Alþýðublaðið - 09.03.1993, Side 4
Þriðjudagur 9. mars 1993
I
Fyrirtœki Einars Guðfinnssonar - enn er vonarglœta
BOLVÍKINGAR BJARGI
BÆNUM SÍNUM SJÁLFIR
Landsbankinn sýndi fyrst hörku - nú linkind
Snemma í janúar viðurkenndi Byggða-
stofnun, að stofnunin væri búin að tapa
verulegum fjárhæðum í frystihúsi EG í
Bolungarvík, þar sem það myndi ekki
seljast fyrir vcðskuldum. Stofnunin var
reiðubúin í nauðasamninga. Landsbank-
inn, á hinn bóginn, sýndi hörku á sama
tíma og vildi fara gjaldþrotaleiðina. Sú
varð raunin. Nú hefur bankinn breytt um
aðferð og er linari í kröfugerð og heimtar
t.d. ekki nauðungarsölur. A fundi stærstu
veðhafanna ineð skiptastjórunum var
það í raun Landsbankinn, sem átti veru-
legan þátt í þeirri stefnu, að grípa ekki til
aðgerða heldur bíða eftir tilboðum t.d.
frá bænum (bæjarútgerð) eða nýjum
hluthöfum (t.d. íbúunum).
Þrátt fyrir hörkuna vill bankinn gefa Bol-
víkingum tækifæri á að bjarga bæjarfélag-
inu.
Málefni Einars Guðfinnssonar hf. hafa
oft komið til kasta bankastjómar Lands-
bankans. Síðast var fyrirtækið og um leið
Bolungarvík komin á heljarþröm árið 1990.
Þá var leitað til Landsbankans, en fyrirtækið
fékk þverl nei við hvers kyns fyrirgreiðslu
frá bankanum. Þó tókust samningar um
kröfu Landsbankans, að eigendumir stokk-
uðu fyrirtækið algjörlega upp og legðu sjálf-
ir fram hlutafé, sem þeir og gerðu. Þeir sem
til þekkja segja, að bankinn hafi sett EG af-
arkosti og fyrir veitt lán hafi þeir gert kröfu
um tryggustu veðin. Meðal annars á Lands-
bankinn í raun allar birgðir fyrirtækisins.
Björgunin 1991 „hrein vitleysa“
Núna segja menn innan EG og aðrir, sem
eru kunnugir málinu, að spyrja megi hvort
það hafi ekki verið hrein vitleysa að greiða
úr flækjunni fyrir röskum tveimur ámm.
Staða fyrirtækisins hafi þá verið orðin svo
slæm, að því væri fyrirsjáanlega ekkert til
hjálpar. Hlutafjáraukningin hafi verið á mis-
skilningi byggð og í ljósi reynslunnar hafi
björgunaraðgerðin í raun verið tilgangslaus
gálgafrestur. Spurt er hvort bæði Lands-
bankinn og fyrirtæki Einars Guðfinnssonar
béfðu ekki átt að fara gjaldþrotaleiðina strax
um áramótin 1990/1991. Þá hefði bankinn
lapað mun m'inni fjármunúm én nú er fyrir-
sjáoplegt og sömu sögu er reyndar að segja
itf bðrum lánardrottnum og'sjálfum hlutliöf-
upum. Ljcjst er, að með þvj pð keyra málið
svþna hrátt pfram nú, tapi bteði Landsbank-
jái) hfcifa fé'en ella, og jafrlíVámt aðrir lárlar-
drórtnar og hluthafamir. Það Sðm Hefur gérst
á þessum tæpum tveimur- ámm frá upp-
Stokkuniniii er að verðmæti eigna hefur
hrapað. Mesta tapið hjá EG hf. og Hólum hf.
kemur fram í verðhruni eigna; Skuldir hafa
vaxið og til viðbótar má nefna, að fyrirtæk-
ið er með erlend lán og á sama tíma hrapa
skipin í verði, kvótinn minnkar, aflinn
minnkar og samanlagt veldur þetta gífur-
legu tapi.
Þaðvar l.janúar 1991, sem þrjú hlutafé-
lög voru stofnuð í kjölfar uppstokkunar fyr-
irtækja Einars Guðfinnssonar. Þá urðu til
sjávarúlvegsfyrirtækið Einar Guðfinnsson
hf., eignarhaldsfélagið Hólar hf. og Verslun
E. Guðfinnssonar hf. í október 1992 var sótt
um greiðslustöðvun fyrir Einar Guðfinns-
son hf. og Hóla hf. Verslunarreksturinn er
ekki til skipta. Hann leigir hins vegar hús-
næði hjá Hólum hf.
Með því að keyra gjaldþrot EG hf. og
Hóla svona hratt í gegn núna er ljóst, að tap
manna verður mun meira, en það hefði orð-
ið 1991.
Bankaleg sjónarmið og byggðavandi
Þegar EG-málið kom til kasta Lands-
bankans undir lok liðins árs var meirihluti
bankastjómar andvígur sérstakri greiða-
semi. Fyrirtækið hefði fengið sitt tækifæri
1991, en án árangurs. Hagsmunir bankans
eru of miklir, sagði einn bankastjóranna.
Bankaleg sjónarmið hljóta að ráða ferðinni,
bætti hann við. Sagan segir, að það hafi
m verið Halldór Guðbjamason,
Frá Bolungarvík snemma á áttunda áratugnum
bankastjóri, sem hafi viljað sýna bankalega
festu. Sverrir Hermannsson sjálfur lét lítið á
sér bera enda þótt hann væri sá Landsbanka-
stjóranna, sem hefði Vestfirði á sinni könnu.
Sverrir Hermannsson.bankastjóri Lands-
bankans, er eins og á milli steins og sleggju
í gjaldþrotamáli EG í Bolungarvík. Sverrir
kemur úf pólitíkinni og Framkvæmdastofn-
un, fofveýa ■ Byggðastofnunar. Hann er
traustur vinur Matthfasar Bjamasónari áf \
Vestfjörðum ogá yfirfcitt erfitt með að-vísa •
vestfirskúm, vinum sínum og flokkíjbrteðr-
um þaðag tí tiyrj En á $ama tíma hcfur.Ópin-
ber ímýn'd Syerris breyst. Hann er'onðinn
harður og ákveðirih, bankastjóri, sem reýnir
þó að hlaupaondir bagga með vinutri sínum
utan af landi. Sverrir er sá bankastjóra
Landsbankans, sem skilur vanda lands-
byggðarinnar best.
„Bolungarvíkurveikin“
mun breiðast út
Meðal framámanna í sjávarútvegi í
sjávarplássum um land allt hefur gripið um
sig ótti vegna þeirrar afstöðu rikisstjómar-
innar og Landsbankans að sýna Bolvíking-
um og „merki einkaframtaksins" í mynd
fyrirtækja ættar Einars Guðfinnssonar, enga
miskunn. „Bolungarvfkurveikiri1 hefur
gripið um sig í sjávarplássum, einkum þó á
Vestfjörðum vegna þverrandi hlutar Vest-
firðinga í úthlutuðum kvóta.
Einmitt þessa dagana bíða útgerðarmenn
í ofvæni eftir úthlutun veiðiheimilda.
Nokkrir viðmælendur Alþýðublaðsins vildu
ekki nefna nöfn þessara sjávarplássa af ótta
við, að um sig gripi ótti á meðal bæjarbúa.
Atburðirnir á Vestfjörðum eru ljóst dæmi
um þá afstöðu ríkisstjómarinnar, að vanda-
mál sumra byggðanna verði ekki leyst með
því að afskrifa skuldir endalaust og dæla
fjármunum til þeirra.
I Bolungarvík er ekki hugsað hlýlega til
stjómvalda. Byggðastofnun undir forystu
starfandi formanns, Bolvíkingsins Karvels
Pálmasonar, féllst á að fara samningaleið að
Bolvíkingum og atvinnuleysistiygginga-
sjóður einnig, sem á að uppgreiðsluvirði um
250 milljónir króna hjá fyrirtækjunum. Af
rneitan alit lék í Ivndi hjá fyrirtækjum E.G.
því varð þó ekkert. Ríkisstjómin sagði nei
og þar með var búið að leggja lfnumar fyrir
Landsbankann, sem talinn er eiga veðskuld-
ir í tveimur togurum fyrirtækisins, Heiðrúnu
og Dagrúnu, upp á um 400 milljónir króna.
Gjaldþrot Einars Guðfinnssonar hf. og Hóla
hf. er talið nema samanlagt um tveimur
milljörðum króna. Eiriar Jónatansson, for-
stjóri EG, telur eðlilegt mat á togurunum
áuk kvóta vera urn 850 milljónir króna. Þá
meti hann frystihús og rækjuvéifcsmiðju fyr-
J irtækisins á 150 nrilljónir kröna auk þess
fenr EG ætti drjúgan.ljlut í t.d.- SH og Sölu-
: Vniðýtöð hraðfrystihusarina.. ,
Þá á EG 47% í Júpiterhf./sem rekur tog-
arann Júpíter. Þá má geta jtess, að Einar
Jónatansson, forstjóri EG, situr í stjómum
SH. SÍF, Skeljungs og Tryggingamiðstöðv-
arinnar. Einar hverfur úr stjómum ofan-
greindra fyrirtækja á næsta aðalfundi þeirra,
þar sem eignarhluti EG rennur í þrotabúið.
Það verður hins vegar vandamál fyrir
skiptastjórana að nálgast þessa ijánnuni, því
þeir eru veðsettir upp í topp; eins og al lt ann-
að í nafni fyrirtækisins. 1 Ijósi þessa sjá
skiptastjóramir ekki fram á að fá til sín nein-
ar fjárhæðir sem skipta máli vegna veðsetn-
inga og krossveðsetninga.
Stóru veðhafarnir hirða allt
Skiptastjórar EG og Hóla hafa stofnað
sjóð til þess að tryggja áframhaldandi reksl-
ur togaranna tveggja. Þriðji togarinn Júpiter,
sem Júpíter hf. rekur, stendur utan gjald-
þrotsins. Sama gildir um verslunarrekstur-
inn, sem er ekki til gjaldþrotameðferðar og
hefur verið rekinn sér á báti sem hlutafélag.
A hinn bóginn er allt húsnæði verslunar-
rekstrarins í leiguhúsnæði frá Hólum hf. Það
sem skiptir mestu máli fyrir bæjarfélagið er
að koma hjólum atvinnulífsins af stað á nýj-
an lcik. Það táknar að koma togurunum í
eðlilegan rekstur frá Bolungarvík. Upphaf-
lega ætluðu forráðamenn EG að sleppa við
gjaldþrotið með því að selja bæjarfélaginu
togarana tvo og a.m.k.frystihúsið. Af því
varð ekki þótt Byggðastofnun lýsti sig
reiðubúna tii viðræðna um nauðasamninga.
Eftir að ríkisstjómin og Landsbankinn
brugðust rná segja að málið sé komið aftur í
upphafsreitinn.
Síðastliðinn fimmtudag varefnt til fund-
ar í bæjarstjóminni. Aðalmál á dagskrá var
hugsanleg kaup bæjarins á togurunum og
um leið stofnun „Bæjarútgerðar Bolungar-
víkur“, skammstafað BUB. Bæjarúlgerð
helur aldrei verið vinsæl hugmynd í Bol-
ungarvik, í btejarfélagi, þar setn einkalyrir-
tækí hefuic,iítt“ bæinn og oftjir en ekki skip-
, að.meirihluta eða drjúgan hlui ý stjórri btéj-
t ’a'rins. EG bar ægishjálm yftr_ álltt og álla í
Bolurigárvík og yfirleitt vori einstakiingrii' í
. einkaframtaki háðir EG á eirin eða annan
hött. Um helgina efndi bæjarstjómin til
kynningarfundar, þar sem reifuð var ftug-
mynd um nýtt félag um útgerðina nteð
hlutafjárframlögum frá íbúunuin sjálfum.
Bæjarútgerð var ekki nefnd á nafn.
150 almennir kröfuhafar fá ekkert
Einkafyrirtækin létu ægivald EG hafa
sinn gang án afskipta eða kvartana. Þetta er
einmitt sá hópur, sem að líkindum fer verst
út úr „gjaldþrotamálinu Bolungarvík“. Al-
mennir kröfuhafar eiga inni ógreiddar
skuldir hjá EG upp á verulegar fjárhæðir og
eru a.m.k. 150 almennir kröfuhafar í búið,
sem ekki er gert ráð fyrir að fái krónu upp í
skuld sína. Hérereinkum um allskyns þjón-
ustufyrirtæki að ræða.
Fyrir tveimur árum fór EG í endurskoð-
un, reynt var að hagræða í rekstri og síðast
en ekki síst var hlutafé aukið um einar 100
milljónir króna. Megnið af þessum pening-
um kontu frá fjölskyldunni og er þetta fé nú
glatað. Fyrirtækið fékk síðasta „sjens“ án
þess að það bæri árangur. Byggðastofnun
vildi hlaupa undir bagga, eins og fram hefur
komið. Á hinn bóginn er ríkisstjómin, eink-
unt ráðherrar sjálfstæðismanna, í verulegri
klípu og hafa lítið vilja tjá sig um málið.
Annars vegar er það stefria sjálfstæðis-
manna að láta fyrirtæki fara í gjaldþrot, en á
hinn bóginn er Einar Guðfinnssonar hf. og
fyrirtæki fjölskyldunnar sér á báli. Þessi fyr-
irtæki voru rósin í hnappagati einkafram-
taksins og málið því að miklu leyti tilfinn-
ingamál. Þar að auki er framhald á rekstri
fyrirtækja EG viðamikið
byggðamál. Án aðstoðar er
framtíð bæjarfélagsins Bol-
ungarvíkur í hættu. Þessi
staðreynd réði afstöðu
Byggðastofnunar.
Persónulega ábyrgðir
faar
Rétt er, að fram koini hér,
að talið er að skuldir EG og
Hóla aðallega nemi um 2
milljörðum króna. Á hitt ber
að líta, að eigendur fyrirtækj-
anna telja að þeir eigi fyrir
um tveimur þriðju af skuld-
um fyrirtækisins.
Ymsir hafa velt því fyrir
sér hvort fjölskylda Einars
Guðfinnssonar sé ekki í
miklum ábyrgðum vegna
EG hf. og Hóla. Staðreyndin
er sú, að „hér er ekki urn neitt
venjulegt einkafyrirtæki að
ræða“, eins og kunnugur
Bolvfkingur sagði við Al-
þýðublaðið. Þannig muni
einstakir fjölskyldumeðlimir
ekki hafa gengist í neinar
persónulegar ábyrgðir fyrir
fyrirtækið og því mjög ólík-
legt, að þessir aðilar missi
hús sín og aðrar eigur. Á
skuldaskrá er lítið unt skuld-
ir einstakra fjölskyldumeð-
lima. Þó eru einstaka tilfelli
til um „reddingar“ hjá þeitn
sem unnu í fyrirtækinu, ann-
að ekki. Öðru máli gegnir
um 100 milljón króna hluta-
fjárframlagið frá 1990. Það
erglatað fé. Hlutafjárviðbót-
in kom að stórum hluta frá fjölskyldunni og
tengdafólki.
Ýmsir velta því fyrir sér hvort bæjaryfir-
völd hafi verið nægilega vakandi yfir fyrir-
tækinu EG og öðrum rekstri á vegum fjöl-
skyldunnar. Sumir segja, að slíkt sé í raun
ekki hlutverk bæjarins, en aðrir segja, að
ákaflega-erfitt sé að.greina þanta á milli. í
raun sé EG og bæjarstjómin eitt pg hið
sama, einS og fyrr st(gð). „Þelta er allt sam- •
tvinnað,'; sagði ’ kunnugur Bolvikntgui*..
Þannig eriient á, aðtfiritm af sjö bæjaríulf
trúum hafi til skámins tíma verið sjálfstæðr:
ismenn, þeir verið úr Jjölskyldunni og þcir •
hafi meira dg fninná 'unnið fyrir EG. ,J>essu
var öllu stýrt þaðan!" Allir þeir Bolvíkingar,
sem við ræddum við, sögðu að bæjarstjóm-
in og fjölskyldan hafi verið mjög samtvinn-
uð. „Það er nánast samasemmerki þarna á
milli,“ sagði einn Bolvíkingurinn.
Gjaldþrotið tákn um „nýja tíma“
„Það sem er að gerast þama núna er að
gjaldþrot kemur í stað byggðastefnu. Þetta,
held ég, að sé merki um nýja tíma. Þessi
garnla stefna að halda úti „lokuðum" byggð-
arlögum, sem reiða sig á sjóinn og lítið ann-
að virðist vera að liða undir lok. Nýir tímar
kalla á meiri hagkvæmni, stærri einingar, og
nútímalegri rekstur. Akurnesingamir, sem
hafa sýnt t.d. áhuga á rækjuvinnslunni í Bol-
ungarvík em einmitt dæmi um nýja þróun í
sjávarútvegi á Islandi. Þeir vilja færa út kví-
arnar en einblína ekki á Akranes sem eina
starfsvettvanginn. Segja má, að þctta sé ný
byggðastefna.
Frá því uppstokkun EG átti sér stað er
ekkert í bókhaldi EG hf. eða Hóla hf„ sem
bendir til þess að reynt hafi verið að koma
eignum undan gjaldþroti, eins og algengt er
í gjaldþrotamálum. Reikningar og bókhald,
er við fyrstu athugun talið vel fullnægjandi
og á þessum tíma frain að gjaldþroti var að-
eins gerður einn samningur um að Hólar hf.
leigðu út loðnubræðsluna. Skiptastjóri sá
ekkert athugavert við samninginn og gekk
inn í hann, enda var tilgangurinn að bjarga
verðmætum.