Alþýðublaðið - 04.03.1993, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 04.03.1993, Qupperneq 7
Fimmtudagur 4. mars 1993 7 Er orðið dýrt að leita læknis? ingu í heildsölu sem ekki varð samkomulag um í nefndinni. Ágreiningurinn kom til úr- skurðar. ráðheiTa sem féllst á að álagnine í hendsölu SKyldi lækkuð urn fímTritung. Lyl'jaheildsalar stefndu ráðherra fyrir dóm- stóla vegna þessara aðgerða en ráðherra vann málið. Álagningarlækkunin kom til framkvæmda þann 1. febrúar síðastliðinn og hefur hún leitt til lækkunar á lyfjaverði um tæplega 3%. Hvað um aðrar aðgerðir til lœkkunar á lyfjaverði ? Spurt og svarað um heilbrigðismál Lyfjakostnaður Tryggingastofnunar ríkisins (á föstu gengi ársins 1991) Myndin hér að ofan sýnir lyf jaútgjöld Tryggingastofnunar ríkisins á árunum 1984 til 1992. Með- talinn er kostnaður við lyf sem afgreidd eru á göngudeildum. Einnig eru sýndar spár (strikaðar súlur) um útgjöld, helöi ekki verið gripið til sparnaðaraðgerða. Undanfarin ár hefur meðalvöxt- ur lyfjaútgjalda á milli ára verið 12,9%, á föstu verðlagi. Mjög hefur hinsvegar dregið úr þessum vexti á allra síðustu árum. Sem dæmi má nefna að lyfjakostnaður hins opinbera árið 1992 var u.þ.b. sá sami, á föstu verðlagi, og hann var árið 1990. Kostnaður við lyfjíjneyslu á hvert mannsbarn á Islandi er hærri en víðast hvar. Hvers vegna? 1. Þótt heildarlyfjaneysla íslendinga sé ekki mikil er hún engu að síður mikil í til- teknum dýrum lyfjaflokkum. Sem dæmi má nefna sýklalyf, magasárslyf og lyf til lækk- unar á blóðfitu. 2. Það er mjög áberandi að íslendingar neyta í meira mæli en flestir aðrir mjög dýrra lyfja þegar ódýrari samheitalyf, |D.e. lyf sem innihalda sömu virku efnin, geta komið að gagni. Þetta á t.d. bæði við um ýmis sýklalyf og magalyf. 3. Lyfjaverð á Islandi er hátt samanborið við flest önnur lönd. Því veldur m.a. mikill dreifingarkostnaður (há álagning í heildsölu og smásölu), ávísanavenjur lækna og lítil sem engin samkeppni í innflutningi og verslun með lyf. Mikil sóun hefur átt sér stað í lyfjaneyslu. Áður greiddi ríkið mestallan lyfjakostnað- inn, þannig að fólk hafði ekki á tilfinning- unni að lyf væru verðmæti sem fara bæri sparlega með. Heilbrigðisráðuneytið hefur nú tekist á við þetta vandamál. Hvemig hef- ur það verið gert og hver er árangurinn? Hér á eftir verður leitast við að svara nokkrum spumingum þar að lútandi. Sparnaður í lyfjamálum Hefur einltver árangur orðið af aðgerð- unum í lyfjamálum ? Já. Frá miðju ári 1991, þegar núverandi ríkisstjóm tók við, og til ársloka 1992 er áætlað að spamaðurinn vegna aðgerða í lyfjamálum nemi um 1.200 milljónum króna. Vöxtur lyfjaútgjalda á ámnum 1984- 1990 nam að meðaltali 12,5-13% á föstu gengi á hverju ári. Útgjöld sjúkratrygginga vegna lyfjakostnaðar árið 1992 vom þau sömu á föstu gengi og árið 1990 tveimur ár- um fyrr. Árangur aðgerða heilbrigðisráðuneytisins til lækkunar á lyfjakostnaði nemur, á þessu eina og hálfa ári, jafn hárri fjárhæð og sam- anlögð ársútgjöld æðstu stjómar ríkisins, þ.e. forsetaembættis, ríkisstjómar, Alþingis og annarra stoíriana æðstu stjómsýslunnar. Hefur sparnaðurihn ekki náðst með því að veita kostnaði yfir á sjúklingana? Aðeins að hluta til. Einungis um 200-300 milljónir króna af þessum spamaði er hægt að skýra með auknum útgjöldum sjúklinga. Meginhluti spamaðarins, 900-1.000 millj- ónir króna, er heildarlækkun á lyfjakostn- aði. Afhverju var ekki heldur reynt að breyta vali læknanna á lyfjum? Hví voru þeir ekki hvattir til að velja ódýrari lyfí stað þess að auka kostnaðarhlutdeild sjúklinga? Með því að auka hlutdeild sjúklinga í lyfjakostnaði hel'ur þetta einmitt gerst. Á meðan ríkið borgaði mestan kostnaðinn vom menn ekkert að hugsa um hvort verið væri að ávísa á dýrt eða ódýrt lyf, þótt bæði gerðu sama gagn. Eftir 1. ágúst 1992, þegar þær reglur tóku gildi að fólk taki að vissu rnarki hlutfallslegan þátt í kostnaði við lyf, hefur verið áberandi að neysla hefur stór- aukist á ódýrari lyfjum en dregið hefur úr kaupum á dýrari lyfjum, þar sem um er að ræða lyf sem gera sama gagn. Þetta hefur einkum komið í ljós hvað varðar sýklalyf, hægðalyf og magalyf. Þar sem nkið greiðir lyftn að fullu hefur hins vegar minni breyt- ing orðið. Verð lyfja Afhverju hefur ekki verið reynt að lœkka verð á lyfjum ? Það hefur einmitt verið gert. f reglugerð, sem tók gildi 1. ágúst 1992, var sú kerfis- breyting gerð að þegar læknir skrifar lyfseð- il verður hann ávallt að taka fram hvort skil- yrðislaust eigi að afhenda það lyf sem hann tiltekur eða hvort heimilt sé að afgreiða til sjúklingsins annað lyf, með sömu virku efn- um, ef það er ódýrara og sjúklingur sam- þykkir það. í síðamefnda tilvikinu ber lyf- sala skylda til að afgreiða ódýrasta sam- heitalyfið. Þessi reglugerð hefur leitt til verðsamkeppni rneðal lyfjaframleiðenda og lyfjaheildverslana. Þau keppa nú að því að bjóða ávallt lægsta verð hvert á sínu lyfi í samheitalyfjaflokki og fá þannig mestu söl- una. Áður nægði að gefa út verðlista yfir lyf á þriggja mánaða ffesti en nú þarf að gefa hann út mánaðarlega. Lyfsalar kvarta meira að segja yfir örum verðlækkunum á sam- keppnislyfjum sem geta valdið þeim erfið- leikum vegna birgðasöfnunar. Afhverju var álagningin ekki lœkkuð? Hún hefur lækkað. Ákvörðun um álagn- ingu er ekki á valdi heilbrigðisráðherra. Samkvæmt lögum ákveður sérstök lyfja- verðlagsnefnd verð og um leið álagningu á lyf. Heilbrigðisráðherra á einn fulltrúa í þeirri nefnd. Sá fulltrúi lagði til lækkun á álagn- Fyrir þingflokkum stjómarflokkanna liggur nú fmmvarp um lyfsölu og lyfjaversl- un sem heilbrigðisráðherra hefur látið semja. I því fmmvarpi er gert ráð fyrir ýms- um breytingum. Einokun einkaumboðs- manna lyfjafýrirtækja á innflutningi er þar aflétt og opnað fyrir möguleika á að flytja inn lyf í samkeppni við einkaumboðsmenn og á því verði sem hagstæðast er á heims- markaði. Jafnframt em í fmmvarpinu tillög- ^ ur um aukið frjálsræði í lyfjadreifingu inn- anlands og um aukna samkeppni í lyfja- verslun í því skyni að lækka álagningu og þar með verð á lyfjum á íslandi. Breytingar á lyfjareglugerðum Afhverju er alltafverið að breyta reglum um lyf ? Eru reglugerðirnar ekki orðnar fimm? Frá því núverandi ríkisstjóm kom til valda hafa þrjár meginbreytingar verið gerðar á greiðsluhlutdeild sjúkratrygginga vegna lyfja. Fyrsta breytingin var gerð með reglugerð sem gefin var út rétt eftir stjómar- skipti. Þeirri reglugerð var aldrei ætlað að gilda nema í skamman tíma. Hún var sett vegna þess að almannatryggingalögin heim- iluðu ekki að hverfa frá fastagjaldi fyrir lyf yfir í hlutfallsgreiðslur eins og að var stefnt. Tvær minniháttar lagfæringar vom gerðar á þeirri reglugerð vegna annmarka sem í ljós komu og ollu því að sjúklingum var mis- munað. Mismununin kont t.d. fram í því að fólk með ofnæmi í öndunarvegi þurfti að greiða mishátt verð fyrir sama lyfið eftir því hvort það var selt sem munnúði eða nefúði. Slík framkvæmdaratriði var auðvitað sjálf-J sagt að leiðrétta. Auk fyrst nefndu reglugerðarinnar hafa verið gefnar út tvær aðrar reglugerðir, sem hafa haft í för með sér efnislegar breytingar. Sú l'yrri tók gildi 1. ágúst 1992 og sú síðari 18. janúar 1993. Heimild: Bæklingur frá heilbrigðis- og tryggingmála- ráðuneytinu

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.