Alþýðublaðið - 30.03.1993, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 30.03.1993, Blaðsíða 8
Þriðjudagur 30. mars 1993 49. TÓLUBLAÐ - 74 ARGANGUR V í K LOTT# .. alltaf á irnðvikudögum Stjórnarandstaðan deilir innbyrðis á Alþingi • • HJORLEIFUR BREIDIR UPP FYRIR HAUS -segir Halldór Asgrímsson í umrœðum um EES. Hjörleifur: Æýleiri EB-sinnar koma úr kafinu á Al- þingi. Ingibjörg Sólrún: Skinhelgi Hjörleifs - engin raunhœf pólitík. Jón Baldvin: Blanda mér ekki í þríhliða deilur stjórnarandstöðunnar Hjörleifur Guttormsson ásakaði for- ystu Framsóknarflokksins um að nota tillögu uni tvíhliða samning við Evrópu- bandalagið til að breiða yfir ágreining fiokksins í EES-málinu. Hann kvað til- löguna „endurspegla þörfina af þeirra hálfu til þess að veifa einhverju tré í þeim ágreiningi sem verið hefur í flokknuni um afstöðuna til EES“. Hjörleifur kvað jafnframt æ fleiri þingmenn koma úr kafinu, sem vildu ganga alla leið inn í EB. Þessi orðaskipti urðu á Alþingi í um- ræðum um tillögu Steingríms Her- mannssonar og Halldórs Asgrímssonar um tvíhliða samning við EB. Halldór svaraði fullum hálsi og kvað ber- sýnilegt að Hjörleifur væri svo hræddur við alþjóðleg tengsl að hann teldi greinilega best að sitja bara heima og breiða upp fyrir haus. Hann taldi þingmanninum réttara að reyna að skapa samstöðu í sínum eigin flokki og minnti Hjörleif á, að allir ráðherr- ar Alþýðubandalagsins í síðustu ríkisstjóm hefðu á sínum tíma staðið að því að ganga til samninga um EES. Þá hefðu þeir talið það þjóna hagsmunum landsins. Hann kvaðst ekki hafa skilið formann Alþýðu- bandalagsins þannig, að hann væri sam- mála Hjörleifi um að réttast væri að breiða yfir haus og sitja heima. Hjörleifur sagði einnig í umræðunni, að hann harmaði að Framsóknarflokkurinn skyldi að hluta til skiþa sér í þá sveit, sem nú skapaði hættu á að ísland verði keyrt inn í Evrópubandalagið á næstu ámm. Hjörleif- ur var einnig mjög harðorður gagnvart Ingi- björgu Sólrúnu Gísladóttur, og sagði ræðu hennar „samfelld mótmæli við stefnu Kvennalistans.." og kvað jafnframt að í ræðunni hefði verið að finna ótvíræðar stuðningsyfirlýsingar við EES. Hann ásak- aði hana jafnframt um að þora ekki að tala til eigin flokkssystra, heldur nota Albaníu- aðferðina, sem fælist í því að skamma hann, þegar hún væri í raun að skamma Kvenna- listann. Ingibjörg Sóirún ásakaði Hjörleif um skinhelgi; hann hefði hinsvegar enga raunhæfa pólitík fram að færa í málinu og hefði aldrei sagt mönnum hvemig hann hugsaði sér hina pólitísku þróun í álfunni. Jón Baldvin Hannibalsson kvaðst vart þora að blanda sér í þríhliða deilur stjómar- andstöðunnar, en taldi þó ræður hennar benda til þess að sumir á þeim bæ að minnsta kosti, væm að vitkast, og gerðu sér nú betur grein fyrir mikilvægi EES en áður. Jón Sigurðsson, viðskiptaráðherra, staðfesti ársreikning Landsbanka íslands fyrir árið 1992 í gærdag. Myndin var tekin við það tækifæri. Frá vinstri á myndinni eru þau Anna Margrét Guðmundsdóttir, varamaður í bankaráði, Björgvin Vilmundarson, bankastjóri, ,Ión Sigurðsson, Kjart- an Gunnarsson, formaður bankaráðs, Lúðí ík Jósepsson, bankaráðsmaður og Kristín Sigurðardóttir, bankaráðsmaður. ✓ Landsbanki Islands Tnp upp á 2.733 milljónir króna Rúmir 4 milljarðar króna í afskriftasjóð Bókfært tap Landsbankans á síðasta ári var 2.733 milljónir króna. Hagnaður af reglulegri starfsemi fyrir skatta var aðeins 66 milljónir króna samanborið við 294 milljónir árið áður. Eftir skatt var um 11 milljóna króna hagnað að ræða. Framlag í afskriftasjóð á síðasta ári nam 1.288 millj- ónum króna auk sérstaks framlag upp á 2.800 milljónir króna. Talsverður veltusamdráttur varð hjá Landsbankanum á síðasta ári, fjármuna- tekjur urðu 10.574 miðað við 13.687 millj- ónir árið 1991 og fjármagnsgjöld lækkuðu úr 9.846 milljónum króna árið 1991 í 6.895 milljónir á síðasta ári. Vaxtamunurinn minnkaði hins vegar á milli ára eða úr 3,9% árið 1991 í 3,5% árið 1992. Hins vegar hækkuðu þóknanir og þjónustutekjur úr 2.257 milljónum krónum árið 1991 í 2.496 milljónir á síðasta ári. Vegna mikilla framlaga í afskriftareikn- ing lækkaði eigið fé bankans úr 6.235 millj- ónum króna í árslok 1991 í 3.614 milljónir króna í árslok 1992. Til að mæta þessu fékk Landsbankinn víkjandi lán frá Seðlabank- anum í lok síðasta árs. Auk þess hefur Al- þingi heimilað ríkisstjóminni að auka eigið fé bankans um allt að 2.000 milljónum króna og einnig að gera bankanum kleift að taka víkjandi lán allt að 1.000 milljónum króna sem bankinn hyggst nýta sér. Eftir þessar ráðstafanir verður eiginfjárhlutfall Landsbankans 9,3% miðað við árslok 1992. STUTTFRETTIR Siguröur K. Sigurðsson hjá Skeljungi hf. afhendir mæðgunum Árnýju Marteinsdóttur og Vigdísi Birnu, nýjan Britax Freeway barnabílstól. Krakkar hafa gaman af að skoða gamla hætti í sjómennsku forfeðranna í Sjómin jasafni íslands í Hafnarfiröi. Aðsókn að Sjóminjasafni Islands hefur aukist ntjög í vetur. Munar þar mestu að hópar skólafólks hafa heimsótt safnið og fengið þar sérstaka safnkennslu. Nemendur rúmlega þrjátíu skóla hafa annað hvort komið í heimsókn, eða eru væntanlegir þang- að á næstunni. Sjóminjasafnið er til húsa að Vesturgötu 8 í Hafnarfirði, í hinu gamla Brydeshúsi, sem er orðið 130 ára gamalt. Safnið er opið almenningi um helgar í vet- ur frá 14 til 18. í sumar verður opið alla daga frá 13 til 17. Kjörið fyrir fjölskyldur að sækja safnið, enda hefur komið í ljós að bömin hafa mjög gaman af að skoða safnið. í næsta húsi má líka skoða Byggðasafn Hafnarf jarðar og á sömu lóð er veitingahús- ið A. Hansen þar sem menn fá sér gjaman hressingu að skoðun safnanna lokinni. Fá nýja barnabílstóla fyrir þá gömlu Skeljungur hf. hefur innkallað Freeway-bamabflstóla sem seldir hafa verið hér á landi og framleiddir voru fyrir 1. nóvember í fyrra. Fram hefur komið í rannsóknar- stofu Britax- fyrirtækisins, sem framleiðir stólana, að veikleiki er í örfáum stólum af þeim þúsundum sent framleiddir voru. Því vill fyrirtækið innkalla alla stóla af þessari gerð. Eigendur stólanna þurfa aðeins að kanna framleiðslunúmer og tegund stólsins með því að lyfta áklæði á hægra armi stólsins. Nýr stóll kemur innan sólarhrings til eigenda á höfuðborgarsvæði, á þrem sólarhringum eða minna til landsbyggðarfólks. Grænn sími er 99-6038. Ekkert óhapp hefur orðið af þeirn veikleika sem fram kom, en Britax vill uppfylla ítmstu öryggis- og gæðakröfur og skiptir því um stóla. Stóla- skiptin em eigendum að kostnaðarlausu. Bygging Digraneskirkju að hefjast Fyrsta skóflustungan að umdeildri kirkju fyrir Digranessöfnuð í Kópavogi var tekin um helgina. Menn minnast án efa þeirrar heiftúðugu deilu sem spratt síðastliðið sumar vegna fyrirhugaðrar bygg- ingar kirkju á Víghóli. Sú deila leystist með úthlutun á nýrri lóð við gatnamót Hlíðarvegar og hins nýja Digranesvegar. Dr. Sigurbjöm Einarsson, biskup, tók skóflustunguna í veikindaforföllum herra Olafs Skúlasonar, biskups. Byggingaframkvæmdir hefjast strax með lagningu vegar áð byggingarstaðnum og flumingi trjáa sem víkja þurfa fyrir byggingunni, en verður nýtt annars staðar á svæðinu. Kirkjan mun kosta fullbúin með orgeli um 250 milljónir króna. Stefnt er að vígslu hennar í nóvember á næsta ári. Er þarmeð lokið áratuga löngu þrefi um staðsetningu fyrir kirkju safnaðarins. Hákarlalýsisperlur frá Djúpavogi Á tímum mikils og almenns áhuga á heiibrigði og hreysti hefur það vitnast að há- karlalýsi sé flestra meina bót. Kraftlýsi, fyrirtæki á Djúpavogi hefur hafið sölu á lýsi- sperlum sem innihalda hákarlalýsið. Blaðið Austri segir frá þessu í síðustu viku. Perlumar eru í lyfjaglösum og eru 30 stykki í hverju glasi. Hæfilegur skammtur er ein perla á dag. Tækjakostur til að framleiða lýsishylki er ekki til staðar í landinu og hef- ur fyrirtækið því sent hákarlalýsi til Bandaríkjanna þar sem perlumar eru framleidd- ar. Lýsisperlumar fara aftur til Djúpavogs, þar sem pökkun fer fram. Starfsmönnum fjölgar á næstunni úr þrem í sex hjá Kraftlýsi, sem auk þess frantleiðir þorskalýsi til manneldis og fóðuriýsi til skepnufóðurs. Hákarlalýsið er eingöngu framleitt fyrir inn- anlandsmarkað, en Gunnlaugur Friðbjarnarson, framkvæmdastjóri, segir útflutn- iníi4«nia til areiaaí framb'ðinrtL . ,, . .. . > . .. Sjominjasafniö i Hafnarfirði vinsælt

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.