Alþýðublaðið - 11.03.1993, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 11.03.1993, Qupperneq 4
4 Fimmtudagur 11. mars 1993 árið áður. Hurðinni skellt á útlenda fingur Dagskrá ársþingsins er að þessu sinni helguð fjárfestingum erlendra aðila hér á landi og innlendu áhættufé. Islendingar hafa verið í meiri einangrun en margar aðr- ar þjóðir í fleiri en einum skilningi. Auk landfræðilegrar legu höfum við hafnað er- lendum áhrifum á viðskiptasviðinu. Oft vill ofurvemd þröngra sérhagsmuna ráða ferð- inni og tefja framgang nútíma viðskipta- hátta. Dymar sem erlendar fjárfestingar gætu streymt um eru einungis opnar í hálfa gátt. Ekki nóg með það. Hurðin á það til að skella á fingur útlendinga sem hér vilja festa fé sitt. Hafa menn þá líklega fundið einhvem vott af fiskilykt af höndum þeirra. Islenskt atvinnulíf þarfnast fleiri stoða að styðjast við. Draga þarf úr einhæfni útflutn- ings okkar og við þurfum aukið áhættufé í stað erlends lánsfjár, sem við hljótum að kikna undan, ef svo heldur áfram sem horf- ir. Okkur hefur hingað til ekki auðnast að laða til okkar erlenda fjárfesta í neinum mæli. Líklega er erlend fjárfesting hvergi jafn lítil og hér á landi. Mikið starf er því framundan, sem felst í því að laga enn rekstrarskilyrðin og laða að erlenda fjár- festa. Til þess þurfum við að stórefla kynn- ingarstarf og gera það markvissara. Því ber að fagna því starfi sem nú er að hefjast, þar sem meta á kosti þess að sameina kraftana og efla um leið kynningu á Islandi sem landi til fjárfestinga. Aðilar að málinu eru Útflutningsráð, Ferðamálaráð og Markaðs- skrifstofa Iðnaðarráðuneytis og Landsvirkj- unar. Deilur sem frestuðu erlendum fjár- festingum Sá erlendi aðili, sem Iengsta reynslu hef- ur hér á landi, er Islenzka álfélagið. For- stjóri þess fjallaði, á rabbfundi í VÍB stof- unni, um helstu kosti og galla lands og þjóðar fyrir erlendan fjárfesti eins og Al- usuisse. Meðal kosta taldi hann vera ónýtta en endumýjanlega orku og góðar lausnir til að taka við umhverfisáhrifum vegna virkj- ana og vinnslu úrgangsefna. Vinnuafl væri menntað og talaði ensku. Staðsetning í miðju Atlantshafi og góðar hafnir væm kostir, svo og tollfrjáls aðgangur að Evr- ópu. Efnahagslíf og stjómmál væru á föst- um gmnni. En hann greindi einnig frá því sem miður fer. Þannig sagði hann deilur við ríkis- stjómina á árunum 1980 - 1984, sem báðir aðilar hefðu átt sinn þátt í, hafa verið áfall fyrir Alusuisse. Deilumar hefðu trúlega valdið því að erlendum fjárfestingum hefði verið frestað um 10 ár. Þá taldi hann við- horf landans til erlendra fjárfesta hafa batn- að, en þó örlaði enn á því að þeir væm ekki velkomnir. Útlendingar væm viðkvæmir fyrir slíku. Hann benti á nauðsyn þess að hafa samningagerð gagnvart opinbemm að- iium á einni hendi og að erfitt væri að eiga við verkalýðshreyfinguna, því hún væri svo margskipt. Það væri stöðugt starf fyrir stjómendur að ræða við mörg verkalýðsfé- lög og of langan tíma tæki að taka ákvarð- anir. Þessi orð forstjórans minna okkur enn á þá möguleika sem við eigum til eflingar og aukinnar fjölbreytni í atvinnulffinu, en einnig að bæta þarf starfsskilyrðin. Góður skilningur iðnaðarráðherra Góðir ársþingsgestir. Svo kann að fara að þetta ársþing Félags íslenskra iðnrekenda verði hið síðasta og að ári komum við sam- an undir merkjum nýrra, öflugra samtaka. Eg vil því að Iokum nota tækifærið og þakka stjómarmönnum gott samstarf, starfsmönnum fyrir vcl unnin störf og vel- unnurum öllum fyrir hlýhug í garð félags- ins. Þá vil ég fyrir hönd félagsins þakka iðn- aðarráðherra fyrir ánægjulegt samstarf sem hefurfarið vaxandi með tímanum. Ráðherr- ann hefur sýnt skilning á því að leysa þau viðfangsefni sem upp hafa komið tneð þeim verkfærum sem frjálsræði og mark- aðslausnir bjóða upp á. Mörg mál hafa þok- ast vel áfram og önnur leyst farsællega. Þótt undanfarin ár hafi nokkuð hallað undan fæti, skulum við um leið minnast þess að ekki eru nema fimm ár síðan at- gangurinn og þenslan í atvinnulífinu vom svo mikil að illa gekk að manna störf í iðn- aði. íslenskur iðnaður er ótrúlega fjölbreytt- ur miðað við stærð þjóðarinnar. Geysimikil gróska er hjá ungum hönnuðum, sem leggja metnað í verk sín, eins og nýafstaðin um- búðasamkeppni og hönnunardagur bera vitni um. Evrópudymar eru að opnast upp á gátt, sem auðveldar fyrirtækjunum að efla aiþjóðleg tengsl sín, og tækifæri til að auka erlenda fjárfestingu í landinu em að mestu ónotuð. Við sem störfum í iðnaði höfum trú á því að íslenskur iðnaður eigi framtíðina fyrir sér. Þess þarfnast þjóðin svo sannar- lega. / Arsfundur Félags íslenskra iðnrekenda F ramtíð íslensks iðnaðar - ræða Jóns Sigurðssonar iðnaðar- og viðskiptaráðherra á ársfundinum að Hótel Sögu í gœr Um þessar mundir eru ýmsar blikur á lof'ti í íslensku atvinnulífi. Bágborið ástand mikilvægra fiskistofna, langvinn efnahagslægð í viðskiptaríkjunum, um- rót í Austur-Evrópu og skuldahali ríkis- sjóðs veldur vanda. Við glímum við af- leiðingar samdráttar í útfiutningi um leið og við erum mitt í hringiðu alþjóð- legrar þróunar í efnahagsmálum sem auðvitað veldur óvissu. Við slíkar aðstæður er sérstaklega mikil- vægt að halda áttum og leggja línur fyrir framtíðina með umbótum í almennum starfsskilyrðum atvinnulífsins. Eg mun hér fyrst gera að umræðuefni þróun starfsskil- yrða iðnaðar, fjalla síðan um opnun fjár- magnsmarkaðar og þýðingu hennar fyrir iðnaðinn og að lokum ræða nauðsyn ný- sköpunar í atvinnulífinu. Þróun starfsskilyrða iðnaðar Þegar horft er þrjá til fjóra áratugi aftur í tímann var iðnaður hér á landi svo að segja alveg bundinn heimamarkaði og sam- keppnisstaða hans varin með tollum og beinum innflutningshömlum á samkeppni- svörum. Að nokkru leyti vegna þessara að- stæðna var iðnaður yfirleitt settur skör lægra en landbúnaður og sjávarútvegur um opinbera fyrirgreiðslu, skattmeðferð og að- gang að lánsfé. Undanfama þrjá áratugi hefur umgjörð atvinnulífsins verið að breytast jafnt og þétt í átt til opnara markaöskerfis. Innflutnings- höft hafa verið afnumin á svo til öllum vör- um nema landbúnaðarafurðum. Tollvemd iðnaðar hefur einnig verið afnumin í áföng- um, þannig að iðnaðurinn býr nú við óhefta samkeppni, um leið og hann hefur orðið út- flutningsgrein í vaxandi mæli. Samkeppn- isstaða mikils hluta iðnaðar er af þeirri ástæðu orðin hliðstæð stöðu sjávarútvegs þegar frá er talinn aðgangur að auðlindum sjávar sem enn er veittur án endurgjalds og augljóslega hefur áhrif á gengisskilyrðin. Samfara opnun markaðarins og aukinni erlendri samkeppni hefur það verið mark- miðið að jafna starfsskilyrði og draga úr óþarfa mismunun, sem áður var, t.d. í skatt- meðferð, lánskjömm og aðgangi að fjár- magni. Beri menn saman þau skilyrði, sem sjávarútvegur og iðnaðurbúa nú við, miðað við það sem var fyrir tveimur til þremur áratugum, þá er ljóst að mikil breyting til batnaðar hefur á orðið. Starfsskilyrðanefnd A áranum 1980-81 starfaði nefnd á veg- um forsætisráðuneytis til að bera saman starfsskilyrði iðnaðar, sjávarútvegs og land- búnaðar. I skýrslu nefndarinnar var bent á að aðstöðugjald væri hærra hjá iðnaði en sjávarútvegi og opinber framlög væru mun minni til iðnaðar en sjávarútvegs eða land- búnaðar. Nefndin taldi að útflutnings- og sam- keppnisgreinum iðnaðar væri búin betri að- staða en öðram greinum iðnaðar með end- urgreiðslu söluskatts, álagningu jöfnunar- gjalds og niðurfellingu á aðflutnings- og sölugjöldum af sérhæfðum fjárfestingar- vöram og nokkram öðrum aðföngum. Hvað hefur áunnist í að bæta starfs- skilyrði iðnaðar? Þann áratug sem liðinn er frá því nefndin Iauk störfum hafa bæði starfsskilyrði ein- stakra greina iðnaðar verið jöfnuð og dreg- ið verulega úr þeim mun sem var á starfs- skilyrðum iðnaðar, sjávarútvegs og land- búnaðar. Mikilvægustu breytingamar hafa reyndar orðið á allra síðustu áram. I þessu sambandi nefni ég sérstaklega eftirtalin fimm atriði: I .Skattar an’iimuveganna hafa í aSalat- riðum verið samrœmdir. Með upptöku virðisaukaskatts í ársbyrjun 1990 hvarf sú mismunun sem stafaði af því að sumar greinar fengu uppsafnaðan söluskatt afað- föngum endurgreiddan en aðrar ekki. Ari síðar leysti tiyggingagjald launaskatt af hólmi og um síðustu áramót var aðstöðu- gjaldið afnumið. 2. Eifitt er að bera saman opinber fram- lög til atvinnugreina en sé litið til haka um 10 ár hefur dregið verulega úr opinberum framlögum til landbúnaðar. Með tillögum um Þróunarsjóð sjávarútvegs er gert ráð fyrir því að sérstakt gjald af aflamarki muni í framtíðinni standa undir öllum skuldbindingum sjóðsins, sem mun yfirtaka Atvinnutryggingasjóð og Hlutafjársjóð. Aukið framlag hins opinbera til rann- sókna-og þróunarstaifs hefur í meira meeli farið til iðnaðar en landbúnaðar og sjávar- útvegs. Það er því alveg Ijóst að markvisst hefur verið unnið að því að jafna þennan þátt staifsskilyrða iðnaðar, laitdbúnaðar og sjávarútvegs. 3. Verðmyndun á innlendum iðnaðarvör- um hefur í aðalatriðum verið gefin frjáls. 4. Aðflutningsgjöld og tollar hafa al- mennt lækkað og þar með verð á aðföngum og ýmsum búnaði til atvinnurekstrar. 5. Með opnun fjármagnsmarkaðar á síð- ustu árum, einkum frá 1990, hafa starfs- skilyrði atvinnugreina jafnast hvað varðar láitskjör og aðgang að lánsfé. Lokaskrefin verða stigin í tengslum við EES-samning- inn. Af þessari upptalningu er ljóst að mjög mikilvæg skref hafa verið stigin í jöfnun starfsskilyrða atvinnuvega hér innanlands á síðustu árum. Verkefnið framundan lýtur fremur að því að jafna starfsskilyrði inn- lendra og erlendra fyrirtækja. Þar hefur ým- islegt þegar áunnist. Nefni ég þar sérstak- lega stöðugleika í gengis- og verðlagsmál- um og lækkun tekjuskatts fyrirtækja. En betur má ef duga skal. Þátttaka íslands í Evrópska efnahagssvæðinu kallar á vera- legt átak af hálfu hins opinbera til að lag- færa starfsskilyrði innlendra fyrirtækja þannig að þau búi við betri eða a.m.k. sam- bærileg skilyrði og erlendir keppinautar. Auk þess þurfa stjómvöld og hagsmuna- samtök að taka höndum saman í því skyni að efla þekkingu á því hvemig við getum sem best nýtt okkur tækifærin sem felast í EES-samningnum. íslenskt atvinnulíf stendur ekki undir viðunandi lífskjörum nema það fái þrifist í alþjóðlegri samkeppni sem fer síharðnandi. Það er hins vegar með öllu óraunhæft að ætla að í ríkjandi árferði verði auðvelt að JÓN SIGURÐSSON, iðnaðarráðherra, flytur ræðu sina á ársþingi Félags íslenskra iðnrekenda í gær. „Það er alkunna úr hagsögunni að gnótt auðlinda er hvorki nauðsynlegt néfullnœgj- andi skilyrði fyrir efnahagsframförum og góðum lífskjörum. Sagan sýnir raunar að því ferfjarri að aðgangur að auðlindum einn saman tryggi efnahagsframfarir og góð lífs- kjör“. Gestir iðnrekenda á þinginu í gær, Valur Valsson, bankastjóri íslandsbanka, Birgir Isleifur Gunnarsson, Seðlabankastjóri, Tryggvi Pálsson, bankastjóri Islandsbanka, Kristinn Björnsson, forstjóri Skeljungs, Vilhjálmur Egilsson, alþingismaður og frainkvæindastjóri Verslunarráðs ís- lands. Fremstur á myndinni er Jóhannes Nordal, Seðlabankastjóri. - A-myndir E. Ól.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.