Alþýðublaðið - 11.03.1993, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 11.03.1993, Qupperneq 3
Fimmtudagur 11. mars 1993 3 Rœðaformanns Félags íslenskra iðnrekenda, Gunnars Svavarssonar, á ársþingi í gœr, - hann rœddi um það sem aðrir hafaforðast ERU LAUN FORSTJORA FYRIRTÆKJA OF HÁ? - og eru stjórnir fyrirtœkja og stofnana í einka- og opinbera geiranum ofstórar eða laun stjórnarmanna og framkvœmdastjóra óþarflega há? - Er með góðri samvisku hœgt að setjast að samningaborði á móti 100 þúsund launþegum með staðhœfingar um erfiðleika og niðurskurð í farteskinu, án þess að taka á þeim málum? Ef marka niá könnun Félags íslcnskra iðnrekenda og Landssambands iðnaðar- manna, dróst iðnaðarframleiðsla saman um a.m.k. 6% árið 1992, miðað við árið áður. Er þetta mesti samdráttur iðnaðar í fjóra áratugi. Samdráttinn er að finna á flestum sviðum. Mestur er hann í iðnaði sem tengist fjárfestingu, s.s. í steinefna- iðnaði og málm- og skipaiðnaði, þar sem áætlað er að velta hafi dregist saman um allt að 7-10%. Minni samdráttur er sjá- anlegur í neysluvöruiðnaði og í matvæla- iðnaði fyrir hcimamarkað er ástandið skást. Þar bendir margt til að velta hafí einungis minnkað um 2% eða jafnvel minna. Ofan á erfiðleika á heimamarkaði bættist síðan minnkandi útflutningur. Að vísu jókst magn áls og kísiljáms um 6%, en áfram- haldandi verðlækkun þeirra og umtalsverð minnkun á útflutningi almenns iðnvamings vega þyngra. Þegar á heildina er litið dróst verðmæti útflutts iðnvamings saman um 5%. Slök afkoma iðnaðar 1992 Afkoma iðnfyrirtækja hefur verið afar slök undanfarin ár, svo ekki sé meira sagt. Á fimm ára tímabili, 1987 til 1991, töpuðu þau hálfu prósenti af rekstrartekjum sínum. Þetta kom frarn í niðurstöðum könnunar Þjóðhagstofnunar á yflr 200 fyrirtækjum, sem samtals eru nteð um helming af veltu greinarinnar. Afkoma atvinnulífsins í heild, sam- kvæmt álíka úrtaki og áður var vísað til, var heldur skárri. Hreinn hagnaður reyndist 1,4% sem hlutfall af rekstrartekjum. Til samanburðar við afkomutölur úr fslensku atvinnulífi má nefna, að svipað úrtak úr dönskum iðnaði sýnir3,3% hagnað. Ef litið er á dæmið frá öðru sjónarhomi, kemur í Ijós að arðsemi eigin fjár íslensku iðnfyrir- tækjanna var neikvæð, niðurstaða úrtaks úr atvinnulífinu í heild sýndi um 2,5% arð- semi, en danskur iðnaður skilaði 10% arð- semi eigin fjár. El' stóriðjan er undanskilin, var afkoma iðnaðar árið 1991 að meðaltali í jafnvægi, ef jafnvægi skyldi kalla, þ.e. hvorki var um tap né hagnað að ræða. Ekkert var eftir til greiðslu arðs af eigin fé fyrirtækjanna. Um afkomu stóriðjufyrirtækjanna síðustu miss- erin þarf vart að fjölyrða. Engar tölur liggja enn fyrir um afkomu iðnaðarins á síðasta ári. Ymis rök hníga Itins vegar að því að hún hafi versnað um- talsvert. Þar má fyrst nefna að iðnaður dróst verulega saman, ef marka má könnun um iðnaðarhorfur. Innlend vaxtaþróun var iðn- aðinum óhagstæð á árinu. Áætlanir Seðla- banka benda til þess að innlendir raunvext- ir hafi frá fyrra ári hækkað um 0,6% eða meira. Raunvextimir hafa nú tvöfaldast á þremur ámm. Til viðbótar olli þróun ým- issa gjaldmiðla og gengisfelling umtals- verðu gengistapi, sem að vísu er ekki sann- gjamt að árið beri eitt og sér. Niðurfelling eða ný gjöld? Miðað við það sem hér hefur verið sagt er ljóst að afkoma almenns iðnaðar var all- miklu verri á árinu 1992 en árið 1991. Út- reikningar félagsins benda til að rekstrartap haft aukist um 2,5%. Þar eð úrtak Þjóðhags- stofnunar gaf til kynna að afkoma fyrir- tækjahópsins væri við núllið, má ætla að hreint tap fyrirtækjanna árið 1992 nemi tveimur og hálfu prósenti. Ekki vom þó allar vættir atvinnulífinu andsnúnar á síðasta ári. Niðurfelling að- stöðugjalds dró verulega úr taprekstri fyrir- tækjanna. Hjá venjulegu iðnfyrirtæki lækk- aði koslnaður um eitt prósent og tapið minnkaði að sama skapi. Virða skal það sem vel er gert. Loksins hefur þessi gamli draugur verið kveðinn niður. Eða hvað? Mér varð satt að segja bmgðið í byrjun síð- ustu viku, þegar lesin var upp ályktun frá fulltrúaráðsfundi Sambands íslenskra sveit- arfélaga. Þar sagði: „Skattlagning sveitarfé- laga á atvinnufyrirtæki verði endurskoðuð nteð það í huga að atvinnureksturinn greiði að vemlegum hluta þann tekjumissi, sem sveitarfélögin hafa orðið fyrir við afnám aðstöðugjaldsins". Með hverju eiga iðnfyrirtæki að greiða þann skatt? Tapinu? Uppsöfnuðu hálfs pró- sents tapi áranna 1987 til 1991. Eða tveggja komma fimm prósenta tapi síðasta árs? Vel kann að vera að mörg fyrirtæki í ýmsum at- vinnugreinum hafi gengið betur en tölumar um afkomu iðnaðar gefa til kynna og séu því aflögufær. En skattlagning í anda að- stöðugjalds, skattur á laun eða skattur á skýli úr steypu gerir bara ekki upp á milli þess hvort fyrirtækin geta innt slíkt framlag af hendi eða ekki. Til þess höfum við annað kerfi. Það leggur á skatt í hlutfalli við af- kontu. Sé afkoman góð greiðir fyrirtækið umtalsverðan skalt, en sé hún léleg greiðir það lítinn skatt eða engan. Sljómvöld hafa ákveðið lækkun tekju- skattshlutfalls í atvinnurekstri til móts við það sem gerist í öðrum löndum. Enn er hlutfallið of hátt og raunskattlagning hefur lítið sem ekkert lækkað, þegar tekið er tillit til hjöðnunar verðbólgu og afnáms ýmissa undanþága. Einföldun á skattkerfinu og lækkun hlutfalla eiga að leiða til aukinnar skilvirkni. Með því er unnt að stoppa í göt- in í kerfinu, þau sem á ensku eru kölluð „lo- op holes“ og við getum til að byrja með kallaö skatthol. Beisk blanda Frantundan eru enn einir samningar um kaup og kjör í landinu. Þeir hljóta að inn- sigla þá staðreynd að livað eina, sem til skiptanna er, hefur minnkað. Hvort heldur litið er á samdrátt sjávarafla, verðlækkun afurða sem við seljum úr landi, aukna sam- keppni í innflutningi eða síhækkandi fjár- magnskostnað; allt ber að sama brunni. Af- leiðingamar koma fram í lélegri afkomu fyrirtækja og atvinnuleysi. Kaupmáttur okkar sem í landinu búum fer minnkandi. Ef að líkum lætur verður kaupmáttur ráð- stöfunartekna þó ekki lægri á þessu ári en hann var árið 1986, en þá ríkti visst jafn- vægi í viðskiptum okkar við önnur lönd. Af þeim sökum er árið 1986 stundum notað sem viðmiðunarár þegar rætt er um sam- keppnisstöðu atvinnulífsins. Annað mál er, að um og upp úr miðjum síðasta áratug var óvenjulegur uppgangur og þensla hér á landi. Segja má að við séum nú að súpa af því seyðið, þar eð erfiðleika atvinnulífsins má að vemlegu leyti rekja til þensluáranna. Sumum kann að þykja þetta hljóma undarlega en svo er þó ekki. Aukin eftirspum eftir vöm og þjónustu leiddi til aukinnar samkeppni um vinnuaflið og mik- illar hækkunar launa sem gerði íslensk fyr- irtæki um tíma nær ósamkeppnisfær. Eftir- spumin leiddi til mikillar og að sumu leyti óarðbærrar fjárfestingar. Fjárfestingin var að vemlegu leyti gmndvölluð á skuldasöfn- un. Síðan gerðist það tvennt að eftirspumin minnkaði og vextir hækkuðu. Slík blanda hlýtur að vera beisk. GUNNAR SVAVARSSON, formaður Félags íslenskra iðnrekenda, setur hér ársþingið í gær, en það verður cf til vill hið síðasta í sögu félagins, framundan er sameining nokkurra félaga í iðnaði i ein öflug samtök. Af þessum sökurn, meðal annars, hlýtur komandi samningagerð að fela í sér kjara- rýmun. Fjögur félög renna saman í eitt En við getum ekki varpað öllum vandan- um yfir á aðra. Við þurfum einnig að taka á eigin málum. Undanfarið hálft ár hafa for- ráðamenn fjögurra félaga í iðnaði fjallað um sameiningu þeirra í ein heildarsamtök. Markmiðið er að efla samtök í iðnaði og hagræða um leið. Félag fslenskra iðnrek- enda hefur nú fyrst félaganna tekið form- lega afstöðu til málsins. I morgun vom til- kynnt úrslit í skriflegri atkvæðagreiðslu um sameininguna. Þar kom fram að 93,5% fé- lagsmanna voru fýlgjandi en aðeins 5,5% á móti. Slík niðurstaða er afdráttarlaus skila- boð til okkar allra, sem að félagsmálum starfa, að taka til hendinni og hagræða. Ef af sameiningu verður, er talið er að ná megi um 30% spamaði í rekstri félaganna, án þess að skerða þjónustuna. Formenn og framkvæmdastjórar félag- anna fjögurra voru í upphafi viðræðna sam- mála um að segja af sér, komi til samein- ingar. 1 nýjum samtökum verður aðeins einn formaður og einn framkvæmdastjóri, aðeins ein sjömannastjóm, sem sitja mun stjómarfundi, og ársþingin verða ekki fjög- ur heldur eitt. Aðeins þetta er ekki svo lítill spamaður tíma og fjármuna. Islenski fiárfestingabankinn hf. - tvölaldur ávinningur Þá hafa viðræður Félags íslenskra iðn- rekenda og Landssambands iðnaðarmanna við iðnaðar- og viðskiptaráðherra nú leitt til niðuretöðu urn framtíð lánasjóða iðnaðar- ins. Á næstu vikum verður væntanlega lagt fram fmmvarp um íslenska ljárfestinga- bankann hf., sem ætlunin er að stofna á granni Iðnlánasjóðs um næstu áramót. Á árinu 1995, þegar íslendingar hafa eignast Iðnþróunarsjóð að fullu, er svo gert ráð fyr- ir að hann sameinist Islenska fjárfestinga- bankanum. Þama er á ferðinni annað dæmi þar sem tvöföldum ávinningi er náð með einni aðgerð: Starl'semi sjóðanna er hagrætt og hún efld um leið. Einnig er gert ráð fyrir því að tæpur helmingur eigin fjár sjóðanna renni til að standa straum af vöruþróunar- og markaðsmálum í þágu iðnaðar og rekstri samtaka í iðnaði. Með því móti yrði unnt að fella niður iðnlánasjóðsgjald og iðnaðar- málagjald án þess að draga úr þjónustu eða framlögum til vöraþróunar- og markaðs- mála. Hagrætt í ræstingu, en hvað með forstjóralaunin? Sé dæmi tekið um iðnfyrirtæki með 400 milljóna króna veltu, hafa því ákvarðanir, sem teknar vora á einu misseri, leitt til lækkunar útgjalda fyrirtækisins um fimm og hálfa milljón króna, þegar upp er staðið. Munar mestu um brolthvarf aðstöðugjalds sem hefði verið 4 milljónir, en 2/3 af öðrum gjöldum falla einnig brott. Hér má ekki láta staðar numið í hagræð- ingu og lækkun útgjalda. Stjómendur fyrir- tækjanna þurfa einnig að líta í eigin barm. Við þekkjum öll dæmið þar sem rekstrar- spamaður hefst á því að hagræða í ræstingu. Þá er dregið úr yfirtíð, lager og útkeyrsla endurskipulögð og reynt að auka afköst. En hvað með okkur sem stjómum fyrirtækjun- um eða sitjum í stjómum þeirra? Er með góðri samvisku hægt að setjast að samn- ingaborði á móti 100 þúsund launþegum, með staðhæfingar um erfiðleika og niður- skurð í farteskinu, án þess að taka á þeim málum? Eg minntist áðan á hvemig samtök í iðnaði ætla að fækka framkvæmdastjórum sfnum úr fjórum í einn með því að sameina starfsemi samtakanna. Mörg fyrirtæki og stofnanir era með lleiri en einn forstjóra. Allir vita að aðeins einn skipstjóri er á hverju skipi. Getur verið að stjómir fyrirtækja og stofnana í einka- og opinbera geiranum séu of stórar eða laun stjómarmanna og ffam- kvæmdastjóra óþarflega há? Er tekið nægi- legt tillit til þess þegar illa árar í rekstrinum eða þjónusta þeirra þykir of dýr? Oft hefur kaupandi og notandi þjónustunnar lítil sem engin áhrif á verð hennar og á ekki í önnur hús að venda. Þeir, sem aðstöðu hafa til að skammta sjálfum sér kjör, þeir þurfa sér- staklega að vanda ákvarðanir sínar og gæta hófs. 20 milljarða innilutningur sam- keppnisvöru Fá teikn era á lofti um efnahagsbata á ís- landi næstu tvö árin a.m.k. Að vísu era horfur um batnandi hag annarra þjóða, sem hafa mun áhrif hér á landi síðar meir, ef að líkum lætur. Fyrir okkur liggur því að þreyja þorrann og góuna og vinna okkur hægt en markvisst út úr vandanum. íslensk- ur iðnaður þarf að verja fenginn hlut á heimamarkaði og sækja jafnframt ffam. Nýleg herferð um íslenskt í öndvegi er liður í því starfi. Samtök í iðnaði og launþega- hreyfingin lögðust þar á eitt og minntu landsmenn á miklivægi þess að velja ís- lenskt. Talið er að innfíutningur á vamingi, hliðstæðum þeim sem framleiddur er hér á landi, nenti yfir 20 milljörðum. Þetta er á við tjórðung iðnaðarframleiðslu íslendinga og nemur svipaðri upphæð og allur útflutn- ingur iðnaðarvara. Því er um mikið að tefla að hér náist einhver árangur. Það kann að vera vísbending um árangur kynningarinn- ar, að könnun á iðnaðarhorfum si'ðustu tvo mánuði ársins benti til þess að velta í mat- vælaiðnaði hafi vaxið um 5% frá sama tíma Borgarstjóri, Markús Örn Antonsson, í hópi iðnrekenda á ársþinginu í gær. A-myndir E.Ól. „Getur verið að stjórnirfyrirtœkja og stofn- ana í einka- og opinbera geiranum séu of stórar eða laun stjórnarmanna og fi~am- kvœmdastjóra óþaiflega há? “

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.