Alþýðublaðið - 10.02.1993, Síða 3

Alþýðublaðið - 10.02.1993, Síða 3
Miðvikudaqur 10. febrúar 1993 3 ffeiff sé þér, Eiður Pjetur Hafstein Lárusson skrifar Þriðjudaginn 9. febrúar síðastliðinn, lét Jónas Kristjánsson, ritstjóri DV, sig hafa það, að veitast harkalega að Eiði Guðnasyni umhverfisráðherra, fyrir að veita Magnúsi flokksbróður sínum Jónssyni embætti veðurstofustjóra. Og hann var ekkert að spara púðrið, rit- stjórinn, heldur eyddi hann heilum leiðara til að svala geðvonskunni. Gerir maðurinn sér enga grein fyrir því, hversu eðlilegt það er, að ráðherrar setji sína menn yfir þær stofnanir sem hvað mesta pólitíska þýðingu hafa? Stefna núverandi eigenda Alþýðu- flokksins hf. er ekki hvað síst fólgin í því, að andskotast út í bændur og sjá til þess, að sú stétt manna víki að sem mestu leyti fyrir heildsölunt, enda sjálf- sögð krafa, að þeir flytji inn matvæli með sama hætti og sjónvarpstæki og bíla. Heldur hefur gengið treglega að koma þessari stefnu í framkvæmd, enda eru margir svo ruglaðir, að gera sér ekki grein fyrir þeim sannindum, sem vor ástkæri og mikilhæfi leiðtogi, „ Gerir maðurinn sér enga grein fyrirþví, hversu eðlilegt það er, að ráðherrar setji sína menn yfir þœr stofnanir sem hvað mesta pólitíska þýðingu hafa?“ Jón Baldvin Hannibalsson, opinberaði nýlega vestur á ísafirði, og eru í því fólgin, að ísland er alls ekki þjóðríki, heldur verstöð. Nú þegar Alþýðuflokkurinn hf. ræð- ur veðri og vindum, þarf ekki lengur að pína Halldór Blöndal til að hrekja bændur og búalið í verbúðirnar. Nei, nú eru breyttir og betri tímar. Bændur eiga allt sitt undir veðri og vindum og nú verða náttúruöflin sjálf notuð til að hrekja þá frá búum sínum. Gleymum því ekki, að flokkamir ráða á landi hér og ég trúi því ekki að óreyndu, að nú, þegar veðurstofan er loks komin í hendur góðs og gilds krata, muni flokk- urinn ekki ráða veðrinu, líkt og hann þegar stjómar Evrópupólitíkinni, bam- eignafjölda og ýmsu öðm, sem áður laut duttlungum örlaganna. Heill sé þér, Eiður Guðnason, fyrir stórmannlega ákvörðun! Pjetur Hafstcin Lárusson er skáld. UMBÆTUR TIL ALMANNAHEILLA - Verkefnin framundan - Reykjavík Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráð- herra og Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra verða á opnum fundi í Átthagasal Hótel Sögu, þriðiudaginn 16. febrúar kl.20.30. Fundarstjóri verður Össur Skarphéðins- son formaður þingflokks Alþýðuflokksins. Allir velkomnir (Vinsamlegast athugið aö fundurinn er 16. en ekki 11. eins og áöur var auglýst) Alþýðuflokkurinn - Jafnaðarmannaflokkur íslands UMBÆTUR TIL ALMANNAHEILLA - Verkefnin framundan - Keflavík fcfli tPIB Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráð- m jP^ herra og Karl Steinar Guðnason formað- Wm 1 ur fjárlaganefndar Alþingis veröa á Ei Z*:' ' M opnum fundi í Glóðinni - Keflavík, í kvöld, WS& w* WA miðvikudag 10. februar kl.20.30. feík ‘ “, ■ Allir velkomnir Alþýðuflokkurinn - Jafnaðarmannaflokkur íslands ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG GARÐABÆJAR OG BESSASTAÐAHREPPS OPINN FUNDUR MEÐ SIGHVATI Alþýðuflokksfélag Garðabæjar og Bessastaðahreþps heldur opinn félagsfund í kvöld, miðvikudag 10. febrúar. Fundurinn verður haldinn í tónlistarstofu Garðaskóla og hefst klukkan 20.30. Gestur fundarins verður Sighvatur Björgvinsson, heibrigðis- og trygginga- ráðherra. JAFNAÐARMENN - FJÖLMENNUM! ALLIR VELKOMNIR. Stjórnin ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG REYKJAVÍKUR AÐALFUNDUR Aöalfundur Alþýöuflokksfélags Reykjavíkur veröur haldinn í kvöld, miðvikudag 10. febrú- ar. Fundurinn veröur í Rósinni - félagsmiöstöö jafnaðarmanna í Reykjavík og hefst klukkan 20.30. Á dagskrá verða venjuleg aöalfundrstörf. JAFNAÐARMENN í REYKJAVÍK - FJÖLMENNUM! Stjórnin. PATREKSFIRÐINGAR ATHUGID! Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Rannveig Guðmundsdóttir alþingismaður verða með viðtalstíma á skrifstofu Patrekshrepps, Aðalstræti 63, föstudaginn 12. febrúar frá kl. 17 til 19. Pantið tíma í síma 1221. Þau verða síðan á aimennum stjórnmálafundi um kvöldið kl. 20.30. Allir velkomnir. Alþýöuflokkurinn - Jafnaöarmannaflokkur íslands UMBÆTUR TIL ALMANNAHEILLA - Verkefnin fromundnn - Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra og Rannveig Guðmundsdóttir formaður félagsmálanefndar Alþingis, verða á opnum fundi á Patreksfirði, föstudagskvöldið 12. febrúar kl. 20.30. Allir velkomnir Alþýöuflokkurinn Jafnaóarmannaflokkur íslands

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.