Alþýðublaðið - 04.03.1993, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 04.03.1993, Blaðsíða 8
POIAR RAFGEYMAR 618401 POLAR RAFGEYMAR 618401 Þorbergur Aðalsteinsson landsliðsþjálfari ásamt landsliðsmönnunum Júlíusi Jónassyni, Konráði Ólafssyni, Geir Sveinssyni, Héðni Gilssyni, Sig- urði Bjarnasyni og Einari Þorvarðarsyni aðstoðarmanni sínum eftir að HM-liðið hafði verið tilkynnt í gær. - A-mynd E.Ól. Handknattleikslandsliðið valið Væntingum hnldið niðri-við 8. sætið „Stórslys efvið töpumfyrir Bandankjunum“, segir Þorbergur Aðalsteinsson landsliðsþjálfari. k í gær tilkynnti Þorbergur Aðalsteins- son, landsliðsþjálfari íslenska landsliðs- ins í handknattleik, hverja hann hefði valið til að taka þátt í heimsmeistara- keppninni í Svíþjóð sem hefst í næstu viku. Ekki er hægt að segja að valið hafi komið ýkja mikið á óvart enda voru ým- is dagblöð búin að spá fyrir um eða segja til um hvernig landsliðið yrði skipað. „Það má kannski segja að það hafi verið orðið nokkuð sjálfgefið hvemig liðið yrði skipað“, sagði Þorbergur Aðalsteinsson landsliðsþjálfari í handknattleik þegar AI- þýðublaðið hafði samband við hann í gær en lítill gagnrýni hefur komið fram á vali liðsins eins og stundum vill þó verða. Þor- bergur sagði að reynt hefði verið að halda væntingum til landsliðsins niðri en stefnt væri á að ná einu af átta efstu sætunum. Hann sagði að það væri allt öðru vísi pressa á liðunum en oft áður þar sem ekki væri verið að leika um nein fallsæti í keppninni heldur verði tekin upp sérstök Evrópu- keppni landsliða næsta haust sem muni væntanlega gefa rétt til þátttöku í stórmót- um. „Ekkert nema stórslys getur komið í veg fyrir að við vinnum Bandaríkin", sagði Þor- bergur en til að komast í milliriðil þarf að minnsta kosti einn leikur af þremur að vinn- ast í undanriðlinum nema liðið geri þeim mun fleiri jafntefli. Þorbergur taldi íslenska liðið eiga nokkuð jafna möguleika á móti Ungverjum en svona fyrirfram væru menn ekkert að reikna með því að vinna Svíana, sem oft hafa reynst okkur erfiðir. Fyrsti leikur okkar verður einmitt við Svía á fyrsta degi mótsins þann 9. mars. Eftirtaldir leikmenn voru valdir í liðið og er landsleikjafjöldi þeirra í svigum. Sigmar Þröstur Óskarsson, ÍBV (38) Gunnar Beinteinsson, FH (52) Patrekur Jóhannesson, Ntjarnan (63) Bjarki Sigurðsson, Víkingur (136) Valdimar Grímsson, Valur (159) Gunnar Gunnarsson, Víkingur (66) Sigurður Bjarnason, Grosswallstadt (74) Gústaf B jarnason, Selfoss (30) Konráð Olafsson, Dortmund (100) Héðinn Gilsson, Dússeldorf (117) Geir Sveinsson, Valur (245) Guðmundur Hrafnkelsson, Valur (187) Sigurður Sveinsson, Selfoss (202) Einar Gunnar Sigurðsson, Selfoss (74) Júlíus Jónasson, Paris SG (182) Bergsveinn Bergsveinsson, FH (72) Með landsliðinu fara utan þeir Jón Ás- geirsson aðalfararstjóri, Þorbergur Að- alsteinsson þjálfari, Einar Þorvarðarson aðstoðarþjálfari, Davíð B. Sigurðsson liðsstjóri, Stefán Carlsson læknir, Jakob Gunnarsson sjúkraþjálfari og Þorgils Óttar Mathiesen fararstjóri. Meira sefn á Líklega gera fæstir sér grein fyrir því að á Islandi eru meira en 70 söfn af ýmsu tagi. Og trúlega hafa fæstir heimsótt nema lítinn hluta þeirra. Núna er í vinnslu handbók um öll söfn landsins á vegum íslandsdeild- ar ICOM, Alþjóðaráðs safna, sem starfar í tengslum við UNESCO, menningarstofnun Sameinuðu þjóð- en 70 íslnndi anna. Þörfin fyrir handbók sem þessa er öllum ljós, slíkar upplýs- ingar er hvergi að finna á einum stað. Mun bókin henta jafnt inn- lendu fólki sem erlendum gestum okkar. Þeir sem telja sig eiga erindi við ritstjóra bókarinnar með upplýs- ingar, ættu að hringja í Ragnhildi Vigfúsdóttur í síma 91-11703. Stjórn Lindar, talið frá vinstri: Barði Árnason, Stefán Pétursson, Hall- dór Guðbjarnason, forinaður, Þórður Ingvi Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri og Hannes Ágúst Jóhannesson, aðstoðarframkvæmda- stjóri. Lind skilar góðum hagnaói Þrátt fyrir erfitt árferði hjá mörgum, þar á meðal bönkunum, skilaði eigna- leigufyrirtækið Lind góðum hagnaði á nýliðnu ári. Hagnaður þessa fámenna fyrirtækis þar sem aðeins 9 manns starfa, var rúmar 26 milljónir króna. Reyndar var þetta besta útkoman á 6 ára ferli. Lind slapp ekki frekar en aðrir við útlánatöp. Á árinu voru gjaldfærðar beint 46,5 milljónir króna vegna af- skrifta útistandandi leigusamninga, en auk þess voru 11,4 milljónir lagðar á afskriftasjóð, sem geymir í dag 28,4 milljónir króna. Mikil gróska hjá Visa-ísland Visakort eru nú hjá átta af hverjum tíu fjölskyldum á Islandi og 60% lands- manna á aldrinum 18-67 ára bera slík kort á sér, alls rúmlega 95 þúsund kort- hafar. Visa-ísland gerði það gott á síðasta ári, hagnaður fyrirtækisins var 124 milljónir króna fyrir skatta, árið 1991 var hagnaðurinn 65 milljónir. Korthöf- um fjölgaði á árinu um 4.500. Kortaviðskiptin héldu líka áfrarn að aukast, voru liðlega 40 milljarðar króna og jukust á árinu um 4,7 milljarða. Einar S. Einarsson er framkvæmdastjóri Visa-íslands, en í stjóni sitja þeir Jóhann Ágústsson,aðstoðarbankastjóri Landsbanka íslands, formaður Sólon R. Sig- urðsson,bankastjóri Búnaðarbanka Islands, varaformaðurSigurður Haf- stein,framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sparisjóða, ritari, og Björn Björnsson, bankastjóri Islandsbanka, meðstjómandi. Flestir telja aö kaupa eigi íslenskt I M-Gallup kannaði nýlega hver áhrif kynningarstarf Félags íslenskra iðn- rekenda hefur haft. í Ijós kom að níu af hverjum tíu Islendingum telja að rneð kaupum á íslenskunt vörum stuðli þeir að minnkandi atvinnuleysi. Tólf hundmð einstaklingar á aldrinum 15 til 69 ára voru spurðir. Auglýsingaher- ferð verkalýðsfélaga og iðnrekenda í lok síðasta árs hafði mikil áhrif á kaup- hegðan fólks samkvæmt könnuninni. Rúmlega 12% sögðust alltaf kaupa ís- lenskar vörur fremur en innfluttar. Sem sagt: Neytendur geta í kjörbúðinni ráðið miklu um atvinnuástandið í landinu og bæta það með því að kaupa ís- lenska vöru. Eimskip tekur Kötlu á leigu Eimskipafélag Islands hefur gengið frá samningum við Samgönguráðu- neytið fyrir hönd ríkissjóðs að taka á tímaleigu skip ríkisins, Kötlu, sem áður hét Hekla. Samningurinn er til um það bil fjögurra vikna frá 1. mars en gert ráð fyrir framlengingu um tvisvar sinnum eina viku að vali Eimskips. Mönn- un skipsins hefur farið fram og lestun hófst í fyrradag. Skipið sinnir strand- flutningum, flytur meðal annars áburð og almenna stykkjavöru. Nýtt og stærra skip er væntanlegt til þessara flutninga ásamt Reykjafossi, en Katla leysir Selfoss af hólmi meðan hann er í öðrum verkefnum. Vinsælt kaffihús eignast eigiö málgagn Sólon íslandus, kaffihúsið sem opn- aði seint á síðasta ári í Húsi Málarans við Bankastræti og Ingólfsstræti, hefur gengið verulega vel. Þar er fullt út úr dyrum flesta daga. Rekstur hússins er kröftugur, og í byrjun vikunnar kom út málgagn kaffihússins, SÓLON-fréttir. Blaðið er hið myndarlegasta, enda fag- menn sem að baki standa, þeir Ingólfur Margeirsson og Ólafur Stephensen. Leiðari blaðsins, skemmtileg lesning, heitir Kaffi og menning. Forsíöa fyrsta tölublaös Sólon-frétta, en þar er rætt viö listamanninn Guðjón Ketilsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.