Alþýðublaðið - 10.02.1993, Page 1

Alþýðublaðið - 10.02.1993, Page 1
Pétur Blöndal, stjórnarformaður Veðs hf „Veð hf. létti af mörgum krossi" - aðeins ein ibúð í Setbergshlíð hefur selstfrá í áigúst, -framkvœmdir á fullriferð - Pétur segist hafa kvittun fyrir lóðumfrá Hafnarfjarðarkaupstað - Bœjarstjórinn ósammála - 47% ávöxtun bréfa í Veði hf hefur ekki staðist „Ég tel að menn megi vera ánægðir að þurfa ekki að eiga við gjaldþrota fyrir- tæki“, sagði Pétur Blöndal, stærðfræðingur og stjórnar- formaður Veðs hf. í samtali við Alþýðublaðið í gær. Hann sagði það af og frá að þau viðskipti sem fram fóru milli Veðs hf. og SH-verk- taka síðla sumars í fyrra þurfi neinnar rannsóknar við. Þvert á móti létti Veð hf. af mörgum krossi, - SH- verktökum og ekki síst þeim sem fasteignaviðskipti áttu í Setbergshlíð. (ijaldþrot SH- verktaka hefði orðið annað og verra, ef ekki hefði verið gripið tímanlega í taumana. „Menn eru einfaldlega að rugla saman og átta sig ekki á því að þama var peningum breytt í eignir. Veð hf. keypti á eðlilegu verði þær fram- kvæmdir sem SH-verktakar voru með í Setbergshlíð. Við greiddum 62,5 milljónir króna í beinhörðum peningum, auk þess sem verktakar og efnissal- ar keyptu hlutabréf fyrir 21 milljón til viðbótar." í Setbergshlíð vom bygg- ingalóðir fyrir 99 íbúðir. SH- verktakar höfðu þegar selt 55 íbúðir, en 44 vom eftir. Pétur Blöndal segir að frá þvf í ágúst, þegar Veð hf. tók við stjóm byggingaframkvæmdanna, hafi ein íbúð selst. Eftir er að selja 43 íbúðir á þessu bygg- ingasvæði. „Menn geta keypt þessa eign af okkur, ef einhver aðili hefur peninga og þorir að taka áhættuna“, sagði Pétur. Hann sagði að framkvæmt hefði ver- ið fyrir 12-15 milljónir á mán- uði í Setbergshlíð frá í ágúst, eða fyrir rúmar 70 milljónir króna. Framundan væri átak í að selja íbúðir á svæðinu og sagði Pétur að vel liti út með sölu þeirra að mati fasteigna- sala. Varðandi það að Pétur ætti inni fé hjá þrotabúi SH- verk- taka, sagði Pétur Blöndal að það væri alrangt, hann ætti ekki að vera inni á lista yfir lánardrottna SH-verktaka og reyndar óskiljanlegt hvemig svo getur verið. Sá listi gæti varla verið áreiðanlegt plagg, hann ættu ekki krónu í þrota- búinu. Hinsvegar sagði hann hugsanlegt að Veð hf. ætti kröfu í búið. Þegar Veð hf. var stofnað á síðasta sumri, vom hlutabréf í fyrirtækinu seld og látið í veðri vaka að reikna mætti með allt að 47% ávöxtun bréfanna. Pét- ur Blöndal sagði í gær að ávöxtunin yrði greinilega lægri, og menn jafnvel heppnir að sleppa út á sléttu. Pétur sagði að bent hefði verið á áhættuna sem verðfall eða sölutregða gæti haft í för með sér. Kaupverð Veðs hf. var 125- 135 milljónir króna, og vom SH-verktakar eigendur megin- hluta hlutafjárins í upphafi og eru f þrotabúinu 25 milljónir í hlutabréfum, sem ekki em óveðsett. Alþýðublaðið spurði Pétur Blöndal um skuld þá sem Hafnarfjarðarkaupstaður á í búi SH-verktaka og mun hyggjast innheimta hjá Veði hf„ alls um 23 milljónir króna. „Við keyptum þetta land og gengum úr skugga um að þar var allt á hreinu og öll gjöld greidd enda höfum við kvittun fyrir því að það var greitt. Bæj- arsjóður Hafnarfjarðar hefur því ekkert til okkar í Veði hf. að sækja", sagði Pétur. Annarrar skoðunar var Guð- mundur Ami Stefánsson, bæj- arstjóri í Hafnarfirði: „Við munum sækja þessa skuld, enda fullkomlega réttmæt krafa. Pétur Blöndal var í stjóm SH-verktaka og vissi vel hvemig þessi mál vom í pott búin“, sagði bæjarstjórinn. „Við höfum nú lagt fram formlegar tillögur og munum leggja mesta áherslu á at- vinnumálin,“ sagði Bcnedikt Davíðsson, forseti ASÍ, eftir fundi með atvinnurekendum og ríkisstjórn í gær. Benedikt sagði verkalýðshreyfinguna leggja mikla áherslu á samn- inga á grundvelli þjóðarsátt- arinnar 1990. Hann sagði að mikilvægt væri að ríkisstjómin beitti sér gefning syndnnnn rennur út Skáldsaga Ólafs Jó- hanns Olafssonar, Fyrir- gefning syndanna, tók mikinn kipp í bókabúöum hérlendis í kjölfar frétta um útgáfu bókarinnar í Bandaríkjunum. Starfs- inenn bókahúða sem Al- þýðublaðið talaði við í gær sögðu að bókin rynni út einsog heitar lummur. Fyrirgcfning syndanna varð margföld metsölubók þegar hún kom út hérlendis fyrir jólin 1991. Mjög fátítt cr að íslcnskar skáldsögur lifi jólin af en Fyrirgefning syndanna ætlar að verða ein sárafárra. Vonandi verða Bandaríkjamenn jafn hrifn- ir. - Leiðarahöfundur Fjarðarpóstsins vill koma upp öflugu heimavarnaiiiði gegn þessu þjófnaðarfári Formanitsfraiit' bjóðendur í kvöld verður haldinn að- alfundur Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur. Þar verður meðal annars kosið á milli Valgerðar Gunnarsdóttur og Þorláks Helgasonar, sem bæði gefa kost á sér til for- manns. Kosningabaráttan fer hinsvegar frani í friði og spekt einsog þessi mynd ber með sér. Hún var tekin af for- mannsframbjóðendunum í gær. - Sjá bls. 2 (A-mynd: E.ÓI.) Umsátursástand ríkir nú í Hafnarfirði, samkvæmt frétt og forystugrein í Fjarð- arpóstinum. Þar kemur fram að 32 ára gamall hafn- firskur síbrotamaður „geng- ur laus í bænum“ og kemur fyrir ekki þótt hann sé á skil- orði og hafi ítrekað verið staðinn að verki þarsem hann lætur greipar sópa um eigur Hafnfirðinga. Blaðið ræddi við Svein Bjömsson - Sherlock Holmes Hafnarfjarðar - sem bað bæj- arbúa að huga vel að læsing- um og gluggum húsa sinna og bíla, enda hefði verið brotist inn jafnvel meðan fólk skryppi augnablik að heiman um há- bjartan dag. Síbrotamaðurinn er gamall kunningi lögreglunnar; Sveinn segist fyrst hafa haft afskipti af kauða þegar hann var níu ára. Leiðarahöfundur Fjarðar- póstsins tekur málið upp undir fyrirsögninni „Heimavamarlið gegn þjófum". Þar er rætt um „algjöra forherðingu innbrots- þjófa“ sem einskis svffast í seinni tíð. Blaðið telur að hér séu á ferðinni „meira og minna skemmdir einstaklingar, enda þýfið oftast notað sem gjald- miðill fyrir næsta skammt.“ Leiðarahöfundurinn klykkir síðan út með því að segja að- þörf sé fyrir öflugt heimavam- arlið gegn þjófnaðarfárinu

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.