Alþýðublaðið - 07.01.1993, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 07.01.1993, Blaðsíða 4
Gœöaflísar á f*óðu verði ;=íass líV 1 y Storhoffia 17, viO (íullinhrú - sími 67 4« 44 MMIBLMD Skreytingar við 'ólí tælqfm. Opið aíía daga tií kí. 22 STEFANSBDOM SKIPHOLTI 50 B — SlMAR 610771 & 10771 Fréttir í hnotskurn NEMUR BURT JÓLAKILÓINI Fyrrum alþingismaður, Ás- geir Hannes Eiríksson. býður þeim sem vilja losna við aukakíló jóla og ára- móta, lil námskeiðs um reglulegt mataræði í húsnæði íþróttasambands fs- lands í Laugardal um næstu helgi. Námskeið Ásgeirs Hannesar hefst kl. 9 á föstudagskvöld og heldur áfram á laugardag 9. janúar. Farið verður eftir kerfi því sem finna má í bók Ásgeirs Hannesar, Það er allt hægt vinur! Önnur út- gáfa þeirrar bókar var að koma út hjá Almenna bókafélaginu. Ásgeir Hann- es er í síma 74811 og í bílnum sínum í 985 21453. Það má bæta því við að bók Ásgeirs Hannesar er hin gagnlegasta og meira að segja skemmtileg lesn- ing. Ásgeir Hannes við síðasta vinnustað sinn, - hann lifir samkvæmt kenningum sín- um og hefur losnað við ótölulegan fjölda kílóa. NATO-HERSHÖFÐINGI HINGAÐ: Yfirmaður herafla Atl- antshafsbandalagsins á meginlandi Evrópu (SACEUR), John M. D. Shalik- ashvili, hershöföingi, kemur í dag hingað til lands. Hann mun eiga viðræður við Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra seinna í dag. NÝLISTASAFNIÐ 15 ÁRA: í fyrradag var 15 ára afmæli Ný- listasafnsins að Vatnsstíg 3b. Safnið var stofnað á þrengingatímum miklum, listasöfn þjóðarinnar og einkasafnarar sváfu Þymirósarsvefni, listgagnrýn- endur vom með augun í hnakkanum og litu með söknuði til kreppu og eftir- stríðslistar. Almenningur lét sér fátt um finnast hvað snéri upp og hvað nið- ur í menningu landins. Nýlistasafnið umbylti hlutunum, safnaði saman ungu fólki og braust fram til sigurs i baráttunni gegn viðhorfum sem vom andstæð nýstárlegri tjáningu og frumlegri hugsun. I safninu stendur nú samsýning, en þar sýna Elva Jónsdóttir, Elsa D. Gísladóttir, Pétur Örn Friðriksson, Ólöf Nordal, Ingileif Thorlacius og Ragna Hermannsdóttir. BORGIN SÆKIR JÓLATRÉN: Starfsmenn Reykjavíkur- borgar munu safna saman jólatrjám borgarbúa í ár. Munu borgarbúar án efa fagna þessari þjónustu, en Hafnfirðingar einir hafa til þessa notið slíkrar þjónustu. Reykvíkingar eru beðnir að færa jólatrén að lóðamörkum til að flýta söfnuninni, cn hún stendur aðeins einn dag, föstudaginn 8. janúar. Jólatrén mega alls ekki fara í öskutunnumar, en hægt að koma þeim á gáma- stöðvar Sorpu, sem opnar em ífá kl. 13 sex daga vikunnar. HEIMILISFÓLK A GRUND OG ASI/ASBYRGI: Sam- kvæmt upplýsingum Elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar voru heimil- ismenn á Gmnd í Reykjavfk 267 talsins um áramótin, í Ási og Ásbyrgi í Hveragerði dvöldu alls 112 manns, samtals 379 manns á heimilunum báð- um. Á Gmnd voru 175 konur en aðeins 92 karlar, - fyrir austan voru 69 karl- ar en 43 konur. Á Gmnd lést 41 kona á síðasta ári en 16 karlar. í Ási/Ásbyrgi létust tveir karlar á árinu 1992, en engin kona. TSHEKHOV-VIKAIMIR: Dagana 17. til 24. janúar verður mik- il kynning á ævi og verkum hins fræga rússneska rithöfundar, Antons Tsjekhov, á vegum MÍR, Menningartengsla íslands og Rússlands. Kynn- ingin hefst á sunnudag kl. 16 með kvikmyndinni Anna um hálsinn, sem byggð er á smásögu skáldsins. Sama dag opnar sýning á Ijósmyndum úr leik- húsum í Moskvu og fleiru. Á mánudagskvöld kl. 20.30 verður sendiherrafrú- in Nína Akímova, gestur MÍR, en hún er leikkona að mennt. Flytur hún spjall um Tsjekov og rússneska leiklist, auk þess sem hún segir álit sitt á leik- sýningum sem hún hefur skoðað í Reykjavík. Á miðvikudag, laugardag og sunnudag heldur dagskráin áfram með heimildarmynd og kvikmyndum sem gerðar hafa verið eftir verkum skáldsins mikla. Sigurður Einarsson íþróttamaður ársins Sigurður Einarsson, spjótkastari úr Ármanni, var kjörinn íþrótta- maður ársins 1992 af íþróttafrétta- mönnum. Eins og allir landsmenn eflaust muna þá vann Sig- urður það glæsilega afrek á síðasta ári að verða í fimmta sæti í spjótkasti á Ólympíu- leikunum í Barselóna á Spáni sl. sumar. Tíu efstu í kjöri íþrótta- fréttaritara á íþróttamanni árs- ins fengu gjafir frá Máli og menningu, þrír efstu menn fengu auk þess bikar til eignar og Sigurður sigurvegari einnig flugmiða ífá SAS og að sjálf- sögðu farandbikarinn fræga sem íþróttamaður hvers árs fær og hefur verið afhentur síðan 1958. 1 öðm og þriðja sæti vom handknattleiksmenn enda stóðu þeir sig mjög vel á Ólympíuleikunum og lentu þar í fjórða sæti eftir að hafa tapað fyrir Frökkum í barátt- unni um silfurverðlaunin. Kristján Arason Islandsmeist- ari með FH var í öðm sætinu og Geir Sveinsson úr Val og landsliðsfyrirliði í handknatt- leik varð í því þriðja. f fjórða sæti lenti síðan knattspyrnumaðurinn knái, Eyjólfur Sverrisson sem leikur með VfB Stuttgart og varð Þýskalandsmeistari með þeim á síðasta ári. Ulfar Jónsson golfari úr Keili lenti síðan í 5. sætinu en hann er besti kylf- SIGURÐUR EINARSSON, spjótkastarinn knái úr Ármanni, var kjörinn Iþróttamaöur ársins í kjöri íþróttafréttamanna. Hann er vel að titlinum kominn. Vax- andi íþróttamaöur seni vænta má mikils af í framtíöinni. A-mynd E. Ól. ingur sem fslendingar hafa átt fyrr og síðar. Auk þess að vera íslandsmeistari vann hann Norðurlandamótið í golfi bæði sem einstaklingur og með ís- lenska liðinu. Einar Vilhjálmsson spjót- kastari úr IR lenti í 6. sætinu en allir þekkja hans frábæra ár- angur í gegnum tíðina þó ekki hafi gengið sem skyldi hjá hon- um á stórmótum. Hann bætti hins vegar íslandsmet sitt veru- lega á árinu. í 7. sætinu varð Sigrún Hrund Hrafnsdóttir úr Ösp og Ólafur Eirfksson f ÍFR og KR varð í áttunda sæti. Bæði unnu þau glæst afrek í sundi á Ólympíuleikum fatlaðra á síð- asta ári. Bjarni Friðriksson júdómað- ur úr Ármanni lenti í 9. sæti en hann er vel þekktur af afrekum sínum í gegnum tíðina og í 10. sæti varð Sigurður Bárðarson fyrir hestaíþróttir en hann kem- ur úr Fáki og hefur sýnt mikla yfirburði á mótum í hestafþrótt- um. % 'vi' % Itáí Vi é ty, fc/i . j \-L' l-l S I/' m—7nr l„ V Skilafrestur launaskýrslna o.fl gagna Samkvæmt lokamálsgrein 93. gr. laga nr. 75/1981 um tekju- og eignar- skatt hefur skilafrestur eftirtalinna gagna, sem skila ber á árinu 1993 vegna greiðslna o.fl. á árinu 1992, verið ákveðinn sem hér segir: 1. Til og með21. janúar 1993: 1. Launaframtal ásamt launamiðum. 2. Hlutafjármiðar ásamt samtalningsblaði. 3. Stofnsjóðsmiðar ásamt samtalningsblaði. 2. Til og með 20. febrúar 1993: 1. Afurða- og innstæðumiðar ásamt samtalningsblaði. 2. Sjávarafurðamiðar ásamt samtalningsblaði. 3. Bifreiðahlunnindamiðar ásamt samtalningsblaði. 3. Til og með síðasta skiladegi skatt- framtala 1993: 1. Greiðslumiðaryfir hvers konar greiðslur fyrir leigu eða afnot af lausa- fé, fasteignum og fasteignaréttindum, sbr. 1. og 2. tölul. C-liðar 7. gr. sömu laga. 2. Gögn frá eignarleigufyrirtækjum þar sem fram koma upplýsingar varðandi samninga sem eignarleigufyrirtæki, sbr. II. kafla laga nr. 19/1989, hafa gert og í gildi voru á árinu 1992 vegna fjármögnunarleigu eða kaupleigu á fólksbifreiðum fyrir færri en 9 manns. M.a. skulu koma fram nöfn leigutaka og kennitala, skráningarnúmer bifreiðar, leigutímabil ásamt því verði sem eignarleigufyrirtæki greiddi fyrir bifreiðina. RSK RÍKISSKATTSTJ ÓRI l f ' N \ V

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.