Alþýðublaðið - 11.03.1993, Síða 1

Alþýðublaðið - 11.03.1993, Síða 1
MÞYBUBLMÐ Fimmtudagur 11. mars 1993 39. TÖLUBLAÐ - 74. ÁRGANGUR Nýttfrumvarp um lyfjaverslun Sett verður hámark á ávísanaskyld lyfog tryggt verði þannig að þau hœkki hvergi í verðifrá því sem nú er Því er t.d. haldið fram að þetta muni kalla á aukinn kostnað og ekk- ert spara, en jafnframt er því haldið fram í hinu orðinu, að aukin sant- keppni muni lækka svo verð á lyfj- um að það verði ekki lengur ábata- vænlegt að versla með lyf í strjál- býlinu. Þetta eru rök sem koma frá sömu mönnunum en ganga þó sitt í hvora áttina", segir Sighvatur Björgvinsson heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra í samtali við Al- þýðublaðið um þá gagnrýni sem kontið hefur fram unt frumvarp sem gerir ráð fyrir frjálsum innflutningi á lytjum og lyfjadreifingu. Samkvæmt frumvarpinu ntun Tryggingastofnun ríkisins ntiða þátttöku sína í lyfjagreiðslum við ákveðið viðmiðunarverð á lyfi og verði lyf ódýrara en það, lækkar hlutdeild sjúklings í jafn mikið. Þá segir heilbrigðisráðherra að sett verði á hámarksverð á ávísanaskyld lyf sem muni gilda um allt land þannig að hvergi eigi lyf að hækka frá því sem nú er. Sighvatur segir jafnframt að hann hafi ekki orðið var við neina and- stöðu innan stjómarflokkanna við þá meginhugsun frumvarpsins, að auka frelsi í lyfsölumálum. Hins vegar hafi fmmvarp hans verið gagnrýnt harðlega af ýmsum hags- munaaðilum þótt augljóst sé að samkeppnin lækki verð lyfja. Hann segir ekkert til í því að lyfjaverslun muni leggjast af í dreif- býli landsins vegna boðaðra breyt- inga. „I fyrsta lagi er gert ráð fyrir því að ef um lítið byggðarlag er að ræða, þar sem ekki er talinn vera möguleiki fyrir lyfsala að opna apó- tek vegna fámennis, að næsti lyfsali haft rétt til þess að opna þar útibú. Slík útibú er nú starfrækt víða á landinu. Þannig er t.d. lyfsalinn á Patreksfirði með útibú á Þingeyri og Bíldudal", segir Sighvatur. I öðru lagi bendir hann á að til þess að tryggja enn frekar að lyfja- dreifingin verði eðlileg úti í dreif- býlinu þar sem engin lyfjaverslun er eða útibú, að þá sé gert ráð fyrir því að heilsugæslustöðvar hafi rétt til þess að afgreiða og selja lyf. Það sé trygging fyrir því, að jafnvel á fá- mennum stöðum sé hægt að dreifa lyfjunt með þeim hætti. Sighvatur segir stærstu breyting- una verða þá að þeir sent uppfylli ákveðin skilyrði til lyfjainnflutnings geti keypt inn lyf á hvaða markaði sem er svo lengi sem þau séu viður- kennd. Sama gildi unt leyfi til að reka apótek, séu almennum skilyrð- um fullnægt. Sió nánar viðtal við Sighvat á baksíðu r Bílar, RUV og prestar hækkuðu vísitöluna -meðan lœkkun á grænmeti, mjólk og hensíni hélt verðbólgu í skefjum Atvinnuástandið skást á Vestfjörðum ATVINNULEYSI EYKST ENN í HÖFUÐBORGINNI Atvinnuleysi á höfuðborgar- svæðinu hélt áfram að aukast í febrúar, gagnstætt venjunni. Venjan er sú að atvinna aukist í febrúar. I öðrum landshlutum minnkaði at- Golf á Ól Golf er á góðri leið mcð að verða Ólympíuíþrótt. Alþjóða Ólympíu- nefndin hefur tckið jákvætt í um- sókn Ólympíunefndar Atlanta- borgar og Alþjóða Golfsambands- ins um að golf verði keppnisgrein á Olympíuleikunum í Atlanta árið 1996. Ólympíuleikamir hafa í tímans rás orðið til að lyfta ýmsum fþróttagrein- um og auka vinsældir þeirra við það eitt að gera þær að keppnisgrein á Ólympíuleikuin. Það átti sér t.d. stað með blakið sem var tekið inn á Ólympíuleikana í Miinchen árið 1972 og tennis sem varð fyrst keppn- isgrein á Ólympfuleikunum í Barce- lóna á síðasta sumri. Nú má búast við að golfið komist að á Ólympíuleikum en vinsældir þess Itafa farið mjög vaxandi á undanfömum ámm og þá ekki síst hér á íslandi. vinnuleysi nokkuð, en er þó til muna meira en í febrúar fyrir ári síð- an. Ástandið á Vestfjörðum er sem fyrr skást, þar var meðalfjöldi at- vinnulausra í febrúar 124 eða um 2,5% af áætluðu vinnuafli, þrátt fyr- ir mikla aukningu í Bolungarvík. Vinnumálaskrifstofa Félagsmála- ráðuneytis sagði í gær að atvinnu- ástandið væri verst á Suðumesjum. Þar er atvinnuleysið 8,6%, það er 12,2% hjá konuni og 6,4% hjá körl- um. Á Norðurlandi eystra og á Austfjörðum er sambærileg tala beggja kynja 6,2%, á Suðurlandi 5,6%, Norðurlandi vestra 5,4%, á höfuðborgarsvæði 4,4%, Vestur- landi 4,2% og sem fyrr segir 2,5% á Vestfjörðum. Atvinnulausir á landinu í febrúar voru sem svarar 6.200 rnanns að meðaltali, 3.400 karlar og 2.800 konur. Það þýðir að 5% af mannafl- anurn hafi verið án atvinnu í mánuð- inum. Batinn frá í janúar var lítill, þegar litið er yfir landið allt. Um 120 manns færra er án atvinnu miðað við janúar, - en þegar borið er sam- an við febrúar á síðasta ári, eru 2.700 manns fleiri atvinnulausir. Að lokum: Síðasta dag febrúar- mánuðar voru nærri 7.000 manns á atvinnuleysisskrá á íslandi. Það er lítið eitt meira en var í lok janúar- mánaðar í ár. Sé litið á atvinnuleys- ið á ársgrunni, 12 síðustu mánuði, mælist það nú 3,3%, en var 3.0% á síðasta ári. Verðhækkun á nýjum bifreiðum um 1,7% hækkaði vísitölu fram- færslukostnaðar um 0,12%. Prestar landsins urðu líka til þess að hækka vísitöluna, um 0,04% þegar þjón- usta þeirra hækkaði í verði. Hækk- un afnotagjalda RÚV hækkuðu vísitöluna enn minna en hækkun prestanna. Fleira varð til hækkunar, m.a. hækkun mötuneytiskostnaðar. Hinsvegar varð lækkun á græn- meti, sem þýðir 0,04% lækkun á vísitölunni, - mjólkurlækkun þýðir 0,03% og bensínlækkun í síðasta rnánuði þýðir lækkun vísitölunnar um 0,06%. Vísitala framfærslukostnaðar hækkaði nánast ekkert, þegar upp var staðið, um 0,1%. Síðustu 12 mánuði hefur vísitalan hækkað um 3%, en undanfama þrjá mánuði um 2%. sem jafngildir 8,1% verðbólgu á heilu ári. Rafmagnsverð lœkkar um 10% 4000 króna sparnaður heimilis Raforka til heimilisnota, al- mennur taxti rafmagnsveitn- anna. verður lækkaður í tveimur áföngum, úr 8,28 kr. í 7,45 kr. Þetta þýðir í raun spamað fyrir meðalheintili, sem notar 5000 kílóvattstundir á ári, unt 4.150 krónur. Lækkunin kemur að hálfu til framkvæmda um næstu mán- aðamót, en seinni hluti hennar þann 1. október í haust. Alkonta Rafmagnsveitna rík- isins hefur batnað verulega á undanfömum misserum. Er þar um að ræða árangur af hagræð- ingu og lækkun rekstrarkostnað- ar. Stefnt er að enn frekari ár- angri áþessu sviði, áþessu ári og því næsta. Fyrirhugað er að ntæta minni tekjum vcgna lækk- unar taxtans með hagræðingu og lækkun rektrarkostnaðar. Hvernig vœri að líta á forstjóralaunin? Iönrekendur héldu ársþing Félags íslenskra iðnrekenda í gaerdag. Það kann að verða síðasti fundur þess félags, sem nú hefur náð sextugsaldrinum, því til stendur að sameina félög innan iðnaðarins í eitt sterkt félag. Við setningu þingsins í gær hélt Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra ræðu. Þá ræddi formaður FÍI vítt og breitt um iönaöinn og spurði meðal annars þeirrar spurningar hvort íslensk fyrirtæki borguðu e.t.v. sínum æðstu mönnum, forstjórum og stjórnarmönnum, of há laun. Það væri erfitt að standa frainmi fyrir samningum, þegar launamunur er svo mikill eins og dæmin sanna. -sjá nánar á bls. 3-5 - rœður Jríns Sigurðssonar og Gunnars Svavarssonar, formanns Félags íslenskra iðnrekenda.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.