Alþýðublaðið - 07.05.1993, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 07.05.1993, Qupperneq 3
Föstudagur 7. maí 1993 3 Hér má sjá hluta þess stóra hóps eldri borgara sem kom saman í Borgartúninu í gær til að hlusta á fjölmarga skemmtilega fyrirlestra um nýjan lífs- stíl eldri borgara. A.mynd - E.ÓI. • • S Oldrunarráð Islands: „Undanfarin ár hafa ráðstefnur Öldr- unarráðs íslands verið kannski full fræðilegar og aðsóknin hefur verið svona utn 60-80 manns. í ár ákváðum við að breyta til, hafa ráðstefnurnar svolítið öðruvísi og fjalla um lífið og tilveruna á lifandi og skemmtilegan hátt. Við byrj- uðum á ráðstefnu um hamingjuna í janúar og á hana komu 180 manns. Par næst héldum við í mars ráðstefnu um ástina og þar mættu 140 manns og nú stendur yfir ráðstefna um nýjan lífsstíl eldri borgara og ekki færri en 500 manns eru hér samankomin“, sagði ánægð Gréta Guðmundsdóttir, framkvæmda- stjóri Öldrunarráðs Islands, þegar Al- þýðublaðið náði tali af henni seinni part- inn í gær. „Eins og þú sérð er hér pakkfullt út að dyrum og við höfum því miður þurft að vísa fólki frá. Þetta er stærsti salurinn í húsinu en þyrfti þó að vera stærri. Við lentum meira að segja í vandræðum með sæti og höfum tæmt húsið af stólum til að þessi fjöldi gæti tyllt sér. Hér hafa verið margir áhugaverðir og skemmtilegir fyrirlestrar en trompið er eftir, við ætlum nefnilega að dansa hér á eft- ir. En þetta er of lítill salur, ætli við verðum ekki að taka Laugardalshöllina á leigu fyrir næstu ráðstefnu", sagði Gréta Guðmunds- dóttir að lokunt í gamansömum tón. Hún er reyndar að hætta sem fram- Þær báru hita og þunga dagsins (frá v. til h.): Gréta Guðmundsdóttir fráfarandi framkvæmda- stjóri Öldrunarráðs, Bryndís Schram ráðstefnustjóri og framkvæmdastjóri Kvikmyndasjóðs og Anna Björg Sigurbjörnsdóttir sem tekur við af Grétu sem framkvæmdastjóri. A.mynd - E.ÓI. kvæmdastjóri Öldrunarráðsins og við starfi hennar tekur Anna Björg Sigurbjömsdóttir. Gréta ætlar að færa sig um set yfir í Grafar- voginn og gerast þar forstöðumaður hjúkr- unarheimilis fyrir aldraða sem ber það skemmtilega nafn Eyri. Gámngamir segja það hart hlutskipti fyrir Kópavogskratann Grétu að fara úr framkvæmdastjórastóli Öldmnarráðs og beint á „eyrina". 500 MANNS Á RÁÐSTEFNU UM NÝJAN LÍFSSTÍL Átta milljón króna gæðingur á Sunnlenskum hestadögum Ekki er að efa að fjölmennt verður í Reiðhöllinni í Víðidal um helgina. Þá fara þar fram Sunnlenskir hestadagar. Þar em meðal annars á dagskrá gæðingakeppni milli sunnlenskra hrossabænda og félagsmanna Fáks, Ófeigur 882 ásamt afkvæmum og tuttugu graðhestar í fyrsta verðlaunaflokki. Kolfinnur frá Kvíarhóli er einn þeirra úrvalsgæðinga sem kemur fram. í hann vom boðnar „litlar" 8 milljónir króna á dög- unum. Eigandinn hafnaði tilboðinu! Þama verður að vanda slegið á létta strengi, hest- ar í boltaleik og smalamennsku, auk áhættuatriðis sem verður fmmsýnt. Sýningin hefst kl. 21 í kvöld og á laugardagskvöld, en kl. 17 á sunnudag. BSRB hafnar einkavæðingu Vegna fmmvarpa um einkavæðingu opinberra stofnana hefur BSRB sent fjölmiðl- um orðsendingu. Þar kemur fram að BSRB telur að við íslendingar eigum að læra af reynslu annarra þjóða af einkavæðingu. Um sé að ræða nieðferð opinberra eigna - fjánnuni almennings í landi - og því sé það ekkert annað en ábyrgðarleysi að renna blint í sjóinn með framkvæmd mögulegrar einkavæðingar. „Kostir og gallar einka- væðingar eru eitt af stóm málunum í þjóðfélagsumræðunni á Islandi í dag“, segja þeir BSRB-menn. Fulltrúar Ingvars Helgasonar hf., Vegageröar rfkisins og Innkaupastofnun ríkisins viö af- hendingu öflugra tækja, sem eiga eftir að bæta þjóðvegina þar sem enn er óbundiö slitlag. Vegagerð fær öfluga veghefla Tími vegheflanna er síður en svo liðinn á íslandi, enn em eftir vegir sem hefla þarf af og til. Á dögunum vom menn Ingvars Helgasonar hf. að afhenda Vegagerð rík- isins tvo öfluga veghefla, bandaríska Dresser hefla. Þetta em mikil tæki, vega 15 tonn og em útbúnir samkvæmt nútíma kröfum. Innkaupastofnun ríkisins keypti samkvæmt tilboði og vom Dresser heflamir hagstæðastir. Tækin verða staðsett á Hvolsvelli og á Sauðárkróki. Hljóta fréttamannastyrki Norðurlandaráðs Fjórir íslenskir fréttamenn hlutu á dögunum fréttamannastyrki Norðurlandaráðs, sem veittir em árlega til að auka möguleika fféttamanna á að kynna sér norræn mál- efni og aðstæður. Styrkina hlutu þau Ágúst Þór Árnason (25 þúsund sænskar krón- ur), sem ætlar að kynna sér viðhorf almennings til Evrópusamruna, Björg Árnadótt- ir (10 þúsund s. kr), sem ætlar að kynna sér sögu og líf Sama, Karl Garðarsson (15 þús. s. kr) sem hyggst kynna sér efnahagshorfur í Færeyjum, - og Sigurjón Magnús Egilsson, (25 þús. s. kr.), en hann ætlar að kynna sér sjávarútveg á Norðurlöndum. I SOL OG SUMARYL BARSELONA: COSTA BRAVA í eina viku, brottför 12. júní Flug og gisting á LLORET DE MAR, íbúöahótel FANALS PARK 32.900* ALCOBER, íbúöahótel ARCOS MAR II 32.900* PLAYA DE PALS, íbúöahótel GOLF MAR 37.900* MILANO: Flug og bíll, flogiö til Mílanó 29. júní og til baka um Vínarborg 38.200** VÍNARBORG: Flug og gisting í eina viku, brottför 11. júní 48.540*** Verð miðað við mann og að tveir verði saman í herbergi Innifalið er flug, gisting og flugvallarskattur. Verð miðað við mann og að tveir ferðist saman í bíl í A- flokki. Innifalið er flug, bíll j 10 daga, ótakmarkaður akstur og kaskótrygging ásamt flugvallarskatti. Ekki innifalið skilagjald á Vínarflugvelli, kr. 6.000 *** Verð miðað við mann í tveggja manna herbergi á HÓTEL REGINA, innifalið er flug, gisting m/morgunverði og flugvall- arskattur. Sími: 65 22 66

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.