Alþýðublaðið - 07.05.1993, Side 12

Alþýðublaðið - 07.05.1993, Side 12
L#TT# I. ..alltaf á miðvikudögum MMBUBLMÐ L#TT# alltaf á miðvikudögiun Föstudagur 7. maí 1993 68. TOLUBLAÐ - 74 ARGANGUR Landspítalinn Samið við hjúkrunarfræðinga Hafafrest til 11. maí til að skrifa undir nýjan ráðningarsamning Bœjarráð Hafnaifjarðar Hvalveiðar hef jist nú þegar Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti samhljóða í gær stuðningsyfirlýsingu við stefnu stjórnvalda í hvalveiðimál- uin þess efnis að nýta beri sjávarspendýr eins og aðrar náttúruauðlindir og að hvalveiðar hefjist nú þegar. Alykt- un fundarins hljóðar svo: „Bæjarráð Hafnarfjarðar styður þá stefnu íslenskra stjóm- valda að nýta beri sjávarspendýr eins og aðrar náttúruauðlind- ir, enda sé tekið fullt tillit til umhverfís- og friðunarsjónarmiða sem byggð eru á vísindalegum rökum. Bæjarráð samþykkir að beina þeirri áskorun til sjávarútvegs- ráðherra að beita sér fyrir því að hvalveiðar hefjist nú þegar.“ ✓ Hvalavinafélag Islands Hvalveiðar ósiðlegar „Langmestur hluti vestrænna ríkja líta á hvalveiðar sem ósiðlegar athafnir sem leggja beri strax niður af útrýming- ar, mannúðar- og siðferðisástæðum“, segir í fréttatilkynn- ingu frá Hvalavinafélagi Islands í tilefni af ársfundi Al- þjóðahvalveiðiráðsins sem haldinn verður í Japan í næstu viku. Reyndar segja hvalavinir að tilefnið sé jafnframt vanhugsað- ar yfírlýsingar sjávarútvegsráðherra í hvalveiðimálum. Þeir segja að „saga hvalveiða mannkynsins sé samfelld og blóðug saga útrýmingar hvalastofna hér við land sem annars staðar. Þess vegna finnst flestu hugsandi og kærleiksríku fólki í ver- öldinni nóg komið af þessari helför risa hafsins og vilja því stöðva allar hvalveiðar heimsins strax, án tillits til undirhvaða yfirskyni veiðimenn telja nauðsynlegt að slátra hvölum heims- ins“. Þá segir m.a. í yfirlýsingu hvalavina: „Það mun aldrei verða nokkur friður við heimsbyggðina ef við hefjum hinar þjáning- armiklu hvalveiðar aftur eins og talsmenn hagsmunasamtaka heimta í sífellu af landsfeðrunum." Það er semsagt ljótt að veiða hval að áliti hvalavina. Fyrsti verkfræð- ingur lcmdsins Það eru ekki nema 100 ár síðan að fyrsti verkfræðingurinn var ráðinn til starfa hér á landi. Verkfræðingur íslands varð síð- ar landsverkfræðingur og var það embætti við -lýði allt til árs- ins 1917. Sigurður Thoroddsen varfyrsti landsverkfræðingur- inn en hann var jafnframt fyrstur íslendinga til að Ijúka prófí í verkfræði. Sigurður gegndi embætti til 1904 en tók þá við starfi kennara við lærða skólann svokallaða í Reykjavík. Sfðar tóku við Jón Þorláksson sfðar forsætisráðherra og Thorvald Krabbe. Verkfræðingafélag íslands opnar sýningu á laugardag í Há- skólabíói í tilefni áfangans. Opið á virkum dögum frá 9 til 16.30 en á laugardögum og sunnudögum frá 12 til 14.30, - bíó- gestir geta hinsvegar skoðað sýninguna á öðrum tímum. Samkomulag hefur nú náðst milli hjúkrunarfræðinga og Ijósmæðra og stjórnenda Landspítalans um leiðréttingu á launakjörum. Upp- sagnir hjúkrunarfræðinga og Ijós- mæðra tóku í raun gildi 1. febrúar síðastliðinn, en starfsfólkið féllst á að halda áfram störfum og var sér- stakri nefnd falið að finna lausn á kjaradeilunni. Nefndin hefur fundað stíft undan- famar vikur, en árangurinn stóð á sér þannig að starfsfólkið hótaði að láta uppsagnimar taka gildi þann 1. maí sl. A miðvikudagskvöld sættust síðan hjúkmnarfræðingar og ljósmæður á til- boð samninganefndar Landspítalans, en ekki hefur verið gefið upp í hverju sú lausn nákvæmlega felst. Ekki er ljóst hvort allt starfsfólkið sem sendi inn uppsagnarbréf í haust kemur aftur til vinnu, en það hefur nú fengið frest til 11. maí til að draga upp- sagnir sínar til baka og skrifa undir nýj- an ráðningarsamning. Samkvæmt upp- lýsingum Alþýðublaðsins hafa hjúkr- unarfræðingar og ljósmæður á Land- spítalanum nú fengið þá leiðréttingu sem krafist var. Krafan var m.a. fólgin í því að þetta starfsfólk fengi sömu kjör og aðrar sambærilegar starfsstéttir á Landspítalanum og til jafns við sömu starfsstéttir á Borgarspítalanum. Færandi hendi áfund út í heim „ÞEGAR ÉG fer til fundar við vini mína og viðskiptavini erlendis þarf engan að undra þótt ég færi þeim lax í einhverri mynd þar sem viðskipti mín tengjast laxi og útflutningi. Það gengur þó ekki endalaust. Ekki má gleymast að ísland hefur upp á margt annað að bjóða eins og til dæmis vatnið, skyrið og ostana að ógleymdum fallegu íslensku ullarvoðunum, tískufatnaðinum og myndabókunum, eftir alla bestu ljósmyndara okkar. Yfirleitt finnst mér þægilegast, tímans vegna, að kaupa þessar gjafir í íslenskum markaði.“ /9rvi] Orri Vigfús^n/forstjóri. GOÐ HUGMYND! \v ISLENSKUR ETll MARKAÐUR Leifsstöð ■ Keflavíkurflugvelli ■ Sími (92) 50 4 50 ■ Fax (92) 50 4 60

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.