Alþýðublaðið - 16.03.1993, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 16.03.1993, Blaðsíða 2
2 Þriöjudagur 16. mars 1993 n [iviiniiiiiiiB HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Framkvæmdastjóri: Ámundi Ámundason Ritstjóri: Siguröur Tómas Björgvinsson Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason Setning og umbrot: Hermóður Sigurösson Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: 625566 Fax: 629244 Áskriftarveró kr. 1.200 á mánuöi. Verö í iausasölu kr. 90 Kjarasamningar og fordæmi Finna Flest bendir til að íslendingar séu nú að sigla inn í krappari lægð í efna- hagslífinu en við höfum kynnst um áratugaskeið. Til viðbótar erfiðum sam- drætti í þorskafla fer nú verð á afurðum okkar erlendis lækkandi, og á þessu ári er líklegt að fyrir vikið tapi þjóðarbúið af fimrn milljörðum króna. Hagfræðingar telja að sönnu, að markaðurinn muni innan skamms finna nýtt jafnvægi, og lækkunarhrinunni linni. Vonandi gengur það eftir. En það er þó rétt að benda á, að í umræðunni um þróun á mörkuðum í Evrópu yfir- sést mönnum gjaman það stóraukna framboð á þorski sem er að vænta úr Barentshafi. Þar var áður gríðarleg þorskveiði; milli áranna 1968 og 1974 fór aflinn þrisvar sinnum yfir milljón tonn. Eftir það dró hratt úr veiðinni, og hún náði sögulegu lágmarki árið 1990 þegar einungis voru veidd 187 þúsund tonn. Þessi þróun hefur haft hagstæð áhrif á verðlag íslenskra sjáv- arafurða í Evrópu. Nú er annað uppi í Barentshafi; vemdun og breyttar aðstæður í lífríkinu hafa leitt til þess að mikill uppgangur er í þorskveiðinni. Fiskifræðingar fara að sönnu varlega í spám, en flest bendir til að árlegur þorskafli gæti náð 6 - 800 þúsund tonnum, þegar dregur að aldarlokum. Obbinn af þessum mikla afla mun leita inn á evrópska markaði, í samkeppni við afurðir ís- lendinga. GjaldeyrisþuiTð Rússa, sem taka stóran hluta kvótans í Barents- hafi, mun jafnframt knýja þá til mjög harðrar samkeppni í verðum. Þrátt fyrir hóflegar spár hagfræðinga okkar kann því svo að fara, að íslenskar sjávarafurðir lendi á næstu ámm í krappari dansi, en menn gera sér nú í hugarlund, og verð á þeim lækki meira en menn hafa ætlað til þessa. Andspænis þessu er því nauðsynlegra en nokkm sinni fyrr að þjóðin nái að stilla saman krafta sína, til að sigla fleyinu sæmilega heilu út úr stórsjóum næstu ára. Það er óhjákvæmilegt, að þegar útflutningstekjur þjóðarinnar minnka, einsog nú er allt útlit fyrir, þá hlýtur kaupmáttur þjóðarinnar að rýrna. Eina leiðin fram hjá því væri að hefja stórfelldar lántökur erlendis, einsog sumir prédika. Þær fela hins vegar ekki í sér neina varanlega lausn, heldur fresta einungis vanda núverandi kynslóðar um einhver ár. Það er hins vegar hvorki sanngjamt né drengilegt að velta vanda okkar yfír á herð- ar næstu kynslóða. Þessvegna verður að taka á vandanum núna, - og þar skipta kjarasamningar úrslitamáli. Það er fróðlegt að horfa til frændþjóðar okkar, Finna. Þeir hafa lent í vax- andi þrengingum síðustu misseri. Atvinnuleysi hefur á örskömmum tíma aukist úr 5 í 17 prósent; þeir glíma við mikla erlenda lánabyrði, erfiðan halla á fjárlögum og lánstraust þeirra erlendis þverr óðum. Við þessar að- stæður hafa atvinnurekendur og verkalýðshreyfing Finna orðið ásátt um að vinna sameiginlega að því að kveða niður efnahagsvandann. Þó kjarasamn- ingar séu enn í gildi í Finnlandi gáfu aðilar finnska vinnumarkaðarins út yfirlýsingu fyrir helgi, þar sem því er lýst yfir, að kjarakröfur verkalýðs- hreyfingarinnar verði „í samræmi við efnahagslega getu þjóðarbúsins." Þetta er í Finnlandi túlkað sem vísbending um að í komandi kjarasamning- um verði laun þar í landi lækkuð. Með þessu móti hyggjast aðilar finnska vinnumarkaðarins taka höndum saman við ríkisstjómina um að halda niðri vöxtum, vinna bug á verðbólgu, og örva fjárfestingar til að koma böndum á atvinnuleysið í landinu. Finnska dæmið ætti að verða íslendingum umhugsunarefni í þeim kjarasamningum, sem nú eru að hefjast fyrir alvöru. Við núverandi aðstæður er tómt mál að tala um launahækkanir. Hinn ábyrgi hluti verkalýðshreyfingarinnar á Islandi skilur þetta mæta vel, og áhersla hans liggur ekki á hærri launum, heldur aðgerðum til að draga úr at- vinnuleysi, og halda stöðugleika efnahagslífsins. Það má vissulcga gagn- rýna margt í þeim tillögum, sem komu frá atvinnumálahópum ASI og VSÍ. En viljinn, sem þar birtist, lofar góðu. Ríkisstjómin verður að sýna, að hún meti þessar áherslur og beita sér í samráði við aðila vinnumarkaðarins fyr- ir aðgerðum, sem treysta atvinnustigið í landinu. Besta leiðin til þess er drjúg vaxtalækkun. Ekkert kæmi skuldsettum fyrir- tækjum og heimilum í landinu eins vel. í dag em forsendur til að lækka vexti um 2-3 prósent. Aðilar vinnumarkaðarins og ríkisstjómin eiga að taka höndum saman um að ná þessari vaxtalækkun fram. Það yrði kjarabót allr- ar þjóðarinnar. Sighvatur á í höggi við óvenjulega hugsjónamenn, segir Víkurblaðið í leiðara sínum EINSTÖK UMHYGGJA SÉRFRÆÐINGA OG APÓTEKARA FYRIR ALMENNINGI Víkurblaðið á Húsavík tekur þjóðmál- in sínum sérstöku tökum og notar kaid- hæðni óspart. Fyrir helgina ræðir blaðið í leiðara um „hið mikla brölt Sighvats Björgvinssonar og hans kátu kappa um heilbrigðiskerfið þvert og endilangt“, eins og blaðið orðar það. Blaðið segir þetta hafa fallið mönnum misjafnlega í geð og flestum líkað stórilla. En það hafi einnig haft jákvæða hluti í för með sér. Biaðið segir í sínum hæðna tóni að það hafi komið mörgum á óvart hve mikið er af húmanistum og hugsjónamönnum í heilbrigðiskerfinu, en lítið af eiginhags- munagæslumönnum! Umhyggjan fyrir bláfátækum al- menningi Bendir ritstjóri Víkurblaðsins á að mót- mælin gegn aðgerðum Sighvatar hafi „und- antekningarlaust einkennst af umhyggju fyrir velferð almennings1'. Tilraunir til að draga úr sérfræðikostnaði, „meðal annars með því að láta sérfræðingana vinna í vinnutímanum, mættu harðri andstöðu téðra sérfræðinga. En ekki vegna þess að sérfræð- ingamir misstu spón úr aski, nei, þeim var nokk sama um það. Hinsvegar óttuðust þeir að aðgerðimar bitnuðu á bláfátækum al- menningi, skertu þjónustu og hækkuðu kostnað“. Ráðist á háreistan garð apótekanna Og Víkurblaðið heldur áfram: „Og nú ætlar Sighvatur að ráðast á garð- inn þar sem hann er nokkuð háreistur, apó- tekin, og gera það undir merkjum frjálsrar samkeppni. Apótekarar hafa af þessu þung- ar áhyggjur, en af sömu hvötum og sérfræð- SIGHVATUR - á í höggi við hugsjónamenn. ingamir, þeir óttast að þjónusta við almenn- ing versni, ekki síst úti á landsbyggðinni. En enginn apótekari hefur af því minnstu áhyggjur þó afkoma þeina sjálfra eigi eitl- hvað eftir að versna, það er af og frá“. Víkurblaðið segir það ánægjulegt að vita af hug- sjónamönnum á meðal vor, en „helvítis verkalýð- urinn“ sé hinsvegar alltaf við sama heygarðshomið og hugsi ekki um annað en peninga! Honum sé sama um atvinnurekstur- inn í landinu og gefi skít í samfélagslega ábyrgð og almannaheill. Hugsjónamenn á þingi Þá kemur leiðari Víkur- blaðsins að hugsjóna- manninum Geir H. Haar- de á Alþingi. Segir blaðið gott til þess að vita að til eru þingmenn sem telja þjónustu við landsbyggð- ina mikilvægari en heild- arspamað fyrir þjóðina, og vilji ekki fóma hag landsbyggðarinnar á altari hinnar frjálsu samkeppni. „Væntanlega munu Geir Haarde og flokksbræður hans þá ekki styðja neinar þær aðgerðir ríkisvaldsins sem koma til með að rýra þjónustuna á landsbyggðinni í framtíð. Ef það verður ein afleiðing af herferð heil- brigðisráðherra, þá var betur af stað farið, en heinia setið“, segir í leiðara blaðsins. Ljósm. A- E. Ól. Efþér leiðist í skólanum LEGGURÐU BÓKINA Á HILIUNA OG STOFNAR EIGID FYRIRTÆKI ✓ A Húsavík er atvinnurekstur í námsskránni. Er lausn á vanda framhaldsskólanna fundin? Geta nemendur lagst í atvinnurekstur ef þeim leiðist lesturinn, eða má hugsa sér að beinn at- vinnurekstur komi nemendum betur í snertingu við raunvemleikann en bókin ein? í framhalds- skólanum á Húsavík trúa menn því. Þar stofna nemendur og reka fyrirtæki sem þar er liður í námi. Það eru nemendur á seinni námsönn á al- mennri verknámsbraut sem glfma við verkefn- ið. -Á þennan hátt komast nemendumir í beina snertingu við atvinnulífið, segir Guðmundur Birkir Þorkelsson skólameistari Framhalds- skólans á Húsavík. Þeir kynna sér sérstaklega hvaða möguleikar em fyrir hendi í heimahéraði bæði á sviði framleiðslu og þjónustu. Hug- myndum er safnað saman og unnið úr þeim með tilliti til staðhátta og auðlinda og síðan er farið eins að og í alvöru rekstri. Boðað er til stofnfundar, stöður em auglýstar innan nem- endahópsins, sótt um lán í banka o.s.frv. I námskrá framhaldsskólans er gert ráð fyrir að nemendur geti haldið rekstri áfram meðan vel gengur og að þeir geti jafnvel hvílt sig á bóklestri um lengri tíma. -Við trúum því að skólinn geti með þessum hætti nálgast viðfangsefnið á beinan hátt. Við flytjum atvinnulífið inn í skólann og náum að koma námsefninu að á áþreifanlegan hátt með miililiðalausri þátttöku nemenda, segir Guð- mundur Birkir skólameistari. Vinningstölur lauaarríaainn 13. mars 1993 j (T) "^29)^2} ^ (33) VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af5 0 5.774.837 2.4^11 Ér 1 599.567 3. 4af 5 126 8.208 4. 3af 5 4.836 499 Heildarvinningsupphæð þessa viku: kr. 9.821.776 1 upplýsingar:sImsvari91-681511 lukkul!na991002 '&iiíífudayu'i /6. *93 Atburðir dagsins 1802 Herskólinn í West Point í Bandaríkjunum stofnaður. 1815 Vilhjálmur af Óraníu er gerður kóngur í Hollandi og nefndist hann Vilhjálmurl. 1888 Émile Roger gerir fyrstu skráðu viðskiptin um bílakaup. Það gerðist í París. 1914 Frú Caillaux, eiginkona franska fjármálaráðherrans, skýtur til bana ritstjóra dagblaðsins Le Figaro vegna ærumeiðandi ummæla um bónda sirin. 1935 Adolf Hitier afneitar Versalasamningunum og efnir til her- kvaðningar. 1973 Elísabet drottning opnar hina nýju Lundúnabrú við athöfn. Afmœlisdagar James Madison, 1751: Fjórði forseti Bandaríkjanna. Hann var fyrst kosinn í embætti 1809 og dró sig í hlé við lok annars kjörtíma- bils síns 1817. Georg Simon Ohm,1787: Þýskur eðlisfræðingur sem uppgötvaði árið 1827 grunnlögmál rafstraums, sem síðan heitir Ohm- lögmálið. Jerry Lewis, 1926: Heimsfrægur gamanleikari í Hollywoodmynd- um sjötta áratugarins. Mótleikari hans í myndunum var ævinlega Dean Martin, dægurlagasöngvarinn kunni. Bernardo Bertolucci, 1940: ítalskur kvikmyndaleikstjóri. Meðal mynda hans kannast menn ömgglega við The Last Emperor og Last Tango in Paris.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.