Alþýðublaðið - 02.03.1993, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 02.03.1993, Blaðsíða 1
I! » » » » » » » STJÓRNIN Verðkönnun á fiski Soðninqin er misclýr .. Á UPPLEIÐ Stjórnarflokkarnir bœta heldur við sig fylgi og stuðningur við / ríkisstjórnina fer vaxandi samkvœmt könnun Gallup á Islandi Fylgi við ríkisstjórnina hefur verið að aukast frá því í desember úr 28,7% í 33,1% ef marka má niðurstöður kön- nunar sem Þjóðarpúlsinn Gallup á íslandi birti í gær. Samkvæmt könnun sem var gerð í lok febrúar styðja 9,5% Alþýðuflokkinn, 31,2% Sjálfstæðisflokkinn, 24,4% Framsóknarflokkinn, 19,4% Alþýðubandalagið og 14,8% Kvennalistann. Gallup hefur gert mánaðar- legar kannanir um fylgi flokk- anna að undanfömu og sam- kvæmt þeim var Alþýðuflokk- urinn lengst af seinni hluta síðasta árs með 11-12% fylgi en fór niður í 9,1% í janúar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur mælst með 29-32% fylgi frá því í ágúst á síðasta ári. Framsóknarflokkurinn hefur hins vegar heldur verið að dala síðustu mánuði frá því að fylgi hans mældist 27,7% í nóvember en nú 24,2%. Alþýðubandala- gið hefur hins vegar heldur verið að bæta við sig fylgi sam- kvæmt Gallup frá því í lok síðasta árs. Kvennalistinn mældist með mest fylgi í janúar, 16,1%, en lækkaði niður í 14,8% í febrúar. Fylgi annara er hverfandi lítið. Fylgi við ríkisstjómina var í desember á síðasta ári 28,7%, 30,6% f janúar og var komið upp í 33,1% í febrúar. Sam- kvæmt því hefur stuðningur við -verð á nýjum fiski hefur hækkað um 3% frá því í september 1991 ríkistjómina aukist um 4,4% frá því fyrir áramót. Urtak Gallup-könnunarinnar var 1.200 manns og fór könn- unin fram í lok febrúar. Steinbíturinn er misdýrasti fiskurinn hér á landi sam- kvæmt verðkönnun Verðlags- stofnunar. A höfuðborgar- svæðinu kostaði steinbíturinn út úr búð frá kr. 180 upp í kr. 390 á kíló en á landsbyggðinni frá 81 kr. tii 385 króna hvert kíló. Verðmunurinn er 117% á höfuðborgarsvæðinu en 375% utan þess. Almennt var verðmunurinn á fiski meiri út á landi. Meðalverð þar var í flestum tilvikum lægra en á höfuðborgarsvæðinu. Þannig var meðalverð á ýsu og ýsuflökum 13-18% hærra á höf- uðborgarsvæðinu en utan þess og stórlúðan 35% dýrari. Saltaðar kinnar og reykt ýsuflök vom að meðaltali dýrari úti á landi en meðalverð á rauð- sprettu, heilli með haus, var það sama. Verðlagsstofnun gerði sam- bærilega könnun í september árið 1991 og hefur meðalverð á nýjum fiski hækkað frá þeim tíma um 3% og er það sama hækkun og á ftskverði í fram- færsluvísitölunni. Vorboði í fiskbúð Rauðmaginn er kominn f fisk- búðimar, enda farið að líða á góuna. Mörgum finnst það Ijúfur vorboði. Hann Bjami Þór Olafs- son hjá Fiskbúð Hafliða við 1 Uemmtorg sýndi okkur góðgæt- ið í gær. Rauðmaginn kostar núna 150 krónur heill, en 550 kr. kílóið hreinsaður. .1 LA i • 111 1111 ai*y-p-1 mmm

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.