Alþýðublaðið - 19.01.1993, Side 5

Alþýðublaðið - 19.01.1993, Side 5
Þriðjudagur 19. janúar 1993 5 RALLBORÐIÐ Það sem EES-samningurinn er og er ekki Þýðir auknar félags- legar umbætur og jafnrétti Rannveig Guðmundsdóttir skrifar Þrátt fyrir langa og stranga um- ræðu um EES-samninginn á Al- þingi var minna fjaliað um svo- kallaða jaðarsþætti hans. Mig langar að reifa nokkur þau atriði samningsins sem ég tel vera til hagsbóta fyrir al- menning í landinu. Margir andstæðing- ar samningsins á Alþingi hafa samsinnt því að mörg fylgifrumvörp hans séu vissulega af hinu góða, en halda þvf fram að þau frumvörp hefði mátt Ieggja fram án tilkomu EES. Með EES- samningnum hefur náðst fram einstæð samstaða vinnuveitenda og hagsmuna- samtaka launafólks sem e.t.v. hefði orðið erfiðari á öðrum vettvangi. Með samningnum öðlumst við ekki aðeins réttindi heldur tökum við einnig á okk- ur skuldbindingar, en réttindin sem samningurinn færir okkur hefðum við að sjálfsögðu ekki hlotið með einhliða lagasetningu. A Alþingi hafa þingmenn stutt efnis- lega mörg fylgifrumvöip samningsins og vil ég lýsa sérstakri ánægju með já- kvæða samvinnu í fjölmörgum málum sem á liðnum vikum hafa verið til með- ferðar í nefndum þingsins. Sam jafnaðarmaður er ég sérstak- lega ánægð með að samningurinn byggir ekki einvörðungu á efnahags- legum grunni, þó það feli vissulega í sér efnahagslegar forsendur fyrir aukn- ar félagslegar úrbætur í framtíðinni, en félagsmálin teljast til svonefndra jað- arsmálefna samningsins, sem ég ætla að víkja að í þessari grein. Jafnframt því að opna íslenskum fyr- irtækjum ný tækifæri í Evrópska efna- hagssvæðinu leggur samningurinn skyldur á herðar þeirra sem koma launafólki í landinu til góða. Hann fel- ur í' sér bindandi samstarf um ýmis at- riði er lúta að aðstæðum á vinnustað. Fyrir jól var samþykkt á Alþingi framvarp til laga um hópuppsagnir, sem er eitt fylgiframvarpa EES-samn- ingsins. Þar er skilgreint hvað sé átt við með hópuppsögnum, kveðið er á um samráð atvinnurekenda við trúnaðar- mann starfsmanna vegna hugsanlegra hópuppsagna og jafnframt er kveðið á um það með hvaða hætti stjómvöldum skal tilkynnt um hópuppsagnir og hvemig skal tekið á þeim vandamálum sem þeim fylgja. EES-samningurinn skuldbindur ís- lensk stjómvöld einnig til að tryggja stöðu launafólks við yfirtöku eins fyrir- tækis á öðra, sá sem tekur við fyrirtæki er skyldugur til að uppfylla þær skuld- bindingar sem fyrri atvinnurekandi hafði við launafólk fyrirtækisins. Vinnuvemd er mikilvægur þáttur EES-samningsins. í samningaviðræð- unum var leitast við að samræma regl- ur á sviði vinnuvemdar, enda skiptir það veralegu máli til að tryggja öryggi og hollustuhætti á vinnustöðum. Evrópubandalagið hefur samþykkt yfir 60 tilskipanir um vinnuvemd. Ráð- gert er að fyrir lok þessa árs verði til- búnir yfir 200 staðlar sem varða öryggi véla, tækja og annan búnað sem snertir vinnuvemd. Vinnueftirlit ríkisins mun væntanlega vísa mikið á staðlana í reglum. 1 meginatriðum má ætla að þessar reglur og samþykktir geti bætt íslenska löggjöf á sviði vinnuvemdar. Ég er ósammála þeim sem telja að hagsmunum kvenna sé stefnt í voða með EES-samningnum. Samningsaðilar era sammála um að tryggja beri jafnrétti kynjanna og er í gerðum sem vísað er til í samningnum kveðið á um jöfn laun fyrir jafnverð- mæt störf. Að mati þeirra sem til þekkja era reglur EB á þessu sviði að ýmsu leyti skýrari en nýleg lög Alþing- is um jafna stöðu og jafnan rétt karla ðg kvenna. Fleiri gerðir sem við tökum yf- ir fela meðal annars í sér ákvæði um jafnan aðgang að störfum, starfsmennt- un og frama í starfi. Ég vil nefna sér- staklega ákvæði um að hægt sé að lýsa dauð og ómerk ákvæði í kjarasamning- um sem brjóta í bága við grandvallar- regluna um jöfn laun. Og ég nefni ákvæði um vemd gegn því að vera sagt upp starfi, fyrir þann er höfðar mál á sama grandvelli. Einhverjir hafa haldið þvf fram að staða stéttarfélaganna breytist með EES. Það er mikill misskilningur, það er lögð áhersla á að stéttarfélögin séu opin þeim sem félagið nær til. For- gangsréttarákvæðin eru innanlandsmál og hafa verið kynnt hinum þjóðunum og það hefur komið fram í félagsmála- nefnd Alþingis að þetta er samninga- mál aðila vinnumarkaðarins. Margir hafa látið í ljós ótta við að hingað streymi fólk í stóram stíl í at- vinnuleit. Það öryggisákvæði sem fs- land fékk sett í samninginn og beita má ef vinnumarkaður hér raskast skiptir því miklu máli og hlýtur að slá á þann ótta. Svokölluð skylduaðild að stéttarfé- lögum fer ekki í bága við EES-samn- inginn. Bæði þessi atriði vora kynnt í viðræðunum. íslensk verkalýðshreyf- ing þarf því ekki að óttast að gera þurfi breytingar á þessu fyrirkomulagi vegna EES. Það er líka mjög mikilvægt að benda á að samkvæmt reglugerð sem hér verður lögfest í tengslum við EES- samninginn, verður sett á laggimar eft- irlitsnefnd sem mun fylgjast með að þau laun sem greidd era á vinnumark- aði hér verði jafnframt greidd erlend- um starfsmönnum. Þær gagnrýnisraddir sem heyrst hafa að EES-samningurinn hafi í för með sér lakari félagsleg réttindi íyrir launa- fólk og muni skaða félagskerfi ríkja eins og íslands sem lengra era á veg komin í uppbyggingu velferðarkerfis síns en til að mynda rfki S-Evrópu eiga því augljóslega ekki við rök að styðj- ast. Þó ísland taki yfir fjölda tilskipana og fyrirmæla Evrópubandalagsins á sviði félagsmála er í flestum tilfellum um lágmarkskröfur að ræða og ekkert setn hindrar fslendinga í þvf að setja strangari reglur, hið sama á við um um- hverfisvemd og neytendavemd. A sumum sviðum er löggjöf Evr- ópubandalagsins víðtækari en hér, ég hef þegar rætt um vinnuvemd í þessu sambandi. í þeim tilfellum þarf að setja nýjar reglur, þetta á sérstaklega við um neytendavemd. Hér á landi hafa til þessa ekki verið reglur urn öryggi framleiðsluvara og öryggi leikfanga, þá bætast við reglur um neytendalán, greiðslukortastarfsemi og húsgöngu- sölu, svo dæmi séu nefnd. Með EES- samningnum er réttur neytenda bættur til muna enda hafa Neytendasamtökin lýst yfir stuðningi sínum við samning- inn, bætist þar einnig við sú staðreynd að í kjölfar hans mun vöruverð væntan- lega lækka. Rannveig Guðmundsdóttir er alþingismaður Alþýðuflokksins í Reykjaneskjördæmi. „ Samningsaðilar eru sammála um að tryggja beri jafnrétti kynjanna og kveðið er á um jöfn launfyrir jafnverðmœt störf. Reglur EB á þessu sviði eru að ýmsu leyti skýrari en ný- leg lög Alþingis um jafna stöðu og rétt karla og kvenna.“ nz#ím 1993 Arni (í selsskinnsjakka) skálar í Porraþræl við Didda flðlu. Krossgátubólýn 1{omin út Krossgátubók ársins 1993 er komin út á vegum ÓP útgáf- unnar, sú tíunda í röðinni. Henni hefur þegar verið dreift um land allt og í frétta- tilkynningu segir að höfund- ar séu allir vel þekktir, svo- sem Sigtryggur Þórhallsson, Gísli Ólafsson, Haukur Svavarsson, Ragnar Þor- steinsson og Þórgunnur Þór- ólfsdóttir. Þá kemur fram í tilkynningu útgáfunnar að „íslenskt málfar er að sjálf- sögðu reynt að vanda að öllu jöfnu einsog undanfarin ár.“ Krossgátufíklar geta sem- sagt tekið gleði sína í skammdeginu. Ltft sjúlftinga teflt í tvísýnu Stjóm læknaráðs Landspítalans lýsir áhyggjum sínum af því ástandi sem skapast hefur vegna uppsagna hjúkranarfræðinga. Nú þegar skortir hjúkr- unarfræðinga á ýmsar deildir spítalans og ekki fyrir sjáanlegt að úr rætist meðan núverandi óvissuástand ríkir; að því er fram kemur í yfirlýsingu frá stjóm læknaráðsins. Þá er varað við því að hjúkrunarfræðingar hverfi frá störfum, enda mun „lífi og heilsu sjúklinga verða teflt í tvísýnu." Læknam- ir skora á stjómamefnd Ríkisspítalanna að reyna nú þegar að leysa vandann sem skapast hefur; og skapast meðal annars af óeðlilegum mismun launa- kjara á sjúkrahúsum í Reykjavík. Mjól1{ er góð * oq best á IS' tandi! Mjólk er góð og nú er komið á daginn að hún er einna best á íslandi. í Mjólk- urfréttum er sagt frá því að niðurstöður rannsókna á að- skoðaefnum f kúa- mjólk liggi nú að mestu leyti fyrir. Það er skemmst frá því að segja, að óvíða er hráefni til matvælaframleiðslu jafn laust við aðskotaefni og þegar um er að ræða ís- lenska kúamjólk. í Mjólkurfréttum kemur líka fram að neysla íslendinga á ostum jókst um heil 7% fyrstu níu mánuði síðasta árs. Meðalneysla íslend- inga er þá orðin 11,75 kíló; hefur fimmfaldast frá árinu 1959. Fréttir í hnots\urn Slappt bynlíf á S1{aganum? Skagablaðið, sem út er gefið á Akranesi, eggjar Skagamenn lögeggjan að „lífga uppá kynlífsdepurð; endurskoða tæknina og breyta hugarfarinu." Þetta kemur í kjölfar þeirra upplýsinga blaðsins að bömum fækki nú á Akranesi. Alls fæddust 192 böm á Sjúkrahúsi Akraness á nýliðnu ári: en þaraf voru ekki nema 76 böm með lögheimili á Skaganum. Urbóta er sem- sagt þörf, Skagamenn. Ámi og Diddi blóta þorra Á föstudaginn gengur þorri í garð en þá er bóndadagur. Að því tilefni munu þeir Ami Bjömsson þjóðháttafræðingur og Sigurður Rúnar Jónsson hljóm- listarmaður (Diddi fiðla) kynna þorrablótshald á Sólon íslandus, Banka- stræti. Saga hinna endurvöktu þorrablóta er ekki löng, og nær aðeins yfir rúm 100 ár. Þau vora í fyrstu endurvakin af fyrirmönnum þjóðaripnar og breiddust sfðan út til almennings. Ami mun flytja stutt erindi um tilurð og upphaf þorrablótanna og Diddi fiðla flytur þeirra tíma þorrablótssöngva af alkunnri snilld. Viking-Bragg kynnir sérstakan þorrabjór, svonefndan Þorraþræl, sem á sívaxandi vinsældum að fagna og hefur áunnið sér fastan sess á þorrablótum um land allt. Þorragleðin hefst klukkan 21 og er öllum heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.