Alþýðublaðið - 17.02.1993, Side 4
+
flNIIIIIÍIÍIIIII
fi útrýmingcarhættu
✓
-segir Arni Finnsson hjá Greenpeace um eitt áfallið enn sem samtökin urðu fyrir með sjónvarpsþœttinum Svar Direkt
POIAR
RAFGEYMAR
618401
POIAR
RAFGEYMAR
618401
„Við þurftum að taka á þess-
um málum á þennan hátt, það
var okkar mat þá. Við þurftum
að taka á málinu af hörku. Hins-
vegar er erfitt að meta þessar
aðgerðir eftir á og ég held að
Greenpeace muni aldrei biðja
Isiendinga afsökunar á einu eða
neinu“, sagði Ami Finnsson,
fulltrúi á skrifstofum Green-
peace-samtakanna í viðtali við
Alþýðublaðið í gær. Utanríkis-
ráðherra líkti Greenpeace við
„efnahagslega hryðjuverka-
menn“, menn með tvöfalt sið-
gæði, í þættinum í sænska sjón-
varpinu, en sýning þess þáttar í
ríkissjónvarpinu í fyrrakvöld
vakti þjóðarathygli og verður
vart til þess að brúa það bil sem
myndast hefur milli Islendinga
og grænfriðunga, þrátt fyrir
mörg góð mál sem samtökin
vinna að.
Engin útrýmingarhætta -
engin afsókun
Blaðið spurði Áma hvort
samtökin ættu ekki að biðjast
afsökunar á ýmsum aðgerðum
gegn íslenskum hagsmunum,
sem nú virðast hafa verið unnar
án sýnilegs tilgangs. Eins og
blaðið hefur greint frá gátu
grænfriðungar ekki fullyrt að
hvalategundir við Island og
Noreg væru í útrýmingarhættu.
Raunar var það staðfest af vís-
indamanni hliðhollum Green-
peace í sænska sjónvarpinu að
svo væri ekki.
„Eg tel ekki að Greenpeace
eigi að biðjast afsökunar, ég
reikna ekki heldur með að utan-
ríkisráðherra íslands geri það
heldur að biðjast afsökunar á
ummælum sínum í okkar garð“.
Á árunum 1987 og 1988 sóttu
Greenpeacemenn í Þýskalandi,
Bretlandi og í Bandaríkjunum
mjög hart gegn íslenskum við-
skiptahagsmunum, eins og
kunnugt er. Efnt var lil ýmissa
aðgerða sem naumast verða
flokkaðar sem „friðsamlegar “,
en ein af þremur gmndvallar-
reglum samtakanna er þessi:
Greenpeace beita einungis frið-
samlegum aðgerðum og hafna
árásum á eignir eða einstak-
linga. Vera kann að ekki séu
allir sammála um að aðgerðim-
ar á síðasta áratug falli algjör-
lega innan þessa ramma.
Aróður sem hefur
heppnast
Á þessum ámm var stöðug-
um árásum haldið uppi á Island
og íslenska hagsmuni. Meðal
„hrekkjabragða" grænfriðunga
má nefna að í Þýskalandi létu
þeir prenta símanúmer sendi-
ráðs Islands í Bonn í öll blöð og
tímarit og reyndu þannig að
lama starfsemi sendiráðsins og
undirbúning að opinbem heim-
sókn forseta Islands. í Þýska-
landi, Bandaríkjunum og í Bret-
landi reyndu grænfriðungar að
fá fólk til að hafna íslenskum
vömm í verslunum, og ótal-
margt annað var reynt til að
sverta hvalveiðiþjóðina fsland í
hugum almennings. Hafa marg-
ir Islendingar upplifað það á er-
lendri gmnd að áróður samtak-
anna hefur heppnast, enda
þekkja sumir útlendingar ís-
lendinga helst fyrir það að
„drepa hvali“.
En það þýðir ekki að berja
höfðinu við steininn. Green-
peace hafði á þessum árum bet-
ur í áróðursstrfðinu, enda þótt
málstaðurinn hafi nú sannan-
lega verið afar veikur. Einmitt
1988 voru samtökin sæmd
GLOBAL 500-verðlaunum
sjálfrar Umhverfisstofnunar
Sameinuðu þjóðanna og voru
að áliti þeirrar stofnunar „þau
alþjóðlegu umhverfissamtök,
óháð ríkisstjómum, sem hvað
fremst standa". Á þessum ámm
átti Greenpeace greiða leið að
hjarta fólks í iðnríkjunum, sem
vissi fátt eða ekkert um lífsbar-
áttuna á norðurhjara hcimsins.
Þess vegna má sjá áróður frá
Greenpeace í kennslustofum í
bandarískum skólum enn í dag.
Islendingar og verndun
riskistoTna
Ámi Finnsson sagði að það
mætti alltaf ræða það eftir á
hvað vel var gert og hvað ekki.
Þannig væri það með þessar að-
gerðir, sem hafi þótt sjálfsagðar
og nauðsynlegar á sínum tíma.
Hann viðurkenndi að talsvert
virtist vera af hrefnu og jafnvel
langreyði fyrir Kristján Lofts-
son í Hval hf. á höfunum við Is-
land. Hinsvegar væri varla hægt
að hæla Islendingum sérstak-
lega fyrir vemdun fiskistofna og
nægði þar að benda á hrun
þorskstofnsins.
„Að ýmsu leyti hafa íslend-
ingar vissulega staðið sig allvel
í að vemda fiskinn í sjónum.
Betur en mörgum þjóðum öðr-
um. en það er eins og að þorsk-
urinn hafi verið friðaður á sín-
um tíma fyrst og fremst fyrir út-
lendingununt. Ég veit heldur
ekki beturen að íslendingarhafi
átt sinn stóra þált í að síldar-
stofnar hmndu héma á ámn-
um“, sagði Ámi.
Alíslenskur orðrómur
Ámi Finnsson hafnaði algjör-
lega í viðtalinu í gær að Green-
peace nyti styrkja frá bandarísk-
um og frönskum kjötframleið-
endum, sem óttast samkeppnina
við sjávarfangið. „Þetta er
orðrómur sem hvergi gæti þrif-
ist nema á íslandi. Þetta er
endemis rugl. Það væri nær að
skrifa unt norska rikið, sem
leggurfram lOmilljónirnorskra
króna fyrir kynningarfyrirtæki í
Bandaríkjunum í því skyni að
réttlæta hvalveiðar sínar“, sagði
Ámi. „Samtökin okkar hafa í
rauninni ekki mikið fé handa á
milli miðað við ríkar þjóðir og
moldrík fyrirtæki".
Röng kaka á sjónvarps-
skjánúm
Ámi segir að skífurit eða
kökumynd sú sem sýnd var í lok
sjónvarpsþáttarins í sænska
sjónvarpinu hafi verið röng.
Þessi mynd var að vísu úr blaði
samtakanna frá í fyrra, en text-
inn við geira skífuritsins hafi
þar misfarist. Sievert Öholm,
stjómandi þáttarins hafi reiknað
rangt út frá þessum upplýsing-
um, ekki hvað síst stjómunar-
kostnaðinn. I stjómunarkostn-
aði er innifaldar 3,3 milljónir
s.kr. sem fara f framleiðslu á
vömm og bókum, vömr sem
gefa 4,1 milljón í tekjur. Mikill
hluti þess sem í þættinum var
talið til stjómunarkostnaðar er í
raun kostnaður af upplýsinga-
efni og jtjónustu við stuðnings-
menn Greenpeace. Þá bendir
Ámi á að það fé sem Svíar
senda alþjóðasamtökunum,
rúmar 7 milljónir sænskra
króna, fari í að reka skip sam-
takanna og skrifstofur í S-Am-
eríku og A-Evrópu.
Góðu málin hjá Greenpeace
En Greenpeace er síður en
svo alvond samtök. Þau hafa
gert mistök eins og nú hefur
komið í Ijós. En þau hafa líka
unnið að öðrum málum, mikil-
vægari, sem að vísu höfða ekki
eins sterkt inn á tilfinningasvið
manna, og gefa færri krónur í
kassann þar af leiðandi. Hér er
átt við baráttuna við að vernda
umhverfi okkar gegn mengun af
völdum eiturefna og kjamorku.
Þau efni koma einmitt frá iðn-
ríkjunum sem ekki skilja lífs-
baráttu norðurhjarans.
„Ég held að Islendingar ættu
að gera sér grein fyrir því að ef
okkur tekst ekki að koma í veg
fyrir stórkostlega mengun haf-
anna, þá er ekki víst að fisk-
stofnamir við landið þrífist
Iengi“, sagði Ámi. Og rétt er
það, Greenpeace hefur barist
hetjulega í þessari viðleitni
sinni, nú síðast við strendur
Rússlands, eins og menn þekkja
af fréttum.
I gær barst blaðinu líka ný
frétt frá Greenpeace í Þýska-
landi, þar sem menn hafa unnið
hörðum höndum að því að
framleiða ósonvinsamlega
kæliskápa, en sú framleiðsla er
verk samtakanna og hófst fyrir
ári síðan. Segja má að Green-
peace hafi hér náð lofsamlegu
fmmkvæði þvf á umhverfisráð-
stefnunni í Kaupmannahöfn í
fyrra var lagt bann við notkun
hættulegra HCFC-efna frá árinu
2030. Þessa dagana eru allir
helstu framleiðendur ísskápa
með nýja framleiðslu á alþjóð-
legri vörusýningu í Köln, þar
sem notaðar eru própan og bút-
an gastegundir eins og Green-
peace reyndi í fyrra í samvinnu -
við austur-þýskan ísskápafram-
leiðanda með góðum árangri. I
ljós hefur kornið að eiturefna er
ekki þörf til kælingar og fryst-
ingar í heimahúsum.
Ekki í útrýmingarhættu
Ahnennl mun talið, bæði hér
á landi og í Svíþjóð að Green-
peace sé í vondum málum eftir
þennan sjónvarpsþátt. Við
spurðum Áma að lokum hvort
Greenpeace kynni að vera í
nokkurri útrýmingarhættu.
„Tæpast“, var svar Áma
Finnssonar, stutt og laggott, við
þeirri spumingu.
étk€€K?eACG'
-Rauö áskriftarröö-
Háskólabíói
fimmtudaginn 18. febrúar kl. 20.00
Hljómsveitorstjóri:
Edward Serov
Einleikari:
Rivka Golani
EFNISSKRÁ:
Nikolaj Rimskij-Korsakov:
Saltan konungui
I Alfred Schnittke:
Konsert fyrir lágfiðlu
Felix Mendelssohn:
Sinfónía nr. 3 op 56 í a moll „Skoska"
SINFÓNÍUHUÓMSVEIT ÍSLANDS
Háskólabiói viö Hagatorg. Sími 622255. Greiöslukortaþjónusta.
AÐGERÐIR GEGN ATVINNULEYSI!
OPINN FUNDUR
HAFNARFJÖRÐUR
Samband ungra jafnaðarmanna boðar til opins fundar
næstkomandi laugardag (20. febrúar) klukkan 14:00.
Fundurinn verður haldinn í Alþýðuhúsinu við Strandgötu í Hafnarfírði.
ALLIR VELKOMNIR!
FRAMSÖGUMENN:
(fuSmundur Árni
StcTánsson - bæjarstjóri í
Hafnarfirði
Bjarnfreður Ármannsson
- formaður samtaka um
skynsamlega nýtingu
fiskvciðiliigsögu
Islendinga
FUNDARSTJÓRI:
Magnús Árni
Magnússon
- varaformaður
Sambands ungra
jafnaðarmanna