Alþýðublaðið - 14.01.1993, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 14.01.1993, Blaðsíða 4
Gœðaflísar á góðu verði 5 - n 1 m MÞYÐU6MÐIS SUirhofila 17. vifl (iullinbrú - sími 67 48 44 Sfceytingar við ölí tœfcifœri. Opið aíía daga til (f. 22 STEFANSBLOM SKIPHOLTI 50 B - SÍMAR 610771 & 10771 EIGNARHALDSFÉLÖG SAMEINUÐ Á sérstökum hluthafafundum eign- arhaldsfélaga gamla Iðnaðarbanka og Verslunarbanka í síðasta mánuði var samþykkt einróma að sameina félögin. Áður hafði eignarhaldsfélag Alþýðu- bankans breytt samþykktum sínum á þann veg að framvegis verður starf- semi félagsins ekki einvörðungu bund- in við eign í Islandsbanka. Hluthöfum eignarhaldsfélagsins var boðið að ger- ast beinir hluthafar í Islandsbanka. Má segja að með þessu sé stigið lokaskref- ið í sameiningu bankanna fjögurra í einn banka. VEITTI NÚ EKKIAF Ferð Halldórs Blöndals samgöngu- ráðherra með fríðu föruneyti á dögun- um til Egyptalands og Jórdaníu til að reyna að fá fólk þessara landa til að koma til íslands að eyða sparifé sínu var ekki farin af ófyrirsynju. Það veitti nú aldeilis ekki af því að kynna landið á þessum slóðum. Ferð fyrri sam- gönguráðherra, Steingríms J. Sigfús- sonar á sömu slóðir í hitteðfyrra hefur nefnilega Iítinn árangur borið. Utlend- ingaeftirlitið segir að á síðasta ári hafi 31 Egypti komið til íslands, - en 71 Jórdani. Það er ansi lítið brot af ferða- mannastraumnum, innan við eitt pró- mill, því nærri 143 þúsund útlendingar komu hingað í fyrra. BLÓÐBRÆÐUR Leikrit mjög vinsæls höfundar verð- ur á fjölum Borgarleikhússins á næst- unni. Willy Kussel. höfundur Blóð- bræðra, samdi líka Sigrúnu Ástrósu, sem gekk um nær þriggja vetra skeið á Litla sviði Borgarleikhússins, og hann samdi líka Ríta gengur menntaveginn, sem Þjóðleikhúsið sýnir nú við miklar vinsældir. Blóðbræður er söngleikur, sem farið hefur sigurför um hinn vest- ræna heim á síðasta áratug. Halldór E. Laxness leikstýrir, en Þórarinn Eld- járn þýddi verkið. Jón Olafsson stjómar tónlistinni, en dansa samdi Henný Hermanns. Fram kemur stór hópur leikara, þeirra á meðal eru Ragnheiður Elfa Arnardóttir, Felix Bergsson, Magnús Jónsson, Sigrún Waage og Harald G. Haralds svo ör- fáir séu nefndir. VERÐBÓLGAN EYKST Samkvæmt útreikningum Kaup- lagsnefndar hefur vísitala framfærslu- kostnaðar miðað við verðlag í janúar- byrjun hækkað um 1,2% frá í desemb- er. Vísitala vöru og þjónustu hækkaði á sama tíma um 1,3%. Verðbólgan er nú 6,8% miðað við að vísitala framfærslu- kostnaðar hefur hækkað um 1,7% á síðustu þrem mánuðum. Verðhækkun matvöm uin 2% hækkaði vísitöluna um þriðjung úr prósenti. Vó þar þyngst hækkun á grænmetisverði og að sú hækkun á eggjaverði sem fram kom fyrir jólin, gekk nú til baka. Áfengis- hækkun upp á 1,6% og hækkun á verði tóbaks um 6,3% olli 0,13% hækkun vísitölunnar. Bensín hækkaði um 7,6% vegna hækkunar bensíngjalds og hækkar það vísitöluna um 0,3%. Hús- hitunarkostnaður hækkaði um 8,5% að meðaltali og þýðir 0,15% hækkun á vísitölu, hækkun á rafmagnsverði um 2,1% að meðaltali hækkar hinsvegar vísitöluna lítilsháttar, eða um 0,03%. Hærri útgjöld vegna tannlækninga þýðir síðan 0,13% hækkun vísitölu. LANDSLAG REYNIS Myndlistarmaðurinn Reynir Sig- urðsson sýnir verk sín þessa dagana í Gallerí Fold í Austurstræti. Sýningin stendur til mánaðamóta. Reynir er 35 ára og útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla íslands 1980 en starfaði næstu árin í Noregi. Nú er Reynir bú- settur í Keflavík. Reynir málar olíu- akrýlmyndir. ÆTTFRÆÐINÁMSKEIÐ Áhugi landsmanna á ættfræði em engu líkur. Jón Valur Jensson rekur Ættfræðiþjónustuna í Brautarholti 4 í Reykjavík. Hann er nú með ný ætt- fræðinámskeið á prjónunum, bæði í Reykjavík og eins úti á landi. Nám- skeiðin em 20 og 24 kennslustunda grunnnámskeið og 20 stunda fram- haldsnámskeið. Jón Valur segist hafa lækkað verðið verulega. SQRGLEG ENDALOK HUSS Fallegt einbýlishús á Amamesi brann til grunna á mánudagsmorgun- inn. Kona, eigandi hússins, hafði fylgt bömum sínum til skóla, - á meðan brann húsið. Slökkviliðið réð ekki við eldinn, enda var húsið nánast alelda þegar að var komið og veður með allra versta móti, sem torveldaði slökkvi- starf. Tryggingamál munu hafa verið í góðu lagi, en engu að síður er tjón kon- unnar tilfinnanlegt. Húsið á Arnarnesi, - þar brann allt sem brunnið gaL A-mynd E. Ól. Hjálpargagn fyrír heimilisbókhaldið og skattframtalið Eitt af markmiöum íslandsbanka er ab standa vel ab upplýsingagjöf til vibskiptavina bankans. Þeir eiga því kost á ab fá heildaryfirlit yfir vibskipti sín vib bankann á árinu 1992. A vibskiptayfirlitinu kemur fram staba innlána og skulda vibskiptavinarins um áramót, ásamt ýmsum upplýsingum um vexti og margt fleira. Hér er um ab rœba hjálpargagn sem kemur ab góbum notum vib heimilis- bókhaldib og þá ekki síbur vib gerb skattframtalsins. Þú pantar yfirlitib í nœstu afgreibslu íslandsbanka, þjónustugjald er 7 90 kr.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.