri prósenta yrði á lífs- nauðsynjamar en ýmislegt annað“, sagði Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, á fundinum. Tók hann sem dæmi um undarlega skattheimtustefnu stjómvalda að lax- veiðimenn þyrftu ekki að borga VSK af sínu tómstundagamni á sama tfma og nauðsynjavörur væm skattlagðar. Honum fannst stefna stjómvalda í þessum efnum ekki vera í anda þeirrar samræmingar á aðstöðu sem unnið væri að með Evrópska efnahagssvæð- inu og nýju GATT-samkomulagi. Þá minnti Jóhannes á að Svíar hafi verið að taka upp sérstakt lægra skatt- þrep á matvömr hjá sér með hliðsjón af aðlögun sem væri að eiga sér stað í Evrópu. búnaðarafurðir verið 12% af smásölu- verði en væri nú kominn upp í 21,20% með síðustu aðgerðum. Kristinn sagði Dani vera með hvað hæstan skatt á matvæli í heiminum eða 22% og því fari nú Danir í síauknum mæli til innkaupa til Þýskalands þar sem skatturinn er 10% lægri. Hár skatt- ur hér á landi á búvömm gerði saman- burð við önnur lönd óhagstæðan, t.d við Bretland þar sem engin skattur væri á matvæli. Þá kom fram hjá Kristni að ef öll áhrif vegna minni endurgreiðslu VSK kæmi fram í endanlegu verði muni það leiða til hækkunar á þessum vömm um 11,76% en taki framleiðendur á sig minnkunina mun það skerða kjör þeirra um 10,12%. Hann sagði að ekki hefði verið tekin ákvörðun um verð- breytingu á svínakjöti en framleiðend- ur munu koma saman til að skoða breyttar aðstæður. Ljóst væri að hluti yrði sóttur út á markaðinn. Kristin kvað þessa 270 milljón kr. skerðing á endur- greiðslum þýða að óbreyttri álagningu hækkun um 400 milljónum króna til neytenda miðað við árið í fyrra. Málsvörum landbúnaðar á Al- þingi í nöp við okkur Þá kom ffarn hjá formanni Svína- ræktenda að sér virtist sem stjómmála- menn létu sig minna varða þá hópa framleiðenda sem fámennir væm. „Okkur finnst að þeir sem telja sig vera málsvara landbúnaðar á Alþingi vera í nöp við þessar greinar. Hér er verið að raska stórlega samkeppnisaðstöðunni á markaðnum. Stjómvöld að stýra kjöt- neyslu almennings. Við mótmælum að ríkisstjómin skuli nota VSK-kerfið til að mismuna einstökum búgreinum." Það væri verið að ræna þeim ávinningi sem neytendur hafa haft af lækkun svínakjöts á undanfömum ámm. Aukinn skattur fer beint út í verðlag nautakjöts Guðmundur Lámsson, formaður Landssambands kúabænda, sagði naut- kjötsframleiðendur í engri stöðu til að taka á sig verðlækkanir þar sem þeir hefðu auk þessa m.a. orðið fyrir 5% samdrætti í framleiðslu mjólkurafurða. „Verð á nautakjöti hefur lækkað gífur- lega á þessu ári eða 26% raunverðs- lækkun til okkar á þessu síðasta ári.“ Hann sagði hins vegar að lækkun til neytenda hafi komið seint fram og það hafi ekki verið fyrr en f nóvember sem lækkanir nautakjötsframleiðenda hefði farið að skila sér í verði til neytenda. Þá fyrst og fremst vegna þess að Verð- lagsstofnun hafi gert könnun sem sýndi að lækkunin hafi ekki skilað sér og fýr- ir atbeina neytendasamtaka og fleiri aðila þá hafi verið gengið mjög hart fram í þessu rnáli sem leiddi lil veru- legrar lækkunar á verði til neytenda í lok ársins. Guðmundur sagði að þessi aðgerð færi beint út í verðlag á nautakjöt sem hefði lækkað um það bil 20% að með- altali á síðasta ári en myndi hækka nú um 14% á heildsöluverði. Hann sagði mikið kýrkjöt á markaðnum vegna samdráttarins í mjólkurframleiðslu á þessu ári. Hins vegar hefðu ósvífnir vinnslu- og söluaðilar notað ódýrt kýr- kjöt í afurðir sína í auknum mæli án þess að það kæmi fram í verði. Verð á eggjum og kjúklingum hækkar Talsmaður eggjabænda sagði að- gerðimar leiða til 10% hækkunar á eggjum en ekki 11% eins og haldið hefði verið fram. Eggjabændur hefðu hins vegar ákveðið að aðeins helming- urinn af þessum kostnaðarauka yrði látinn fara út í verðlagið að svo stöddu eða 5%. Hætt væri hins vegar við að aukinn skattur muni koma að fullu fram síðar. Raunlækkun á eggjum hefði verið um 14% á sl. tveimur ámm. Talsmaður kjúklingaframleiðenda sagði raunlækkun á verði kjúklinga hafa verið 27% á síðustu fjórum ámm. Hefbbundnar búgreinar halda sínu á kostnað annarrar Iandbúnaöarframleiðslu Hagsmunir sauðkindarinnar langlífir Eftir fundinn með umræddum hag- munaðilum innan bændastéttarinnar stóð upp úr að þeir vildu ákveðið lægra skattþrep fyrir landbúnaðarafurðir auk þess sem þeir átöldu mjög harðlega þá mismunun í skattheimtu sem á sér stað eftir því hvers konar kjötframleiðslu er um að ræða. Það er í sjálfu sér afar eðli- legt að þeir sem framleiða svínakjöt, nautakjöt eða kjúklinga skuli óánægðir með að búa við önnur og verri skatta- kjör en þeir sem framleiða kindakjöt. Enn sem fyrr em hagsmunir sauðkind- arinnar langlífir hér á landi Þá hlýtur það að vera skoðunarefni eftir að tekin hafa verið upp tvö skatt- þrep í virðisaukaskatti að setja matvæli í lægra þrep þó ekki væri til annars en að matvæli hér á landi væm skattlögð með svipuðum hætti og meðal þeirra Evrópuþjóða sem við emm í hvað mestu samstarfi við. Þessi mál hljóta hins vegar að leiða hugann að þvi' ófremdarástandi sem landbúnaðannál- in em almennt í hér á landi. Ríkistryggður kjarasamningur til 1988 Það er rétt sem kemur fram hjá að- standendum umrædds fundar að ekki reyndist hægt að lækka endurgreiðslur á þeim hluta landbúnaðarframleiðsl- unnar sem búvörusamningar ná til. Þar er kveðið á að endanlegur skattur á þeim vömm skuli nema urn 12-14% eftir endurgreiðslur ríkisins. Þar sem ekki reyndist unnt að deila þessari upp- hæð milli allra framleiðenda í landbún- aði lenti niðurskurðurinn með þeim mun harðari hætti á þeim sem ekki búa við ríkisábyrgð á framleiðslu sinni og verði fyrir hana. Ef umræddur skattur hefði náð einnig til mjólkurframieiðsl- unnar og kindakjötsins hefði hækkun VSK væntanlega numið á bilinu 1-2 prósentustigum og meiri möguleikar á að framleiðendur hefðu geta mætt slíkri hækkun án |)ess að hún færi út í verðlagið. Búvörusamningar við sauðfjár- bændur og mjólkurframleiðendur gilda langt fram á árið 1998. Þar með hafa þeim verið tryggð ákveðin kjör burtséð frá hver launaþróun annars er í landinu. Umræddir búvörusamningar voru mjög gagnrýndir á sínum tíma og ekki ólíklegt að breyttar aðstæður kalli á endurskoðun þeirra áður en þvi' tíma- bili líkur. En eins og stendur virðist rík- ið bundið í báða skó og fyrir það verða þeir bændur sem ekki búa við búvöru- samning að blæða.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.