Alþýðublaðið - 10.02.1993, Side 4

Alþýðublaðið - 10.02.1993, Side 4
Sfcreytingar við 'ótí tækifæri. OpiÍíaíladayatiíkl.22 STEFANSBLOM SKIPHOLTl 50 B — SlMAR 610771 & 10771 r Fréttir í hnots1{urn -i Jón Baldvin og Pétur Sigurðsson á Isafirði yilja samninga án átaka ístendingar vinna við viðgerðimar „Niðurstaða ráðuneytisins varð því sú að veita leyfi fyrir þrjá útlendinga, sem ásamt níu íslendingum, geri við skemmdir vegna foktjónanna sem urðu 20. desember og 11. janúar síðastliðinn. Leyfið gildir að hámarki í 28 daga en skemur ef verklok verða fyrr“, sagði Óskar Hallgrímsson í félagsmála- ráðuneytinu vegna ásakana iðnnema á Suðumesjum vegna atvinnuleyfa til útlendinga. Óskar segir að framleiðandi flugskýlisins beri fjárhagslega ábyrgð á skemmdunum. Hafi fyrirtækið óskað eftir að koma með 6 sérfræð- inga. Veruleg hætta hafi verið talin á því að ef synjað yrði þessari beiðni gæti framleiðandinn firrt sig ábyrgð á tjóninu. Var því veitt leyfi fyrir 3 út- lendinga eins og fyrr greinir. Óskar segir að viðgerð þessi sé algjör forsenda j þess að Flugleiðir hf. geti tekið skýlið í notkun. Við það skapist fjöldi nýrra j starfa á Keflavíkurflugvelli. Óskar segir ennfremur að leyfið nái eingöngu til viðgerða vegna foktjónanna, en gildi ekki við setningu nýs þaks sem fyr- j irhugað er að setja á flugskýlið síðar á kostnað kanadíska framleiðandans, ! Matthews Contracting Inc. Hvað náttúran gefur Farandsýningin Hvað náttúran gefur sest að á Kjarvalsstöðum á laugar- daginn kemur og verður þar til 7. mars. Er það síðasti viðkomustaður sýn- ingarinnar sem hefur verið sett upp á öllum Norðurlöndunum frá því í ágúst 1991. Á sýningunni gefur að líta verk eftir 10 norræna listamenn, tvo frá j hverju Norðurlandanna. Af íslands hálfu eru það þeir Jóhann Eyfells og Gunnar Örn sem eiga verk á sýningunni. Sýningin er unnin í samvinnu 5 listasafna og Norrænu Bændasamtakanna. Eins og nafn sýningarinnar ber nieð sér er hér um að ræða myndverk sem sýna náttúruna „og afurðir henn- ar á svo umhugsunarverðan og aðlaðandi hátt að við gerum okkur Ijóst i ómetanlegt gildi þeirra - fyrir okkur og framtíðina", eins og segir í sýningar- j skrá. Sýningin er opin daglega ffá 10 til 18. Fordœma árás á Íra1{ „Persaflóastríðið og viðskiptaþvinganir í kjölfar þess hafa þegar leitt til j dauða yfir 300 þúsunda óbreyttra borgara í lrak“, segir Miðnefnd Samtaka I herstöðvaandstæðinga, sem fordæmir árás Bandaríkjahers og bandamanna hans á írak. Segir miðnefndin slíkt í algerri andstöðu við grundvallarsátt- í: mála Sameinuðu þjóðanna og siðferðisvitund almennings í heiminum. Er : þess krafist að ríkisstjóm íslands beiti áhrifum sínum til að loftárásum og | j: viðskiptaþvingunum sem beinast fyrst og fremst gegn saklausum borgurum ; í írak verði tafarlaust hætt. Þá er þess krafist að Island verði „aldrei framar ; notað sem skotpallur til árása á fólk", eins og segir í ályktun herstöðvaand- ;j stæðinga. Hvað er 1{ristið siðferði? ; Bústaðakirkja efnir til fyrirlestraraðar um grundvallaratriði kristins siðferð- is, fimm fyrirlestrar Dr. Sigurjóns Árna Eyjólfssonar, aðstoðarprests. Fyr- irlestramir Ijalla um efni boðorðanna tíu og leitast verður við að nálgast spuminguna um „rétta“ siðferðilega hegðun í ljósi þeirra. Boðið er upp á umræður yfir kaffibolla að loknum fyrirlestrunum. Fyrsti fyrirlesturinn er í kvöld. Hann heitir „Em boðorðin tíu - reglur mannlegs lífs? Á fjölmennum fundi sem Alþýðu- flokkurinn stóð fvrir á Hótel Isafirði um helgina sagði Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra að ríkisstjórnin hefði rætt mikið við að- ila vinnumarkaðarins á undanförn- um mánuðum og hún væri alltaf til- búin til viðræðna. Hann vísaði á bug ýmsum fullyrðingum, frá nýkjörinni forystu ASÍ, um að ríkisstjórnin hefði rofið þjóðarsátt með aðgerðum sínum á undanförnum misserum. Jón Baldvin sagði að meginmarkmið aðgerðanna hafi verið að koma í veg fyrir fjöldaatvinnuleysi í landinu. Ef ekki hefði verið gripið til þeirra væri atvinnuleysi miklu meira en nú er. Hann sagði jafnframt að ríkisstjórn- in og ASI hefðu verið sammála um margar af þeim aðgerðum sem grip- ið var til. Hins vegar hefði ekki verið hleypa af fyrsta skotinu í komandi kjarabaráttu, eins og gefið hefur verið í skyn“, sagði Pétur Sigurðsson í ræðu sinni. Það er því ljóst að það virðist vera vilji hjá ráðherrum Alþýðuflokks- ins og ýmsum forystumönnum innan verkalýðshreyfingarinnar . að leysa kjaramálin með friðsamlegum hætti og að átök á vinnumarkaði sé ekki það sem íslenska þjóðin þarfnast. Auk Jóns Baldvins flutti Rannveig Guðmundsdóttir alþingismaður fram- söguræðu á fundinum á Isafirði, sem er liður í fundaherferð Alþýðuflokksins um þessarmundir. Rannveig varaði við átökum á vinnumarkaði og taldi nauð- synlegt að menn færu að ræða saman sem fyrst. Hún gerði atvinnumálin að sínu megin umfjöllunarefni og sagði að ótrúlega miklum fjánnunum hefði ver- ið sóað í óarðbærar fjárfestingar á und- anfömum árum og það þyrfti því að taka með markvissari hætti á allri ný- sköpun í atvinnulífinu. Jón Baldvin á fundinum á ísafirði Pétur Sigurðsson: „Ef ríkisstjórnin tekur frumkvæðið þá mun verkalýðshreyfingin ekki hleypa af fyrsta skotinu í komandi kjarabaráttu, eins og gefið hefur verið í skyn“. Sveinbjörn Björnsson, háskólarektor Námsmenn með lélegan grunn fjölmennari en fyrr - verulegur kostnaður afjyrsta árs nemum, sem ekki eiga raunverulegt erindi, segir rektor, og segir Háskólann með- mœltan áfangaskýrslu nefndar um mótun menntastefnu Námsmönnum með lélegri undir- búning hefur fjölgað. Sundurleitni ncmendahópsins á fyrsta námsári veldur ýmsum erfiðleikum í kennslu og mönnum er Ijóst að töluverður kostnaður hlýst af nemendum á fyrs- ta ári, sem eiga þangað ekki raun- verulegt erindi. Þetta sagði Svein- björn Björnsson, háskólarektor, í ræðu sinni á Háskólahátíð á laugar- dag. Rektor benti í ræðu sinni á að stúd- entspróf væru ýmissar gerðar, fjöl- breytileg og samræmi milli skóla lítið. Góðir námsmenn væru nú fjölmennari en fyrr og betur undir námið búnir en áður, - en hinn hópurinn, námsmenn með lélegan undirbúning hefði einnig stækkað. „Frá sjónarhóli Háskólans væri æskilegast að stúdentspróf yrði sam- ræmt í mikilvægustu greinum þess til að auðvelda framhaldsskólum að meta árangur stúdenta að verðleikum," sagði háskólarektor en benti jafiiframt á að framhaldsskólar hafa fleiri markmið en að búa nemendur undir stúdentspróf og háskólanám. Kom rektor inn á nýútkomna áfangaskýrslu nefndar um mótun menntastefnu, sem menntamálaráð- herra skipaði til að endurskoða lög um grunnskóla og framhaldsskóla. „Til- lögur nefndarinnar eru mjög athyglis- verðar", sagði Sveinbjöm, „og gefa til- efni til frjórrar umræðu um bætt skóla- starf‘. Sagði rektor að nefndin gagn- rýndi réttilega að á síðustu árum hefði verið lögð mjög einhliða áhersla á al- mennt bóknám á kostnað verklegs náms og starfsnáms á framhaldsskóla- stigi. Virðist svo sem keppikefli íslenskra unglinga sé stúdentspróf af bóknáms- brautum. Þetta sé ólíkt því sem er í öðr- um löndum þar sem um 70% nemenda lýkur starfsmenntun. Sveinbjöm Bjömsson sagði í ræðu sinni að Háskólinn hefði enga trú á áætlunum sem vaijiað hefur verið fram og ganga út á að takmarkaður fjöldi nemenda verði tekinn til háskólanáms, miðaður við áætlaðar þarfir þjóðarinn- ar fyrir hverja grein háskólamenntunar. „Háskólinn hefur enga trú á slfkum áætlunum og vill ekki beita sér fyrir takmörkunum á grunni þeirra. Þvert á móti hefur það sýnt sig að háskóla- menntaðir menn eiga auðveldara með að laga sig að breyttum aðstæðum og finna störf við hæfi, en þeir sem skemmri menntun hafa“, sagði Svein- bjöm Bjömsson háskólarektor. samkomuiag innan verkalýðshreyf- ingarinnar né hjá stjórnarflokkun- um um allar þær aðgerðir sem væru nauðsynlegar. Pétur Sigurðsson forseti ASV tók þátt í umræðum að loknum framsögu- ræðum, og sagði hann það rétt hjá Jóni Baldvin að margt af því sem ríkis- stjómin hefði verið að gera væri einnig að finna í tiilögum ASI, en þó vantaði ýmislegt uppá. Hann sagði að verka- lýðshreyfingin væri tilbúin í aðra þjóð- arsátt, eins og þá sem gerð var árið 1990, ef ríkisstjómin væri tilbúin til að taka frumkvæðið, þó ekki væri nema til þess að hefja viðræður. „Ef ríkisstjómin tekur fmmkvæðið þá mun verkalýðshreyfingin ekki UMBÆTUR TIL ALMANNAHEILLA Kópavogur Jón Sigurösson iönaöar- viöskipta- ráöherra og Rannveig Guömundsdóttir formaöur félagsmálanefndar Alþingis, veröa á opnum fundi í Félagsmiöstöö jafnaðarmanna - Hamraborg 14a, í kvöld, miðvikudag 10. febrúar kl.20.30. Allir velkomnir Alþýðuflokkurinn - Jafnaðarmannaflokkur íslands

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.