Alþýðublaðið - 04.03.1993, Side 4
4
Fimmtuagur 4. mars 1993
FRR FRTflEKRRFRRMFRERSLU
Tll RIMRNNRTRVGGINGR
Gluggað í bók Gils Guðmundssonar um hálfrar aldar sögu
Tryggingastofnunar ríkisins og þróun alþýðutrygginga á Islandi
Ingólfur Margeirsson tók saman
„Við lestur þessa rits verður Ijóst, að
alþýðutryggingar hafa í senn verið öfl-
ugt tæki til jöfnunar lífskjara með þjóð-
inni auk þess að vera trygging gegn al-
gjörum skorti og bjargarleysi þeirra
sem þjóðfélag okkar mynda.“
Þannig kemst Eggert G. Þorsteinsson
forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins að
orði í formála að veglegri bók sem
geymir hálfrar aldar sögu stofnunarinn-
ar. Bókin sem ber heitið Almannatrygg-
ingar á íslandi cr tekin saman af Gils
Guðmundssyni. í ritnefnd verksins hafa
átt sæti dr. Gylfi Þ. Gíslason f.v. ráð-
herra, Haraldur Olafsson dósent og OI-
afur G. Einarsson menntamálaráð-
herra. Útgefandi er Tryggingastofnun
ríkisins.
Almannatryggingar á íslandi er vel
skrifuð og merk heimild um þróun trygg-
ingamála hér á landi allt frá framfærslu fá-
tækra manna og vanheilla á þjóðveldisöld
til almannatrygginga nútímans. Eggert G.
Þorsteinsson bendir réttilega á í formála,
að endanleg og tæmandi lýsing á öllum
breytingum laganna, fyrst alþýðutrygging-
um og síðar almannatryggingum, verði
e.t.v. aldrei samin. „Sjálf löggjöfin er þess
eðlis að samtíðin og efnahagsmál þjóðfé-
lagsins kalla sífellt á breytingar með mis-
jafnlega löngu eða stuttu millibili. Eigi
ósjaldan hafa kjarasamningar á vinnu-
markaði haft úrslitaáhrif á breytingar á lög-
unum,“ segir Eggert.
Hrepparnir og fátækraframfærið
Gils Guðmundsson segir í upphafí bókar
sinnar, að það sé athyglisvert að hér á landi
var fátækraframfærið ekki á vegum kirkju
og presta, eins og tíðkaðist víðast hvar í
kristnum löndum, heldur var framkvæmd-
in falin hreppunum. Hreppamir voru með
öðrum orðum orðnir sérstök framfærslu-
héruð. „Hver hreppur var sjálfstætt fram-
færsluumdæmi. Samkvæmt fomum lögum
hvíldi þó framfærsluskyldan fyrst og
fremst á ættinni, og framfærsluskylda
hreppsins kom því aðeins til greina, að ætt-
ina þryti að inna hana af höndum. Ekki var
þó framfærsluskylda hreppsins skilyrðis-
laus þegar ættina þraut, heldur var landinu
jafnframt skipt í önnur stærri framfærslu-
umdæmi eftir þingsóknum og fjórðungum,
en landið allt var framfærsluskylt, þegar
sérslaklega stóð á,“ ritar Gils.
Höfundur ræðir ýmsa agnúa frænda-
framfærslunnar. Hún var einkar óvinsæl er
kom til kasta fjarskyldari ættmenna og
reyndu menn í lengstu lög að skjóta sér
undan henni. Enda em um ekkert efni jafn-
margir dómar til heima í héruðum eins og
frændaframfærslur. Ef frændaframfærslan
brást að hálfu ættarinnar, féll hún á al-
menning; hreppinn eða hin stærri fram-
færsluumdæmi. Slíkir ómagar fengu ýmis-
leg kunnugleg heiti eins og hreppsómagar,
þingsómagar, fjórðungsómagar eða lands-
ómagar.
Gils segir í bók sinni að ákvæði Jóns-
bókar um fátækraframfærslu hafi haldist
óbreytt í meginatriðum til 1782 og sum
lengur. Það er afar fróðlegt að lesa um
ómagaframfærsluna og lífsskilyrði ómag-
anna. Þetta var hrakningasöm ævi og mis-
jöfn, „allt eftir skapsmunum og innræti
húsbændanna," eins og bókarhöfundur
kemst að orði.
Hreppaflutningar
og förumennska
Eftír að Magnús Stephensen konferens-
ráð komst til áhrifa og valda í lok 18. aldar,
tók hann að beita sér fyrir endurbótum á fá-
tækralöggjöfinni. Að tilstuðlan Magnúsar
gáfu dönsk yfirvöld út Islands hreppstjóra-
instrux, þar sem öll förumennska og lausa-
mennska er algjörlega bönnuð. Reglugerð-
in fyrirskipaði einnig mun meira eftirlit
~"?ð ómögunum og meðferð á þeim.
Arið 1815 samdi Magnús Stephensen
frumvarp um fátækramál á Islandi. Það
mál velktist lengi milli íslenskra og
danskra embættismanna. Það var ekki fyrr
en árið 1834 sem konungur gaf loks út
Reglugerð fyrir fátækramála lögun og
stjóm fyrst um sinn á Islandi. Aðalhöfund-
ur hennar var Bjami Thorsteinsson amt-
maður. Fátækralöggjöfin frá 1834 var
fyrsta heildarlöggjöf um fátækramálefni
frá því Jónsbókarlög voru sett. Aðalatriðin
í þessari reglugerð voru að framfærslu-
skylda ættarinnar náði aðeins til foreldra
með böm á framfæri og uppkomin böm
með foreldra á framfæri. Þurfamenn
skyldu teljast þeir fátækir sem ekki gátu
séð sér og sínum farborða á löglegan hátt.
Nýjar skilgreiningar voru gerðar á sveit-
föstum mönnum og hveju sveitarfélagi var
gert að vera sérstakt framfærsluumdæmi.
Hreppstjóri annaðist stjóm framfærslu-
mála í hreppnum í samráði við sóknarprest.
Haraldur Guðmundsson, fyrsti ráðherra Alþýðuflokksins, var atvinnumálaráðherra í ríkisstjórn Hermanns Jónassonar sem mynduð var 1934.
Sem atvinnumálaráðherra lét hann semja frumvarp um alþýðutryggingar sem telja verður eitt mesta framfaraspor sem stigið hefur verið í félags-
málum á íslandi. Haraldur varð síðar forstjóri Tryggingastofnunar og gegndi þeirri stöðu í nítján ár, frá 1938 - 1957.
baki styrkþarfar þurfamanna. „Öllum sem
þiggja sveitastyrk er slengt saman. Afleið-
ingamar eru hinar söntu fyrir þá er verða
þurfandi fyrir slys eða veikindi og óráðs-
mennina, letingjana og drykkjuhrútana,
sem standa jafnvel á lægra stigi í siðferðis-
legu tilliti en margur afbrotamaður," skrif-
aði Páll í Andvara.
Hin nýju sjónarmið ásamt ömm breyt-
ingum á þjóðfélagsþáttum knúðu á um
breytingar á fátækralöggjöfinni. Milli-
þinganefnd í fátækramálum undir forystu
Páls Briem tók til starfa 1902. Milliþinga-
nefndin framkvæmdi umfangsmestu rann-
sókn sem fram til þess tíma hafði verið
gerð á stöðu og högum fátæks fólks og
þurfamanna á Islandi. Af starfi hennar
spratt löggjöf sem réði bót á nokkrum göll-
um framfærslumála. Gfsli Agúst Gíslason
sagnfræðingur segir um störf milliþinga-
nefndarinnar; „Þótt fátækralögin sent Al-
þingi afgreiddi 1905, fælu ekki í sér neina
stökkbreytingu frá fyrri lögum um þetta
efni, átti starf milliþinganefndarinnar ugg-
laust mikinn þátt í að móta mannúðleg við-
horf í garð þurfamanna, auka skilning á
stöðu þeirra og högum og mikilvægi fé-
lagsmálalöggjafar fyrir þjóðarheildina.
Starf nefndarinnar vísaði einnig frant á
veginn og hafði árið 1907 leitt fátækramál-
in á þá braut sem fylgt hefur verið sfðan.“
Alþýðuflokkurinn boðar
nýtt viðhorf
Bók Gils Guðmundssonar um hálfrar
aldar sögu Tryggingastofnunar ríkisins
nær í raun yfir alla sögu framfærslu fá-
tækra manna og þurfamanna á íslandi. Hin
samfellda saga bregður skýru ljósi á þá fé-
lagslegu þróun sem átt hefur sér stað á Is-
landi gegnum aldimar. Það er fyrst og
fremst á þessari öld sem veigamiklar breyt-
ingareiga sér stað til almannaheilla.
Jörundur Brynjólfsson sem var nýkjör-
inn á þing að hálfu Alþýðuflokksins flutti
árið 1917 tillögu til þingsályktunar sem
gerði ráð fyrir töluverðum umbótum á
framfærslulögunum frá 1907.
Alþýðuflokkurinn beitti sér flokka harð-
ast fyrir endurbótum á fátækralöggjöfinni.
Eggert G. Þorsteinsson hefur verið forstjóri
Tryggingastofnunar ríkisins frá árinu 1979.
Reglugerðin frá 1834 hafði að geyma
ákvæði um hina alræmdu hreppaflutninga.
Hreppaflutningur þýddi að ef maður varð
bjargþrota í öðru sveitarfélagi en þar sem
hann átti sveitfesti, skyldu hreppstjórar sjá
um að sá hinn sami væri sendur heim á
framfærslusveit. Hreppaflutningar voru
ósjaldan framkvæmdir af mikilli hörku og
eru sumar sagnir um þá ófagrar. Hin nýja
reglugerð mildaði um margt grimmd fram-
kvæmda hreppaflutninganna.
Drykkjuhrútar
og letingjar
Fátækralöggjöfin var sífellt til umræðu á
hverju þingi. Þingsályktunartillögur voru
fluttar um skipun milliþinganefndar í fá-
tækramálum sem skyldi taka reglugerðina
frá 1834 til endurskoðunar og semja nýja
heildarlöggjöf um þau mál.
Árið 1889 birtist í Andvara ritgerð eftir
Pál Briem sem boðaði ný viðhorf á sviði
fátækralöggjafar. Páll benti á að taka yrði
fullt tillit til þeirra aðstæðna sem lægju að
Frá grciðslu bóta almannatrygginga í Sjúkrasamlagi Reykjavíkur 1953.