Alþýðublaðið - 18.02.1993, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 18.02.1993, Blaðsíða 1
Enginn vafi á að forsendur eru fyrir raunvaxtalækkun - segir Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra og aðhald í ríkisfjármálunum sé að skila sér „Það er ekki nokkur vafi á því að forscndur til lækkunar raunvaxta eru að koma fram sem óðast. Það Vegur hvað þyngst að lánsfjárþörf rík- isins í hlutfalli við heildar- sparnað er nú minni en verið hefur undanfarin ár vegna aðhaldsins í ríkisfjármálun- um“, sagði Jón Sigurðsson iðnaðar- og viðskiptaráð- herra í samtali við Alþýðu- blaðið í gær. Hann sagði að árangur efna- hagsráðstafana ríkisstjómarinar væru nú að konta fram og öfugt við það sem ýmsir gagnrýndu stjómina fyrir í lok liðins árs væri alls ekki að koma fram verðhækkunaralda eða verð- bóguskriða. Hann sagði að þvert á móti væru góðir möguleikar á því að halda stöð- ugleika í verðlagi í aðalatriðum þrátt fyrir ýmsar erfiðar eí'na- hagsaðgerðir sem stjómin hefði þurft að grípa til. Um 4.000 mótmseltu stríðsnauðguitum Um fjögur þúsund manns mótmæltu á Lækjartorgi í gær þeim hrottaskap sem stríðsaðilar í fyrrum Júgóslavíu hafa sýnt með því að nauðga markvisst og skipulega konum í hemaðarlegum tilgangi. Mótmælin voru hluti af fjölþjóðlegum mótmælum kvenna gegn stríðsnauðgunum. Sjá nánari umfjöllun um málið í leibara blabsins markaðsaðlögun. Það má vel vera að nú sé hyggilegt að beita markaðsaðgerðum af hálfu Seðlabankans til þess að flýta þeirri vaxtalækkun sem er að koma fram“, sagði Jón Sigurðs- son. Hann kvaðst jafnframt vilja benda á að ríkisstjómin væri að undirbúa viðræður við lífeyris- „Þá er það rétt að vextir í löndunum í kringum okkur, þótt þeir séu víða háir, hafa aðeins byrjað að lækka í Evrópu. Þetta allt saman gerir það að verkum að við þurfum nú að fara vand- lega yfir alla þá áhrifaþætti sem að einhverju leyti em á valdi stjómvalda og lánastofnana til þess að flýta fyrir eðlilegri sjóðina sem væru mjög mikil- vægir aðilar á lánamarkaðinum. Hann kvaðst fagna því að þeir hefðu óskað eftir viðræðum unt vextina og að hann og fjár- málaráðherra myndu ræða þau mál við fulltrúa lífeyrissjóð- anna. „Ég vonast til þess að á næstu vikum muni menn sjá vaxta- þróun sem tvímælalaust er æskileg, þ.e.a.s. að þeir lækki“, segir Jón Sigurðsson viðskitpa- ráðherra. BSRB undirbýr boðun verk- folls 22. mors Fundur formanna aðild- arfélaga BSRB samþykkti samhljóða f gær að hvetja þau aðildarfélög sín, sem aðild eiga að samfloti í samingaviðræðum, til að undirbúa alherjaratkvæða- greiðslu um boðun verkfalls þann 22. mars nk. Fundur- inn hvatti til samstöðu alls launafólks á Islandi og sam- starfs í komandi kjarasamn- ingum. Víð kynnum þér sumarferðirnar okkar fímmtudaginn 18. febrúar í nýjum og glæsilegum ferðabæklingi. Auvitað er BENIDORM alltaf ofarlega á lista, BENIDORM með sínar hvítu strendur og heitu sumarsói. En þaö er svo sannarlega ýmislegt fleira sem býðst. BARCELONA svíkur engan, stórkostleg borg, menning og listir eru þar ofarlega á blaði. FLORÍDA, Sólskinsfylkið eins og heimamenn kaila það og ekki af ástæðulausu. Hvíld og rólegheit, eða fjör á strönd eða golfvelli, þitt er valið! FERÐASKRI F^TOFA REYKJAVIKUR NÝR ÁFAN6ASTAÐUR COSTA DORADA er nýr og spennandi valkostur, lestu um hann í bæklingnum eða spjallaðu við okkur á staðnum. m BJÚÐUM VERÐ SEM FÆR ÞIG TIL AB BROSA ALLT FRÍID!

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.