Alþýðublaðið - 04.03.1993, Qupperneq 2
2
Fimmtuudagur 4. mars 1993
tmuiiKiTO
HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566
Útgefandi: Alprent hf.
Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason
Ritstjóri: Siguröur Tómas Björgvinsson
Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason
Setning og umbrot: Hermóöur Sigurösson
Prentun: Oddi hf.
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566
Fax: 629244
Áskriftarverö kr. 1.200 á mánuöi. Verö í lausasölu kr. 90
Salman Rushdic
Nú eru rétt fjögur ár Iiðin frá því öfgamenn úr röðum íranska klerkaveldisins
lýstu breska rithöfundinn Salman Rushdie réttdræpan vegna skáldsögunnar
Söngvar Satans. írönsku múllamir bættu um betur; þeir lýstu því yfir að það væri
skylda sérhvers múslims að myrða Rushdie ef tök væru á. Síðan hafa samtök og
einstaklingar sem tengjast múslimum lagt fé honum til höfuðs, - og rithöfundurinn
snjalli hefur verið á stöðugum flótta síðan, hvergi óhultur. Ofsóknimar hafa raunar
ekki beinst að honum einum; forlög sem gáfu bókina út sættu líka ofsóknum og
sprengjuhótunum, og víða var ráðist á þýðendur bókarinnar. Japanski þýðandinn
var þannig myrtur, og sá ítalski særður illilega.
Salman Rushdie er af indversku foreldri; fremstur meðal jafningja í þeirri vösku
sveit breskra rithöfunda sem rekja uppmna sinn til hinna gömlu nýlenda
heimsveldisins, en þeir bera nú uppi bókmenntasköpun í landinu. Hann vakti fyrst
verulega athygli með bók sinni Miðnæturbömin, sem færði honum hin þekktu
Booker verðlaun í Bretlandi; í kjölfar hennar komu nokkrar bækur, uns Söngvar
Satans reyttu klerkaveldið í íran til reiði. Ofsóknir múslima á hendur Rushdie tættu
sundur feril hins efnilega höfundar, sem margir spáðu Nóbelsverðlaunum fyrr en
seinna, - enda erfitt að skrifa meistaraverk á stöðugum flótta. Söngvar Satans komu
út hjá Máli og Menningu fyrir jólin 1989 í snjallri þýðingu Áma Oskarssonar og
Sverris Hómarssonar.
Bókin er einstakt listaverk, þar sem höfundurinn nýtti sér þekkingu sína og
uppeldi í hinni múslímsku veröld, og spann þráð, sem laut hinum hefðbundnu
lögmálum skáldsögunnar. I henni er fjallað frjálslega um Spámanninn, en hvergi
farið út fyrir þau mörk sem skáldsagan setur sjálfri sér. Hinn látni höfuðklerkur,
Ajatolla Kómeini, taldi að sjálfum sér vegið í líkingamáli bókarinnar, en átylla
hans fyrir dauðadóminum var meint guðlast Rushdie, þegar hann lætur aðra af
aðalpersónum bókarinnar dreyma för Spámannsins á vit gjafmildra kvenna.
Ofsóknimar gegn Rushdie vom líka notaðar í hreinum pólitískum tilgangi f
sumum löndum múslima. Stjómvöld, ekki aðeins í íran heldur líka Iöndum á
borð við Pakistan, gengu fram fyrir skjöldu og mögnuðu upp gemingaveður á
hendur honum til að beina sjónum óánægðs almennings frá lélegum kjömm.
Þannig bjuggu þau til ódýrt skotmark úr Salman Rushdie til að lægja öldur
heimafyrir; stóðu fyrir miklum mótmælum, og veittu ólgu fólksins í farveg, sem
þeim var hagfelldur. Ríkisstjómir Vesturlanda stóðu hins vegar álengdar hjá, settu
lengi vel kíkinn fyrir blinda augað, - og viðskiptahagsmuni sína gagnvart löndum
múslima ofar virðingunni fyrir tjáningarfrelsinu.
Skáldverk er skáldverk, - og ekkert annað. Sök Rushdie var sú ein, að voga sér
að nýta þau mannréttindi, sem í dag liggja til grundvallar vestrænu lýðræði:
tjáningarfrelsið. Fyrir það er hann hundeltur, og fram á síðustu mánuði hefur hann
hlotið skammarlega lítinn stuðning þeirra ríkisstjóma Vesturlanda, sem í orði
kveðnu líta á frelsi einstaklingsins til að tjá sig innan ramma samþykktra laga, sem
helgan rétt.
Bresk stjómvöld ættu sérstaklega að skammast sín. í landi, sem státar af traust-
asta lýðræðiskerfi heimsins, hefur Rushdie einungis notið þeirrar lág-
marksvemdar, sem ofsóttum manni ber. Hann fær að vísu lögregluvemd og
yfirvöld aðstoða hann við að fara huldu höfði. Að öðm leyti hafa bresk stjómvöld
litið á hann sem þom í eigin holdi.
Rithöfundar um allan heim hafa verið duglegir við að halda máli Rushdies á
lofti; í síðasta tfmariti Máls og Menningar birtist þannig þýdd grein eftir skáld-
ið Milan Kundera. Þar gagnrýnir Kundera bresku stjómina harðlega fyrir
aðgerðaleysi, og kveður hana í raun hafa gengist inn á forsendur írönsku heit-
trúarklerkanna, í staðinn fyrir að veija rétt Rushdies - og þar með allra rithöfunda -
til að tjá sig innan hefðar skáldsögunnar. Ásakanir klerkaveldisins haft í raun hlotið
hljómgmnn stjómarinnar, menn greindi einungis á um stig refsingarínnar.
Kundera vísar til ummæla þáverandi forsætisráðherra Breta, Margrétar Thatcher,
sem lýsti yftr að henni fyndist bók Rushdie „verulega hneykslanleg” og minnir á
ótrúlegan undirlægjuhátt utanríkisráðherra hennar, Geofffey Howe. En Howe lét
hafa eftir sér: „Ríkisstjóminni og hinni bresku þjóð fmnst þetta vond bók. Hún er
ákaflega gagnrýnin og dónaleg í okkar garð. Hún líkir Stóra Bretlandi við Þýska-
land Hitlers. Okkur finnst þetta jafn slæmt og múslimum, sem sámar að ráðist sé
gegn trú þeirra.”
Þessi ummæli breska utanríkisráðherrans em rugl, ekkert í bókinni réttlætir þau.
Því miður gáfu þau klerkaveldi múslimanna nánast grænt ljós á að halda áfram
tilraunum sínum til að koma rithöfundinum fyrir kattamef.
Nú hafa bresk stjómvöld að vísu lítillega tekið við sér, en alltof seint. Þau hafa
vísað máli hans til mannréttindanefndar Sameinuðu Þjóðanna; Norðurlanda-
ráð hefur samþykkt ályktun honum til stuðnings, Kanadamenn og Þjóðverjar
stöðvað lánafyrirgreiðslu til írana, og á þýska þinginu var samþykkt ályktun allra
flokka sem lýsti ábyrgð á hendur írönum, ef eitthvað kæmi fyrir Rushdie.
Mál Salman Rushdie kemur öllum við. Það snýst ekki um einn mann, heldur
um rétt listamanna til sköpunar, - um tjáningarfrelsi. íslensk stjómvöld ættu
að láta málið til sín taka, og það væri við hæfi að utanríkisráðherra bókaþjóðarinn-
ar byði Salman Rushdie í heimsókn til Islands, til að sýna öllum heiminum hvar
afstaða okkar liggur.
Samband íslenskra sveitarfélaga
Áfram verði umtið
hratt og vel
að sameiningu sveitarfélaga enfulltrúaráðsfundur sam-
bandsins leggst gegn lögþvingun og vill að sveitarfélögin
þreifi sjálffyrir sér um sameiningu sveitaifélaga.
Innan margra sveitarfélaga fer nú fram umræða um hugsanlega sameiningu tveggja eða fleiri
sveitarfélaga.
A fulltrúaráðsfundi Samhands ís-
lenskra sveitarfélaga í Keflavík fyrir
nokkrum dögum var lögð áhersla á að
áfram yrði unnið hratt og vel að samein-
ingu sveitarfélaga en jafnframt lagst
gegn því að lögþvingun verði beitt við
sameiningu þeirra.
Fundurinn taldi mikilvægt að á næstu
misserum ynnu heimamenn sjálfir að til-
lögugerð um umdæmi sveitarfélaga en af-
staða til þess hvort hækka ætti lágmarks-
íbúatölu sveitarfélaga yrði tekin á lands-
þingi sambandsins í september á næsta ári.
Til að stuðla að framgangi málsins sam-
þykkti fundurinn eftirfarandi tillögur:
„1. Komið verði á fót sérstökum um-
dæmanefndum í landshlutum er leggi fram
tillögur um skiptingu umdæmisins í sveitar-
félög, að teknu tilliti til skoðana íbúa svæð-
isins. Umdæmisnefndimar sjái sjálfar um
kynningu og kosningu um tillögumar í
samráði við viðkomandi sveitarfélög.
2. Skipuð verði yfimmdæmanefnd er
hafi á hendi eftirlit og samræmingu með
störfum umdæmanefnda og aðstoði þær í
störfum þeirra.
3. Kosið verði um sameiningu í hverju
sveitarfélagi fyrir sig nema samkomulag
náist um annað. Lagt er til að lögum verði
breytt þannig að einfaldur meirihluti
greiddra atkvæða ráði úrslitum kosningar.
4. Unnið verði að stofnun reynslusveitar-
félaga skv. 22. kafla í skýrslu sveitarfélaga-
nefndar. A vorþingi 1993 verði sveitar-
stjómarlögum breytt og bætt inn ákvæðum
um reynslusveitarfélög.
Samið um nýja tekjustofna
Áhersla var lögð á að samfara tilfærslu
verkefna til sveitarfélaganna frá ríkinu
þyrfti að tryggja nýja tekjustofna fyrir þau.
Fulltrúaráðið telur m.a. rétt að fela sveitar-
stjómum að fullu rekstur gmnnskóla og
heilsugæslustöðva, svo og yfirtöku verk-
efna á sviði málefna fatlaðra og aldraðra.
Um tekjustofna sveitarfélaga voru eftir-
farandi samþykktir gerðar:
„1. Tekjumöguleikar sveitarfélaganna
verði ekki skertir miðað við þær heimildir,
sem sveitarfélögin höfðu samkvæmt tekju-
stofnalögunum,ertókugildi l.janúar 1990.
2. Skattlagning sveitarfélaga á atvinnu-
fyrirtæki verði endurskoðuð með það í
huga, að atvinnureksturinn greiði að veru-
legum hluta þann tekjumissi sem sveitarfé-
lögin hafa orðið fyrir við afnám aðstöðu-
gjaldsins."
Víðtækt samstarf um úrbætur í at-
vinnumálum
Fulltrúaráðið taldi brýnt og hvatti sveitar-
stjómir til þátttöku í víðtæku samstarfi full-
trúa atvinnulífs og ríkisvalds um aðgerðir til
uppbyggingar atvinnulífs á íslandi. í álykt-
un þess segir m.a. að atvinnuástand í ein-
stökum byggðarlögum sé orðið það alvar-
legt að sveitarfélög telji sig knúin til að hafa
fmmkvæði að úrlausnum og beita öllum til-
tækum ráðum til að koma f veg fyrir al-
mennt atvinnuleysi, sem er meðal verkefni
þeirra sbr. 6. gr. sveitarstjómarlaga. Aug-
ljóst sé að sveitarfélögin ein og sér hafi ekki
bolmagn til að Ieysa þann alvarlega vanda,
sem upp er kominn í atvinnumálum ein-
stakra byggðarlaga. Það er skoðun fulltrúa-
ráðsins að í slíkum tilvikum geti ríkisvaldið
ekki vikist undan ábyrgð, það sé skylda
þess að veita alla tiltæka aðstoð við endur-
reisn atvinnulífsins.
Atburðir dagsins
1634 Samúel nokkur Cole tekur sig til og opnar íyrstu krána f Bost-
on í Bandaríkjunum.
1824 Stofnað er í Bretlandi Konunglega slysavamafélagið, The
Royal National Lifeboat Institution, fýrirmynd fjölda annarra slíkra
félaga víða um heim, meðal annars Slysavamafélags íslands.
1873 Blaðið The New York Daily Graphic verður fyrsta mynd-
skreytta dagblað veraldar.
1882 Fyrstu rafknúnu sporvagnamir renna um götur austur Lund-
úna.
1941 Breskir hermenn og norskir andspymumenn ráðast inn í Ló-
fóten sem þýski herinn hefur tekið herskildi. Þeim tekst að eyði-
leggja ellefu herskip Þjóðverja.
1971 Pierre Trudeau, 52 ára forsætisráðherra Kanada, kvænist á
laun 22 ára stúlku, Margaret Sinclair. Hjónabandið endaði síðar með
skilnaði.
1975 Charlie Chaplin, sá ástsæli listamaður aðlaður í Buckingham-
höll.
1989 Jóhannes Páll páfi telur skáldsögu Salmans Rushdie, Söngvar
Satans, guðlast. I bókinni sé látið liggja að því að hluti Kóransins
hafi verið saminn undir áhrifum frá Satan sjálfum.
Afmœlisdagar
Hinrik sæfari og prins, 1394,portúgalskur vemdari landkönnuða.
Undir hans vemdarvæng voru Madeira, Azoreyjar og Grænhöfða-
eyjar færðar undir nýlenduveldi Portúgals.
Antonio Vivaldi, 1678, ítalskur tónsmiður, þekktastur fyrir tón-
verkið Arstíöimarfjórar.
Allan Sillitoc, 1928, Breskur rithöfundur og leikritaskáld gott. Ef-
laust þekkja margir kvikmyndir sem gerðar voru eftir bókum hans,
Laugardagskvöld og sunnudagsmorgunn, og Einmanaleiki lang-
hlauparans.
Kenny Dalgliesh, 1951, skoskur knaffspyrnukappi og síðar
framkvæmdastjóri. Hefur átt erfitt uppdráttar upp á síðkastið í
því starfi.