Alþýðublaðið - 30.03.1993, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 30.03.1993, Blaðsíða 1
i -reiðir bjóðendur í lóðina í jyrra hóta málssókn á hendur borginni og telja óeðlilega að málum staðið Mikilvægi EES eykst Meðal verkefna á fundi borgar- ráðs í dag er að taka afstöðu til þess hvort auglýsa skuli lóðina við Bíldshöfða, þar sem slökkvistöðin stendur, - eða hreinlega að afhenda hana fyrirtækinu Brimborg hf., eins og borgarritari leggur nú til. Eins- konar friðþæging gagnvart Brim- borg, sem á sínum tíma missti lóð við Suðurlandsbraut innanverða, þegar sú lóð var afhent McDonalds hamborgarakeðjunni. Olína Þorvarðardóttir, borgar- fuiltrúi Nýs vettvangs, segir að fyr- ir ári síðan hafi borgarstjóm ákveð- ið að hafna öllum tilboðum í lóð þessa og var þá samþykkt einróma í borgarstjóm að lóðin yrði auglýst að nýju. „Það furðulega er að borgarstjóri hefur ekki gert þetta, hvað svo sem Meirihluti á AlþuÍgi fyrir frjálsri lyfjaverslun -segja Hjörleifur og Ingibjörg Sólrún. Jón Baldvin: Vil ekki fullyrða að EES taki gildi á árinu veldur. Og samt var það borgar- stjóri sjálfur, sem lagði til á fundi 20. febrúar 1992, að lóðin skyldi auglýst að nýju. Hér stangast á heldur illilega orð og efndir“, sagði Ólína. Fyrir rúntu ári komu meira en 20 umsóknir um lóð þessa. Hæsta til- boðið var upp á 23 milljónir króna, og var undirritað af Alla Rúts, bfla- sala. Sagt var að bak við tilboðið stæði hinsvegar Svanur Þór Vil- hjálmsson, lögfræðingur, og fram- kvæmdastjóri Kvikk hf., sem fram- leiðir margskonar vélbúnað fyrir fiskiðnaðinn. Tilboð Brimborgar hf. á þeim tíma var upp á 17 millj- ónir króna. Það vekur líka athygli að um- ræddur byggingareitur bauð upp á 342 fermetra byggingu að gmnn- Sjálfstæðismenn sam- þykkja lyfjafrumvarpio Nú er ljóst að frumvarp heil- brigðisr'áðherra uni breytingar á lyfjalöguni verður lagt fram á yfirstandandi þingi. Samkvæmt heimildum Alþýðublaðsins hefur þingflokkur Sjálfstæðisflokksins nú samþykkt að lyfjafrumvarpið koini til umræðu á Alþingi, en nokkuð er síðan þingflokkur AI- þýðuflokksins lagði blessun sína yfir frumvarpið. Frumvarpið um aukið frelsi í lyfjaverslun hefur setið fast hjá þingflokki Sjálfstæðisflokksins í nokkum tíma og óttuðust sumir að ekki væri meirihluti fyrir því hjá íhaldinu. Andstaðan innan þing- flokksins mun hafa einskorðast við hagsmunagæslu nokkurra þing- manna sem vildu halda hlífiskildi yfir einokunaraðstöðu apótekara, en þeir hafa verið meðal tekjuhæstu einstaklinga landsins. Samkvæmt upplýsingum heil- brigðisráðherra er hér um að ræða mikið réttlætismál fyrir þá sem þurfa á lyfjum að halda. Sett verður hámarksverð á öll lyf sem fást ekki nema út á lyfseðil. Þannig mun sjúklingur á engum stað á landinu þurfa að borga hærra verð fyrir lyf en gerist og gengur í dag. Ef frum- varpið verður að lögum þá munu þau brjóta á bak aftur einkasölu- kerfi á lyfjum sem gilt hefur í ára- tugi. Þannig verður smásala á lyfj- um frjáls, sem gefur t.d. stórmörk- uðum færi á að selja lyf og telja rnargir að það muni lækka lyfja- verð. Hjörleifur Guttormsson sagði í umræöum á Alþingi fyrir helg- ina, að yrði EES að vcruleika, myndi sá samningur standa leng- ur en margir teldu og örugglega lengur en eitt til tvö ár. Astæðuna kvað hann þá, að cngar líkur væru á að hin Norðurlöndin færu öll inn í Evrópubandalagið; and- staðan væri mjög niikil í Noregi, og Hjörleifur kvað það skoöun sína, að sama yrði uppi á teningn- um varðandi Svíþjóð og Finn- land. Þessi ríki þyrftu því mjög á EES að halda, og það yrði fyrir vikið lífseigara. Af máli Ingibjargar Sólrúnar mátti skilja, að hún væri sama sinn- is. Hún hvað nú nauðsynlegt að bíða átekta og láta reyna á samning- inn um EES. Athygli vakti að hún vildi jafnframt undirstrika að fyrir Islendinga væri nauðsynlegt að fylgjast vel með viðræðum hinna Norðurlandanna um aðild að Evr- ópubandalaginu sjálfu. Jón Baldvin Hannibalsson svar- aði spumingu Ingibjargar Sólrúnar um það hvort hann teldi að aftur yrði snúið með EES héðan f frá. flatarmáli við auglýsingu í fyrra. Þegar lóðin var um það bil að fara í sölu, kom upp sú sérkennilega staða að borgarskipulag kom fram með tillögu um stórbætta nýtingu lóðarinnar, þannig að hægt yrði að byggja rúmlega 1.800 fermetra byggingu á lóðinni. Þótti ýmsum hér sérkennilega að málum staðið, enda formaður skipulagsnefndar bróðir lögmannsins sem var hæst- bjóðandi, sem vissulega bauð upp á ýmsar spekúlasjónir manna. I dag er talið að lóðin sé 30 millj- ón króna virði. Margir þeirra sem buðu í lóðina fyrir ári síðan eru ras- andi yfir vinnubrögðum borgarinn- ar. Alþýðublaðið hefur það fyrir satt að einhverjir þeirra hóti mála- ferlum, verði staðið að rnálum, eins og borgarritari hefur lagt til. þ.e. að afhenda Brimborg lóðina án aug- lýsingar. Sagði ráðherrann að hann hefði engar efasemdir um það að EES mundi taka gildi, en „ég treysti mér ekki til að fullyrðajafnvel hvort það verður á þessu ári“. Jón Baldvin benti á að tregða þjóðþinga nokk- urra landa Evrópubandalagsins, einkum Spánverja, væri veruleg. Jón Baldvin sagði jafnframt að yrði Maastricht-samkomulagið ekki staðfest, þá myndi það leiða til þess að öllum nýjum umsóknum um að- ild að Evrópubandalaginu yrði sóp- að út af borðinu, og það myndi út af fyrir sig styrkja EES. Beðið eftir vorinu Hann er ekki í rusli þessi ungi maður sem er annað hvort að bíða eftir strætó eða vorinu nema hvoru tveggja sé. Eftir held- ur umhleypingasaman vetur bíða eflaust margir eftir að það fari að vora en rétt er þó að minna á að páskarnir eru fram- undan og því eins viðbúið að páskahret sé í aðsigi. Það er einn sá þátturinn í veðurfarinu sem aldrei klikkar. A-mynd/E.ÓI. Hrafn flýgur -áður en hann hófdagleg störfhafði hann sagt upp þrem starfsmanna sinna óg skapað mikinn óróa í stofnuninni í stuttorðri orðsendingu frá skrifstofu útvarpsstjóra sem barst fjölmiðlum í gærdag ségir að útvarpsstjóri hafi sagt Hrafni Gunnlaugssyni upp störfum sem dagskrárstjóri innlendrar dagskrárdeildar Sjónvarpsins. Uppsögnin er gerð samkvæmt þriggja mánaða umsömdum uppsagnarfresti. Frekara vinnu- framlags af hálfu Hrafns er hinsvegar ekki óskað. Hrafn Gunnlaugsson var í raun ekki búinn að hefja dagleg störf innan stofnunarinnar, til stóð að hann mætti til daglegra starfa á morgun. Af því verður ekki. Engu að siður var Hrafn bú- inn að skapa mikinn óróa innan Sjónvarpsins og búinn að segja upp tveim „skriptum" og ein- um framleiðanda, áður en hann mætti til leiks. I sjónvarpsþætti unt „hvað við vildum" í sjónvarps- mennsku var Hrafn ómyrkur í máli um væntanlega samstarfs- menn sína inrtan Sjónvarpsins. Var já honum áð skilja að hann vildi leggja niður einhverjar deildir og kaupa efnið þess í stað af fyrirtækjum úti í bæ. Jók þetta enn á óróleika sjónvarps- starfsmanna. Mikill þrýstingur hefur verið á útvarpsstjóra í þessu máli, og í gær tók hann ákvörðun sína. Ekki náðist í Hrafn Gunnlaugs- son í gærkvöldi og veit blaðið því ekki hver viðbrögð hans verða. Borgarráð þaifað taka ákvörðun, - VIBOUR lÓftlM AUGIÝST. - EDA AFHENT BRIMB0RG ALÞÝÐUBLAÐIÐ - Kverfisgötu 8-10, 101 Reykjavík - Sími 62-55-66 - FAX-númer 62-92-44

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.